19 fórust þegar flugvél hrapaði í stöðuvatn

09.09.2018 - 13:55
Erlent · Afríka · flug · Suður-Súdan
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Nítján fórust í flugslysi í Suður-Súdan í morgun þegar lítil farþegaflugvél brotlenti í stöðuvatni við bæinn Yirol í miðju landsins. Tuttugu og þrír voru í vélinni og fjórir lifðu af, að sögn talsmanns stjórnvalda á svæðinu.

Á meðal þeirra sem lifðu af eru tvö börn og ítalskur ríkisborgari. Á meðal hinna látnu er Simon Adut, biskup Ensku biskupakirkjunnar í Yirol. Vélin var á leið frá höfuðborginni Juba og ætlaði að lenda í Yirol, þar sem var mikil þoka.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi