19 fórust er vörubíll hrapaði ofan í gjá

01.11.2019 - 05:21
epa06583795 Filipino construction workers rest on a truck aafter a workers accommodation building collapsed in Cebu, Philippines, 06 March 2018. According to reports, five have been reported dead and fifty three injured after a workers accommodation building made of scaffoldings collapsed while 153 construction workers were sleeping inside.  EPA-EFE/JAY ROMMEL LABRA
Á Filippseyjum er algengt að fólk sé flutt á opnum vörubílspöllum, tugum saman,  Mynd: epa
Nítján filippeyskir bændur bændur fórust þegar vörubíll, hlaðinn fólki og hrísgrjónafræi, fór út af fjallvegi á norðanverðum Filippseyjum og hrapaði niður í 20 metra djúpa gjá. 39 bændur voru á palli bílsins þegar slysið varð. Þeir voru á heimleið frá bænum Connor, þar sem þeir höfðu fengið úthlutað hrísgrjónafræi fyrr um daginn.

Ekki er vitað hvað olli slysinu en talið líklegt að annað hvort bremsur eða vél vörubílsins hafi bilað þar sem hann var á leið upp bratta brekkuna. Við þetta tók bíllinn að renna aftur á bak, niður brekkuna og svo út af veginum með fyrrgreindum afleiðingum. 19 létu lífið en 20 komust lífs af, mis mikið slasaðir. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi