Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

18 sækjast eftir starfi bæjarstjóra í Ölfusi

05.07.2018 - 21:03
Mynd með færslu
Mynd úr safni Mynd: Christopher Lund - Hafnarstjórn Þorlákshöfn
Gefin hefur verið út listi með nöfnum þeirra 18 sem sótt hafa um starf bæjarstjóra í Ölfusi og þar má finna fimm núverandi eða fyrrverandi bæjarstjórar. Upphaflega sóttu 23 um starfið en fimm drógu umsókn sína til baka.

Ráðningarferli nýs bæjarstjóra er unnið í samstarfi við Capacent og segir Rakel Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs Ölfuss, að í sveitarfélaginu bíði mörg verkefni sóknarfæris, einkum í atvinnumálum dreifbýlis og þéttbýlis.

Íbúum í Ölfusi hefur fjölgað mikið undanfarin ár og útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram. Rakel segir að meirihlutinn leggi ríka áherslu á að ráðning nýs bæjarstjóra gangi hratt og vel fyrir sig.

Sjálfstæðisflokkur fékk hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðnum.

Umsækjendur um starf bæjarstjóra eru eftirfarandi:

Anna Greta Ólafsdóttir, sérfræðingur.

Ármann Halldórsson, framkvæmdastjóri.

Ásta Stefánsdóttir, fyrrum bæjarstjóri í Árborg.

Baldur Þórir Guðmundsson, útibússtjóri.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri í Hornafirði.

Björn S. Lárusson, verkefnastjóri.

Daði Einarsson, verkefnastjóri.

Edgar Tardaguila, móttaka.

Elliði Vignisson, fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Gísli Halldór Halldórsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Glúmur Baldvinsson, MSc. í alþjóðastjórnmálum.

Gunnar Björnsson, viðskiptafræðingur.

Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Garðs.

Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri.

Rúnar Gunnarsson, sjómaður.

Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri.

Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV