Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

16 ára ógnuðu fólki með hnífi

11.03.2013 - 05:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Tveir piltar, 16 ára gamlir, ógnuðu fólki með hnífi á bensínstöð í Kópavogi, og í grennd við hana, í gærkvöld. Tilkynning um hegðun þeirra barst lögreglu um klukkan hálf níu. Voru þeir teknir höndum skömmu síðar. Var strax haft samband við foreldra þeirra, og málið leyst í samvinnu við þá.

Skömmu eftir miðnætti var lögreglu tilkynnt að maður hefðu brotið rúðu í verslun við Hverfisgötu. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi, var handtekinn og gistir fangaklefa.