Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

158 metra göngubrú yfir Markarfljót

08.10.2014 - 16:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Tillaga EFLA verkfræðistofu var valin hlutskörpust í í hönnunarsamkeppni um göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal, sem Vegagerðin og samtökin Vinir Þórsmerkur stóðu fyrir.

Eitt af verkefnum samtakanna hefur frá upphafi verið að vinna að því að sett verði göngubrú á Markarfljót sem auðveldi aðgengi að Þórsmerkursvæðinu. Valið stóð á milli þriggja tillagna. Dómnefnd taldi að helstu kostir við bestu tillöguna séu að brúin falli vel inn í umhverfið og sé látlaus. Þetta er strengbrú, fremur léttbyggð og viðhaldslítil.

Ókostir við brúna séu að halli á brúargólfi næst endum hennar sem gæti valdið erfiðleikum fyrir hreyfihamlaða og í hálku. Handrið brúarinnar virki ennfremur frekar gisið og ótraust. Það þyrfti að laga í lokaútfærslu til að auka öryggi.  Kostnaðaráætlun við byggingu brúarinnar var lægst þeirra þriggja tillagna sem bárust.

Í greinargerð höfunda segir að brúin falli eðlilega að landi í um níu metra hæð yfir Markarfljótsaurum. Brúin verði 158 metra löng, brúargólfið verði úr timbri sem borið er af stálköplum