1500 manns í Öskjuhlíð í gærkvöld

06.06.2012 - 08:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Einstakt sjónarspil var á himni seint í gærkvöld og í nótt þegar Venus gekk fyrir sólu.

Um 1500 manns söfnuðust saman við Perluna í gærkvöld en þar gafst einstakt tækifæri til að sjá Venus ganga fyrir sólu. Sjaldgæft er að sjá megi reikistjörnu ganga þvert fyrir sólina. Sævar Helgi Bragason, maður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness segir það hafa verið einstakt að fylgjast með þvergöngunni enda hafi fólk frá ýmsum löndum gert sér ferð upp í Öskjuhlíðina.

Þvergangan sást vel frá Íslandi en Venus gengur fyrir sólina á 105,5 eða 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. 235 ár eru þar til hægt verður að fylgjast með þvergöngu Venusar fyrir sólu héðan frá Íslandi, eins og fram kemur á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

„Þetta sást frá fjölmörgum löndum en við vorum einstaklega staðsett vegna þess að við sáum upphafið, áður en sólin sest og svo hefðum við líka átt að sjá lokin þegar sólin var að koma upp. Ísland var einn af fáum stöðum í heiminum sem hægt var að sjá það,"

sagði Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi