Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

14 teknir fyrir of hraðan akstur

13.06.2013 - 08:24
Mynd með færslu
 Mynd:
14 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Hvolsvelli í nótt. Sá sem hraðast ók var á 134 kílómetra hraða. Annar var gripinn á 125 kílómetra hraða og tveir á 123 kílómetra hraða. Allir voru teknir við eftirlit á Suðurlandsvegi.

Að sögn vakthafandi lögreglumanns hjá lögreglunni á Hvolsvelli hefur aukning orðið á hraðaakstri á svæðinu að undanförnu. Stór hluti þeirra sem ekur of hratt eru erlendir ferðamenn. 

Lögregla vill beina þeim tilmælum til ökumanna að virða hraðatakmarkanir og gæta þess að missa ekki sjónar á hröðun á þjóðvegi og lengri vegarköflum.