137 þúsund sáu Engla alheimsins í beinni

Mynd með færslu
 Mynd:

137 þúsund sáu Engla alheimsins í beinni

31.03.2014 - 16:23
137 þúsund manns, á aldrinum 12 til 80 ára, horfðu á beina útsendingu RÚV á Englum alheimsins í gærkvöldi. Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri RÚV, segir áhorfið á við spennandi landsleik í handbolta.

Uppsafnað áhorf mældist 57 prósent en meðaláhorf var 32 prósent þá þrjá tíma sem sýningin frá Þjóðleikhúsinu stóð. Valgeir segir að miðað við áhorfið sé greinilegt að verkið hafi skilað sér vel heim í stofu. „Þetta er frábær niðurstaða fyrir leikhúsið og RÚV. Það er gaman fyrir þjóðina að, yfir 130 þúsund manns, hafi fengið að kíkja í Þjóðleikhúsið á þessa lokahátiðarsýningu.“

Englar alheimsins eru eftir Einar Má Guðmundsson. Leikgerðin er eftir Þorleif Örn Arnarsson og Símon Birgisson.