131 tekin fyrir hraðakstur á einni klukkustund

26.06.2019 - 07:28
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Brot 131 ökumanns var myndað á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í gær. Lögreglan fylgdist með ökutækjum sem ekið var Hafnarfjarðarveg í suðurátt, að Fífuhvammi. Á einni klukkustund fóru 1.396 ökutæki þessa akstursleið og af þeim óku 131 of hratt eða 9%.

Meðalhraði þeirra sem óku of hratt voru 93 kílómetrar á klukkustund en á veginum er 80 kílómetra hámarkshraði. Tíu óku á 100 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 109 kílómetra hraða. 

Vöktun lögreglunnar á Hafnarfjarðarvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi