Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

130 nætur í norðurljósatökur á 3 árum

19.11.2014 - 20:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Snorri Þór Tryggvason kvikmyndagerðarmaður eyddi ásamt félögum sínum 130 nóttum á þremur árum í að taka time-lapse ljósmyndir af norðurljósunum á 50 stöðum á landinu sem voru klipptar í tæplega þrjátíu mínútna kvikmynd undir heitinu Iceland Aurora með frumsamdri tónlist.

Snorri gerði myndina alla á eigin kostnað í fullri dagvinnu og segist hafa fengið bestu myndirnar þegar norðurljósaspáin var sem dræmust. Myndin verður frumsýnd á netinu á þriðjudag næstkomandi og verður aðgengileg á vefsíðunni Icelandaurorafilms.com. Helga Arnardóttir og Benedikt Ketilsson ræddu við Snorra.