Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

13 vilja verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Ísafjörður Ísafjarðarbær
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Þrettán sóttu um stöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Níu karlar og fjórar konur. Í sveitarstjórnarkosningunum í vor missti Í-listinn meirihluta og var það skilyrði Framsóknarmanna í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að ráðinn yrði bæjarstjóri. Bæjarstjóri Í-listans, Gísli Halldórsson, lét af störfum 12. júní. Starfandi bæjarstjóri, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar er meðal umsækjenda. Umsóknarfrestur rann út þann 9. júlí.

Umsækjendur eru: 

Ágúst Angantýsson, M.Sc. Umhverfis- og auðlindastjórnun

Ármann Halldórsson, sviðsstjóri

Ármann Jóhannesson, byggingaverkfræðingur

Berglind Ólafsdóttir, ráðgjafi

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur

Glúmur Baldvinsson, M.Sc. Alþjóðasamskipti

Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri

Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegsfræðingur og M.Sc Umhverfisstjórnun

Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri

Miguel Martins, MBA

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri

Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnmála- og fjármálasviðs

Þórður Valdimarsson, viðskiptafræðingur