Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

12 myrt í hryðjuverkaárás í Burkina Fasó

12.01.2019 - 02:51
epaselect epa05104749 Burkina Faso forces take up positions outside the Splendid Hotel in Ouagadougou, Burkina Faso, 16 January 2016. According to media reports at least 23 people from 18 nationalities have been killed after Islamist militants attacked
Öryggissveitarmenn á götu í Ougadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, daginn sem hryðjuverkamenn réðust til atlögu á Splendid-hótelinu og myrtu tugi manna í ársbyrjun 2016. Mynd: EPA
Minnst tólf létu lífið í hryðjuverkaárás í þorpinu Gasseliki í norðurhluta Búrkína Fasó í dag. Öll fórnarlömb árásarinnar voru óbreyttir borgarar. Róstursamt hefur verið á þessum slóðum um nokkra hríð. Þar hafa geisað blóðug átök milli þjóðarbrota auk þess sem nokkuð hefur verið um mannskæðar árásir vopnaðra hópa íslamista.

Stjórnvöld upplýsa að um 30 vígamenn hafi tekið þátt í árásinni, en engin hreyfing eða samtök hafa enn lýst henni á hendur sér.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV