Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

12 drukknuð í flóðum í Síberíu

02.07.2019 - 04:50
Erlent · Hamfarir · Asía · Rússland · Síbería · Veður
epa07684658 A handout photo made available by Russia's Emergencies Ministry of Irkutsk region shows members of Russia's Emergencies Ministry carry a child from the flooded house during a heavy flood that has recently hit Russia's Irkutsk Region, Russia, 30 June 2019. More than 4,000 residences, 16 roads, and 13 bridges in 27 towns and villages had been affected by the floods, which hit the region just west of Lake Baikal.  EPA-EFE/RUSSIAN EMERGENCIES MINISTRY IRKUTSK HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - RUSSIAN EMERGENCIES MINISTRY
Minnst 12 eru látin og níu er saknað í miklum flóðum í kjölfar úrhellisrigninga í Síberíu. Mörg þorp hafa gjöreyðilagst í flóðunum og um 33.000 manns í 83 þorpum og bæjum hafa ýmist misst heimili sín eða hrakist þaðan tímabundið vegna flóðanna. 751 hefur slasast í hamförunum og 153 þeirra verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, að sögn Vitalij Mutkos, varaforsætisráðherra Rússlands.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Irkutskhéraði í Síberíu og þúsundir verið fluttar í neyðarathvörf.  

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV