Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

12 ára börn senda af sér nektarmyndir

19.02.2015 - 21:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjölmörg mál koma nú inn á borð lögreglu og ríkissaksóknara til rannsóknar þar sem myndir af fáklæddum eða nöktum íslenskum stúlkum á öllum aldri allt niður í 12 ára, eru komnar í dreifingu á internetinu.

Þetta eru myndir sem þær hafa ýmist tekið af sér sjálfar og sent til vina sinna í trausti þess að þær fari ekki neitt annað eða myndir sem hafa verið teknar af þeim og dreift án þeirrar vitundar. Sumar af þessum myndum hafa nú þegar ratað á erlendar klámsíður sem erfitt er að fjarlægja.  Þetta er vaxandi vandamál að mati lögreglu með aukinni snjallsímaeign ungmenna og sérstaklega eftir að smáforrit á borð við snapchat, instagram og fleiri forrit komu til sögunnar.  Myndir af börnum undir átján ára flokkast sem barnaníðs efni og fæst ungmenni gera sér grein fyrir því að það er lögbrot að dreifa slíkum myndum á internetinu.