Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

11 slösuðust – enginn grunur um hryðjuverk

07.10.2017 - 17:49
Erlent · - · Bretland · Lundúnir
epa06250810 Police stand guard next to the Natural History Museum in London, Britain, 07 October 2017. A man has been arrested after several pedestrians have been injured after a car mounted the pavement near the Natural History museum.  EPA-EFE/FACUNDO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lundúnalögreglan segir að maðurinn sem ók á hóp fólks við Náttúrugripasafn borgarinnar í dag hafi ekki verið hryðjuverkamaður – málið sé einfaldlega rannsakað sem umferðarslys. Ellefu manns særðust og fengu aðhlynningu, þeirra á meðal ökumaðurinn, og þar af voru níu fluttir á spítala. Flestir hlutu áverka á fótum eða á höfði og lögregla segir að enginn hafi slasast lífshættulega eða þannig að það muni hafa áhrif á líf þeirra til frambúðar.

Ökumaðurinn var yfirbugaður og handtekinn á vettvangi og er í gæsluvarðhaldi. Lögregla rannsakar aðdraganda atviksins. Mikil skelfing greip um sig á Exhibition Road, fyrir utan safnið, þegar bílnum var ekið upp á gangstétt, á fólkið og síðan á annan bíl. Sumir heyrðu aðeins hljóðin og héldu annað hvort að sprengja hefði sprungið eða að skoti hefði verið hleypt af.