10.000 króna seðill á næsta ári

29.03.2012 - 17:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Seðlabankinn undirbýr nú útgáfu nýs 10.000 króna peningaseðils. Það kom fram í ræðu Más Guðmundssonar á aðalfundi Seðlabankans í dag.

 Már sagði þar að verðlagsþróun og aukið magn seðla í umferð væri tilefni þess. Seðillinn verður búinn fleiri og fullkomnari öryggisþáttum en eldir seðlar en líkur þeim í útliti. Myndefnið verður tengt skáldinu Jónasi Hallgrímssyni og eins á hann að skarta lóu. Seðillinn á að vera kominn í umferð annað haust eða snemma vetrar 2013. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi