Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

100 milljónir vegna hælisleitenda

23.09.2012 - 20:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Veruleg fjölgun hælisleitenda hér á landi kallar á viðbótarframlag af fjárlögum. Óskað er eftir 100 milljóna króna framlagi til viðbótar, en fjárskortur hefur gert það að verkum að ekki hefur verið unnt að afgreiða umsóknir um hæli með æskilegum hætti.

Hjá Útlendingastofnun starfa fjórir lögfræðingar, þar af tveir við afgreiðslu hælisumsókna. Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að veitt verði 6,6 milljóna króna fjárheimild til stofnunarinnar til að unnt verði að ráða tvo lögfræðinga til viðbótar. Gert er ráð fyrir að hver lögfræðingur geti afgreitt um 25 efnismeðferðarmál á ári eða 50 mál á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, sé gert ráð fyrir að hann sinni ekki öðrum verkefnum samhliða.