Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

10 hermenn fallnir eftir árás Boko Haram

01.07.2018 - 21:40
Mynd með færslu
Grímuklæddir og þungvopnaðir illvirkjar Boko Haram stilla sér upp fyrir myndavélar Mynd: Boko Haram - Twitter
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram réðust gegn hermönnum í suðausturhluta Níger í dag, nærri landamærum landsins að Nígeríu. Í það minnsta tíu létust og fjögurra er saknað samkvæmt varnarmálaráðuneyti Níger.

Árásin var gerð skammt frá þorpinu Bla Brin sem er í nágrenni Tsjad-vatns.

Boko Haram berjast fyrir að koma á sharia lögum á svæðinu kringum Tsjad-vatn sem er á landamærum Níger, Tsjad, Nígeríu og Kamerún. Talið er að meira en 2,4 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín vegna vargaldar á svæðinu.

Samtökin frömdu síðast árás fyrir fjórum vikum en þá hafði ekkert til þeirra spurst í nokkra mánuði. Þrír sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu sig í loft upp í þremur mismunandi árásum í borginni Diffa í suðausturhluta Níger.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV