Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

10 ára fangelsi fyrir brot gegn drengjum

18.12.2014 - 16:44
Mynd með færslu
 Mynd:
Jóhannes Óli Ragnarsson hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, meðal annars fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum og þroskahamlaðri konu. Við yfirheyrslu hjá lögreglu bar maðurinn við minnisleysi.

Dómurinn féll í dag en hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í ágúst eftir hann braut gegn drengjunum tveimur.

Í greinargerð sýslumanns kemur fram að maðurinn hafi fengið tvo drengi til að fylgja sér af bílastæði fyrir utan hús hans þar sem þeir voru við leik og inn íbúð sína. Viðurkenndi hann að hafa rasskellt þá þar en við yfirheyrslu greindu drengirnir frá mun grófari brotum. Hann neyddi annan þeirra til að hafa við sig munnmök og setti fingur sinn í endaþarm hins. Samkvæmt læknisskoðun samrýmdust áverkar lýsingum drengjanna.

Þá var maðurinn einnig fyrir kynferðisbrot gegn þroskahamlaðri konu.  Þetta mun vera í fjórða sinn sem maður er dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum, en þarf ekki að vera endanleg niðurstaða því óvíst er hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar.