Framsóknarflokkurinn

Lítil eftirspurn eftir Trumpisma og illindum
Kjósendur báðu um pólitískan frið og stöðugleika og að því vinnur meirihlutinn á Alþingi, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ávarpi sínu á flokksþingi í morgun. Hann sagði litla eftirspurn eftir popúlistískum tilburðum að fyrirmynd Trumpara austan hafs og vestan og enga eftirspurn eftir illindum vinstristjórnar 2009 til 2013.
10.03.2018 - 12:23
„Eins og að ganga inn á gott ættarmót“
Það er brýn þörf að ráðast í framkvæmdir í vegakerfinu segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir að vegirnir séu vægast sagt illa hverjir og margir hverjir ónýtir. Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í dag.
09.03.2018 - 19:49
Tveir landsfundir um helgina
Tveir stjórnmálaflokkar halda landsfundi sína um helgina. Framsóknarmenn koma saman til fundar í Reykjavík og Viðreisn verður með sinn landsfund í Reykjanesbæ.
09.03.2018 - 12:44
Listi Framsóknarflokks í Reykjanesbæ tilbúinn
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor var samþykktur á félagsfundi í gær. Listann skipa 11 karlar og 11 konur. Frambjóðendur eru eftirfarandi:
Ný ríkisstjórn vinsæl
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.
Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag
Ný ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur tekur við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis í dag. Katrín og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, undirrita nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands klukkan tíu fyrir hádegi. Í framhaldinu verður stjórnarsáttmálinn kynntur og ráðherraefnin þar á eftir. Katrín verður forsætisráðherra, sem fyrr segir, og Bjarni fjármálaráðherra.
Viðtöl
Ný ríkisstjórn tekur við á morgun
Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna undirrita nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands í fyrramálið klukkan tíu. Flokksstofnanir flokkanna samþykktu nýjan stjórnarsáttmála á fundum í kvöld. Það var átakafundur hjá Vinstri grænum og nokkur andstaða við samstarfið en nær engin hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.
Enn er allt ófrágengið um skiptingu ráðuneyta
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að Sjálfstæðismenn fái fleiri ráðherrastóla í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar ef Katrín Jakosdóttir verður forsætisráðherra. Hún hefur ekki hug á að fjölga ráðherrum eða ráðuneytum í þeirri ríkisstjórn.
Fjórðungur hyggst kjósa Sjálfstæðisflokkinn
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur nærri fjórðungs fylgi í landsvísu í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin er birt í Morgunblaðinu í dag. Vinstri græn eru næst stærst með rúman fimmtung atkvæða, þá Samfylkingin með rúm 15 prósent, Miðflokkurinn hlýtur rúmlega níu prósenta fylgi, Píratar tæp níu prósent, Viðreisn rúm átta og Framsóknarflokkurinn um átta prósent. Þessir sjö flokkar ná mönnum inn á þing miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Willum sækist einn eftir fyrsta sætinu
Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og Willum Þór Þórsson hefur einn gefið kost á sér til að leiða listann. Uppstillingin var ákveðin á aukakjördæmisþingi flokksins í Kópavogi í kvöld, að því er segir í tilkynningu frá formanni kjördæmissambands flokksins. Til stendur að leggja fullbúinn framboðslista fram til samþykktar eftir eina viku.
Fimm formenn fylgja Sigmundi
Formenn fimm aðildarfélaga Framsóknarflokksins og einn fyrrverandi þingmaður hafa sagt sig úr flokknum og ætla að styðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson í stofnun nýs flokks. Framkvæmdastjóri flokksins vill ekki gefa upplýsingar um fjölda úrsagna úr flokknum.
Sótt að oddvitum Framsóknar
Oddvitar Framsóknarflokksins í Norð-austur og Norð-vesturkjördæmi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, eiga báðir von á því að þurfa að berjast fyrir efsta sætinu á framboðslista flokksins. Gunnar Bragi segir að grafið sé undan honum í kjördæminu.
Fer fram gegn Sigmundi Davíð
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, hefur ákveðið að fara gegn fyrrverandi formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og sækist hún eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn segist hafa mikinn stuðning í kjördæminu.
Viðtal
„Tel mig ekki eiga samleið með flokknum“
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, ætlar að segja sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ég tel mig ekki eiga samleið með flokki sem hefur ekki kjark til að ræða þau mál sem brenna á borgarbúum,“ segir Sveinbjörg í viðtali við fréttastofu RÚV. Hún kveðst þar aðallega vera að vísa til þeirrar gagnrýni á ummæli hennar um „sokkinn kostnað“ grunnskóla sem taka á móti börnum sem eru í leit að alþjóðlegri vernd.
Silfrið
„Getur verið feikilega klókt hjá Sigmundi“
Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, segir að stofnun Framfarafélagsins hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þingmanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sé mjög áhugavert framtak og þetta geti verið feikilega klókt útspil hjá fyrrverandi formanni flokksins, ætli hann sér aftur í forystu. „Þarna er verið að stilla upp í einhvers konar pólitískt áhlaup,“ segir Eiríkur.
28.05.2017 - 12:21
Eyþór Arnalds gestafyrirlesari hjá Sigmundi
Athafnamaðurinn Eyþór Arnalds, sem meðal annars eignaðist fyrr á þessu ári 26,6 prósenta hlut í Morgunblaðinu, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins, nýstofnuðum félagi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Yfirskrift fundarins er Framtíðin.
26.05.2017 - 18:18
Myndskeið
Neitar öllum stuðningi við stjórnina
Framsóknarflokkurinn mun ekki undir neinum kringumstæðum taka þátt í eða styðja núverandi ríkisstjórn, sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi flokksins fyrir hádegi. Hún segir að fyrr verði boðað til kosninga en flokkurinn styðji núverandi ríkisstjórn. Undir þetta verði flokkurinn að vera undirbúinn og vinna sameiginlega.
20.05.2017 - 11:52
Myndskeið
Sigurður Ingi: Við hvern á að segja „sorrí“?
Það vantar meiri samstöðu í þingflokki Framsóknarflokksins, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í morgun. Hann gagnrýndi þá sem hafa sett sig upp á móti forystu flokksins sem kosin var á flokksþingi Framsóknarflokksins síðastliðið haust. Hann sagði að það virtist ekki öllum gefið að sætta sig við lýðræðislega niðurstöðu flokksmanna.
20.05.2017 - 11:05
Búist við hörðum umræðum á Framsóknarfundi
Framsóknarflokkurinn heldur miðstjórnarfund í Reykjavík á morgun. Þetta er fyrsti stóri fundurinn innan flokksins síðan sögulegt flokksþing var haldið rétt fyrir alþingiskosningar í haust þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann Sigmund Davíð Gunnlaugsson í formannskosningu.
19.05.2017 - 17:12
Vilja flýta flokksþingi Framsóknarflokksins
Í ályktunum nokkurra aðildarfélaga Framsóknarflokksins er hvatt til þess að flýta flokksþingi og að forystan endurnýi umboð sitt. Almennt virðast flokksmenn hafa áhyggjur af stöðu flokksins.
10.05.2017 - 12:56
Lýsa áhyggjum af stöðu Framsóknarflokksins
Framsóknarmenn í Eyjafirði skora á formann og forystu Framsóknarflokksins að boða sem allra fyrst til flokksþings. Staða flokksins sé óviðunandi í ljósi úrslita síðustu alþingiskosninga og almennir flokksmenn einir geti höggvið á hnútinn.
09.05.2017 - 12:30
Vill afsökunarbeiðni frá útvarpsstjóra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, ritar Magnúsi Geir Þórðarsyni, útvarpsstjóra, opið bréf í Morgunblaði dagsins. Í bréfinu, sem nær yfir hálfa aðra síðu í blaðinu, spyr Sigmundur Davíð Magnús Geir um afsökunarbeiðni, vegna framgöngu ónefndra starfsmanna Ríkisútvarpsins í sinn garð og konu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, á þessu ári.
29.12.2016 - 07:02
Kveðst hafa fylgst með eins og aðrir þingmenn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, er eini þingmaðurinn sem hefur ekkert mætt á Alþingi, hvorki á þingsetningu né eftir að þing kom aftur saman eftir kosningar. Hann kveðst engu að síður hafa fylgst með þingfundum, eins og aðrir þingmenn.
17.12.2016 - 14:05
Segir RÚV bera mikla ábyrgð á stöðunni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ríkisútvarpið bera mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin í Framsóknarflokknum. Hann segist þó ætla að formaður flokksins hafi eitthvað um það að segja þegar kemur að því að lægja öldurnar.
16.12.2016 - 18:48
Segir Framsóknarflokkinn klofinn á afmælinu
Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir flokkinn klofinn á afmælisárinu og óleyst innanflokksátök útiloki hann frá stjórnarmyndunarviðræðum.
16.12.2016 - 13:49