Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir

Oddvitar: heilsa íbúa njóti vafans
Oddvitar allra framboða í borginni eru sammála um að heilsa fólks verði að njóta vafans þegar brennisteinsvetnismengun frá jarðvarmavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur er annars vegar. En útfærslur þeirra á lausn vandans er ólík. Þetta kom fram á fjölmennum íbúafundi í Norðlingaskóla í kvöld.
Tjáir sig ekki um moskumálið strax
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki tjá sig að svo stöddu um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins og flugvallarvina í Reykjavík, um moskubyggingu.
Gunnar Bragi tekur undir orð Sigrúnar
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tekur undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um að skoðanir oddvita flokksins og flugvallarvina í Reykjavík um moskubyggingu endurspegli ekki afstöðu flokksins - þær gangi reyndar þvert á stefnu hans.
Endurspeglar ekki afstöðu flokksins
Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans.
Afstaða oddvita til mosku gæti aukið fylgi
Útspil á borð við yfirlýsingu Sveinbjarnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, um að afturkalla eigi úthlutun lóðar fyrir mosku, gætu fylkt fólki að flokknum sem hefur áhyggjur af innflytjendamálum. Þetta segir Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ.
Ólga innan Framsóknar vegna ummæla oddvita
Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins eftir að oddvitinn í Reykjavík sagði í gær að hún vildi afturkalla úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Engin af þeim konum sem skipa fjögur efstu sætin vill gefa upp afstöðu sína til byggingu mosku í Reykjavík. Fimmti maður sagði sig frá listanum.
Ólga innan Framsóknar
Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins eftir að oddvitinn í Reykjavík sagði í gær að hún vildi afturkalla úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Engin af þeim konum sem skipa fjögur efstu sætin vill gefa upp afstöðu sína til byggingu mosku í Reykjavík. Fimmti maður sagði sig frá listanum.
Segir sig frá lista Framsóknar í Reykjavík
Hreiðar Eiríksson, sem situr í 5. sæti lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík hefur lýst því yfir að hann styðji ekki lengur listann. Ástæðuna segir Hreiðar vera ummæli oddvita listans um að afturkalla eigi úthlutun lóðar til félags múslima, þar sem til stendur að reisa mosku.
Vill afturkalla lóð til félags múslima
Oddvitar allra flokka í Reykjavík vilja að múslimum sé úthlutað lóð undir mosku að undanskildum oddvita Framsóknarflokksins. Hún vill afturkalla lóðarúthlutun Reykjavíkurborgar til félags múslima síðan síðasta haust og láta borgarbúa kjósa um hana.
Litlar fylgissveiflur í Reykjavík
Fylgið í Reykjavík breytist lítið. Samfylkingin mælist með 31% fylgi í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkurinn með 24% samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Bjartrar framtíðar mælist 21%
Meirihlutinn bætir við sig í borginni
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samfylkingin fengi rúm 34% atkvæða og sex borgarfulltrúa en Björt Framtíð rúm 22% og fjóra borgarfulltrúa.
8 flokkar í framboði í Reykjavík
Fram að sveitarstjórnarkosningum 31. maí heimsækir Fréttastofa RÚV 21 af stærstu sveitarfélögunum í landinu. Í kvöld beinum við sjónum okkar að Reykjavík. Reykjavíkurborg er fjölmennasta sveitarfélag landsins. Þar búa rúmlega 120 þúsund manns, eða næstum því 40% þjóðarinnar.
Húsnæðismál og flugvöllurinn efst á baugi
Framsókn og flugvallarvinir setja menntun, fjölskyldur, húsnæði og flugvöll í Vatnsmýri á oddinn í kosningabaráttunni í höfuðborginni.
Meirihlutinn heldur velli
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri Gallup könnun. Samfylkingin, Vinstri græn, Píratar og Framsókn bæta við sig fylgi miðað við síðustu könnun, en Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð dala.
Samfylkingin orðin stærst í Reykjavík
Samfylkingin í Reykjavík mælist með 30,3 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrir Morgunblaðið og var birt í dag. Er hún því orðin stærsti flokkurinn í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fara fram 31. maí.
  •