Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir

Kynnti tillögu um nýja flugstöð í Vatnsmýri
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti tillögu um byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli á ríkisstjórnarfundi í dag. Flugstöðin er í mun verra ástandi en talið var í fyrstu. Nýleg ástandsskoðun á henni leiddi þetta í ljós.
10 flokkar fram í borginni í vor
Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði. Ýmsir spá því að fleiri framboð eigi eftir koma fram.
Viðtal
„Tel mig ekki eiga samleið með flokknum“
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, ætlar að segja sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ég tel mig ekki eiga samleið með flokki sem hefur ekki kjark til að ræða þau mál sem brenna á borgarbúum,“ segir Sveinbjörg í viðtali við fréttastofu RÚV. Hún kveðst þar aðallega vera að vísa til þeirrar gagnrýni á ummæli hennar um „sokkinn kostnað“ grunnskóla sem taka á móti börnum sem eru í leit að alþjóðlegri vernd.
Guðfinna snýr aftur í borgarstjórn
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hún sé snúin aftur til starfa í borgarstjórn. Hún tilkynnti fyrir 20 dögum á sama vettvangi að hún ætlaði að fara í launalaust leyfi. „Ástæðan er sú að ég þarf að sinna lögmannsstörfum í smá tíma,“ sagði Guðfinna þá.
Sveinbjörg Birna snýr aftur í borgarstjórn
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að snúa aftur til starfa sinna í borgarstjórn. Fram kom í Panamaskjölunum að hún var með tvö skráð félög á aflandseyju sem hún gerði ekki grein fyrir í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Þegar þetta var upplýst sagðist Sveinbjörg Birna ekki snúa aftur úr fæðingarorlofi fyrr en innri endurskoðun borgarinnar hefði lokið úttekt sinni.
Gagnrýndi skattaskjól - nýtti þau sjálf
Oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn Reykjavíkur segir af það hafi ef til vill verið vanhugsað af sér að skrá ekki fyrirtæki sem hún tengist í hagsmunaskrá borgarfulltrúa. Hún tengist tveimur aflandsfélögum, á Tortóla og í Panama, en hefur gagnrýnt notkun aflandssvæða í borgarstjórn. Hún segir að félögin hafi verið stofnuð um fjárfestingar í fasteignaframkvæmdum í Panama en hrunið hafi gert út um þær. Þá viðurkennir hún að skattalegt hagræði hafi verið af slíku fyrirkomulagi.
Gunnar segir ummæli Guðfinnu „út í hött“
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir ummæli Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar, um Eygló Harðardóttur vera „útí hött“ Guðfinna virðist hafa eytt færslu sinni þar sem hún sagði Eygló ömurlegan ráðherra og að hún skammaðist sín fyrir að vera í sama flokki og hún.
Vilja vald yfir vellinum
Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi, sem myndi færa skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli frá Reykjavíkurborg til Alþingis. Þetta hefur vakið litla hrifningu hjá borgaryfirvöldum og innanríkisráðherra segist ekki munu styðja frumvarpið að óbreyttu.
Gagnrýnir skýrslu um hatursorðræðu
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, telur að draga megi í efa niðurstöðu nýlegrar skýrslu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra fjölmiðla. Fulltrúar annarra flokka fagna skýrslunni sem mikilvægu framlagi til greiningar hatursorðræðu.
Þeir sem fóru ábyrgir - ekki forystan
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir skjóta skökku við að menn sem hafi setið í kjördæmaráði Reykjavíkur og mótað framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar skuli segja sig úr flokknum nú. Þeir séu sjálfir ábyrgir, en ekki einhver óskilgreind forysta flokksins.
Segir forystuna fallna á prófinu
Hreiðar Eiríksson, sem skipaði 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir að forysta flokksins hafi í raun sýnt „fullan stuðning við íslamafóbískan áróður Framsóknar og flugvallarvina“.
Forysta geri hreint fyrir sínum dyrum
Forysta Framsóknarflokksins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum um hvort flokkurinn ætli að vera áfram flokkur samvinnu og umburðarlyndis eða fara yfir í þjóðernishyggju. Þetta segir Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi flokksins í Kópavogi, sem hefur sagt sig úr flokknum.
Nefnd fjallar um lögheimili Sveinbjargar
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur skipað þriggja manna nefnd til að fjalla um kærumál Björgvins E. Vídalín um lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Meirihlutinn féll í Reykjavík
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur en meirihlutinn er fallinn samkvæmt úrslitum borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Píratar ná inn einum borgarfulltrúa í borginni, og þar með sínum fyrsta sveitarstjórnarmanni.
Sveinbjörg: Get ekki annað en verið sátt
„Svo er ekki hægt að skjóta loku fyrir það að það eru ákveðin ummæli sem ég lét falla sem vöktu athygli á mér og framboðinu. Ég þakka fjölmiðlum alveg sérstaklega fyrir að hafa haft mig á forsíðu blaðanna, með góðum eða slæmum hætti, á hverjum einasta degi," segir oddviti Framsóknar í borginni.
Kjörsókn getur riðlað fylginu
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að kjörsókn geti riðlað fylgi framboðanna í Reykjavík. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun næðu sex flokkar inn manni í borgarstjórn. Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt og umræðan um lóð undir mosku hefur aukið fylgi Framsóknar og flugvallarvina.
Sex flokkar fengju borgarfulltrúa
Samfylkingin bætir enn við sig fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup og hefur nú tvöfaldað fylgið síðan í febrúar. Framsóknarmenn, Vinstri græn og Píratar ná inn einum manni. Sex flokkar ná því inn manni í borgarstjórn.
Segir snúið út úr lóðamálinu
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, segir að frambjóðendur annarra flokka snúi umræðu um úthlutun lóðar undir Mosku í allt annað en hún snúist um í raun og veru.
Meirihluti vill Dag sem borgarstjóra
Rúmlega 64 prósent borgarbúa vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði næsti borgarstjóri. Þetta eru niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
„Langar ekki að fá fylgi frá öfgahópum“
Sveinbjörg Birna Sveinbjarnardóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist lítið kæra sig um að sækja fylgi til öfgahópa. Hún segir að umfjöllun fjölmiðla síðustu daga spari Framsókn og flugvallarvinum stórfé sem annars hefði farið í auglýsingakostnað.
Segir Guðrúnu Bryndísi fara með ósannindi
Benedikt Þór Gústafsson, meðstjórnandi kjördæmasambands Framsóknarmanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir hann Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur fara með ósannindi í pistli sem birtist í Kvennablaðinu í gær.
Vantraust á oddvita fjarlægt af vefsíðu
Stjórn ungra framsóknarmanna, SUF, birti í gærkvöld harðorða yfirlýsingu þar sem vantrausti var lýst á oddvita lista Framsóknar og flugvallavina, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur. Yfirlýsingin var fjarlægð um hálftíma síðar.
Samfylkingin langstærst í borginni
Samfylkingin er orðinn langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 37,3 prósent og fengi hún sex borgarfulltrúa sé miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Átti alltaf að beita sér gegn mosku
Það kom Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem skipaði fyrir skemmstu annað sætið á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, ekki á óvart að úthlutun lóðar fyrir mosku ætti eftir að verða kosningamál.
Framsókn næði inn manni í borgarstjórn
Samfylkingin og Framsókn og flugvallarvinir bæta bæði við sig fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi framboðanna í borginni fyrir borgarstjórnarkosningar á laugardag. Framsókn næði inn manni samkvæmt þessari könnun.