Framsóknarflokkurinn

Fréttaskýring
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum. 
70 prósent kjósenda VG á móti óbreyttu stjórnarmynstri
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eftir kosningar í haust, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Vísi.is. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru hins vegar áfjáðir í að halda óbreyttu stjórnarmynstri.
Sjónvarpsfrétt
Sér fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf
Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á atvinnumál og innviðauppbyggingu fyrir komandi kosningar. Formaður flokksins sér fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf núverandi ríkisstjórnar.
12.06.2021 - 20:43
Myndskeið
Nýtt sterka stöðu og beitt ríkisfjármálunum af alefli
„Að loknu hverju stríði, þarf að taka til. Hlutir komast ekki, í samt lag af sjálfu sér.“ Á þessum orðum hófst ræða Willums Þórs Þórssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, en hann vitnaði í pólsku skáldkonuna og nóbelsverðlaunahafann Wislawa Zsymborska. Willum sagði að faraldurinn hefði haft mikil áhrif á daglegt líf og kallað á kröftug viðbrögð. Þessi viðbrögð hafi vissulega kallað á hallarrekstur ríkissjóðs og lántöku en það sé alls ekki tapað fé.
Níu í framboði hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Póstkosning stendur yfir 1.-31. mars.
Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Framsóknarráðherrar flutt flestar stofnanir út á land
Í sjö skipti af átta hafa ráðherrar sem flutt hafa stofnanir út á land frá aldamótum verið úr röðum Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra flytur Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks í haust. Í þrjú skipti hafa stofnanirnar farið í kjördæmi ráðherrans.
12.07.2020 - 19:05
Einar Hugi hefur fengið 15,5 milljónir frá Lilju
Menntamálaráðuneytið hefur á tveggja og hálfs árs starfstíma Lilju Alfreðsdóttur greitt Einari Huga Bjarnasyni fimmtán og hálfa milljón fyrir lögfræðiráðgjöf og nefndarsetu á vegum ráðuneytisins. Einar Hugi fékk eina komma sjö milljónir fyrir að gegna formennsku í hæfnisnefnd um umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins og rúmar fimm milljónir fyrir aðkomu sína að smíði frumvarps um styrki til fjölmiðla.
Kvótakerfið ekki búið til svo nokkrir gætu orðið ríkir
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að kvótakerfið hafi ekki verið búið til á sínum tíma til að gera nokkra einstaklinga ofurríka. Hann telur gríðarlega mikilvægt að nýtt auðlindaákvæði verði í stjórnarskránni. Þar verði skýrt að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni.
23.11.2019 - 14:40
Silja svarar gagnrýni Sigmundar fullum hálsi
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, gagnrýnir fyrrverandi formann sinn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, harðlega í færslu á Facebook í dag. Færslan ber yfirskriftina „Riddarinn hugdjarfi” og snýr að ræðu Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Miðflokksins á Akureyri um helgina þar sem hann sagði ríkisstjórnina verklausa og kjarklitla og sakaði hana um aumingjaskap.
05.11.2018 - 17:05
Börn, millilandaflug og styttri vinnuvika
Bæjarstjórn Akureyrar ætlar að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Framsóknarflokkurinn heldur formennsku í bæjarráði og L-listi forseta bæjarstjórnar. Farið verður í tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku og bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað.
Kynna málefnasamning og embætti í dag
Meirihluti Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar í nýrri bæjarstjórn Akureyrar kynna og undirrita málefnasamning sinn í dag. Dagvistunarmál verða ofarlega á baugi í samningnum.
B og D í meirihluta í Fljótsdalshéraði
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur og óháðir, mynda nýjan meirihluta í Fljótsdalshéraði á komandi kjörtímabili. Er það niðurstaðna viðræðna fulltrúa flokkanna undanfarna daga, segir í fréttatilkynningu. Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokks, verður forseti bæjarstjórnar og Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra, verður formaður bæjarráðs.
Óvíst hvort staða bæjarstjóra verði auglýst
Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki ákveðið hvort ráðið verði í starf bæjarstjóra án auglýsingar. Vinna við málefnasamning er á lokametrunum og verður hann kynntur flokkunum í þessari viku. Formaður bæjarráðs Akureyrar segir áherslu lagða á málefni barna, unglinga og aldraðra.
Vilja halda meirihlutasamstarfi áfram
Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin hafa ákveðið að hefja viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn á Akureyri. „Við ætlum að gefa okkur tíma fram að mánaðamótum til að sjá hvort við náum ekki saman,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, en hún var einmitt á fundi með meirihlutanum þegar fréttastofa náði tali af henni síðdegis.
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.
Sjö flokkar í framboði á Akureyri
Sjö stjórnmálaflokkar hafa skilað inn framboðslistum á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar. Yfirkjörstjórn yfirfór öll gögn í gær. Píratar og Miðflokkurinn að bjóða fram í fyrsta sinn til sveitarstjórnar á Akureyri. 
Boðar aðgerðir strax í skóla- og samgöngumálum
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík vill halda flugvellinum í Vatnsmýri, hafa frítt í Strætó og hækka laun kennara um hundrað þúsund krónur á mánuði.
Birkir Jón leiðir Framsóknarmenn í Kópavogi
Fulltrúaráð Framsóknarflokksins í Kópavogi samþykkti í gærkvöld einróma framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Birkir Jón Jónsson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins og fyrrverandi Alþingismaður, skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur, og Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara í Kópavogi vermir þriðja sætið.
Vill afnema 25 ára regluna um framhaldsskóla
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill afnema hina svokölluðu 25 ára reglu, sem færir fólk 25 ára og eldra næst-aftast í forgangsröð umsækjenda um framhaldsskólanám. Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Lilja að þegar reglan var sett, árið 2012, hafi margir túlkað hana sem svo „að framhaldsskólar landsins [væru] lokaðir fólki eldra en 25 ára sem hefur áhuga á bóknámi.“
22.03.2018 - 06:47
Menntamálin efst á blaði
Menntamálin voru efst á blaði á flokksþingi Framsóknarmanna sem lauk síðdegis. Átökin frá síðasta flokksþingi eru að baki, segir varaformaðurinn, og formaðurinn segir að það sé eins og þau hafi aldrei átt sér stað, nú sé horft til framtíðar. 
11.03.2018 - 19:32
Átökin innan Framsóknar að baki
Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins, segist gera ráð fyrir því að átökin sem staðið hafa innan Framsóknarflokksins síðustu ár séu að baki. Þetta hafi hann fundið á miðstjórnarfundi flokksins í haust og aftur á flokksþingi um helgina.
11.03.2018 - 12:50
Lítil eftirspurn eftir Trumpisma og illindum
Kjósendur báðu um pólitískan frið og stöðugleika og að því vinnur meirihlutinn á Alþingi, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ávarpi sínu á flokksþingi í morgun. Hann sagði litla eftirspurn eftir popúlistískum tilburðum að fyrirmynd Trumpara austan hafs og vestan og enga eftirspurn eftir illindum vinstristjórnar 2009 til 2013.
10.03.2018 - 12:23