Framsóknarflokkurinn
Óþol á átakastjórnmálum skýri Framsóknarsveiflu
Framsóknarflokkurinn sópaði til sín atkvæðum í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og tvöfaldaði fylgið á landsvísu frá því kosið var til sveitarstjórna árið 2018. Fulltrúar flokksins um land allt eru nú 67, en voru 22 á síðasta kjörtímabili.
16.05.2022 - 10:31
Guðmundur Árni vill mynda meirihluta með Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, hefur sett sig í samband við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í bænum, og óskað eftir viðræðum um myndun meirihluta Samfylkingar og Framsóknar.
15.05.2022 - 23:14
Krafa um afsögn myndi jafngilda stjórnarslitum
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það jafngilti stjórnarslitum ef ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins krefðust afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins vegna ummæla sem hann er sagður hafa látið falla á Búnaðarþingi.
06.04.2022 - 12:58
Segja ummælin óheppileg, dapurleg og óásættanleg
Óheppilegt, dapurlegt og óásættanlegt voru meðal þeirra orða sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota til að lýsa ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi í síðustu viku. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
05.04.2022 - 14:42
Orð Sigurðar Inga gætu reynst honum dýr
Orð Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi sem hann sjálfur segir óviðurkvæmileg gætu haft pólitísk eftirmál fyrir hann sjálfan og flokkinn, að mati almannatengils. Ólíklegt sé þó að ráðherra stígi til hliðar.
05.04.2022 - 08:34
Halldóra efst hjá Framsókn í Reykjanesbæ
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaþingmaður er í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Listinn var samþykktur á félagsfundi í gærkvöld.
11.03.2022 - 10:13
Velþóknun með ráðherraval vex með hækkandi tekjum
Ánægja almennings með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Sömuleiðis er nokkur munur á velþóknun með ríkisstjórnina eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kýs.
16.12.2021 - 08:00
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum.
25.09.2021 - 18:33
70 prósent kjósenda VG á móti óbreyttu stjórnarmynstri
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eftir kosningar í haust, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Vísi.is. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru hins vegar áfjáðir í að halda óbreyttu stjórnarmynstri.
10.07.2021 - 23:47
Sér fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf
Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á atvinnumál og innviðauppbyggingu fyrir komandi kosningar. Formaður flokksins sér fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf núverandi ríkisstjórnar.
12.06.2021 - 20:43
Nýtt sterka stöðu og beitt ríkisfjármálunum af alefli
„Að loknu hverju stríði, þarf að taka til. Hlutir komast ekki, í samt lag af sjálfu sér.“ Á þessum orðum hófst ræða Willums Þórs Þórssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, en hann vitnaði í pólsku skáldkonuna og nóbelsverðlaunahafann Wislawa Zsymborska. Willum sagði að faraldurinn hefði haft mikil áhrif á daglegt líf og kallað á kröftug viðbrögð. Þessi viðbrögð hafi vissulega kallað á hallarrekstur ríkissjóðs og lántöku en það sé alls ekki tapað fé.
07.06.2021 - 20:39
Níu í framboði hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Póstkosning stendur yfir 1.-31. mars.
19.02.2021 - 09:14
Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
17.02.2021 - 14:54
Framsóknarráðherrar flutt flestar stofnanir út á land
Í sjö skipti af átta hafa ráðherrar sem flutt hafa stofnanir út á land frá aldamótum verið úr röðum Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra flytur Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks í haust. Í þrjú skipti hafa stofnanirnar farið í kjördæmi ráðherrans.
12.07.2020 - 19:05
Einar Hugi hefur fengið 15,5 milljónir frá Lilju
Menntamálaráðuneytið hefur á tveggja og hálfs árs starfstíma Lilju Alfreðsdóttur greitt Einari Huga Bjarnasyni fimmtán og hálfa milljón fyrir lögfræðiráðgjöf og nefndarsetu á vegum ráðuneytisins. Einar Hugi fékk eina komma sjö milljónir fyrir að gegna formennsku í hæfnisnefnd um umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins og rúmar fimm milljónir fyrir aðkomu sína að smíði frumvarps um styrki til fjölmiðla.
10.06.2020 - 21:24
Kvótakerfið ekki búið til svo nokkrir gætu orðið ríkir
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að kvótakerfið hafi ekki verið búið til á sínum tíma til að gera nokkra einstaklinga ofurríka. Hann telur gríðarlega mikilvægt að nýtt auðlindaákvæði verði í stjórnarskránni. Þar verði skýrt að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni.
23.11.2019 - 14:40
Silja svarar gagnrýni Sigmundar fullum hálsi
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, gagnrýnir fyrrverandi formann sinn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, harðlega í færslu á Facebook í dag. Færslan ber yfirskriftina „Riddarinn hugdjarfi” og snýr að ræðu Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Miðflokksins á Akureyri um helgina þar sem hann sagði ríkisstjórnina verklausa og kjarklitla og sakaði hana um aumingjaskap.
05.11.2018 - 17:05
Börn, millilandaflug og styttri vinnuvika
Bæjarstjórn Akureyrar ætlar að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Framsóknarflokkurinn heldur formennsku í bæjarráði og L-listi forseta bæjarstjórnar. Farið verður í tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku og bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað.
12.06.2018 - 12:30
Kynna málefnasamning og embætti í dag
Meirihluti Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar í nýrri bæjarstjórn Akureyrar kynna og undirrita málefnasamning sinn í dag. Dagvistunarmál verða ofarlega á baugi í samningnum.
12.06.2018 - 10:17
B og D í meirihluta í Fljótsdalshéraði
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur og óháðir, mynda nýjan meirihluta í Fljótsdalshéraði á komandi kjörtímabili. Er það niðurstaðna viðræðna fulltrúa flokkanna undanfarna daga, segir í fréttatilkynningu. Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokks, verður forseti bæjarstjórnar og Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra, verður formaður bæjarráðs.
07.06.2018 - 01:36
Óvíst hvort staða bæjarstjóra verði auglýst
Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki ákveðið hvort ráðið verði í starf bæjarstjóra án auglýsingar. Vinna við málefnasamning er á lokametrunum og verður hann kynntur flokkunum í þessari viku. Formaður bæjarráðs Akureyrar segir áherslu lagða á málefni barna, unglinga og aldraðra.
06.06.2018 - 11:32
Vilja halda meirihlutasamstarfi áfram
Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin hafa ákveðið að hefja viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn á Akureyri. „Við ætlum að gefa okkur tíma fram að mánaðamótum til að sjá hvort við náum ekki saman,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, en hún var einmitt á fundi með meirihlutanum þegar fréttastofa náði tali af henni síðdegis.
27.05.2018 - 17:31
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
25.05.2018 - 04:41
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
23.05.2018 - 04:08
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.
09.05.2018 - 09:28