Mynd með færslu
 Mynd: Negative Space - Pexels

Jólalagakeppni Rásar 2

Langar þig til að semja jólalag? Rás 2 auglýsir nú eftir lögum í Jólalagakeppni Rásar 2 sem fer nú fram í átjánda sinn. Glæsileg verðlaun eru í boði frá Epli, Iceware, Tónastöðinni, Hótel Rangá og Sofðu rótt. Þá verður sigurlagið flutt á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar sem fara fram 19. desember. 

Til þess að taka þátt þarft þú að senda lagið þitt hér fyrir neðan. Reglurnar eru sem fyrr að öll lögin þurfa að vera frumsamin, tilbúin til útvarpsspilunar og að vera með íslenskum texta.

Skilafrestur er til 1. desember og þá mun dómnefnd á vegum Rásar 2 velja lögin sem keppa til úrslita í keppninni. Það er síðan hlustenda og dómnefndar að kjósa sigurlagið.

Air Force 1

Hafðu lagið á MP3 (320kbps) formi eða WAV og ekki stærri en 128Mb.