Formlegt erindi til siðanefndar

Siðareglur Ríkisútvarpsins

Við Ríkisútvarpið starfar siðanefnd sem úrskurðar um hvort siðareglur Ríkisútvarpsins hafi verið brotnar. Siðanefnd tekur við skriflegum athugasemdum og kvörtunum um meint brot á siðareglum frá nafngreindum aðilum innan eða utan Ríkisútvarpsins. Nefndin tekur ekki mál til meðferðar að eigin frumkvæði. Starf siðanefndar skal, eftir því sem við á, taka mið af meginreglum um óhlutdrægni og vandaða málsmeðferð, m.a. hvað varðar stöðu málsaðila og tillit til hagsmuna þeirra. Um meðferð mála sem miða að því að tryggja vandaða og málefnalega umfjöllun um hvert mál. Til þess að tryggja hagsmuni málsaðila getur siðanefnd ákveðið að farið sé með málsgögn og niðurstöður einstakra kvartana sem trúnaðarmál. Siðanefnd getur einnig, ef sérstaklega stendur á, ákveðið að kærandi njóti nafnleyndar, enda sé sýnt að meðferð kvörtunarinnar geti að öðrum kosti bitnað á honum.

Reglur siðanefndar.