Fólk í fréttum

Bill og Melinda Gates að skilja eftir 27 ára hjónaband
Hjónin Bill og Melinda Gates tilkynntu í gær að þau ætli að skilja, eftir rúmlega 30 ára samband og 27 ára hjónaband. Hjónin, sem ku alltaf hafa verið afar samhent, birtu samtímis sameiginlega tilkynningu um þessa ákvörðun sína, hvort á sinni Twitter-síðu. Þar segir að þótt þau ætli að fara hvort sína leiðina í einkalífinu hér eftir, þá hyggist þau áfram vinna saman að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem Gates-stofnun þeirra hjóna hefur sinnt síðustu tvo áratugi.
Svíakonungur 75 ára
Karl XVI Gústaf Svíakonungur fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hátíðarhöldin eru að sögn sænskra fjölmiðla umtalsvert lágstemmdari vegna COVID-19 faraldursins en fyrir fimm árum. Þá flykktust þúsundir landsmanna út á götur í Stokkhólmi og fögnuðu sjötíu ára afmæli konungs. Karl Gústaf tók í morgun á móti Stefan Löfven forsætisráðherra og fleiri stjórnmálaleiðtogum. Síðdegis hittir hann framámenn í sænska hernum.
30.04.2021 - 13:00
Viðtal
Svolítið eins og þú sért að kafna í ilmvatnsfýlu
María Carmela Torrini var 16 ára þegar hún var greind með einhverfu. Hún segir að það hafi verið gott að fá loksins orð yfir það sem hún væri og fá að vita hún væri ekki bara skrítin. Fríða María ræddi við Maríu Carmelu í Krakkakastinu í tilefni af bláum apríl .
28.04.2021 - 09:14
Viðtal
Hondúrsk systir í haldi mannræningja í 12 daga
Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Samtakanna '78 síðan árið 2019. Þorbjörg hefur komið víða við og starfar í dag sem íslenskukennari í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Á menntaskólaárunum fór Þorbjörg sem skiptinemi til Hondúras og þar kom hún út úr skápnum, þrátt fyrir hætturnar sem steðja að hinsegin fólki í landinu.
Höfuðpaur innbrotanna í Watergate látinn
G. Gordon Liddy, sá sem skipulagði tvö innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Watergate byggingunni í Washington árið 1972, lést í gær níræður að aldri. Afhjúpun innbrotanna vakti mikla hneykslun og leiddi til þess að Richard Nixon varð að segja af sér forsetaembætti tveimur árum síðar.
31.03.2021 - 14:24
Filippus prins laus af spítala
Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, er kominn heim í Windsor kastala eftir mánaðardvöl á sjúkrahúsum. Þar gekk hann meðal annars undir hjartaaðgerð, sem talsmaður hirðarinnar sagði að hefði heppnast vel.
16.03.2021 - 14:24
Myndskeið
Prinsinn vísar kynþáttafordómum á bug
Vilhjálmur prins, hertogi af Cambridge, kom bresku konungsfjölskyldunni til varnar í dag þegar hann lýsti því yfir við blaða- og fréttamenn að hún væri alls ekki haldin kynþáttafordómum. Harry, bróðir hans, og Meghan, eiginkona hans héldu því fram í sjónvarpsviðtali við Ophru Winfrey, sem sýnt var um helgina.
11.03.2021 - 14:33
Viðtal
Tók Tvíhöfða fram yfir Pamelu Anderson
Steinþór Hróar Steinþórsson fetaði ekki í fótspor vina sinna sem hengdu plaköt af Pamelu Anderson upp á vegg heldur fann hann plaköt af helstu fyrirmyndum sínum á þeim tíma, gríndúettinum Tvíhöfða.
09.03.2021 - 14:50
Frans páfa vel fagnað í Írak
Frans páfi kom í dag í heimsókn til Íraks. För hans er söguleg fyrir ýmsar sakir, meðal annars þá að páfi hefur aldrei áður komið til landsins. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna hins ótrygga ástands í Írak.
05.03.2021 - 17:51
Viðtal
Miklu hræddari við aðra þingmenn en jarðskjálfta
Að mörgu þarf að huga í miðri jarðskjálftahrinu og jarðhræringum. Margir hugsa til húsdýranna sem hræðast þessi óvæntu læti en aðrir hugsa til Brynjars Níelssonar alþingismanns sem er þekktur fyrir að bregða af minnsta tilefni.
05.03.2021 - 09:02
Viðtal
Kvöldin ekki góður tími fyrir neikvæðni
„Ég sef yfirleitt vel og set svefninn í forgang. En ég hef að sjálfsögðu upplifað andvökur í tengslum við barneignir, meðgöngur og fleira,” segir Erla Björnsdóttir, doktor í svefnrannsóknum. Hún hefur frætt Íslendinga um svefn og hættur sem fylgja svefnleysi frá því að hún fékk mikinn áhuga á afleiðingum svefnleysis í námi sínu.
02.03.2021 - 15:33
Bruce Springsteen fékk áfengissekt
Bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen var sektaður í dag um 540 dollara fyrir að hafa drukkið áfengi á útivistarsvæði í New Jersey  þar sem slíkt er bannað. Upphæðin nemur 69 þúsund krónum.
Viðtal
Augu Sally Field björguðu Höllu á Ted-fyrirlestri
Halla Tómasdóttir hefur oft þurft að kafa djúpt eftir hugrekkinu til að takast á við ákveðin verkefni. Sú var til að mynda raunin þegar hún stóð upp á sviði á Ted-fyrirlestri og var búin að steingleyma hvað hún ætlaði að segja.
03.02.2021 - 12:50
Viðtal
„Þjóðkirkjan eitthvað sem ég átti enga samleið með"
Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok að undanförnu. Þar svarar næstyngsti sóknarprestur landsins ýmsum spurningum er varða málefni kirkjunnar.
25.01.2021 - 16:43
Viðtal
Ákvörðun um prófkjör tekin í pottapartíi á Þingvöllum
„Ég var alveg ákveðin í því á þessum tíma, ég ætlaði aldrei í pólitík, það stóð aldrei til. Ég ætlaði að fara annað hvort í alþjóðastofnanir eða utanríkisþjónustuna,” segir Ragnheiður Elín um námsárin í Washington D.C. Lífið tók því óvænta stefnu þegar hún skellti sér í prófkjör og tók í kjölfarið sæti á Alþingi. Í dag á nýsköpun hug hennar allan þar sem hún starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækis.
19.01.2021 - 13:09
Tvíhöfði
Bað allt starfsfólk Krua Thai afsökunar á hegðun sinni
Þegar Jón Gnarr pantaði mat frá Krua Thai fyrir nokkrum árum grunaði hann ekki að með því færi af stað atburðarás sem endaði með því að hann þyrfti að biðja allt starfsfólk staðarins afsökunar.
14.01.2021 - 08:40
Viðtal
Hélt að starf í beitningaskúrnum væri skrifstofuvinna
Þegar Rolando Díaz kom til Íslands grunaði hann ekki að hann yrði hér enn tuttugu árum síðar. Hann er Íslendingum afar þakklátur og vildi leggja sitt af mörkum til samfélagsins og sinnir í dag björgunar- og slökkviliðstörfum.
04.01.2021 - 13:52
Hvergiland Jacksons selt á útsöluprís
Hvergiland, hinn víðfrægi og síðar alræmdi búgarður Michaels Jacksons í Kaliforníu, var seldur á dögunum, rúmum tíu árum eftir dauða poppstjörnunnar. Kaupandinn gamall vinur Jackson-fjölskyldunnar og kaupverðið innan við fjórðungur þess sem farið var fram á fyrir fimm árum síðan.
25.12.2020 - 07:20
Biden og Harris „persóna ársins“ hjá tímaritinu Time
Joe Biden og Kamala Harris, verðandi forseti og varaforseti Bandaríkjanna, eru persónur ársins hjá Bandaríska tímaritinu Time. Ritstjóri blaðsins segir kjör þeirra marka tímamót í sögu bandaríska forsetaembættisins og að þau hafi meðal annars verið valin fyrir að „sýna að máttur samhygðarinnar er meiri en ofsi sundrungarinnar.“
Barron Trump greindist líka með COVID-19
Barron Trump, fjórtán ára sonur bandarísku forsetahjónanna, smitaðist af COVID-19 á sama tíma og foreldrar hans, en hefur náð sér að fullu. Móðir hans, Melania Trump, greindi frá þessu í grein sem hún skrifaði um reynslu sína af COVID-19, og birt var á heimasíðu Hvíta hússins í gær.
Íslensk kona lenti í skotárás í Bandaríkjunum
„Ég var ekkert smá hrædd. Svo heyrði ég hann bara öskra,“ segir Helen Sól Fannarsdóttir, 24 ára gömul íslensk stúlka sem er búsett í Inglewood í Kaliforníu ásamt unnusta sínum Gregory. Þau voru stödd grunlaus í tjaldi, sem þau hafa búið í um skeið, þegar byssuskotum byrjaði að rigna í kringum þau. Unnustinn stökk til og lagðist yfir Helen til að skýla henni frá skothríðinni en hann var sjálfur hæfður í fótinn.
30.09.2020 - 17:50
Noregskonungur á sjúkrahúsi
Haraldur Noregskonungur var lagður inn á sjúkrahús í Ósló snemma í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá hirðinni. Ekki er þar nefnt hvað amar að honum.
25.09.2020 - 08:18
Rolling Stones opna verslun í Lundúnum
Fyrirtæki hljómsveitarinnar The Rolling Stones færði í dag út kvíarnar þegar það opnaði verslun við Carnabystræti í Lundúnum. Þar verður til sölu ýmiss konar varningur með vörumerki hljómsveitarinnar, rauðum vörum og tungu, svo sem bolir, jakkar, vatnsbrúsar, minnisbækur, regnhlífar og gítarneglur. Þá má ekki gleyma hlífðargrímum, sem búist er við að njóti mikilla vinsælda aðdáendanna vegna heimsfaraldursins sem geisar um þessar mundir.
08.09.2020 - 16:52
Goðsögnin Olivia de Havilland látin, 104 ára að aldri
Stórleikkonan Olivia de Havilland er látin, 104 ára að aldri. Í tilkynningu frá umboðsmanni hennar segir að hún hafi fengið hægt andlát á heimili sínu í París, þar sem hún hefur búið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar. de Havilland lék í 49 kvikmyndum á glæstum ferli sem spannaði 45 ár, frá 1935 til 1980. Hún vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki, annars vegar fyrir myndina To Each his Own árið 1946 og hins vegar fyrir Erfingjann, The Heiress, árið 1949.
26.07.2020 - 23:27
Mel Gibson veiktist af COVID-19
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Mel Gibson var lagður inn á sjúkrahús í apríl eftir að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum, að því er kvikmyndatímaritið Variety greindi frá í dag. Haft er eftir talsmanni leikarans að hann hafi þurft að vera í eina viku á sjúkrahúsi. Meðan á dvölinni stóð fékk hann lyfið Remdesivir. Síðan þetta gerðist hafa sýni nokkrum sinnum verið tekin, en þau hafa ávallt verið neikvæð.
24.07.2020 - 17:05