Fólk í fréttum

Jennifer Garner þvær þvott með Daða
Hollywood leikkonan Jennifer Garner er ein þeirra sem Daði og Gagnamagnið hafa heillað upp úr skónun en hún deildi skemmtilegu myndbandi af sér taka Daðadansinn svokallaða.
19.05.2020 - 08:57
Hætta framleiðslu Love Island-þáttanna
Aðdáendur breska raunveruleikaþáttarins Love Island eru í öngum sínum eftir að tilkynnt var að ekkert verður af nýjustu þáttaröðinni vegna kórónuveirufaraldursins. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár en ljóst er að erfiðir tímar eru fram undan hjá framleiðendum þáttanna vegna samkomubanns og ferðatakmarkanna.
04.05.2020 - 12:57
Heimatilbúnar persónur úr Little Britain hneyksla á ný
Tvíeykið sem bjó til Little Britain þættina á árum áður birtist aftur á skjánum í sérstökum söfnunarþætti á BBC í vikunni. Þættirnir áttu það til að ganga fram af áhorfendum á sínum tíma og það sama gildir um atriðið sem finna mátti í söfnunarþættinum.
Mannlegi Þátturinn
Spilar, syngur og hugsar um börn og hænur
Hafdís Huld hefur verið víðförul í gegnum tónlistarferil sinn en hún var í grunnskóla þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina GusGus. Í gegnum alla menntaskólagönguna ferðaðist hún um heiminn með hljómsveitinni á milli þess sem hún sótti kennslustundir þegar að hún var á Íslandi. Í dag ætti hún að vera í tónleikaferð með eiginmanni sínum en í stað þess flytja þau nú eitt lag á dag á netinu fyrir aðdáendur sína um allan heim.
25.04.2020 - 14:58
Síðdegisútvarpið
Flökkufólk sá um að skemmta þjóðinni
Það er ekki til neitt sem heitir réttur húmor, segir Þorsteinn Guðmundsson skemmtikraftur. Húmor sé verkfæri sem oftast er notað til góðs en það sé líka hægt að beita honum til illra verka. Þorsteinn hefur samið fyrirlestur um húmor og sögu íslenskrar fyndni.
Lestin
Svo mælti Missy Elliott
Anthony Hopkins spilar á píanóið fyrir köttinn sinn, Missy Elliott sannar spádómsgáfurnar, Arnold Schwartzenegger deilir kvöldmat með asnanum sínum og Gal Gadot fær skærustu stjörnur skemmtanabransans til að kyrja lagið Imagine. Og uppátækjum Hollywood-stjarnanna á samfélagsmiðlum til að létta lund almúgans í heimsfaraldri hefur verið misvel tekið.
29.03.2020 - 13:45
Norsku konungshjónin í sóttkví
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning eru komin í sóttkví. Þau voru nýlega í opinberri heimsókn í Jórdaníu. Þar voru einnig Ine Marie Eriksen Søreide utanríkisráðherra og Iselin Nybø viðskiptaráðherra sem einnig eru í sóttkví, samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins. Norsk stjórnvöld tilkynntu í dag að allir sem komið hafa heim frá útlöndum eftir 26. febrúar þyrftu að fara í sóttkví af öryggisástæðum. Norrænu ríkin voru þar þó undanskilin.
12.03.2020 - 17:09
Billie Eilish afklæðist til að mótmæla líkamsskömmun
Poppstjarnan Billie Eilish fór af stað í tónleikaferð í Miami í byrjun vikunnar og beindi þar sjónum að óraunhæfum kröfum sem gerðar eru til tónlistarkvenna og einblíndi hún sérstaklega á líkamsskömmun.
11.03.2020 - 13:06
Perez de Cuellar er látinn, 100 ára að aldri
Javier Perez de Cuellar, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er látinn, eitt hundrað ára að aldri. Sonur hans, Francisco Perez de Cuellar, greindi frá þessu í gærkvöld. „Faðir minn er látinn, eftir erfiða viku. Hann dó klukkan 8.09 í kvöld (01.09 að íslenskum tíma) og hvílir nú í friði" sagði Francisco í viðtali við perúska ríkisútvarpið.
Flavor Flav rekinn úr Public Enemy
Rapparinn Flavor Flav hefur verið rekinn úr hljómsveitinni Public Enemy. Þetta staðfestir Chuck D, forsprakki sveitarinnar. Ástæða brottrekstursins eru deilur um pólitískar skoðanir en Flavor Flav setti sig upp á móti því að hljómsveitin kæmi fram á stuðningstónleikum fyrir Bernie Sanders, frambjóðanda Demókrata í forsetaforvalinu í Bandaríkjunum.
02.03.2020 - 15:12
Raggi Bjarna veitti Páli Óskari fjármálaráðgjöf
Eftir að Páll Óskar gaf út plötuna Deep Inside Paul Oscar árið 1999 lenti hann í miklum fjárhagsvandræðum þar sem að platan seldist illa. Páll Óskar segist aldrei hafa farið vel með peninga en eftir að hafa fengið fjármálaráðgjöf frá Ragga Bjarna eyðir hann nú í sparnað.
Gagnrýnendur lofa nýja kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar
Kvikmyndin Last and First Men í leikstjórn Jóhanns Jóhannssonar var forsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni í Berlín í vikunni og hafa viðtökur gagnrýnenda verið mjög góðar. Myndin er nú þegar talin ein áhugaverðasta vísindaskáldskaparmynd seinni ára. Þetta var fyrsta kvikmyndin sem Jóhann leikstýrði. Hann vann að myndinni áður en hann lést árið 2018.
Pylsuát Íslendinga lykillinn að velgengni HAM
Að sögn Óttars Proppé var hljómsveitin Ham ávallt með eindæmum óvinsæl hljómsveit og illa þokkuð. En þegar að sveitin hætti varð hún mjög vinsæl. Segir Óttar að pylsuát íslensku þjóðarinnar eigi stóran þátt í vinsældum Ham. Þeir höfðu þá gert tónlist fyrir myndina Sódóma Reykjavík en myndin fylgdi með á VHS spólu með öllum keyptum pylsupökkum um tíma.
23.02.2020 - 09:06
Stúdíó 12
„Mér finnst ég ekki vera rappari“
Gestur Stúdíós 12 að þessu sinni er tónlistarmaðurinn Huginn sem flutti órafmagnaðar útgáfur af lögunum Hætti ekki og Veist af mér ásamt Þormóði Eiríkssyni. Þá tók Huginn einnig hið vinsæla Sorry mamma þar sem Egill Spegill var honum til aðstoðar.
21.02.2020 - 16:55
Síðdegisútvarpið
Rétt slapp við sóttkví í skemmtiferðaskipi
Minnstu munaði að Jóhann Helgi Hlöðversson hefði verið einn af þeim farþegum sem sitja fastir í sóttkví um borð í Diamond Princess-skemmtiferðarskipinu.
18.02.2020 - 09:19
Óskarinn – allar tilnefningar, allir sigurvegarar
Hér fyrir neðan er listi yfir allt og alla sem fengu tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár. Sigurvegarar verða feitletraðir og undirstrikaðir þegar fyrir liggur hver það er sem hreppir hnossið.
10.02.2020 - 01:23
Hildur í Chanel frá toppi til táar
Hildur Guðnadóttir mætti í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn við Dolbyhöllina í Hollywood, þar sem Óskarsverðlaunin verða afhent í nótt. Hildur var með mann sinn, Sam Slater, sér til halds og trausts á dreglinum, og eins og glöggt má sjá fór hann líka í sparigallann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það franska tískuhúsið Chanel sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að klæða Hildi upp fyrir Óskarinn.
Andlát: Terry Jones
Velski leikarinn Terry Jones, sem gerði garðinn frægan með Monty Python leikhópnum, er látinn, 77 ára að aldri. Umboðsmaður hans greindi frá þessu í dag. Auk þess að leika lagði hann fyrir sig handritsgerð og leikstjórn. Hann var að auki menntaður í enskri tungu frá Oxford og lagði stund á sagnfræði síðar á ævinni.
22.01.2020 - 13:03
Myndskeið
Jóhannes Haukur lenti óvænt á æfingu með Guðjóni Val
Íslenska karlalandsliðið í handbolta lét leikaranum Jóhannesi Hauk Jóhannessyni líða eins og smábarni á æfingu í World Class skömmu áður en liðið hélt út til Malmö að keppa á Evrópumótinu í handbolta.
Krísufundur í höllu drottningar
Elísabet Englandsdrottning hefur boðað sonarson sinn, Harry, hertoga af Sussex, á sinn fund í Sandringhamhöll í fyrramálið til að ræða framtíðarhlutverk hans og konu hans, Meghan, hertogaynju af Sussex, innan hirðarinnar.
12.01.2020 - 07:16
Haraldur Noregskonungur áfram á sjúkrahúsi
Haraldur Noregskonungur verður ekki útskrifaður af Ríkisspítalanum í Osló eins og vonir stóðu til, en nú er áætlað að hann fái að yfirgefa sjúkrahúsið í byrjun næstu viku.
11.01.2020 - 02:29
„Megxit“ veldur upphlaupi í Bretlandi
Öll dagblöð í Bretlandi leggja forsíður sínar í dag undir nýjustu tíðindi af Harry prinsi og Meghan hertogaynju, eiginkonu hans. Þau tilkynntu í gær að þau ætluðu að segja sig frá konunglegum embættisskyldum sínum og verða fjárhagslega sjálfstæð.
09.01.2020 - 08:56
Haraldur Noregskonungur á sjúkrahúsi
Haraldur Noregskonungur var lagður inn á sjúkrahús í gær. Í tilkynningu frá norsku hirðinni segir að hann sé þó ekki talinn alvarlega veikur og verði að líkindum útskrifaður fyrir helgi.
09.01.2020 - 05:27
Rithöfundurinn Ari Behn látinn
Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar, er látinn 47 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá umboðsmanni hans segir að hann hafi svipt sig lífi.
26.12.2019 - 01:40
Geiri Sæm er látinn
Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík 15. desember, 55 ára að aldri. Ásgeir lærði og starfaði sem matreiðslumeistari en þekktastur er hann fyrir störf sín á tónlistarsviðinu. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans og ástvinum segir að Ásgeir hafi ungur byrjað að læra og semja tónlist. Eftir hann liggja hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu og mikið af óútgefnu efni.
17.12.2019 - 03:41