Fólk í fréttum

Barron Trump greindist líka með COVID-19
Barron Trump, fjórtán ára sonur bandarísku forsetahjónanna, smitaðist af COVID-19 á sama tíma og foreldrar hans, en hefur náð sér að fullu. Móðir hans, Melania Trump, greindi frá þessu í grein sem hún skrifaði um reynslu sína af COVID-19, og birt var á heimasíðu Hvíta hússins í gær.
Íslensk kona lenti í skotárás í Bandaríkjunum
„Ég var ekkert smá hrædd. Svo heyrði ég hann bara öskra,“ segir Helen Sól Fannarsdóttir, 24 ára gömul íslensk stúlka sem er búsett í Inglewood í Kaliforníu ásamt unnusta sínum Gregory. Þau voru stödd grunlaus í tjaldi, sem þau hafa búið í um skeið, þegar byssuskotum byrjaði að rigna í kringum þau. Unnustinn stökk til og lagðist yfir Helen til að skýla henni frá skothríðinni en hann var sjálfur hæfður í fótinn.
30.09.2020 - 17:50
Noregskonungur á sjúkrahúsi
Haraldur Noregskonungur var lagður inn á sjúkrahús í Ósló snemma í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá hirðinni. Ekki er þar nefnt hvað amar að honum.
25.09.2020 - 08:18
Rolling Stones opna verslun í Lundúnum
Fyrirtæki hljómsveitarinnar The Rolling Stones færði í dag út kvíarnar þegar það opnaði verslun við Carnabystræti í Lundúnum. Þar verður til sölu ýmiss konar varningur með vörumerki hljómsveitarinnar, rauðum vörum og tungu, svo sem bolir, jakkar, vatnsbrúsar, minnisbækur, regnhlífar og gítarneglur. Þá má ekki gleyma hlífðargrímum, sem búist er við að njóti mikilla vinsælda aðdáendanna vegna heimsfaraldursins sem geisar um þessar mundir.
08.09.2020 - 16:52
Goðsögnin Olivia de Havilland látin, 104 ára að aldri
Stórleikkonan Olivia de Havilland er látin, 104 ára að aldri. Í tilkynningu frá umboðsmanni hennar segir að hún hafi fengið hægt andlát á heimili sínu í París, þar sem hún hefur búið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar. de Havilland lék í 49 kvikmyndum á glæstum ferli sem spannaði 45 ár, frá 1935 til 1980. Hún vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki, annars vegar fyrir myndina To Each his Own árið 1946 og hins vegar fyrir Erfingjann, The Heiress, árið 1949.
26.07.2020 - 23:27
Mel Gibson veiktist af COVID-19
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Mel Gibson var lagður inn á sjúkrahús í apríl eftir að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum, að því er kvikmyndatímaritið Variety greindi frá í dag. Haft er eftir talsmanni leikarans að hann hafi þurft að vera í eina viku á sjúkrahúsi. Meðan á dvölinni stóð fékk hann lyfið Remdesivir. Síðan þetta gerðist hafa sýni nokkrum sinnum verið tekin, en þau hafa ávallt verið neikvæð.
24.07.2020 - 17:05
Sýningarstúlka dæmd fyrir skattsvik
Bar Refaeli, frægasta sýningardama Ísraels, var í dag dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í níu mánuði og að greiða jafnvirði 102 milljóna króna í sekt fyrir skattsvik. Hún játaði að hafa gefið rangar upplýsingar hversu lengi hún hefði dvalið erlendis til að komast undan að greiða skatta í Ísrael.
20.07.2020 - 17:36
Myndskeið
Tom Moore er orðinn Sir Tom
Tom Moore, fyrrverandi kapteinn í breska hernum, var í dag sleginn til riddara. Hann náði fyrr á þessu ári að safna 32,8 milljónum sterlingspunda til styrktar breska heilbrigðiskerfinu þegar COVID-19 farsóttin var í hámarki. Það gerði hann með því að ganga kringum húsið sitt í Bedfordskíri og safna þannig áheitum. Upphæðin nemur hátt í 5,8 milljörðum króna.
17.07.2020 - 14:49
Íspinninn Eskimo verður O'Payo
Danska fyrirtækið Hansens Flødeis tilkynnti í dag að rjómaíspinninn Eskimo sem það hefur framleitt áratugum saman heiti héðan í frá O'Payo. Á vef fyrirtækisins segir að þetta sé ákveðið að vel athuguðu máli. Eskimo eða eskimói sé orðið vandræðaorð, minni á niðurlægjandi meðferð og ójöfnuð sem minnihlutahópar og frumbyggjar hafi verið beittir.
14.07.2020 - 17:17
Dóttursonur Elvis Presley látinn
Benjamin Keough, sonur Lisu Marie Presley og eini dóttursonur föður hennar, Elvis Presley, dó í gær. Umboðsmaður Lisu Marie staðfesti þetta við fréttamann AFP í gær. Keough, sem var 27 ára gamall, fannst látinn í bænum Calabasas í Kaliforníu í gær.
13.07.2020 - 06:50
Trump lét sjá sig með grímu í fyrsta sinn
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, bar svarta andlitsgrímu, merkta forsetaembættinu, þegar hann heimsótti Walter Reed-hersjúkrahúsið, skammt utan við Washingtonborg, í dag, laugardag. Er þetta í fyrsta skiptið sem forsetinn lætur sjá sig með grímu fyrir vitum sér á almannafæri og í opinberum erindagjörðum.
Síðdegisútvarpið
Mætti með fermetra af drasli í viðtalið
Mörgum brá í brún þegar að Hrafn Jökulsson birti tilkynningu þess efnis að leggja á niður skákfélagið Hrókinn. Hrafn vonast til að geta varið tíma sínum í að hreinsa ströndina við Kolgrafarvík. Hann mætti í Síðdegisútvarpið á Rás 2 með heilan fermetra af drasli sem hann týndi við ströndina og þar mátti finna ótrúlegustu hluti.
05.06.2020 - 14:41
Füzz
Mjög trúaður og fannst hann sjálfur ekki skemmtilegur
Björn Ingi Hrafnsson segist hafa hellt sér í trúmálin eftir að hann hætti að drekka. Rúmt ár er síðan hann viðurkenndi eigin vanmátt gagnvart áfengi og hætti að drekka. Björn Ingi segir miklu hafa skipt að hann hafi ekki þótt hann sjálfur vera skemmtilegur undir áhrifum og áfengi hafi haft slæm áhrif á hann.
Jennifer Garner þvær þvott með Daða
Hollywood leikkonan Jennifer Garner er ein þeirra sem Daði og Gagnamagnið hafa heillað upp úr skónun en hún deildi skemmtilegu myndbandi af sér taka Daðadansinn svokallaða.
19.05.2020 - 08:57
Hætta framleiðslu Love Island-þáttanna
Aðdáendur breska raunveruleikaþáttarins Love Island eru í öngum sínum eftir að tilkynnt var að ekkert verður af nýjustu þáttaröðinni vegna kórónuveirufaraldursins. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár en ljóst er að erfiðir tímar eru fram undan hjá framleiðendum þáttanna vegna samkomubanns og ferðatakmarkanna.
04.05.2020 - 12:57
Heimatilbúnar persónur úr Little Britain hneyksla á ný
Tvíeykið sem bjó til Little Britain þættina á árum áður birtist aftur á skjánum í sérstökum söfnunarþætti á BBC í vikunni. Þættirnir áttu það til að ganga fram af áhorfendum á sínum tíma og það sama gildir um atriðið sem finna mátti í söfnunarþættinum.
Mannlegi Þátturinn
Spilar, syngur og hugsar um börn og hænur
Hafdís Huld hefur verið víðförul í gegnum tónlistarferil sinn en hún var í grunnskóla þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina GusGus. Í gegnum alla menntaskólagönguna ferðaðist hún um heiminn með hljómsveitinni á milli þess sem hún sótti kennslustundir þegar að hún var á Íslandi. Í dag ætti hún að vera í tónleikaferð með eiginmanni sínum en í stað þess flytja þau nú eitt lag á dag á netinu fyrir aðdáendur sína um allan heim.
25.04.2020 - 14:58
Síðdegisútvarpið
Flökkufólk sá um að skemmta þjóðinni
Það er ekki til neitt sem heitir réttur húmor, segir Þorsteinn Guðmundsson skemmtikraftur. Húmor sé verkfæri sem oftast er notað til góðs en það sé líka hægt að beita honum til illra verka. Þorsteinn hefur samið fyrirlestur um húmor og sögu íslenskrar fyndni.
Lestin
Svo mælti Missy Elliott
Anthony Hopkins spilar á píanóið fyrir köttinn sinn, Missy Elliott sannar spádómsgáfurnar, Arnold Schwartzenegger deilir kvöldmat með asnanum sínum og Gal Gadot fær skærustu stjörnur skemmtanabransans til að kyrja lagið Imagine. Og uppátækjum Hollywood-stjarnanna á samfélagsmiðlum til að létta lund almúgans í heimsfaraldri hefur verið misvel tekið.
29.03.2020 - 13:45
Norsku konungshjónin í sóttkví
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning eru komin í sóttkví. Þau voru nýlega í opinberri heimsókn í Jórdaníu. Þar voru einnig Ine Marie Eriksen Søreide utanríkisráðherra og Iselin Nybø viðskiptaráðherra sem einnig eru í sóttkví, samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins. Norsk stjórnvöld tilkynntu í dag að allir sem komið hafa heim frá útlöndum eftir 26. febrúar þyrftu að fara í sóttkví af öryggisástæðum. Norrænu ríkin voru þar þó undanskilin.
12.03.2020 - 17:09
Billie Eilish afklæðist til að mótmæla líkamsskömmun
Poppstjarnan Billie Eilish fór af stað í tónleikaferð í Miami í byrjun vikunnar og beindi þar sjónum að óraunhæfum kröfum sem gerðar eru til tónlistarkvenna og einblíndi hún sérstaklega á líkamsskömmun.
11.03.2020 - 13:06
Perez de Cuellar er látinn, 100 ára að aldri
Javier Perez de Cuellar, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er látinn, eitt hundrað ára að aldri. Sonur hans, Francisco Perez de Cuellar, greindi frá þessu í gærkvöld. „Faðir minn er látinn, eftir erfiða viku. Hann dó klukkan 8.09 í kvöld (01.09 að íslenskum tíma) og hvílir nú í friði" sagði Francisco í viðtali við perúska ríkisútvarpið.
Flavor Flav rekinn úr Public Enemy
Rapparinn Flavor Flav hefur verið rekinn úr hljómsveitinni Public Enemy. Þetta staðfestir Chuck D, forsprakki sveitarinnar. Ástæða brottrekstursins eru deilur um pólitískar skoðanir en Flavor Flav setti sig upp á móti því að hljómsveitin kæmi fram á stuðningstónleikum fyrir Bernie Sanders, frambjóðanda Demókrata í forsetaforvalinu í Bandaríkjunum.
02.03.2020 - 15:12
Raggi Bjarna veitti Páli Óskari fjármálaráðgjöf
Eftir að Páll Óskar gaf út plötuna Deep Inside Paul Oscar árið 1999 lenti hann í miklum fjárhagsvandræðum þar sem að platan seldist illa. Páll Óskar segist aldrei hafa farið vel með peninga en eftir að hafa fengið fjármálaráðgjöf frá Ragga Bjarna eyðir hann nú í sparnað.
Gagnrýnendur lofa nýja kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar
Kvikmyndin Last and First Men í leikstjórn Jóhanns Jóhannssonar var forsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni í Berlín í vikunni og hafa viðtökur gagnrýnenda verið mjög góðar. Myndin er nú þegar talin ein áhugaverðasta vísindaskáldskaparmynd seinni ára. Þetta var fyrsta kvikmyndin sem Jóhann leikstýrði. Hann vann að myndinni áður en hann lést árið 2018.