Fólk í fréttum

Anna Sorokin mun verjast brottvísun frá Bandaríkjunum
Anna Sorokin kveðst ætla að berjast gegn því að verða vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands. Sorokin var látin laus úr fangelsi á föstudag. Hún sveik mikið fé út úr fjölda fólks með bellibrögðum.
Elísabet II Bretadrottning dó úr elli
Elísabet II Bretadrottning dó úr elli. Þetta kemur fram á dánarvottorði drottningar, sem skoska þjóðskjalasafnið birti í gær, fimmtudag. Þar segir að hún hafi andast í Balmoralkastala í Skotlandi klukkan 15.10 hinn 8. september 2022 og er dánarorsök sögð vera elli (e. old age). Skjalið er undirritað af dóttur drottningar, Önnu prinsessu.
30.09.2022 - 05:37
Drottningin
„Þau komu bara ekki vel fram við Díönu“
Lítil viðbrögð konungsfjölskyldunnar, ekki síst Elísabetar drottningar, við sviplegu fráfalli Díönu prinsessu fengu mikla gagnrýni meðal almennings og í dagblöðum í Bretlandi á sínum tíma. „Það hafði bara aldrei, hvorki fyrr né síðar, komið jafn hörð gagnrýni á drottninguna,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir, fyrrverandi fréttaritari RÚV í London.
„Það er gaman að gera köku fyrir þekkta kúnna“
„Allir viðskiptavinir eru mikilvægir en við vildum auðvitað gera okkar allra besta. Það er gaman að gera kökur fyrir þekkta kúnna,“ segir Eva María Hallgrímsdóttir, eigandi Sætra synda. Fyrirtækið gerði á dögunum afmælisköku fyrir dóttur söngkonunnar Katy Perry.
06.09.2022 - 11:01
Musk „ekki að fara að kaupa neitt íþróttafélag“
Auðkýfingurinn Elon Musk, eigandi Tesla-bílaverksmiðjanna og Space-X geimferðafyrirtækisins, ætlar ekki að kaupa enska fótboltaliðið Manchester United. Í athugasemd við eigin færslu um bandarísk stjórnvöld, sem Musk birti á samfélagsmiðlinum Twitter í gærkvöld, sló hann því fram í hálfkæringi að hann væri líka að fara að kaupa Manchester United. Vakti þetta talsverða athygli og fjaðrafok, ekki síst meðal stuðningsmanna fótboltastórveldisins.
17.08.2022 - 06:33
Musk segist ætla að kaupa Manchester United
Hinn umdeildi og hvatvísi milljarðamæringur og frumkvöðull, Elon Musk, lýsti því yfir á Twitter í gærkvöld að hann ætli að kaupa enska fótboltaliðið Manchester United, sem hefur átt í miklu basli upp á síðkastið. Óvíst er hversu mikil alvara er að baki hálfkæringslegri yfirlýsingu Musks, sem hann slengdi fram nokkru eftir að hann birti færslu um afstöðu sína til bandarískra stjórnmála.
17.08.2022 - 04:20
Heard áfrýjar dómnum í meiðyrðamáli Depps
Leikkonan Amber Heard, fyrrverandi eiginkona leikarans Johnny Depp, hefur áfrýjað dómi frá 1. júní þar sem henni var gert að greiða Depp 15 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um tveggja milljarða króna, í skaða- og miskabætur vegna meiðyrða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu lögmanna Heard, samkvæmt frétt AFP.
Ben Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar bandaríski stórleikarinn Ben Stiller hitti vin sinn, íslenska stórleikarann Ólaf Darra Ólafsson í Stykkishólmi. Stiller greindi frá hittingnum á Twitter en tíu ár eru liðin frá því þeir léku saman í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty.
Tók á móti milljónum evra í töskum og pokum
Karl Bretaprins tók við þremur milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með háttsettum katörskum stjórnmálamanni á árunum 2011 - 2015. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um góðgerðafélag prinsins og fjáröflunaraðferðir sem þar hafa tíðkast.
Einn handtekinn þegar Britney giftist í þriðja sinn
Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears gekk í það heilaga í þriðja sinn í gærkvöld. Hún giftist unnusta sínum, Sam Asghari, í Kaliforníu. Fyrrverandi eiginmaður hennar var handtekinn á staðnum.
10.06.2022 - 12:09
Euphoria-stjarna naut lífsins í snjónum á Íslandi
Maude Apatow, ein aðalstjarnan úr sjónvarpsþáttunum Euphoria sem njóta mikilla vinsælda meðal íslenskra ungmenna, var stödd hér á landi í stuttu fríi ásamt Hollywood-leikkonunni Önnu Kendrick og fleiri vinum.
11.03.2022 - 17:54
Landinn
Keypti veitingastað á Hólmavík 22 ára gömul
„Ég hugsaði bara: Ég get þetta alveg, ég hef gaman af þessu og þá ákvað ég bara að kýla á þetta,“ segir Guðrún Ásla Atladóttir sem tók um áramótin við rekstri Café Riis á Hólmavík.
13.02.2022 - 20:00
Kanye West krefur Billie Eilish afsökunar vegna ummæla
Bandaríski rapparinn Kanye West segist ekki ætla að koma fram á Coachella-tónlistarhátíðinni nema söngkonan Billie Eilish biðji rapparann Travis Scott afsökunar á ummælum sem hún lét nýverið falla á tónleikum í Atlanta.
12.02.2022 - 16:17
Kastljós
Það má alveg segja: „Ég er með þetta, ég er klár"
Það kom mörgum á óvart þegar Ímark valdi Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda Blush, markaðsmanneskju ársins á dögunum en þau verðlaun hafa einkum fallið forstjórum stórfyrirtækja í té á undanförnum árum. Gerður Huld er hins vegar vön að fara eigin leiðir í rekstri.
Vill að Kamilla fái drottningartitil þegar þar að kemur
Elísabet II, drottning af Bretlandi, lýsti því yfir í kvöld, að hún vilji að Kamilla, greifynja af Kornbretalandi og eiginkona Karls Bretaprins, fái drottningartitil þegar Karl tekur við krúnunni.
06.02.2022 - 00:22
Sagði helförina ekki byggjast á kynþáttahyggju
Bandaríska stórstjarnan Whoopi Goldberg olli reiði og hneykslan með yfirlýsingu um helförina, sem hún lét út úr sér í bandaríska spjallþættinum The View á ABC-sjónvarpsstöðinni, sem hún stýrir ásamt nokkrum konum öðrum. Hún hefur verið skikkuð í leyfi frá þáttagerðinni í tvær vikur hið minnsta, segir í frétt ABC.
02.02.2022 - 06:59
Sögur af landi
Þúsundir Finna fylgjast með lífinu á Ísafirði
„Mér finnst langskemmtilegast að vera rithöfundur. En eins og allir sem eru rithöfundar vita þá er það ekki alltaf nóg til að ná endum saman svo ég er líka lítil auglýsingastofa. Ég bý til auglýsingar til Finnlands frá Ísafirði,“ segir Satu Rämö, finnskur rithöfundur og áhrifavaldur sem býr á Ísafirði og vinnur nú að sinni tuttugustu og annarri bók.
Meat Loaf er látinn
Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Meat Loaf er látinn 74 ára að aldri. Hann hét Michael Lee Aday en náði miklum vinsældum undir listamannsnafninu Meat Loaf á níunda og tíunda áratugnum. Hans vinsælasta plata Bat out of hell hefur selst í yfir 43 milljónum eintaka.
21.01.2022 - 08:09
Sidney Poitier fallinn frá
Bahameysk-bandaríski kvikmyndaleikarinn, leikstjórinn og sendiherrann fyrrverandi Sidney Poitier lést í dag tæplega 95 ára að aldri, að því er fjölmiðlar á Bahamaeyjum greina frá.
07.01.2022 - 16:23
Sænsku konungshjónin með COVID-19
Karl XIV Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning eru smituð af COVID-19. Þau fóru í sýnatöku í gærkvöld og reyndust vera jákvæð, að því er kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla frá hirðinni. Þar segir að þau verði í einangrun í konungshöllinni á Drottningarhólma í að minnsta kosti eina viku.
04.01.2022 - 14:52
Mest leitað að Eddu, Sölva, Baldwin og Eriksen á árinu
Edda Falak, Alec Baldwin, Sölvi Tryggvason og Christian Eriksen var algengasta leitarefnið á leitarvélinni Google hér á landi á árinu sem er að líða. Þá var leitað að fyrirbærinu Only fans í auknum mæli í ár, miðað við árið 2020.
31.12.2021 - 09:51
Dæmdur fyrir að sviðsetja hatursglæp gegn sjálfum sér
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett var í gær sakfelldur fyrir að sviðsetja hatursglæp gegn sjálfum sér og kæra til lögreglu árið 2019. Þá réðust tveir menn á hann í Chicago, brugðu lykkju um háls hans, helltu yfir hann skaðlegum efnum og jusu hann svívirðingum sem einkenndust af kynþáttahatri og hatri á samkynhneigðum. Lögregla átti þó í nokkru basli með að komast til botns í málinu og það reyndist eiga sér sínar skýringar.
Mynd af Trump hjónunum á jólatré í Hvíta húsinu
Mynd af Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Melaniu, eiginkonu hans, hefur verið hengd á jólatré í borðstofu Hvíta hússins. Reyndar hanga þar einnig myndir af fleiri fyrrverandi forsetum, svo sem Obama, Bush, Reagan og Carter, ásamt eiginkonum þeirra.
29.11.2021 - 16:44
Sæþór sigraði í bakaraslagnum mikla í Danmörku
Íslendingurinn Sæþór Kristinsson gerði sér lítið fyrir og bakaði mótherja sína í dönsku bakarakeppninni Den Store Bagedyst, sem sýnd er í danska ríkissjónvarpinu við feiknavinsældir. Úrslitaþátturinn var sýndur í kvöld, þar sem slagurinn stóð á milli þriggja úrvalsbakara sem hrist höfðu af sér sjö minni spámenn, einn af öðrum, í fyrri þáttum.
27.11.2021 - 23:10
Seldist upp á tíu mínútum
Þrjátíu þúsund aðgöngumiðar á tvenna tónleika kanadísku poppstjörnunnar Justins Biebers í Kaupmannahöfn vorið 2023 seldust upp á aðeins tíu mínútum, að sögn danskra fjölmiðla. Þeir eru liður í heimsferð Biebers sem hefst í maí á næsta ári og stendur fram í mars árið eftir.
19.11.2021 - 16:46