Flokkar og framboð

Meirihlutaviðræður halda áfram
Meirihlutamyndun í Kópavogi er langt komin og búist við að henni ljúki um helgina. Oddvitar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðismanna sátu á fundi í allan dag og unni að málefnasamningi sem verður lagður fyrir baklönd beggja.
Meirihlutaviðræðum miðar áfram
Enn standa yfir viðræður um meirihlutasamstarf Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og Hafnarfirði. Viðræðum miðar vel að sögn oddvita.
Ræða áfram um samstarf í Reykjavík
Oddvitar Samfylkingarinnar í Reykjavík, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, sitja nú á fundi til að ræða hugsanlegt meirihlutasamstarf í borginni. Gert er ráð fyrir stuttum fundi enda er borgarstjórnarfundur klukkan tvö. Það verður síðasti borgarstjórnarfundur fráfarandi meirihluta.
Skekkja í öllum skoðanakönnunum
Dræm kjörsókn og miklar sveiflur á fylgi flokkanna geta útskýrt skekkju í skoðanakönnunum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þá er ungt fólk hugsanlega of stór hluti úrtaks í viðhorfskönnunum á netinu.
03.06.2014 - 08:29
Segir Bjarta framtíð í lykilstöðu
Oddvitar flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa rætt um mögulega meirihlutamyndun. Bæjarstjórinn segir að boltinn sé hjá Bjartri framtíð. Oddviti þeirra segist vilja öflugt samstarf allra flokka, hvernig sem meirihlutinn verði.
Nýr meirihluti í Fjallabyggð
Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Fjallabyggð. Hafa fulltrúar Fjallabyggðarlistans og Jafnaðarmanna í Fjallabyggð gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili.
Nýr meirihluti í Reykjanesbæ
Fulltrúar þriggja framboða í Reykjanesbæ, Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar og óháðra skrifuðu undir meirihlutasamstarf flokkanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir stundu. Nýji meirihlutinn ætlar að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra og taka út fjármálin í sveitarfélaginu.
Nýr meirihluti í fæðingu í Reykjanesbæ
Fulltrúar þriggja framboða í Reykjanesbæ, Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar og óháðra eru á fundi um meirihlutasamstarf flokkanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Gísli næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Í listinn fékk hreinan meirihluta í Ísafjarðarbæ í bæjarstjórnarkosningunum. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins féll en hann hefur haldið síðustu 18 ár. Gísli Halldór Halldórsson verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Feðgin samtímis á bæjarstjórastóli
H-listi Framfarasinnaðra Hólmara fékk fjóra af sjö bæjarfulltrúum í Stykkishólmi eða hreinan meirihluta. Úrslitin þýða að Sturla Böðvarsson verður bæjarstjóri í Stykkishólmi á ný en því embætti gegndi hann á árunum 1974-1991, þar til hann tók sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Meirihluti með Vinstri grænum líklegastur
Ólafur Þ Harðarson stjórnmálaprófessor segir að umræðan um mosku í Reykjavík hafi haft áhrif á úrslitin í borginni. Langlíklegast sé að núverandi meirihlutaflokkar myndi meirihluta með Vinstri grænum.
Klofningsframboð helsta skýring fylgistaps
Sjálfstæðismenn töpuðu þremur bæjarfulltrúum í bæjarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ og fá fjóra fulltrúa. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir niðurstöðuna ekki eins og stefnt hafi verið að.
Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ
Meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ hófust strax í nótt milli Samfylkingar og óháðra, Beinnar Leiðar og Frjáls afls. Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls, vonast til að geta myndað meirihluta með flokkum gegn Sjálfstæðisflokknum.
Halldór eini Píratinn í sveitarstjórnum
Ef Reykjavík er undanskilin náðu Píratar hvergi inn kjörnum fulltrúa í sveitarstjórnakosningunum í nótt, þrátt fyrir góða útkomu í skoðanakönnunum undanfarnar vikur.
Meirihlutinn féll í Reykjavík
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur en meirihlutinn er fallinn samkvæmt úrslitum borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Píratar ná inn einum borgarfulltrúa í borginni, og þar með sínum fyrsta sveitarstjórnarmanni.
Samfylkingin stærst í Sandgerði
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Sandgerði, en flokkurinn fékk 302 atkvæði eða 36,30% og þrjá menn kjörna. B listi Framsóknarflokksins fékk 220 atkvæði eða 26,44% og tvo fulltrúa, H listi fólksins 164 atkvæði eða 19,71% og D listi Sjálfstæðisflokksins 164 atkvæði eða 19,71% og 1 fulltrúa.
Mikil gleði í Vestmannaeyjum
Gleðin leyndi sér ekki þegar Elliði Vignisson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, kallaði tölur kvöldsins til stuðningsmanna á kosningavöku í kvöld. Hér eru viðtöl við Elliða og Jórunni Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans.
Öll framboð í Fjarðabyggð með þrjá menn
Öll framboðin í Fjarðabyggð hlutu þrjá menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 37,35 prósent, Fjarðalistinn hlaut 32,84 prósent og Framsóknarflokkurinn 29,81 prósent. Kjörsókn var 65,88 prósent.
Flóalistinn sigraði í Flóahreppi
Flóalistinn hlaut tvo þriðju atkvæða í kosningunum í Flóahreppi eða 65,93 prósent og þrjá menn kjörna. T-listinn hlaut 34,07 prósent og tvo menn. Kjörsókn var 81,02 prósent.
Framsókn með fimm menn í Skagafirði
Framsóknarflokkurinn hlaut meirihluta atkvæða í Skagafirði eða 45,42% og fimm menn kjörna í sveitarstjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 26,7% prósent atkvæða og tvo menn kjörna.
Betri byggð í Eyja- og Miklaholtshreppi
Fulltrúar framboðsflokkanna tveggja í Eyja- og Miklaholtshreppi röðuðust til skiptis í sæti í kosningum í sveitarfélaginu. Framboðið Betri byggð fékk 55 atkvæði eða 56% atkvæða. Sveitarstjórnarflokkurinn Sveitin hlaut 43 atkvæði, eða 43,9% af heildinni.
Sveinbjörg: Get ekki annað en verið sátt
„Svo er ekki hægt að skjóta loku fyrir það að það eru ákveðin ummæli sem ég lét falla sem vöktu athygli á mér og framboðinu. Ég þakka fjölmiðlum alveg sérstaklega fyrir að hafa haft mig á forsíðu blaðanna, með góðum eða slæmum hætti, á hverjum einasta degi," segir oddviti Framsóknar í borginni.
Mjótt á munum í Norðurþingi
Sjálfstæðisflokkur hlaut 27,6% atkvæða í Norðurþingi í kosningum og leiðir því sveitarstjórnina með þremur mönnum. Framsóknarflokkur, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Samfylking eiga hvert um sig tvo fulltrúa í sveitarstjórninni.
Listi fólksins sigraði á Blönduósi
Mjótt var á munum á Blönduósi, en þar sigraði Listi fólksins með naumum meirihluta, fékk 50,97 prósent atkvæða og fjóra menn kjörna, en J-listinn 49,03 prósent atkvæða og þrjá menn. Kjörsókn var 83,75 prósent.
Framfaralistinn rétt marði Óskalistann
F-listi framfara hlaut meirihluta atkvæða í Djúpavogshreppi eða 51,14% og þrjá menn í sveitarstjórn. Óskalistinn hlaut 48,86% atkvæða og tvo menn. Einungis munaði 6 atkvæðum á framboðunum.