Flokkar og framboð

Styttist í formlegar viðræður á höfuðborgarsvæðinu
Framsókn í Hafnarfirði mun gera meiri kröfur en síðast verði meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk endurnýjað. Bæjarstjórastóllinn hafi verið nefndur en sé ekki forgangsmál. Framsóknarmenn í Mosfellsbæ ákveða í kvöld við hverja verður byrjað að ræða um nýjan meirihluta.
Níu þúsund dauð atkvæði í kosningunum
Í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag féllu alls um níu þúsund atkvæði dauð niður á landsvísu. Þetta gerir það að verkum að hluti kjósenda fær ekki „sinn“ fulltrúa kjörinn í sveitarstjórn, en hlutfallið er mismunandi eftir sveitarfélögum.
Morgunútvarpið
Óþol á átakastjórnmálum skýri Framsóknarsveiflu
Framsóknarflokkurinn sópaði til sín atkvæðum í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og tvöfaldaði fylgið á landsvísu frá því kosið var til sveitarstjórna árið 2018. Fulltrúar flokksins um land allt eru nú 67, en voru 22 á síðasta kjörtímabili. 
Guðmundur Árni vill mynda meirihluta með Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, hefur sett sig í samband við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í bænum, og óskað eftir viðræðum um myndun meirihluta Samfylkingar og Framsóknar.
Tiltölulega lítill munur á afstöðu kynja - en munur þó
Hlutfall karla og kvenna sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum í dag er jafnt, og það á líka við kynjahlutfall þeirra sem ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Fleiri karlar en konur ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Miðflokkinn, en Framsóknarflokkurinn, Píratar og Vinstri græn njóta meiri hylli meðal kvenna en karla.
Sjálfkjörið í tveimur sveitarfélögum
Ekki þarf að að kjósa í tveimur sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum á morgun, þar sem aðeins einn framboðslisti barst. Þar er því sjálfkjörið. Þetta er í Tjörneshreppi og Sveitarfélaginu Skagaströnd.
„Sumt er óttalega vitlaust en annað er bara ágætt"
Segir Haraldur Freyr Gíslason formaður leikskólakennara um málflutning sveitarstjórnarmanna fyrir kosningarnar á laugardag. Hann segir að hraður vöxtur í leikskólakerfinu sé helsta ástæða þess að illa gengur að fjölga menntuðum leikskólakennurum.
Sjónvarpsfrétt
„Sum svörin eru mjög svipuð“
Nokkrir strákar í 8. bekk í Háteigsskóla í Reykjavík hafa tekið viðtöl við oddvita allra framboða í borginni. Þeir eru óhræddir við að spyrja krefjandi spurninga og segja að svör stjórnmálamannanna eigi það til að vera svipuð. 
X22 Árborg
Hart tekist á um innviði og rekstur í Árborg
Frambjóðendur í Árborg tókust hart á um rekstur og innviði í sveitarfélaginu á framboðsfundi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag. Ágreiningurinn var einkum á milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta, og fulltrúa þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihlutann.  
X22 Mosfellsbær
Vaxtarverkir í skólamálum Mosfellsbæjar
Skólamálin voru fyrirferðarmikil í framboðsþætti RÚV fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ. Ágreiningur var um hvort bærinn hefði ráðið við þá fjölgun skólabarna sem orðið hefur á undanförnum árum og hvort innviðir skólastarfs væru nógu sterkir.
Sjónvarpsfrétt
Lofa meiri Reykjavík með skýra sýn sem virkar
Það eru tæpar tvær vikur til sveitarstjórnarkosninga og flokkarnir reyna að ná til kjósenda með slagorðum. Sum grípa, önnur stuðla og hugsanlega slá einhver í gegn. Sérfræðingur í almannatengslum segir að kjarninn í skilaboðunum sé mikið til sá sami.
Macron heitir því að sameina sundraða Frakka
Helsta verkefni Emmanuels Macron eftir að hafa náð endurkjöri sem forseti Frakklands verður að sameina þjóðina. Mikillar sundrungar hefur gætt innanlands undanfarin ár en Macron varð í gær fyrstur Frakklandsforseta í tuttugu ár til að tryggja sér endurkjör.
Slóvenar kjósa sér þing í dag
Almenningur í Slóveníu gengur til þingkosninga í dag. Búist er við að baráttan standi millli Slóvenska lýðræðisflokksins, íhaldsflokks forsætisráðherrans Janez Janša og nýliðans Roberts Golob.
Frakkar velja milli Macrons og Le Pen í dag
Seinni umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Kjörstaðir í sjálfu Frakklandi voru opnaðir klukkan sex og þeim verður lokað tólf klukkustundum síðar. Valið stendur milli miðjumannsins og forsetans Emmanuels Macron og hægri mannsins Marine Le Pen.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Spegillinn
Spennan verður í Reykjavík
Rúmar þrjár vikur eru þar til kosið verður til sveita- og bæjarstjórna, laugardaginn 14. maí. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík eru þær viðamestu, enda langstærsta sveitarfélagið.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Ljóst að Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni
Emmanuel Macron Frakklandsforseti fékk flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi í dag. Meiri munur var á fylgi hans og hægrimannsins Marine Le Pen en kannanir bentu til.
Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi hafin
Franskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi. Búist er við að baráttan standi milli Emmanuels Macron forseta og Marine Le Pen sem stendur lengst til hægri í frönskum stjórnmálum.
Þingkosningar í Ástralíu boðaðar 21. maí
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til sambandsþingskosninga 21. maí næstkomandi. Hann hefur setið að völdum í þrjú ár sem einkennst hafa af glímunni við kórónuveirufaraldurinn, mannskæð flóð og gróðurelda.
Valdatíð Imran Khan í Pakistan senn á enda
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, missti meirihlutastuðning á þingi landsins eftir að þingmenn úr flokki hans snerust á sveif með stjórnarandstöðunni. Khan þarf að stíga til hliðar en ekki sér fyrir endann á stjórnmálakreppu í þessu fimmta fjölmennsta ríki heims.
09.04.2022 - 06:00
Viðtal
Krafa um afsögn myndi jafngilda stjórnarslitum
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það jafngilti stjórnarslitum ef ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins krefðust afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins vegna ummæla sem hann er sagður hafa látið falla á Búnaðarþingi.
Orð Sigurðar Inga gætu reynst honum dýr
Orð Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi sem hann sjálfur segir óviðurkvæmileg gætu haft pólitísk eftirmál fyrir hann sjálfan og flokkinn, að mati almannatengils. Ólíklegt sé þó að ráðherra stígi til hliðar.
Serbía: Endurkjör Vucics talið næsta öruggt
Serbar kjósa sér forseta og þing í dag. Búist er við að niðurstaða kosninganna tryggi áframhaldandi völd miðhægriflokksins sem ráðið hefur ríkjum í Serbíu undanfarinn áratug. Innrás Rússa í Úkraínu varpar þó löngum skugga sínum á stjórnmál í landinu.
Búist við mikilli kjörsókn í Ungverjalandi
Allir sex stjórnarandstöðuflokkar Ungverjalands bjóða sameiginlegan lista gegn Fidesz, flokki Viktors Orban forsætisráðherra. Þingkosningar verða háðar í Ungverjalandi í dag.