Flokkar og framboð

Segir efni tölvupósts ekki hafa beinst gegn Birgi
Stjórnarmaður í kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki hafa orðið vör við að unnið hafi verið gegn Birgi Þórarinssyni. Birgir sjálfur segir að unnið hafi verið gegn sér allt frá áramótum. Það hafi meðal annars komið fram í tölvupósti fimm dögum fyrir kosningar. 
Viðtal
Segir Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun
Birgir Þórarinsson, sem fór úr Miðflokknum og gekk í raðir Sjálfstæðismanna á dögunum, segir fjölmiðla hafa gengið langt í gagnrýni sinni um vistaskiptin. Birgir segir varaþingmanninn Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar.
Formaður kjördæmaráðs Miðflokksins segir af sér
Óskar Herbert Þórmundsson, formaður kjördæmaráðs Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sagði af sér á fundi kjördæmaráðsins á laugardaginn. Hann ákvað að gera það vegna þess hvernig brotthvarf Birgis bar að, enda telur hann sig bera ábyrgð á uppstillingu listans í kjördæminu.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta eru svik við flokkinn og ég er flokksmaður“
Þingmann Miðflokksins grunar að Birgir Þórarinsson hafi ígrundað flokkaskipti fyrir alþingiskosningarnar. Formaður flokksins kveðst ekki hafa náð sambandi við varaþingmanninn í Suðurkjördæmi. Það sé þó brýnt. Hann kveðst bjartsýnn á framtíð flokksins.
„Ekki gott að heyja baráttu undir fölsku flaggi“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að of seint hafi verið að reyna að telja Birgi Þórarinsson af ákvörðun sinni að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar hann frétti af því.
Fjórir af fimm sem duttu út hafa kært niðurstöðu
Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í nýliðnum alþingiskosningum, hefur skilað inn kæru til kjörbréfanefndar Alþingis vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Níu þingmenn undirbúa álit um gildi Alþingiskosninganna
Níu þingmenn hafa verið tilnefndir í undirbúningskjörbréfanefnd, sem fjallar um kærur vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna.
Sjónvarpsfrétt
Alþingi á síðasta orðið um ógildingu kosninga
Alþingi tekur lokaákvörðun um hvort kosið verður aftur í Norðvesturkjördæmi. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR. Einstaklingar geti farið með mál um framkvæmd kosninganna í gegnum dómskerfið, og jafnvel reynt að fá það tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Það geti þó aldrei orðið til þess að ógilda úrslit kosninga.
Vikulokin
Rósa Björk og Guðmundur kæra endurtalningu atkvæða
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, hafa ákveðið að kæra endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis. Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður þeirra, segir að sér virðist sem komin séu upp atriði sem kunni að varða ógildingu kosninganna í kjördæminu.
Bergþór Ólason með hæst hlutfall útstrikana
Í nýliðnum Alþingiskosningunum var Bergþór Ólason, frambjóðandi í fyrsta sæti lista Miðflokks í Norðvestur kjördæmi, með hæsta hlutfall útstrikana hjá kjósendum eigin flokks. Hann var strikaður út af framboðslistanum 29 sinnum, eða af 2,27% kjósenda Miðflokksins í hans kjördæmi. Frambjóðandi í fyrsta sæti þarf þó að vera strikaður úr af 25% kjósenda til þess að vera lækkaður um sæti á listanum.
Hver sker úr um lögmæti kosninga?
Stjórnarskráin færir Alþingi endanlegt úrskurðarvald um lögmæti kjörbréfa og það er hlutverk þess að skera úr um hvort kosningar teljist gildar segir lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
Mamma kallaði mig litla forsætisráðherrann
„Ég kom hérna inn í kringluna og fékk að ganga inn í þingsalinn. Ég bara hálf kiknaði í hnjánum yfir þessu sögulega húsi", segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir 28 ára lögfræðingur sem kjörin var á þing á laugardag.
Aðeins komin skýrsla frá Suðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi er sú eina sem búin er að skila af sér tilbúinni skýrslu til landskjörstjórnar. Frestur til að skila skýrslunum rann út klukkan átta í kvöld.
27.09.2021 - 21:52
„Erfitt að sjá hverjir eru inni og hverjir ekki"
Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir framkvæmdastjóri Maskínu.
Ánægjulegt að vera ekki lengur yngsti þingmaðurinn
Jóhanna María Sigmundsdóttir sat á Alþingi frá 2013 til 2016 fyrir Framsóknarflokkinn og var þá yngsti Alþingmaður sögunnar. Það breyttist hins vegar í morgun, þegar hin 21 árs gamla Lenya Rún Taha Karim náði inn á þing fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Spurð hvort Jóhönnu finnist missir af titlinum „yngsti þingmaður Íslandssögunnar“ segir hún það af og frá, hún gleðjist frekar yfir áhuga ungs fólks á stjórnmálum.
Búinn að ganga með þetta í maganum frá 1978
Tómas Andrés Tómasson eða Tommi í Hamborgarabúllunni er sá elsti sem hefur verið kjörinn á þing. Hann var oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og er níundi þingmaður kjördæmisins. Hann segir þetta gamlan draum að rætast.
„Árangurinn í nótt var stórkostlegur"
Framsóknarflokkurinn bætti við sig rúmlega ellefu prósentum í Norðausturkjördæmi. Það er mesta fylgisaukning í kosningum gærdagsins. Oddvitanum finnst ekki óeðlilegt að Framsóknarflokkurinn geri tilkall til að fá forsætisráðherraembættið.
Kosningasjónvarp RÚV hefst klukkan 21:25
Kosningavaka RÚV hefst tuttugu og fimm mínútur yfir níu í kvöld en engin leið er að segja til um hversu lengi hún stendur. Vonir standa til að fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verði komnar í hús klukkan ellefu.
Fréttaskýring
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum. 
Kjörkassinn frá Grímsey aldrei borist jafn snemma
Einn af stóru óvissuþáttunum hjá kjörstjórn Akureyrarbæjar hefur jafnan verið hvenær kjörkassinn frá Grímsey kemst í land. Formaður kjörstjórnar var því fegin þegar hún fékk kassann í fangið um klukkan 16 dag.
25.09.2021 - 17:25
Vikulokin
Fólk með glænýjan kosningarétt líklegt til að kjósa
Fólk með glænýjan kosningarétt er líklegra að mæta á kjörstað en þau sem aðeins eldri eru. Það er mat viðmælenda í Vikulokunum á Rás eitt að kosningabaráttan hafi verið málefnaleg.
Myndskeið
Leiðtogar flokkanna spurðu hver annan
Það gekk mikið á þegar fulltrúar flokkanna fengu að spyrja hver annan í leiðtogaumræðum kvöldsins. Þar var farið mjög víða, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var mikið spurð um evrópumálin en eins og í fyrri kappræðum fóru flestar spurningar til formanna ríkisstjórnarflokkanna. Það var sjaldnast þannig að þeir sem spurðu væru sáttir við svörin.
Óljóst hvenær talningu atkvæða lýkur
Tæplega 42,700 höfðu kosið utankjörfundar á tólfta tímanum í morgun. Fyrir fjórum árum voru utankjörfundaratkvæðin rúmlega 39 þúsund. Formenn yfirskjörstjórna kjördæmanna sex segja erfitt að spá hvenær úrslit liggja fyrir í Alþingiskosningunum á morgun.
24.09.2021 - 12:15
Landhelgisgæslan í viðbragðsstöðu á kjördag
Veðrið gæti sett strik í reikninginn í alþingiskosningunum á laugardag. Landhelgisgæslan er í viðbragsstöðu og verður bæði með varðskip og þyrlu til taks á kjördag. Formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir að lokatalning þar geti ekki byrjað fyrr en í fyrsta lagi klukkan fjögur um nóttina.
Kosningavaktin
Kosningavaktin - nýjustu tölur
Kosið var til Alþingis í dag. Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum og einn til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hér fylgjumst við með öllu því helsta í kosningavikunni, rýnum í kannanir og hvaða flokkar gætu unnið saman á næsta kjörtímabili. Búist er við mjög spennandi kosningum og langri kosninganótt.
20.09.2021 - 14:52