Flokkar og framboð

Málfundafélag Benedikts rennur inn í Viðreisn
Stjórn Viðreisnar hefur samþykkt tillögur til breytinga á reglum um innra starf flokksins. Þá hefur nýstofnaða málfundafélagið Endurreisn verið tekið inn í Viðreisn og telst nú félag innan flokksins en formaður félagsins er Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður og einn stofnandi Viðreisnar.
26.07.2021 - 10:42
Breytt ásýnd Miðflokksins og ákall um fleiri konur
Framkvæmdastjórinn hafði betur í baráttu við þingmanninn um oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavík-suður hafið
Í dag hófst oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - Suður. Félagsmenn Miðflokksins í kjördæminu hafa nú tvo daga til þess að velja á milli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.
Saúl Níguez sagður á leið til Liverpool
Íþróttablaðið Sport greinir frá því í dag að enska úrvalsdeildarliðið Liverpool hafi gert tilboð í spænska miðvallarleikmanninn Saúl Níguez sem leikur með Spánarmeisturum Atletico Madrid.
21.07.2021 - 21:36
Felldu tillögu um nýjan oddvita
Tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins um nýjan oddvita og framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust var felldur á félagsfundi í gærkvöld.
70 prósent kjósenda VG á móti óbreyttu stjórnarmynstri
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eftir kosningar í haust, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Vísi.is. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru hins vegar áfjáðir í að halda óbreyttu stjórnarmynstri.
Haraldur liggur undir feldi eftir úrslitin um helgina
Haraldur Benediktsson liggur undir feldi og veltir fyrir sér áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. Hann varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. ­­
21.06.2021 - 10:23
Þórdís hafði betur í Norðvestur - Haraldur annar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi  með 1.347 atkvæði í fyrsta sætið. Haraldur Benediktsson sem var oddviti flokksins í kosningunum 2017 lenti í öðru sæti..
Sjónvarpsfrétt
Sér fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf
Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á atvinnumál og innviðauppbyggingu fyrir komandi kosningar. Formaður flokksins sér fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf núverandi ríkisstjórnar.
12.06.2021 - 20:43
Sjónvarpsfrétt
Baráttan enn á hefðbundnum nótum en það gæti breyst
Það er hefð fyrir meiri endurnýjun þingmanna hér á landi en í mörgum öðrum löndum. Baráttan um atkvæðin í þingkosningunum í haust er byrjuð og hún er á hefðbundnu nótunum, enn sem komið er, að mati stjórnmálafræðings, þó að það gæti vel breyst þegar nær dregur kosningum.
Myndskeið
Nýtt sterka stöðu og beitt ríkisfjármálunum af alefli
„Að loknu hverju stríði, þarf að taka til. Hlutir komast ekki, í samt lag af sjálfu sér.“ Á þessum orðum hófst ræða Willums Þórs Þórssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, en hann vitnaði í pólsku skáldkonuna og nóbelsverðlaunahafann Wislawa Zsymborska. Willum sagði að faraldurinn hefði haft mikil áhrif á daglegt líf og kallað á kröftug viðbrögð. Þessi viðbrögð hafi vissulega kallað á hallarrekstur ríkissjóðs og lántöku en það sé alls ekki tapað fé.
Myndskeið
Hagsmunahópar og heimaræktaðir skúrkar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tiltók sérstaklega ósvífni og yfirgang ákveðinna hagsmunahópa í ræðu sinni og lauk lofsorði á frumkvæði Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, þegar hann hafði orð á slíku fyrr á þessu ári.
Myndskeið
Ekki bara fúl á móti
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gerði vinsældir Katrínar Jakobsdóttur að umtalsefni í ræðu sinni og sagði árangur Vinstri grænna á yfirstandandi kjörtímabili afsanna það sem lengi hefði verið haft á orði um fólk á vinstri vængnum, að þau væru óstjórntæk og að þingmenn VG kynnu bara að vera fúl á móti. Þvert á móti væri VG afl sem þorir.
Annasamur dagur í pólitíkinni í dag
Mjög góð kjörsókn hefur verið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um kvöldmatarleytið. Þá kynnir Samfylkingin alla sína framboðslista eftir hádegið og Miðflokkurinn heldur landsþing.
05.06.2021 - 12:31
Segjast ganga óbundin til kosninga með undantekningum
Fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti á þingi veltu upp mögulegu stjórnarmynstri í Silfrinu í morgun. Flest sögðust ganga óbundin til kosninga í haust en þó voru undantekningar á því. 
Viðtal
Afleiðingar faraldurs, atvinna og jöfnuður til umræðu
Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust. Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fulltrúar flokkanna á þingi í Silfrinu
Í Silfrinu mætast formenn eða fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á þingi hjá Agli Helgasyni og Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Þar verður sleginn upptaktur fyrir komandi kosningar í haust og rætt um áherslur í stjórnmálunum.
Guðrún og Njáll leiða D-lista í S- og NA-kjördæmi
Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri fékk flest atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, bar sigur úr býtum í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi.
Fyrrverandi fjármálaráðherra boðið neðsta sætið
Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi fjármálaráðherra og einum af stofnendum Viðreisnar, var boðið neðsta sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann afþakkaði það. Benedikt bauð sig fram í oddvitasæti á einhverjum lista flokksins á suðvesturhorninu.
Kastljós
Greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum
Stjórnmálaflokkar geta með aðstoð Facebook flokkað kjósendur tiltölulega nákvæmt með svokallaðri „örnálgun“ eða microtargeting. Þá er tækninni beitt til þess að greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að finna út hvaða áhugamál eða hagsmuni hver kjósandi hefur og í kjölfarið búa til sérsniðin skilaboð sem er beint að tilteknum hópi kjósenda.
Myndskeið
Flokkar kortleggja kjósendur fyrir kosningar
Forstjóri Persónuverndar segir að þverpólitískt frumvarp um upplýsingaskyldu stjórnmálaflokka vegna vinnslu persónuupplýsinga kjósenda gangi ekki nógu langt. Stjórnmálaflokkarnir hafi fæstir sinnt skyldum sínum nægilega samkvæmt lögum um persónuvernd fyrir síðustu kosningar og þurfi að breyta verklagi sínu.
Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í haust. Í framboðstilkynningu segist hann vonast eftir því að komast í annað af tveimur efstu sætunum.
Sigríður sækist eftir öðru sæti í Reykjavík
Sigríður Á. Andersen, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, býður sig fram 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
Sósíalistaflokkurinn vill stofnun ofbeldiseftirlits
Sósíalistaflokkurinn leggur til að ofbeldiseftirlit verði stofnað sem geti brugðist við þar sem sýnt sé að ofbeldi og áreiti vaði uppi. Eftirlitið hafi vald til að fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og tryggja öryggi með öðrum leiðum.
Hildur sækist eftir 3. til 4. sæti í Reykjavík
Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.