Flokkar og framboð

Ný stjórnmálahreyfing stofnuð
Ný stjórnmálahreyfing hefur verið stofnuð og ber hún nafnið Lýðræðishreyfingin. Benedikt Lafleur Sigurðsson, formaður hreyfingarinnar, segir að helstu áhersluefni flokksins séu að virkja lýðræði og leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið. Benedikt segir að þjóðin hafi siðferðislegan þroska til þess að taka stórar ákvarðanir.
07.06.2019 - 21:40
Tveir listar bjóða fram í Súðavíkurhreppi
Kjósendur í Súðarvíkurhreppi geta valið milli tveggja framboða í sveitarstjórnakosningum þann 26. maí næstkomandi. Valið mun annars vegar standa á milli Víkurlistans með bókstafinn E og hins vegar Hreppslistans með bókstafinn H. Þegar framboðsfrestur rann út hafði aðeins Hreppslistinn skilað inn framboði. Því var framboðsfrestur framlengdur og þá skilaði Víkurlistinn inn framboði.
Sigurður leiðir Miðflokkinn í Hafnarfirði
Almennur félagsfundur Miðflokksins í Hafnarfirði samþykkti í gær tillögu uppstillingarnefndar um framboðslista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Sigurður Þ. Ragnarsson, veður- og jarðvísindamaður leiðir listann, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari er í öðru sæti en fjárfestirinn Jónas Henning er í því þriðja.
Ósátt við að fá ekki boð í leiðtogaumræður
Forsvarsmenn Alþýðufylkingarinnar eru ósáttir við að fá ekki að taka þátt í leiðtogaumræðum í kvöld. Aðeins fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu taka þátt í leiðtogaumræðunum í sjónvarpinu i kvöld sem hefjast klukkan 19:45.
Björt framtíð af þingi, Píratar stærstir
Björt framtíð næði ekki manni á þing ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Aðeins 3,3% þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn. Píratar njóta enn langmests fylgis, en 37,5% þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja þá. Gengi það eftir fengju Píratar 26 þingmenn kjörna.
19.06.2015 - 05:54
Flokkar ekki með fasta áskrift að atkvæðum
"Þetta fer aftur niður," segir Jón Þór Ólafsson, varaformaður þingflokks Pírata um fylgisaukningu flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu. Píratar mælast nú stærsti stjórnmálaflokkur landsins, um þriðjungur kjósenda segist munda kjósa þá núna.
04.05.2015 - 15:44
Flokkar ekki með fasta áskrift að atkvæðum
"Þetta fer aftur niður," segir Jón Þór Ólafsson, varaformaður þingflokks Pírata um fylgisaukningu flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu. Píratar mælast nú stærsti stjórnmálaflokkur landsins, um þriðjungur kjósenda segist munda kjósa þá núna.
04.05.2015 - 15:44
Margrét kosinn stjórnarformaður
Margrét Marteinsdóttir var kjörinn stjórnarformaður Bjartar framtíðar í dag. Hún tekur við af Heiðu Kristínu Helgadóttur sem tilkynnti að hún væri hætt í stjórnmálum í desember síðastliðnum.
31.01.2015 - 16:34
AGS: Huga ætti að því að leysa upp ÍLS
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fagnar undirbúningi að losun fjármagnshafta. Sendinefndin hefur verið hér á landi undanfarna daga og birtir í dag lokayfirlýsingu sína. Stjórnvöld ættu að huga að því að leysa upp Íbúðalánasjóð.
19.12.2014 - 10:05
Skattar á fjármálafyrirtæki skila meiru
Aukin skattlagning á fjármálafyrirtæki skilar meiri tekjum en búist var við. Þetta segir fjármálaráðherra. Það sé þó áhorfsmál í hvað verði greitt niður með sköttunum. Hann segir að ríkið taki til varnar ef slitastjórn Glitnis höfðar mál vegna bankaskattsins.
Skipuleg aðför gegn velferðarkerfinu
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að menn velti fyrir hvort verið sé að skapa óánægju með velferðarkerfið meðal almennings í þeim tilgangi að greiða götuna fyrir einkavæðingu.
31.10.2014 - 14:18
Sóley verður beikonsendiherra
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar, hefur verið skipuð beikonsendiherra á vegum Beikonbræðralagsins. Sóley hyggst beita sér fyrir eflingu mannúðlegrar svínaræktar í landinu. Hún neitar því að tiltækið sé til þess gert að stríða utanríkisráðherra og nýskipuðum sendiherrum.
Segir forystuna fallna á prófinu
Hreiðar Eiríksson, sem skipaði 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir að forysta flokksins hafi í raun sýnt „fullan stuðning við íslamafóbískan áróður Framsóknar og flugvallarvina“.
30 vilja stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði
30 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði, en umsóknarfrestur rann út 13. júlí. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18. júní að auglýsa stöðu bæjarstjóra lausa til umsóknar og fól bæjarráði ábyrgð á ráðningarferlinu
Oddvitar í hár saman á Facebook
Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Ísafirði eru komnir í hár saman á Facebook þar sem framsóknarmaðurinn sakar sjálfstæðismanninn um að hafa sagt ósatt í fjölmiðlum um samskipti þeirra fyrir kosningar í nefndir.
Forysta geri hreint fyrir sínum dyrum
Forysta Framsóknarflokksins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum um hvort flokkurinn ætli að vera áfram flokkur samvinnu og umburðarlyndis eða fara yfir í þjóðernishyggju. Þetta segir Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi flokksins í Kópavogi, sem hefur sagt sig úr flokknum.
Vilja hlúa vel að fjölskyldufólki
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar hyggst greiða niður skuldir sveitarfélagsins og styrkja þannig rekstrargrundvöll þess. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meirihlutasamningi flokkanna.
Nýr meirihluti á Hornafirði
Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Sveitarfélaginu Hornafirði. Bæjarfulltrúar 3. framboðsins og Sjálfstæðisflokksins hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf á nýju kjörtímabili. Bæjarstjóri verður Björn Ingi Jónsson.
Meirihlutaviðræður á lokametrunum
Málefnasamningar nýrra meirihluta á Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík eru á lokametrunum. Allt gott en lítið er að frétta af meirihlutaviðræðum í Reykjavík að sögn Dags B. Eggertssonar leiðtoga Samfylkingarinnar í borginni.
Kannski að taka við hlutverki Framsóknar
Með því að mynda meirihluta til hægri og vinstri sýnir Björt framtíð að flokkurinn er ekki afleggjari frá Samfylkingunni. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Nýr meirihluti í Hafnarfirði kynnir málefnasamning á næstu dögum.
Deila völdum án þess að þurfa þess
Sjálfstæðismenn á Akranesi og framsóknarmenn í Skagafirði buðu öðrum flokkum til meirihlutasamstarfs þrátt fyrir að hafa hvorir um sig nógu marga bæjarfulltrúa til að sitja einir að völdunum. Oddvitar beggja flokka leggja áherslu á að breikka grunn meirihlutasamstarfsins.
Leggja áherslu á skólamál
Sjálfstæðismenn og Björt framtíð kynntu í dag meirihlutasamstarf sitt í Kópavogi sem þeir nefna Marbakkameirihlutann, með vísan til tveggja fyrstu bæjarstjóranna í Kópavogi. Áhersla er lögð á skólamál og að greiða niður skuldir sveitarfélagsins.
Framlengja samstarf um meirihluta
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í Fjarðabyggð hafa ákveðið að endurnýja meirihlutasamstarf sitt í bæjarstjórn. Málefnasamningur verður undirritaður á fyrsta bæjarstjórnarfundi um miðjan mánuðinn. Páll Björgvin Guðmundsson verður ráðinn bæjarstjóri áfram.
Auglýst eftir bæjarstjóra í Hafnarfirði
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Flokkarnir skipta með sér embættum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs en staða bæjarstjóra verður auglýst laus til umsóknar.
Óbreytt skipting fulltrúa í Norðurþingi
Skipting bæjarfulltrúa í Norðurþingi breyttist ekkert þegar atkvæði sem greidd voru í kosningum um síðustu helgi voru endurtalin í dag. Endurtalningin fór fram að beiðni Framsóknarflokks, en aðeins munaði níu atkvæðum á honum og Sjálfstæðisflokknum sem fékk því einum fleiri bæjarfulltrúa.