Flóð í Asíu

Nær 160 dóu í óveðri á Indónesíu og Timor-Leste
157 hafa fundist látin á Timor-Leste og austureyjum Indónesíu eftir að hitabeltisstormurinn Seroja fór þar yfir og olli miklum flóðum og aurskriðum. Tuga er enn saknað og þúsundir hafa misst heimili sín í hamförunum. Á indónesísku eyjunum er búið að finna lík 130 manns, flest á eyjunni Flores. Á eyríkinu Timor-Leste, sem til skamms tíma var kallað Austur Tímor, hafa 27 verið formlega úrskurðuð látin.
06.04.2021 - 05:27
26 látin eftir flóðið í Uttarakhand og 170 enn saknað
Stjórnvöld í Uttarakhand-ríki á norðanverðu Indlandi segja búið að finna 26 lík á flóðasvæðunum í Himalajafjöllum og að um 170 sé enn saknað. Yfir 2.000 manns úr her, slökkvilið og lögreglu vinna myrkranna á milli á hamfarasvæðinu í von um að finna fólk á lífi.
09.02.2021 - 03:29
14 látin eftir flóðin á Indlandi og yfir 170 enn saknað
Fjórtán hafa nú fundist látin í Himalajafjöllum í norðanverðu Indlandi og yfir 170 er enn saknað eftir mikið flóð sem þar varð í gærmorgun þegar feikistórt stykki brotnaði úr jökli og hrapaði niður í á. Fimmtán manns sem lentu í flóðinu hefur verið bjargað. Flóðið sópaði burtu brúm, vegum og tveimur virkjunum í ánni.
08.02.2021 - 06:30
25 látin og tuga saknað eftir óveður í Víetnam
Minnst sextán létu lífið í aurskriðum í Víetnam í gær þegar fellibylurinn Molave fór þar hamförum og ekki færri en tólf sjómenn fórust í óveðrinu. Úrhellisrigningar fylgdu storminum og ollu flóðum og aurskriðum, einkum í afskekktum héruðum um miðbik landsins. Tuga er enn saknað. Hundruð hermanna leita eftirlifenda í húsarústum og þykkum aurlögum og er stórvirkum vinnuvélum beitt við björgunarstörfin. Þá stendur leit enn yfir að fjórtán fiskimönnum sem saknað er.
29.10.2020 - 03:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Flóð í Asíu · Veður · Víetnam · Flóð · fellibylur
Myndskeið
Milljónir á flótta undan flóðum
Yfir hundrað hafa látist og meira en milljón þurft að flýja heimili sín undan flóðum og aurskriðum í nokkrum Asíuríkjum. Minnst tveir eru látnir og um fjörutíu saknað eftir að hús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi í dag.
16.07.2019 - 21:30
Tugir látast í mannskæðum flóðum í Japan
Minnst 38 hafa látist og fleiri tuga er saknað í mannskæðum flóðum sem nú hrjá suðvesturhluta Japans. Rúmlega 1,5 milljón manns hafa verið flutt frá hættusvæðum og þremur milljónum til viðbótar hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín.
07.07.2018 - 11:37
Yfir 100 látnir í flóðum í Suður Asíu
Yfir 100 manns hafa týnt lífi í flóðum og aurskriðum í Suður-Asíu síðustu daga, þar sem miklar monsúnrigninar ganga nú yfir í mörgum löndum. Nokkur hundruð þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna úrhellisins og flóðanna sem því fylgir. Fjölda fólks hefur verið bjargað úr flóðunum og komið fyrir í neyðarskýlum. Flestir hafa látist í Nepal, þar sem minnst 75 hafa látist í flóðum og aurskriðum það sem af er þessari viku.
29.07.2016 - 07:08
Allt á floti í Japan
Björgunarstörf standa enn yfir í norðausturhluta Japans þar sem rignt hefur án afláts síðustu daga. Minnst tveir hafa látist í flóðunum sem fylgt hafa úrhellinu, um 30 hafa slasast og ekki færri en 25 er saknað. 50 þyrlur og 6.000 björgunarmenn hafa verið á þönum við björgunarstörf í alla nótt.
11.09.2015 - 06:46
Borgin Tacloban í rúst eftir fellibylinn
Hundruð hermanna og lögreglumanna hafa verið sendir til borgarinnar Tacloban héraðshöfuðborgar Leyte á Filipseyjum. Borgin er að stórum hluta í rúst eftir fellibylinn Haiyan.
11.11.2013 - 09:16
Óveður og flóð í Asíu
Á annað hundrað íbúar hafa farist og yfir 800 slasast í flóðum í Pakistan. Gríðarlegt eignartjón er í flóðunum, yfir 13 þúsund hús hafa eyðilagst.
21.08.2013 - 09:10
Yfir 100 farist í flóðum
Að minnsta kosti 100 hafa farist í flóðum vegna monsúnrigningar í austurhluta Afganistans og Pakistans. Í Pakistan hefur herinn verið kallaður út til að aðstoða íbúa á flóðasvæðum meðal annars í borginni Karachi.
06.08.2013 - 10:52