Flóahreppur

Áhrif útstrikana í Flóahreppi ekki einsdæmi
Útstrikanir sem höfðu áhrif á skipan kjörinna fulltrúa í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Flóahreppi eru ekki einsdæmi í sögu sveitarstjórnarkosninga hér á landi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson bendir á þetta.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Lögreglustjóri ekki vanhæfur í nágrannaerjumáli
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands sem taldi lögreglustjórann á Suðurlandi vanhæfan í nágrannaerjumáli. Hefur héraðsdómi því verið gert að taka málið til efnismeðferðar. Nágrannaerjurnar hafa staðið yfir í Flóahreppi í áraraðir.
17.01.2020 - 13:22
Lögreglustjórinn vanhæfur í nágrannaerjumáli í Flóanum
Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað Lögreglustjórann á Suðurlandi vanhæfan í nágrannaerjumáli í Flóahreppi. Deiluaðilar tengjast tveimur starfsmönnum embættisins nánum böndum. Deilurnar hafa staðið yfir í áraraðir.
30.12.2019 - 09:59
Bændur áhyggjufullir vegna vætutíðar
Bændur í Eyjafirði keppast við að slá tún sín og fagna miklum hita og þurrki. Staðan er önnur sunnan heiða, bændur þar hafa enn ekki getað hleypt kúnum út vegna vætu og kulda og liggja yfir veðurspám í þeirri von að það stytti upp svo þeir geti hafið slátt.
30.06.2018 - 20:46
Skólamálin íbúum hugleikin
Skólamál, umhverfis- og samgöngumál eru meðal þess sem er í forgrunni hjá íbúum Flóahrepps, segir Eydís Þ. Indriðadóttir sveitarstjóri. Samvinna nágrannasveitarfélaga sé nauðsynleg en sameining ekki uppi á borðinu eins og stendur.
Nýju nautin vaxa á Stóra-Ármóti
Undirbúningur er hafinn að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanaut í Stóra Ármóti í Flóahreppi í Árnessýslu. Stefnt er á að þangað verði fluttir frá Noregi fósturvísar af Aberdeen-Angus holdagripum í júní. Nýtt erfðaefni í holdanaut hefur ekki verið flutt til landsins í 20 ár.
15.02.2016 - 14:15
Seyran græðir upp afréttinn
Mestöll seyra úr uppsveitum Árnessýslu verður á næstu árum nýtt til landgræðslu á afréttum. Fimm sveitarfélög hafa tekið saman höndum um þetta í samkomulagi við Landgræðslu ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Seyran er nú þegar blönduð með kalki og síðan borin á landið. Blöndunarstöð hefur þegar verið tekin í notkun í nágrenni Flúða.
Eydís ráðin sveitarstjóri Flóahrepps
Eydís Þ. Indriðadóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Flóahreppi. Hún tekur til starfa þar 1.ágúst. Eydís hefur verið oddviti Ásahrepps undanfarin ár.
18.07.2014 - 11:59
Margir vilja stýra Flóahreppi
38 sóttu um starf sveitarstjóra í Flóahreppi. 25 karlar og 13 konur. Árni Eiríksson, oddviti sveitarfélagsins, segist hafa búist við mörgum umsóknum enda sé um eftirsóknarvert starf að ræða.
07.07.2014 - 15:49
Athugasemd varð til að snúa niðurstöðu
Niðurstaða í skoðanakönnun á sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi snerist við í Flóahreppi eftir að athugasemd við talningu atkvæða var tekin til greina á hreppsnefndarfundi Flóahrepps í gærkvöld.
03.07.2014 - 13:43
Hveragerði vill skoða sameiningu við Ölfus
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við sveitarfélagið Ölfus og er meirihluti Hvergerðinga jákvæður í garð sameiningar. Sveitastjórn Ölfuss kannaði ekki hug íbúa til sameiningar þrátt fyrir áskorun þar um.
Flóalistinn sigraði í Flóahreppi
Flóalistinn hlaut tvo þriðju atkvæða í kosningunum í Flóahreppi eða 65,93 prósent og þrjá menn kjörna. T-listinn hlaut 34,07 prósent og tvo menn. Kjörsókn var 81,02 prósent.
Flóahreppur
Hreppurinn varð til í núverandi mynd árið 2006 þegar þrjú sveitarfélög sameinuðust; Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Sveitarstjóri er Margrét Sigurðardóttir en hún hefur gegnt því starfi frá árinu 2006. Hún var áður sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi.
02.05.2014 - 11:02
Sveitarfélög í Árnessýslu skoða sameiningu
Að minnsta kosti fimm sveitarfélög í Árnessýslu ætla sér að kanna viðhorf íbúa til mögulegrar sameiningar sveitarfélaga. Viðhorfskönnunin mun fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor.
Bjargaði álft úr mýri
Ragnar Sigurjónsson, hundafangari úr Flóahreppi, bjargaði álft úr votlendi í gærkvöldi. Fréttavefurinn dfs.is greinir frá.
24.09.2013 - 16:31
Leikskóla lokað vegna myglusvepps
Leikskólanum Krakkaborg á Þingborg í Flóahreppi var lokað eftir að myglusveppur greindist í húsnæði leikskólans. Stefnt er að því að finna bráðabirgðahúsnæði undir starfsemi leikskólans eins fljótt og auðið er.
24.09.2013 - 11:33
Grjónagrautsís í Flóanum
Kúabændur í Flóanum hafa breytt gömlu mjólkurhúsi við fjósið hjá sér í ísvinnslu þar sem framleiddar eru þrjár tegundir af ís úr mjólkinni úr kúnum. Grjónagautsísinn hefur vakið mesta athygli.
08.04.2012 - 20:06
Samræmd próf stangast á við réttir
Fræðslunefnd og sveitarstjórn Flóahrepps vilja að menntamálaráðuneytið breyti dagsetningum sem valdar hafa verið fyrir samræmd próf næsta haust. Ástæðan er sú að prófin rekast á við göngur og réttir.
13.02.2012 - 13:21
Mikill munur í samræmdum könnunum
Nokkuð mikill munur er á árangri nemenda í samræmdum könnunarprófum í grunnskólum nú í haust eftir sveitarfélögum. Nemendur í 4., 7. og 10. bekk þreyta prófin. Þau eru í umsjón Námsmats-stofnunar sem birti niðurstöðurnar á föstudag.
Vatnslindir Flóahrepps eru tómar
Vatnslindir Flóahrepps eru tómar vegna þurrka í sumar. Landsvirkjun greiðir sveitarfélaginu á milli 200 og 300 milljónir króna til að sjá íbúum fyrir neysluvatni úr Ingólfsfjalli. Greiðslan kemur til vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar í Flóahreppi.
10.08.2011 - 12:19
Bilun í aðveitulögn í Árborg
Vegna bilunar í aðveitulögn mega íbúar í Sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi búast við minnkuðum þrýstingi á neysluvatni í dag. Samkvæmt tilkynningu frá vatnsveitu Árborgar stendur viðgerð yfir.
10.08.2011 - 11:32
Álfheiður biðst afsökunar
Álfheiður Ingadóttir alþingismaður bað á Alþingi í dag sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi afsökunar á ummælum sem hún lét falla í umræðum á Alþingi fyrir skömmu um afgreiðslu á aðalskipulagi hreppsins. Hún segir ummælin hafa átt við sveitarstjórnarmenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en ekki Flóahreppi.
14.03.2011 - 16:51
Ráðherra ráðlagt að áfrýja ekki
Hæstaréttarlögmaður hjá ríkislögmanni mælti gegn því að umhverfisráðherra áfrýjaði dómi héraðsdóms, vegna aðalskipulags Flóahrepps, til hæstaréttar. Annar hæstaréttarlögmaður lagði hins vegar til að málinu yrði áfrýjað, sem varð raunin.
02.03.2011 - 17:36
Vilja skýr svör frá Flóahreppi
Félagasamtökin Sól á Suðurlandi fara fram á skýr og nákvæm svör frá sveitarstjóra Flóahrepps um hvaða framkvæmdir hafi tafist vegna synjunar umhverfisráðherra á skipulagi í hreppnum. Heimamenn í Flóa sjái ekki annað en að áætlaðar framkvæmdir séu í fullum gangi, segir í tilkynningu frá samtökunum.
14.02.2011 - 14:43