Fljótsdalshreppur

Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Vantraust á oddvita Fljótsdalshrepps og nýr kjörinn
Nýr oddviti var óvænt kjörinn á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps sem haldinn var í gær. Kosningin fylgdi í kjölfar tillögu um vantraust á fráfarandi oddvita.
04.03.2020 - 14:15
Boðar frumvarp í kjölfar dóms Hæstaréttar
Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að í haust verði lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt þannig að þau verði ekki lengur andstæð stjórnarskrá líkt og Hæstiréttur úrskurðaði í gær. 
Bentu á annmarkann án árangurs
Áður en Alþingi breytti lögum um tekjustofna sveitarfélaga árið 2012 bentu nokkur sveitarfélög þeim á að ein breytingin færi í bága við stjórnarskrá. Breytingin varð samt að lögum. Þetta segir lögmaður sveitarfélagana. Nú hefur Hæstiréttur dæmt þessum sveitarfélögum í vil og ríkið þarf líklega að greiða þeim rúman einn milljarð króna.
Vill auglýsa starf sveitarstjóra í Fljótsdal
Þó að íbúum hafi fækkað í Fljótsdalshreppi hefur ýmiskonar uppbygging átt sér stað í dalnum á undanförnum árum. Þar hefur risið Óbyggðasetur og Hengifoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Austurlandi. Við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri var grafið upp miðaldaklaustur með merkum gripum og margir leggja leið sína um dalinn til að skoða gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og Kárahnjúkavirkjun. Þá hefur fyrirtækið Skógarafurðir byggt upp vinnslu á íslensku timbri á Ytri-Víðivöllum 2.
Íbúum Norðurlands vestra fækkaði mest
Íbúum á Djúpavogi fækkaði um 48 á síðasta ári og má segja að um tíundi hver íbúi hafi flutt burt. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Mest fólksfækkun var á Norðurlandi vestra sé litið til einstakra landshluta.
Stopult farsímasamband á rýmingarsvæði
Lítið og jafnvel ekkert farsímasamband er á sumum bæjum sem þyrfti að rýma ef stíflur Kárahnjúkavirkjunar bresta. Landsvirkjun hefur í tvígang ráðist í úrbætur en bændur telja það ekki nóg.
11.01.2015 - 23:08
Gróðrastöð Barra bjargað fyrir horn
Gróðrastöðinni Barra á Fljótsdalshéraði hefur verið bjargað frá rekstrarstöðvun og áætlun lögð fram um rekstur næstu tveggja ára í þeirri trú að aðstæður að skógarplötumarkaði muni lagast.
24.11.2014 - 11:00
Garnaveiki fannst í Hróarstungu
Garnaveiki var staðfest á sauðfjárbúi á Austurlandi á mánudag, nánar tiltekið í Hróarstungu á Héraði. Í frétt Matvælastofnunar kemur fram að garnaveiki hefur ekki greinst á þessu svæði frá því fyrir fjárskipti sem urðu fyrir um tuttugu og fimm árum.
05.11.2014 - 16:40
Ekkert lát á frægð Lagarfljótsormsins
Erlendar sjónvarpsstöðvar sækjast enn eftir myndbandi sem sumir trúa að hafi náðst af Lagarfljótsorminum fyrir tveimur árum. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað þarf að efna gamalt loforð um verðlaunafé fyrir myndir af skrímslinu.
12.09.2014 - 21:00
Leiðbeiningar um gosmengun bornar í hús
Leiðbeiningar um viðbrögð við mengun frá Holuhrauni verða bornar í hús á Austfjörðum. Brennisteins-díoxíð hefur ekki rofið heilsuverndarmörk í nótt og í morgun. Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði fundaði í morgun vegna mengunarhættu frá eldgosinu í Holuhrauni.
Skjálftar mældust við Kárahnjúkavirkjun
Tveir jarðskjálftar urðu við Sauðárdalsstíflu Kárahnjúkavirkjunar í gærkveldi sem eru þeir fyrstu sem mælast þar eftir að virkjunin var tekin í notkun.
26.08.2014 - 15:59
Sannleiksnefnd telur myndband sýna orminn
„Ég er löngu hættur að gera mér grein fyrir því hvort skipan sannleiksnefndar var grín eða alvara. Ég er búinn að missa sjónar á því,“ sagði Stefán Bogi Sveinsson, formaður Sannleiksnefndar um tilvist Lagarfljótsormsins í kvöld.
24.08.2014 - 00:16
Græða upp í stað lands sem fór undir lónið
Stór landsvæði hafa verið grædd upp til að bæta fyrir gróður sem fór undir Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Áburður hefur verið borinn á um 56 ferkílómetra og sumstaðar tekist að breyta örfoka melum í gróið beitarland.
20.08.2014 - 13:31
Fljótsdalur ekki eins ríkur og menn halda
Oddviti Fljótsdalshrepps telur að Fljótsdælingar muni aldrei samþykkja sameiningu við Fljótsdalshérað nema áhrif jaðarbyggða í sveitarfélaginu verði aukin. Tekjur hreppsins af Kárahnjúkavirkjun gefi ekki rétta mynd, enda þurfi hreppurinn að kosta dýra þjónustu án framlags úr jöfnunarsjóði.
08.08.2014 - 12:41
Vill fasteignagjöld af stíflumannvirkjum
Formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs gagnrýnir að sveitarfélagið fái engin fasteignagjöld af mannvirkjum Kárahnjúkavirkjunar. Einungis eru greidd gjöld af stöðvarhúsinu sem er í öðru sveitarfélagi.
06.08.2014 - 19:36
Stóll Gunnars Gunnarssonar kominn heim
75 ára byggingarafmæli Skriðuklausturs var fagnað í Fljótsdal í gær. Erfingjar Gunnars Gunnarssonar skálds afhentu Gunnarsstofnun skrifborðsstól skáldsins sem hefur verið gerður upp.
23.06.2014 - 13:29
Ungar finnast í baðskáp og innkaupakerru
„Ég hélt að þetta væri eftir mýs en þá hafði fuglinn verið að brasa við að troða grasi inn í skápinn sem var hluta til opinn,“ segir Hildigunnur Jörundsdóttir sem fann fuglshreiður á heldur óvenjulegum stað í sumarbústað í Ranaskógi í Fljótsdal.
13.06.2014 - 11:47
Aurskriða stoppaði við húsvegg - myndband
„Vorið kom snöggt með látum,“ segir Jón Þór Þorvarðarson bóndi á Glúmsstöðum í Fljótsdal en um 300 metra breið aurskriða féll úr Múla fyrir ofan bæinn síðdegis í gær.
02.06.2014 - 16:37
Gunnþórunn og Jóhann með flest atkvæði
Gunnþórunn Ingólfsdóttir og Jóhann Þorvarður Ingimarsson hlutu flest atkvæði í kosningunum í Fljótsdalshreppi en þar er talningu lokið. Aðrir sem kjörnir voru í hreppstórn eru Lárus Heiðarsson, Anna Jóna Árnmarsdóttir og Eiríkur Kjerulf.
Séra Þorgeir Arason skipaður sóknarprestur
Biskup Íslands hefur skipað séra Þorgeir Arason í embætti sóknarprests í Egilsstaðaprestakalli og Ólöfu Margréti Snorradóttur guðfræðing í embætti prests. Níu manna valnefnd prestakallsins fjallaði um valið og skilaði niðurstöðum sínum til biskups.
Aldrei minna í Hálslóni
Vatnsborð Hálslóns Kárahnjúkavirkjunar hefur aldrei verið lægra og er nú næstum 22 metrum lægra en í meðalári. Í fyrra var vatnsborðið lægst þann 28. maí eða 570,111 metra yfir sjávarmáli en þá voraði óvenju seint. Í ár lækkaði vatnsborðið niður í um það bil sömu stöðu 17. maí eða 11 dögum fyrr.
20.05.2014 - 10:36
Fljótsdalshreppur
Í Fljótsdalshreppi bjuggu 68 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 70. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 17:44
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Hætta við að kljúfa skólann í tvennt
Starfshópur um breytt skipulag í Hallormsstaðarskóla leggur til að hætt verði við áform um að aka elstu nemendum skólans til Egilsstaða. Aðrar leiðir verði farnar í sparnaði en fyrri starfshópur lagði til.
22.04.2014 - 11:08