Fljótsdalshérað

Fjarðabyggð sigraði Fljótsdalshérað í Útsvari
Fyrsta viðureign vetrarins í spurningaþættinum Útsvari lauk með sigri Fjarðabyggðar í kvöld. Fjarðabyggð fékk 85 stig en Fljótsdalshérað 54.
09.09.2016 - 21:24
Kæru vegna „tappans“ í Lagarfljóti vísað frá
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru bæjarráðs Fljótsdalshéraðs vegna ákvörðunar Orkustofnunar frá því í apríl fyrir tveimur árum. Orkustofnun hafnaði þá beiðni sveitarfélagsins um að mál þess vegna skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjunar yrði endurupptekið. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, tveimur árum eftir að kæran barst, að sveitarfélagið hafi ekki átt lögvarða hagsmuni að málinu.
07.09.2016 - 14:42
Böðuðu sig á bílaþvottaplani á Egilsstöðum
„Það reyndu einhverjir að veita þeim tiltal, en þá veifaði annar þeirra bara sprellanum framan í þá og hló upp í opið geðið á þeim,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson sem stóð nokkra erlenda ferðamenn að því að baða sig á bílaþvottaplani á Egilsstöðum snemma í morgun.
08.07.2016 - 10:39
Fær loksins fé fyrir Lagarfljótsmyndbandið
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær að beina því til bæjarstjórnar að verðlaunafé upp á hálfa milljón verði greitt til Hjartar Kjerúlfs, bónda á Hrafnkelsstöðum, fyrir myndband sem hann náði af Lagarfljótsorminum. Féð verður greitt út „þegar tilefni gefst til.“
22.09.2015 - 11:49
Kauptilboði í Hallormsstaðaskóla hafnað
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs kom saman til fundar í gærmorgun til að ræða tilboð frá ónafngreindum aðila í Hallormsstaðaskóla. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákvað bæjarráð að hafna tilboðinu. Nokkrir hafa sýnt skólanum áhuga.
31.07.2015 - 15:29
Vísindavarpið - Skrímsli
Vísindavarpið fjallar að þessu sinni um skrímsli. Enn sem komið er eru afar fáar sannanir fyrir því sem við viljum flokka sem „furðuleg fyrirbæri“ en þó er til heill haugur af gögnum sem fá okkur til að velkjast í vafa um hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Í þætti kvöldsins rannsökum við skrímsli.
23.06.2015 - 00:14
Skýtur flugvallarfrumvarp Höskuldar niður
Sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir breytingartillögu meirihluta umhverfis-og samgöngunefndar á frumvarpi Höskuldar Þórhallssonar um skipulagsvald yfir 3 innanlandsflugvöllum vera byggða á grundvallarmisskilningi á fyrirkomulagi skipulagsmála í Svíþjóð.
Borgin gagnrýnir frumvarp Höskuldar
Skipulagsvald yfir Reykjarvíkurflugvelli á að vera hjá íslenska ríkinu. Þetta kemur fram í meirihluta umsagna sveitarfélaga sem birtar hafa verið um frumvarp Höskuldar Þórhallssonar um skipulag flugvallarins. Reykjarvíkurborg gagnrýnir frumvarpið harðlega.
Glittir í heiðan himin í myglumálum
Þeim, sem verða fyrir því að kaupa húsnæði þar sem myglusveppur grasserar, gæti orðið mikill hagur að sérstökum tryggingum fyrir byggingargöllum. Starfshópur leggur til nokkrar aðgerðir til að fyrirbyggja myglusvepp og draga úr tjóni.
01.05.2015 - 21:23
Engin ákvörðun um forkaupsrétt strax
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók ekki afstöðu til þess á fundi í dag hvort sveitarfélagið nýtir forkaupsrétt að Eiðastað. Til að slíkt væri hægt þyrfti að liggja fyrir kaupsamningur en ekki kauptilboð.
15.04.2015 - 17:33
Miðbær Egilsstaða aftur á teikniborðið
Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði eru nú að hefja vinnu við að endurskoða miðbæjarskipulag Egilsstaða sem þykir of stórhuga og ekki falla að þeim kröfum og hugmyndum sem nú eru uppi.
14.04.2015 - 16:55
Vill fleiri flugvelli undir hatt ríkisins
Formaður umhverfis - og samgöngunefndar vill að ríkið fari með skipulagsvald yfir öllum fjórum alþjóðaflugvöllum landsins. Hann hyggst leggja þetta til þegar hann mælir fyrir frumvarpi um að ríkið fari með skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli. Hann segir að frumvarpið snúist um þjóðarhagsmuni.
07.04.2015 - 19:24
Bændaverslun og brjóstmynd á hrakhólum
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur hafnað tilboði frá fyrrum eigendum verslunarhússnæðis við Miðvang 31 á Egilsstöðum um að þeir fái áfram að leigja út húsið undir verslunarrekstur. Þar er í dag rekin verslun Fóðurblöndunnar í gróðurhúsi sem kennt er við Blómabæ.
07.04.2015 - 17:06
Netkerfi bænda lokað á Fljótsdalshéraði
Fyrirtækið 365 vill loka þráðlausu kerfi og um leið netsambandi margra bænda á Fljótsdalshéraði. Fyrirtækið vildi að sveitarfélagið legði fé í endurnýjun senda en segist nú ætla að loka kerfinu.
20.03.2015 - 17:55
Íbúum Norðurlands vestra fækkaði mest
Íbúum á Djúpavogi fækkaði um 48 á síðasta ári og má segja að um tíundi hver íbúi hafi flutt burt. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Mest fólksfækkun var á Norðurlandi vestra sé litið til einstakra landshluta.
Hús á röngum stað á Egilsstöðum
Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði meta nú hvort rétt sé að standa fast á kröfu um að bílskúr við Bjarkasel á Egilsstöðum verði brotinn niður og færður.
04.03.2015 - 13:09
Vill taka nokkrar heimreiðar af vegaskrá
„Hinar dreifðu byggðir eru í mikilli varnarbaráttu og þessi framganga Vegagerðarinnar er ekki til þess fallin að styðja við byggð í landinu. Okkur finnst þetta ekki hjálpa til þar sem sauðfjárbúskapur er í vörn og búseta í sveitunum,“ segir Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði.
24.02.2015 - 15:23
Sveitir hafi gleymst í byggðaaðgerðum
Fljótsdalshérað telur ekki lengur forsvaranlegt að starfrækja grunnskóla á Hallormsstað þegar aðeins 10 börn eru eftir í skólanum. Forseti bæjarstjórnar segir að sveitir landsins hafi gleymst í byggðaaðgerðum stjórnvalda.
15.02.2015 - 13:59
Hallormsstaðarskóla lokað í vor
Hallormsstaðarskóla verður lokað frá og með næsta skólaári. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í gær. Í bókun bæjarstjórnar segir að börnum í skólanum hafi farið fækkandi ekkert bendi til annars en þeim fækki enn frekar.
05.02.2015 - 10:58
Kuldi átti þátt í að eldurinn kviknaði
Timburhús við Faxatröð á Egilsstöðum er mikið skemmt eftir að eldur kviknaði í baðherbergi hússins í gær. Herbergið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang og stóð eldtunga út um glugga.
03.02.2015 - 15:01
Nærsamfélagið verður af virkjanasköttum
Undanþágur frá fasteignaskatti fyrir raflínur, stíflur og uppistöðulón letja sveitarfélög til að leyfa virkjunarframkvæmdir og flutning raforku og hvata skortir til að nýta auðlindir á sem hagkvæmastan hátt.
Sóunin minni þegar börnin halda um ausuna
Matarsóun hefur minnkað til muna í Egilsstaðaskóla eftir að börnin fóru sjálf að skammta sér mat á diskinn. Allir afgangar eru vigtaðir áður en þeir fara í ruslið og keppast yngstu börnin við að henda sem minnstu.
17.01.2015 - 19:16
Landbrot ógnar Víðihólmum í Lagarfljóti
Óttast er að aukið rennsli um Lagarfljót frá Kárahnjúkavirkjun gæti átt þátt í að brjóta niður fagra, víðivaxna hólma við Lagarfljótsbrú. Landsvirkjun ætlar að gera tilraunir til að verja bakka hólmanna en þeir eru á náttúruminjaskrá.
14.01.2015 - 14:31
Lagarfljótsormurinn flytur af fljótinu
Hugmyndir eru uppi um að flytja Lagarfljótsorminn, gamla farþegaferju sem hefur staðið við Lagarfljót inn í Egilsstaðaþorp og breyta henni þar í veitingastað. Verði ekkert af þeirri hugmynd telur eigandi ferjunnar líklegast að hún verði flutt af Lagarfljóti og seld í annan landshluta.
12.01.2015 - 18:02
Stopult farsímasamband á rýmingarsvæði
Lítið og jafnvel ekkert farsímasamband er á sumum bæjum sem þyrfti að rýma ef stíflur Kárahnjúkavirkjunar bresta. Landsvirkjun hefur í tvígang ráðist í úrbætur en bændur telja það ekki nóg.
11.01.2015 - 23:08