Fjölmiðlar

Áskriftum að Stöð 2 fjölgað um fjögurra stafa tölu
Frá því að breytingar voru gerðar á fréttatíma Stöðvar 2 um miðjan janúar hefur áskriftum fjölgað um fjögurra stafa tölu að sögn Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar. Ekki er gefinn upp nákvæmur fjöldi seldra áskrifta frá því að breytingarnar gengu í gegn.
01.02.2021 - 15:51
Dagur B. Eggertsson verður í Silfri dagsins
Fyrsti gestur Sigmars Guðmundssonar í Silfri dagsins er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þá mætast þeir Friðjón Friðjónsson almannatengill og Brynjar Níelson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Heimsglugginn
Byrjaði á ósannindum og endaði á lygi
Daginn eftir að Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson skrautlegan feril hans í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Áheyrendur fengu að heyra nokkur valin hljóðdæmi frá forsetatíð Trumps. Segja má að hann hafi byrjað á ósannindum um mannfjölda við embættistöku og endað á lygi um að hann hefði unnið forsetakosningarnar í nóvember.
Myndskeið
Segja að verið sé að ríkisvæða alla fjölmiðla
Menntamálaráðherra fagnar þverpólitískri sátt sem hún telur að sé að myndast um fjölmiðlafrumvarp hennar. Fáir stjórnarþingmenn tóku þó þátt í umræðunni á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir að verið sé að ríkisvæða alla fjölmiðla og að taka verði á stöðu RÚV um leið.
19.01.2021 - 20:58
Ræða frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla
Alþingi heldur í dag áfram umræðu um frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember en í dag verður umræðunni haldið áfram og nú þegar eru á mælendaskrá Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Guðjón S. Brjánsson, þingmenn Samfylkingarinnar.
Telur þverpólitíska sátt um fjölmiðlafrumvarpið
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það ekki jákvæða þróun að fréttir Stöðvar 2 verði í læstri dagskrá en vonar að ef Alþingi samþykkir fölmiðlafrumvarp hennar sem kveður á um styrki til einkarekinna fjölmiðla, geti Stöð 2 fallið frá þessari ákvörðun.
16.01.2021 - 11:31
Youtube slekkur tímabundið á Trump
Youtube bættist í nótt í hóp þeirra vefmiðla sem banna efni frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn má ekki hlaða nýjum myndböndum inn á miðilinn næstu sjö daga vegna brota á reglum hans. Auk þess greinir Youtube frá áhyggjum sínum af mögulegu ofbeldi.
13.01.2021 - 06:55
Viðtal
„Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða“
Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það vera afturför fyrir fjölmiðlun hér á landi að fréttir Stöðvar 2 verði ekki í opinni dagskrá. Nýlegir atburðir í Bandaríkjunum sýni fram á mikilvægi fjölmiðla sem séu áreiðanlegir og traustir.
12.01.2021 - 15:59
Fréttatími Stöðvar 2 í læstri dagskrá
Frétttatími Stöðvar 2 verður í læstri dagskrá frá og með 18. þessa mánaðar. Auglýsingatekjur standa ekki undir rekstri fréttastofunnar einar og sér segir framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2.
11.01.2021 - 18:54
45 vilja stýra samskiptateymi Reykjavíkurborgar
45 umsækjendur sóttu um stöðu teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Meðal umsækjenda er Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi aðalritstjóri 365 miðla og Fréttablaðsins og Hrund Þórsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2.
11.01.2021 - 18:39
Stöð 2 að fullu í áskrift - fréttir í læstri dagskrá
Allt efni Stöðvar 2 verður í læstri dagskrá frá og með 18. janúar næstkomandi, þar á meðal fréttirnar. Stöðin verður því að fullu áskriftarstöð, en áskriftinni fylgir líka aðgangur að efnisveitunni Stöð 2+.
11.01.2021 - 11:55
Trump og Twitter takast á
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, brást við lokun á Twitter-aðgangi sínum með því að gagnrýna fyrirtækið harðlega á opinberum Twitter-aðgangi forsetaembættisins. Twitter brást við skjótt og eyddi færslunum og hefur nú líka lokað Twitter-aðgangi kosningateymis forsetans. Trump boðar nú mögulega stofnun eigin samfélagsmiðils.
Twitter lokar á tístin frá Trump
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter, helsta vettvangs Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta fyrir skoðanir sínar og skilaboð til þjóðarinnar, tilkynntu í kvöld að aðgangi forsetans að miðlinum hafi verið lokað og að hann verði lokaður til frambúðar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert vegna hættu á frekari ofbeldisverkum í kjölfar árásar stuðingsfólks Trumps á þinghúsið í Washington á miðvikudag, þegar báðar þingdeildir ræddu staðfestingu á kjöri Bidens í embætti forseta.
Murdoch snýr baki við Trump
Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch sem hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður Donalds Trumps hefur snúið við honum bakinu eftir atburði miðvikudagsins þegar hópur stuðningsmanna forsetans braust inn í þinghúsið í Washington. Í fjölmiðlum Murdochs er þess krafist að forsetinn eigi að segja af sér áður en hann valdi meiri usla. Öldungadeildarþingmaður Repúblikana krefst afsagnar Trumps og að flokkurinn sendi skýr skilaboð um að hann eigi ekki samleið með forsetanum fráfarandi.
08.01.2021 - 22:47
Myndskeið
Limalöng söguhetja ýfir fjaðrir
Hart er deilt um nýtt barnaefni í danska sjónvarpinu. Þáttunum er ætlað að gera græskulaust grín að mannslíkamanum, en mörgum finnst húmorinn tímaskekkja eftir mikla umræðu um kynferðislega áreitni í dönskum fjölmiðlum í haust.
08.01.2021 - 19:56
Sendiráð Bandaríkjanna vísar viðtalsósk vestur um haf
Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur fengið þau fyrirmæli frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að öll samskipti sendiráða við fjölmiðla vegna atburðanna í Washington í gær skuli fara fram í gegnum ráðuneytið. Vísað er til viðbragða Mikes Pompeo utanríkisráðherra á Twitter.
07.01.2021 - 13:19
Segir af sér eftir jólafrí á Kanarí
Dan Eliasson, forstjóri Almannavarna Svíþjóðar, Myndigheten för samhällsskydd och beredskap, sagði af sér í dag. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa í frí til Kanaríeyja um jólin. Sænsk yfirvöld höfðu þegar beðið almenning um að fara ekki í ónauðsynleg ferðalög.
06.01.2021 - 16:03
Aukin áhersla á fræðslu í nýjum þjónustusamningi
Mennta- og menningarmálaráðherra segir aukna áherslu lagða á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins í nýjum þjónustusamningi, auk þess sem ýmis atriði séu skýrð betur en í fyrri samningi.
29.12.2020 - 18:00
Fulltrúadeildin ógilti synjun Trumps á samþykki laga
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ógilti í kvöld synjun Donalds Trumps á lögum um útgjöld til varnarmála. Lögin voru samþykkt með með miklum meirihluta á báðum deildum þingsins fyrr í þessum mánuði, í þverpólitískri sátt. Forsetinn beitti neitunarvaldi sínu og synjaði lögunum staðfestingar, meðal annars vegna þess að honum mislíkaði ýmislegt sem þar var að finna en þó aðallega til að reyna að knýja fram breytingu á alls óskyldum lögum um takmarkaða ábyrgð samfélagsmiðla á efni sem á þeim birtist.
4 ára fangelsi fyrir fréttaflutning af COVID-19 í Wuhan
Kínverski lögfræðingurinn og netfréttakonan Zhang Zhan var í morgun dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að „efna til rifrilda og stofna til vandræða" með fréttaflutningi sínum af þróun kórónaveirufaraldursins í Wuhan, á fyrstu vikum farsóttarinnar sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni allar götur síðan og lagt hátt í 1,8 milljónir manna að velli.
28.12.2020 - 06:45
Brutu ekki siðareglur með frétt um fána lögreglukonu
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur að tveir fréttamenn, sem voru skrifaðir fyrir frétt á visir.is um fána lögreglukonu, hafi ekki brotið siðareglur blaðamanna. Lögreglukonan taldi blaðamennina ekki hafa sýnt fyllstu tillitsemi í málinu og valdið henni óþarfa sársauka og vanvirðu.
25.12.2020 - 21:52
Depp telur sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð
Bandaríski leikarinn Johnny Depp telur sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð og að dómur um að hann hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi sé einfaldlega rangur. Þetta sögðu lögmenn leikarans þegar þeir óskuðu eftir leyfi til áfrýja dómnum.
25.12.2020 - 21:26
Tyrkneskur blaðamaður í 27 ára fangelsi
Dómstóll í Istanbúl í Tyrklandi dæmdi í dag Can Dündar, fyrrverandi ritstjóra dagblaðsins Cumhuriyet í 27 ára fangelsi fyrir njósnir og aðstoð við hryðjuverkahóp. Helsta sakarefnið var frétt sem blaðið birti um vopnasendingu frá Tyrklandi til sýrlenskra uppreisnarmanna sem börðust við herlið Bashars al Assads, forseta Sýrlands.
23.12.2020 - 13:57
Vala Matt braut ekki siðareglur með viðtali við Þórunni
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að viðtal Valgerðar Matthíasdóttur við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur hafi ekki verið brot á siðareglum blaðamanna. Faðir yngra barns Þórunnar kvartaði til nefndarinnar og taldi umfjöllunina hafa verið einhliða og að ummæli Þórunnar hefðu valdið honum sársauka og vanvirðingu.
23.12.2020 - 10:17
Segir rangfærslu Bloomberg vegna tæknilegra mistaka
Ragnhildur Sigurðardóttir, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, segir að rangfærsla um fjölda þeirra bóluefna sem Ísland hafi tryggt sér sem fram kom í frétt Bloomberg í gær hafi verið vegna tæknilegra mistaka. Kortið með fréttinni sýnir fjölda þeirra sem hægt verður að bólusetja miðað við það magn bóluefnis sem lönd hafa þegar tryggt sér með undirrituðum samningum.
21.12.2020 - 23:01