Fjölmiðlar

Vill að ráðherra svari fyrir meint ósætti
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjarnefnd Alþingis, hefur farið fram á að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra komi fyrir nefndina og svari fyrir nefndaskipan hennar um málefni Ríkisútvarpsins.
23.02.2021 - 12:34
Facebook og Ástralíustjórn ná samkomulagi
Stjórnendur Facebook tilkynntu í morgun að banni við dreifingu fréttaefnis ástralskra fjölmiðla verði aflétt, þar sem stjórnvöld í Ástralíu hefðu fallist á ákveðnar breytingar á boðaðri löggjöf um gjaldtöku vegna birtinga fréttaefnis á Facebook. Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, og stjórnendur Facebook greindu frá því í morgun að málamiðlun hefði náðst um helstu ásteytingarsteinana í löggjöfinni.
23.02.2021 - 06:57
Þrír stjórnarþingmenn rýna í RÚV
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna; Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna, Silju Dögg Gunnarsdóttur þingmanni Framsóknarflokksins og Páli Magnússyni fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmanni Sjálfstæðisflokks að rýna lög um Ríkisútvarpið ohf. og gera tillögur að breytingum sem líklegar eru til að sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk þess.
Facebook stöðvar deilingu ástralskra frétta
Framkvæmdastjóri Facebook í Eyjaálfu greindi frá því í gær að komið verði í veg fyrir að hægt verði að birta og deila fréttum ástralskra fjölmiðla á samskiptamiðlinum í Ástralíu. Er þetta svar Facebook við boðaðri löggjöf, sem kveður á um að Facebook, Google og sambærilegir miðlar þurfi að greiða áströlskum fjölmiðlum höfundarlaun fyrir birtingu á efni þeirra. Tekið var fyrir deilingu fréttaefnis á Facebook í Ástralíu strax í morgun, en svo virðist sem aðgerðin hafi stöðvað fleira en fréttir.
18.02.2021 - 03:40
Lokað á BBC í Kína
Kínversk stjórnvöld bönnuðu breska ríkisútvarpinu í gær að senda fréttastöðina BBC World News út í landinu. Í tilkynningu kvikmynda-, sjónvarps- og útvarpsstofnunar Kína segir að fréttastöði hafi gerst sek um brot á útsendingareglum, þar á meðal um að segja verði satt og rétt frá í fréttum og brjóti ekki gegn þjóðarhagsmunum Kína. Ríkið hefur oft kvartað undan fréttaflutningi BBC um Úígúra.
12.02.2021 - 03:11
Meghan vann mál gegn Mail
Breska slúðurblaðinu Mail on Sunday var óheimilt að birta bréf sem Meghan hertogaynja af Sussex og eiginkona Harrys Bretaprins sendi Thomas Markle föður sínum. Þetta var niðurstaða hæstaréttar í Bretlandi í einkamáli hertogaynjunnar gegn Associated Newspapers Limited - útgefanda blaðsins.
Reynir Trausta og Trausti kaupa Mannlíf
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs og Trausti Hafsteinsson, fréttastjóri Mannlífs, hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. Mannlíf verður áfram í samstarfi við fjölmiðla Birtings, sem eru tímaritin Gestgjafinn, Hús og híbýli og Vikan.
Tilbúinn að keppa við Viaplay um enska boltann
Sjónvarpsstjóri Sjónvarps Símans segir að Viaplay ætli að gera sig gildandi á íslenskum sjónvarpsmarkaði og viðbúið sé að það reyni að fá sýningarréttinn á enska boltanum sem Síminn er með. Þeirri samkeppni verði mætt.
05.02.2021 - 16:14
Sjónvarpsstjóri Símans varar við frumvarpi Lilju
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans, vill leggja fjölmiðlafrumvarp Lilja Alfreðsdóttur til hliðar. Hann telur að ríkið ætti miklu frekar að leggja áherslu á að „beina ríkisstuðningi í þá veru að styrkja fjölmiðla sem sinna þýðingum á efni.“ Innlendar sjónvarpsstöðvar séu í mun verri stöðu en erlendar streymisveitur sem hafi ekki þá skyldu að sinna þýðingarskyldunni.
05.02.2021 - 08:13
Texta þarf fleira en Disney+
Mikilvægt er að efla textun sjónvarpsefnis, bæði til að auka aðgengi barna og til að bæta möguleika heyrnarskertra og fleira fólks til að taka þátt í þjóðmálaumræðu sögðu þingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir og Helga Vala Helgadóttir við upphaf þingfundar í dag. Þær lögðu út af umræðu undanfarið um að afþreyingarrisinn Disney býður ekki upp á íslenskt tal eða texta í streymisveitu sinni. Þær sögðu að víðar væri þó þörf á úrbótum.
03.02.2021 - 15:05
Kastljós
Ákveðnir hópar líklegri til að lenda í haturðsorðræðu
Umræða um haturorðræðu er meiri í löndunum í kringum okkur og tilkoma samfélagsmiðla hefur orðið til þess að hegningarlagarammi hefur verið endurskoðaður þar. Hér á landi er sú umræða og löggjöf skemur á veg komin.
01.02.2021 - 21:30
Lilja skorar á Disney að talsetja og texta efni sitt
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sendi í dag erindi til kvikmyndaframleiðandans Disney og óskaði eftir því að bætt verði úr skorti á íslensku tali á efni streymisveitunnar Disney+. Efnisveitan bauð nýverið upp á áskriftir hér á landi og hafa margir gagnrýnt að ekki sé hægt að horfa á efni með íslensku tali né að efnið sé textað.
01.02.2021 - 19:32
Áskriftum að Stöð 2 fjölgað um fjögurra stafa tölu
Frá því að breytingar voru gerðar á fréttatíma Stöðvar 2 um miðjan janúar hefur áskriftum fjölgað um fjögurra stafa tölu að sögn Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar. Ekki er gefinn upp nákvæmur fjöldi seldra áskrifta frá því að breytingarnar gengu í gegn.
01.02.2021 - 15:51
Dagur B. Eggertsson verður í Silfri dagsins
Fyrsti gestur Sigmars Guðmundssonar í Silfri dagsins er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þá mætast þeir Friðjón Friðjónsson almannatengill og Brynjar Níelson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Heimsglugginn
Byrjaði á ósannindum og endaði á lygi
Daginn eftir að Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson skrautlegan feril hans í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Áheyrendur fengu að heyra nokkur valin hljóðdæmi frá forsetatíð Trumps. Segja má að hann hafi byrjað á ósannindum um mannfjölda við embættistöku og endað á lygi um að hann hefði unnið forsetakosningarnar í nóvember.
Myndskeið
Segja að verið sé að ríkisvæða alla fjölmiðla
Menntamálaráðherra fagnar þverpólitískri sátt sem hún telur að sé að myndast um fjölmiðlafrumvarp hennar. Fáir stjórnarþingmenn tóku þó þátt í umræðunni á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir að verið sé að ríkisvæða alla fjölmiðla og að taka verði á stöðu RÚV um leið.
19.01.2021 - 20:58
Ræða frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla
Alþingi heldur í dag áfram umræðu um frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember en í dag verður umræðunni haldið áfram og nú þegar eru á mælendaskrá Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Guðjón S. Brjánsson, þingmenn Samfylkingarinnar.
Telur þverpólitíska sátt um fjölmiðlafrumvarpið
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það ekki jákvæða þróun að fréttir Stöðvar 2 verði í læstri dagskrá en vonar að ef Alþingi samþykkir fölmiðlafrumvarp hennar sem kveður á um styrki til einkarekinna fjölmiðla, geti Stöð 2 fallið frá þessari ákvörðun.
16.01.2021 - 11:31
Youtube slekkur tímabundið á Trump
Youtube bættist í nótt í hóp þeirra vefmiðla sem banna efni frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn má ekki hlaða nýjum myndböndum inn á miðilinn næstu sjö daga vegna brota á reglum hans. Auk þess greinir Youtube frá áhyggjum sínum af mögulegu ofbeldi.
13.01.2021 - 06:55
Viðtal
„Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða“
Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það vera afturför fyrir fjölmiðlun hér á landi að fréttir Stöðvar 2 verði ekki í opinni dagskrá. Nýlegir atburðir í Bandaríkjunum sýni fram á mikilvægi fjölmiðla sem séu áreiðanlegir og traustir.
12.01.2021 - 15:59
Fréttatími Stöðvar 2 í læstri dagskrá
Frétttatími Stöðvar 2 verður í læstri dagskrá frá og með 18. þessa mánaðar. Auglýsingatekjur standa ekki undir rekstri fréttastofunnar einar og sér segir framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2.
11.01.2021 - 18:54
45 vilja stýra samskiptateymi Reykjavíkurborgar
45 umsækjendur sóttu um stöðu teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Meðal umsækjenda er Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi aðalritstjóri 365 miðla og Fréttablaðsins og Hrund Þórsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2.
11.01.2021 - 18:39
Stöð 2 að fullu í áskrift - fréttir í læstri dagskrá
Allt efni Stöðvar 2 verður í læstri dagskrá frá og með 18. janúar næstkomandi, þar á meðal fréttirnar. Stöðin verður því að fullu áskriftarstöð, en áskriftinni fylgir líka aðgangur að efnisveitunni Stöð 2+.
11.01.2021 - 11:55
Trump og Twitter takast á
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, brást við lokun á Twitter-aðgangi sínum með því að gagnrýna fyrirtækið harðlega á opinberum Twitter-aðgangi forsetaembættisins. Twitter brást við skjótt og eyddi færslunum og hefur nú líka lokað Twitter-aðgangi kosningateymis forsetans. Trump boðar nú mögulega stofnun eigin samfélagsmiðils.
Twitter lokar á tístin frá Trump
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter, helsta vettvangs Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta fyrir skoðanir sínar og skilaboð til þjóðarinnar, tilkynntu í kvöld að aðgangi forsetans að miðlinum hafi verið lokað og að hann verði lokaður til frambúðar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert vegna hættu á frekari ofbeldisverkum í kjölfar árásar stuðingsfólks Trumps á þinghúsið í Washington á miðvikudag, þegar báðar þingdeildir ræddu staðfestingu á kjöri Bidens í embætti forseta.