Fjölmiðlar

Kompás-fólk tekur flugið með Play
Birgir Olgeirsson, varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur verið ráðinn til flugfélagsins Play. Birgir er annar starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 til að ráða sig til flugfélagsins á skömmum tíma því í sumar var Nadine Guðrún Yaghi ráðin samskiptastjóri fyrirtækisins.
15.10.2021 - 10:28
Forsetafrúin hnýtir í Morgunblaðið vegna forsíðumyndar
Eliza Reid, forsetafrú, hnýtir aðeins í Morgunblaðið vegna forsíðumyndar blaðsins í morgun. Þar sést hún taka á móti Friðriki krónprins sem kom til landsins í opinbera heimsókn ásamt danska utanríkisráðherranum Jeppe Kofod. Hvergi er hins vegar minnt á Elizu Reid í texta blaðsins við myndina heldur eingöngu taldir upp þeir ráðamenn sem sátu kvölverðarboðið á Bessastöðum.
13.10.2021 - 11:57
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Undrar sig á fullyrðingu Icelandair
Brottrekinn hlaðmaður sem jafnframt var trúnaðarmaður hjá Icelandair furðar sig á fullyrðingu fyrirtækisins um að hún hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp. Mörg stéttarfélög hafa stutt hana og málið er á leið í félagsdóm. Formaður Miðflokksins vonar að pólitísk afstaða varaþingmanns Birgis Þórarinssonar hafi ekki breyst. Flokkaskiptin séu svik við Miðflokkinn. Hinn þingmann flokksins grunar að Birgir hafi ígrundað flokkaskipti fyrir kosningar
10.10.2021 - 18:25
„Enginn að naga á sér neglurnar“ yfir komu HBO Max
„Það er nóg framboð af efni frá öðrum framleiðendum og við sjáum það líka í öllum áhorfsmælingum að íslenskt efni fær mesta áhorfið,“ segir Þóra Björg Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Það hafi lengi fyrir í einhvern tíma að streymisveitan HBO Max væri væntanleg til landsins því HBO hafi um nokkurt skeið verið með þá yfirlýstu stefnu að selja ekki efni til landsins „af því að þeir voru að koma hingað sjálfir.“
05.10.2021 - 21:51
HBO Max staðfestir komu sína til Íslands
Streymisþjónustan HBO Max tilkynnti í dag að Ísland sé meðal þeirra sjö þjóða sem veitan ætlar að opna dyr sínar fyrir í Evrópu. Þjónustan verður í boði hér á landi á næsta ári.
05.10.2021 - 14:06
Facebook krefst frávísunar í einokunarmáli
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook krefjast þess að alríkisdómari í Washington vísi máli vegna ásakana Alríkisráðs viðskiptamála um einokunartilburði fyrirtækisins frá dómi.
Ekki óþarfa sársauki að birtast á leiðarasíðu Moggans
Siðanefnd Blaðamannafélagsins telur það ekki brot á siðareglum þegar mynd af tveimur börnum var notuð við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í sumar. Foreldrar barnanna sögðu í kæru sinni að myndin hefði enga tengingu við skrif ritstjórnarinnar, hún hefði verið tekin úr launsátri og hefði ekkert fréttagildi.
04.10.2021 - 16:11
Segir Facebook afvegaleiða almenning í gróðaskyni
Frances Haugen, sem starfaði áður fyrir samfélagsmiðilinn Facebook, segir að miðillinn hylmi yfir sönnunargögn um dreifingu falsfrétta og áróðurs. Miðillinn vilji frekar græða en að uppræta dreifingu rangra upplýsinga.
Alræmdur bílasali með milljarða tengsl við Jyske Bank
Genaro Peña, alræmdur bílasali frá Suður-Ameríkuríkinu Paragvæ á nokkra reikninga í danska bankanum Jyske Bank. Auður hans er gríðarlegur, svo mikill að sérfræðingar eru efins um að bílaviðskipti ein standi undir honum. Bankinn hefði átt að kanna uppruna fjármuna mannsins að þeirra mati.
04.10.2021 - 02:51
Pandora skjölin – Fjármál þjóðarleiðtoga opinberuð
Tæplega tólf milljónum skjala hefur verið lekið um áður leynileg fjármál þjóðarleiðtoga, í því sem kallað er Pandora skjölin. Fjöldi skjalanna og innihald þeirra svipar til Panama skjalanna, en Pandora skjölin eru þó nokkuð umfangsmeiri. Breska ríkisútvarpið greinir frá að í skjölunum séu opinberuð vafasöm viðskipti um 35 fyrrum eða núverandi þjóðarleiðtoga, þar á meðal við aflandsfélög í svokölluðum skattaskjólum. Einnig eru í skjölunum gögn um viðskipti um 300 embættismanna.
Fréttaskýring
Könnun Gallup var næst niðurstöðu kosninganna
Gallup komst næst því að segja til um niðurstöðu kosninga til Alþingis í skoðanakönnun sinni rétt fyrir kjördag. Almennt séð gáfu kannanir í aðdraganda kosninga nokkuð góða mynd af breytingum á fylgi.
01.10.2021 - 08:01
„Erfitt að sjá hverjir eru inni og hverjir ekki"
Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir framkvæmdastjóri Maskínu.
Hærri fjárhæðir, fleiri sakborningar og ítrekuð samtöl
Ný gögn í Samherjamálinu sýna að svo virðist sem víðtæk vitneskja hafi verið innan fyrirtækisins um mútugreiðslur og vafasama starfshætti Samherja í Namibíu. Gögnin eru hluti af rannsókn héraðssaksóknara á málinu. Átta eru nú með réttarstöðu sakbornings í málinu hér á landi.
Hætta á falsi á netinu eykst með hverjum kosningum
Fjölmiðlanefnd varar við því þegar fólk siglir undir fölsku flaggi á netinu. Mikilvægt sé að kanna hver standi að baki netsíðna þar sem kosningaáróður sé ítrekað settur inn með það markmið að blekkja lesandann vísvitandi. Hættan á þessu aukist með hverjum kosningum. 
Forsetinn baðst afsökunar
Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, baðst í gær afsökunar á því að hafa notað orðið „fáviti" i umræðu um viðkæm og erfið mál. Starfsmaður forsetaembættisins sem sekur var um kynferðislega áreitni í starfsmannaferð í París fyrir tveimur árum hefur látið af störfum.
14.09.2021 - 15:54
Raunveruleg ógn af falsfréttum í Þýskalandi
Falsfréttir og rangar fullyrðingar eru algengar í þýskum fjölmiðlum í aðdraganda þingkosninga í landinu 26. september. Jafnaðarmenn standa best að vígi samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.
Áslaug Arna biðst afsökunar á framgöngu ráðuneytis
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til Björns Jóns Bragasonar fyrir framgöngu ráðuneytisins í máli hans og Sigurðar K. Kolbeinssonar gegn embætti ríkislögreglustjóra.
Talibanar segja klæðaburð fréttakvenna óásættanlegan
Talibanar hafa gert athugasemdir við klæðaburð kvenkyns fréttaþuli í afgönskum sjónvarpsstöðvum. Stjórnandi sjónvarpsstöðvar kallar eftir skýrum skilaboðum Talibana en segir mikilvægast nú að tryggja öryggi starfsfólks.
Talibanar myrtu ættingja fréttamanns sem þeir leituðu
Vígamenn talibana drápu á miðvikudag ættingja afgansks fréttamanns sem unnið hefur fyrir þýska fjölmiðilinn Deutsche Welle, og særðu annan illa. Þetta kemur fram á vef fjölmiðilsins. Þar segir að blaða- og fréttafólk og fjölskyldur þeirra séu í bráðri lífshættu í Afganistan, eftir að talibanar tóku þar völdin. Þeir hiki ekki við að drepa fréttafólk og aðstandendur þess, eins og þetta dæmi sanni.
20.08.2021 - 02:49
Fá 400 milljónir en sóttu um hátt í milljarð
Einkarekin fjölmiðlafyrirtæki óska eftir rúmlega tvöfalt hærri fjárhæð í rekstrarstyrki úr ríkissjóði en standa til boða. Þrjú sækja um meira en lögbundið hámark.
13.08.2021 - 07:00
Pólverjar samþykkja umdeild fjölmiðlalög
Pólska þingið samþykkti í dag umdeilda löggjöf sem gerir að verkum að eigandi eins stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis Póllands verður að selja ráðandi hlut sinn í fyrirtækinu. Með lagasetningunni er lagt bann við því að fyrirtæki með höfuðstöðvar utan evrópska efnahagssvæðisins geti átt ráðandi hlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum.
11.08.2021 - 22:25
Þórir rekinn og Erla Björg ráðin í staðinn
Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í stað Þóris Guðmundssonar sem var sagt upp í morgun. Samhliða því að Erla Björg tekur við ritstjórastarfinu verður Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri allra miðla fréttastofunnar.
09.08.2021 - 10:54
Starfsmenn CNN reknir fyrir að mæta óbólusettir í vinnu
Þrír starfsmenn bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNN voru reknir í vikunni fyrir að mæta óbólusettir á vinnustað, enda sé það á skjön við reglur fyrirtækisins. Jeff Zucker, forstjóri CNN, greindi frá þessu í minnisblaði til starfsfólks í gær. Um leið minnti hann á að bólusetningarskylda gildi um allt starfsfólk fyrirtækisins sem vinnur innan veggja þess og einnig þau sem einkum vinna úti á vettvangi en hitta þar annað starfsfólk.
Stjórnendur beðnir um að svara ekki fjölmiðlum
Stjórnendur á Landspítalanum, sem eru á þriðja hundrað, fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar spítalans þar sem þeir eru beðnir um að hætta að svara fyrirspurnum fjölmiðla og beina þess í stað öllum fyrirspurnum til hans. 
05.08.2021 - 18:59
YouTube bannar sjónvarpsstöð Murdoch vegna falsfrétta
Streymisveitan YouTube tilkynnti í dag að sjónvarpsstöðinni Sky News í Ástralíu verði bannað að hlaða efni inn á síðuna í eina viku, vegna falsfréttaflutnings af kórónuveirunni. 
01.08.2021 - 08:57