Fjölmiðlar

Stuðningsmenn Bolsonaros fæla fjölmiðla frá
Tveir af stærri fjölmiðlum Brasilíu tilkynntu í gær að þeir ætli að hætta að greina frá óformlegum blaðamannafundum forsetans Jair Bolsonaro fyrir utan forsetahöllina. Áreitni af hálfu stuðningsmanna forsetans og skortur á öryggisgæslu eru helstu ástæður þess að fjölmiðlasamsteypan Globo og dagblaðið Folha de Sao eru hættar að mæta á fundina.
26.05.2020 - 06:50
„Óbætanlegur missir“ af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum
New York Times birtir á forsíðu sinni í dag nöfn eitt þúsund fórnarlamba COVID-19 í Bandaríkjunum. Það eru um eitt prósent þeirra sem eru látnir af völdum sjúkdómsins í landinu. Við hlið nafnanna eru birt aldur, heimili og örstutt ágrip um þau látnu.
23.05.2020 - 23:43
Bæjarblöð í ólgusjó vegna dreifingar og veiru
Breytingar á dreifingu fjölpósts hjá Póstinum, sem tóku gildi um mánaðamótin, mælast misvel fyrir hjá aðstandendum bæjarblaða. Miðlarnir hafa sumir hverjir leitað nýrra lausna við útgáfu til að bregðast við tekjufalli vegna kórónuveirunnar með góðum árangri.
22.05.2020 - 13:42
Katrín við TIME: „Mikilvægt að setja egóið til hliðar“
„Það sem við getum lært af þessu er að það er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að setja egóið til hliðar og hlusta á þá vísindamenn sem takast nú á við erfiðleika sem enginn bjóst við.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Katie Couric, fréttamann bandaríska tímaritsins TIME.
22.05.2020 - 12:44
Blaðamaður myrtur í Mexíkó
Mexíkóski blaðamaðurinn Jorge Armenta var myrtur á laugardag í borginni Ciudad Obregon í norðurhluta Mexíkó. Samkvæmt mexíkóskum yfirvöldum er hann þriðji blaðamaðurinn sem er myrtur þar á þessu ári.
17.05.2020 - 03:34
Félag Björgólfs Thors var eini lánveitandi DV
Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, var eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar sem og helsti bakhjarl fjölmiðilsins. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna félagsins og Torgs. Frjáls fjölmiðlun gaf út DV en Torg er útgefandi Fréttablaðsins.
15.05.2020 - 07:17
Twitter merkir misvísandi færslur um COVID-19
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter ætla í nánustu framtíð að merkja og vara við færslum sem innihalda misvísandi eða rangar upplýsingar um COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Twitter í gær.
12.05.2020 - 01:20
Myndskeið
Blaðaljósmyndarar verðlaunaðir
Ljósmyndarinn Golli, sem heitir fullu nafni Kjartan Þorbjörnsson, hlaut í dag viðurkenningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir mynd ársins 2019. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum til viðbótar á þessari árlegu uppskeruhátíð blaðaljósmyndara.
09.05.2020 - 16:43
Lokað á útsendingar stærstu fjölmiðlasamsteypunnar
Filippeysku ljósvakasamsteypunni ABS-CBN, sem nýtur hvað mestrar hylli í landinu, var gert að hætta útsendingum í gær. Útsendingaleyfi samsteypunnar rann út á mánudag, og skipuðu yfirvöld henni að hætta útsendingum í gær. Forsetinn Rodrigo Duterte hefur ítrekað verið gagnrýndur á stöðvum hennar, meðal annars fyrir að þagga niður í fjölmiðlum.
06.05.2020 - 06:41
Myndskeið
Upplýsingafundirnir með metáhorf
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa horft á einhvern af upplýsingafundum Almannavarna í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Síðasti daglegi fundurinn var í dag en þeir halda þó áfram.
04.05.2020 - 22:40
864 milljónir í kostun á fimm árum
RÚV fékk 864 milljónir króna frá fyrirtækjum vegna kostunar þeirra á dagskrárliðum árin 2015 til 2019. Hæstar urðu greiðslurnar árið 2015, 210 milljónir, en lægstar í fyrra, 121 milljón. Langstærstur hluti kostunarinnar er tilkominn í tengslum við íþróttaefni, stórviðburði og leikið íslenskt efni.
29.04.2020 - 11:25
Krefjast endurgreiðslu verði enska deildin flautuð af
Síminn mun krefjast þess að fá endurgreiddan hluta sýningarréttarins af ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fari svo að deildinni verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir forstjóri Símans. Yfirmaður íþróttadeildar Sýnar segir þá í sömu hugleiðingum varðandi íþróttaefnið sitt.
28.04.2020 - 19:59
Fréttablaðið fækkar útgáfudögum til hagræðingar
Fréttablaðið kemur ekki út á mánudögum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta er gert vegna hagræðingar í rekstri Torgs, sem gefur út Fréttablaðið. Það kemur þá út fimm daga vikunnar, frá þriðjudögum til og með laugardögum.
24.04.2020 - 10:53
Blaðamaður sem hvarf í Wuhan kominn í leitirnar
Kínverskur blaðamaður sem hvarf fyrir tveimur mánuðum eftir að hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld fyrir að fela umfang Covid19-farsóttarinnar í Wuhan er kominn í leitirnar. Hann segist hafa verið í haldi lögreglunnar en hrósar henni fyrir umhyggju og góða meðferð.
23.04.2020 - 11:59
Falsfréttir verða refsiverðar í Alsír
Alsírskir þingmenn samþykktu að gera fréttaflutning falskra frétta sem taldar eru stefna öryggi almennings og ríkisins í hættu refsiverðan. Lögin voru lögð fyrir þingið í morgun, og umræðum og atkvæðagreiðslu um þau lauk fyrir hádegi, hefur AFP fréttastofan eftir ríkisfréttastofu Alsírs. Á sama fundi voru samþykkt lög um refsingar fyrir mismunun og hatursorðræðu. 
23.04.2020 - 01:37
Furðaði sig á skipan nefndar um upplýsingaóreiðu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, furðaði sig á stofnun vinnuhóps sem ætlað er að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu vegna COVID-19. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé ábyrgðarhluti að kortleggja hvernig upplýsingum er komið á framfæri.
22.04.2020 - 11:18
Segja næsta áratug skipta sköpum fyrir fjölmiðlafrelsi
Ísland hefur fallið um eitt sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi. Samtökin segja að næsti áratugur skipti sköpum um framtíð fjölmiðlafrelsis í heiminum. Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð skipa fjögur efstu sætin á listanum yfir fjölmiðlafrelsi. Holland, Jamaíka og Kosta Ríka koma næst. Ísland er í fimmtánda sæti, lækkar um eitt sæti og einkunnin versnar milli ára.
21.04.2020 - 10:56
Reynt að sporna gegn upplýsingaóreiðu
Þjóðaröryggisráð hefur ákveðið að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.
20.04.2020 - 11:57
Vilja sértækan stuðning við fjölmiðla
Forsvarsmenn sex fjölmiðlafyrirtækja sendu forsætisráðherra og menntamálaráðherra bréf í síðustu viku þar sem kallað var eftir sértækum aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla. Þeir vilja að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að styrkja rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla. Þetta telja forsvarsmennirnir nauðsynlegt til að fjölmiðlar eigi betri möguleika á að standa af sér það tekjutap sem framundan er vegna samdráttar í efnahagslífinu.
Skoða sértækan stuðning við fjölmiðla
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að styðja við einkarekna fjölmiðla með sértækum aðgerðum vegna COVID-faraldursins.
Mikilvægi fjölmiðla eykst á meðan tekjur dragast saman
Stjórnvöld víða í Evrópu hafa þegar samþykkt styrki til fjölmiðla vegna erfiðrar stöðu á tímum COVID-19. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir stöðuna í raun ótrúlega, á sama tíma og fjölmiðlar hafi aldrei verið mikilvægari dragist tekjur þeirra gríðarlega saman. Engar sértækar aðgerðir til að styrkja íslenska fjölmiðla vegna veirunnar hafa verið kynntar
09.04.2020 - 15:00
Gissur Sigurðsson fréttamaður látinn
Gissur Sigurðsson fréttamaður er látinn, 72 ára að aldri. Hann flutti landsmönnum fréttir í útvarpi um fjögurra áratuga skeið. Gissur lést á Landspítalanum aðfaranótt sunnudags eftir langvinn veikindi.
06.04.2020 - 10:56
14 boðin vinna áfram - álíka mörgum sagt upp
Torg bauð fjórtán starfsmönnum DV vinnu við yfirtöku útgáfufélagsins á DV. Tólf þeirra þáðu starf hjá Torgi en tveir höfnuðu. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, við fyrirspurn fréttastofu. Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, gamla útgáfufélags DV, segir að ellefu fastráðnum starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum í gær. Að auki var nokkrum lausráðnum starfsmönnum sagt upp dagana á undan.
31.03.2020 - 12:31
Uppsagnir á DV eftir eigendaskiptin
Starfsfólki á ritstjórn og öðrum deildum Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, hefur verið sagt upp í dag. Þetta gerist fáeinum dögum eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á fjölmiðlum Frjálsrar fjölmiðlunar. Ekki hefur náðst samband við stjórnendur fyrirtækjanna tveggja til að fá staðfest hversu stórum hluta starfsfólks verður sagt upp í dag. Þó er ljóst að um nokkurn fjölda er að ræða.
30.03.2020 - 15:50
Fréttablaðið verður níundi eigandi DV á öldinni
Samkeppniseftirlitið samþykkti í gær samruna Torgs, sem gefur úr Fréttablaðið og starfrækir Hringbraut, og Frjálsrar fjölmiðlunar, sem á DV. Samkeppniseftirlitið taldi að samruninn myndi ekki raska samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Að auki mat eftirlitið stöðuna svo, með hliðsjón af umsögn Fjölmiðlanefndar að ekki væri tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun.
26.03.2020 - 10:44