Fjölmiðlar

Sjónvarpsfrétt
Nær öll þjóðin hafði frétt af gosinu á miðnætti
85 prósent landsmanna hafði frétt af eldgosinu við Fagradalsfjall þremur klukkustundum eftir að það hófst. Boðleiðirnar voru þó misjafnar. Um þriðjungur landsmanna hefur annað hvort gert sér ferð að gosstöðvunum, eða séð bjarmann af hrauninu. Tíðindin virðast hafa náð álíka hratt til allra, óháð aldri, búsetu eða menntun. Meirihluti aðspurðra, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, segist þó ekki ætla að sjá gosið með berum augum.
FSB gerir húsleit á heimili ritstjóra vefmiðils
Rússneskir leyniþjónustumenn gerðu húsleit á heimili rússneska blaðamannsins Roman Anine. Hann er ritstjóri rannsóknar-vefmiðilsins Vajnie historie og vann áður hjá dagblaðinu Novaya Gazeta. Nýverið voru birtar greinar á vefmiðlinum um tengsl leyniþjónustunnar við skipulagða glæpastarfsemi.
10.04.2021 - 06:06
Sakborningur í norsku mannránsmáli handtekinn á Íslandi
32 ára gamall pólskur karlmaður, sem hefur verið eftirlýstur um allan heim af norskum yfirvöldum, var handtekinn hér á landi um páskana. Hann bíður þess nú að verða framseldur til Noregs. DNA-rannsókn tengir hann við tvö mannrán í Björgvin fyrir sex árum.
09.04.2021 - 14:17
DV hættir að koma út á pappír
DV ætlar að hætta útgáfu blaðsins á pappírsformi, að minnsta kosti tímabundið. Áhrif heimsfaraldurs á auglýsingasölu og hömlur á útgáfu eru sagðar helstu ástæður þessarar ákvörðunar.
06.04.2021 - 12:52
Persónugögnum 31.000 íslenskra Facebooknotenda lekið
Persónuupplýsingum rúmlega 31.000 íslenskra Facebook-notenda var lekið á netið í dag. Þetta var þó aðeins lítið brot þeirra upplýsinga sem lekið var, því alls var lekið gögnum um ríflega 530 milljónir Facebook-notendur í 106 löndum.
03.04.2021 - 23:09
Sjónvarpsfrétt
Allir og amma þeirra komin með sín eigin hlaðvörp
Mörg hundruð Íslendingar halda úti hlaðvörpum og hefur hlustun á þau margfaldast undanfarin ár. Um 20 prósent þjóðarinnar segist hluta á hlaðvörp oft í viku, daglega eða oft á dag. Mikill fjöldi opinberra stofnana, félagasamtaka og stjórnmálaflokka heldur úti sínum eigin þáttum, til dæmis Barnaverndarstofa, Umboðsmaður skuldara og Byggðastofnun. Upplýsingafulltrúi Landspítalans segir þetta fréttabréf samtímans.
01.04.2021 - 18:15
Facebook bannar birtingu viðtals við Donald Trump
Tengdadóttir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir facebook hafa fjarlægt viðtal sem hún tók við hann. Trump var bannaður á samfélagsmiðlinum eftir innrásina í þinghúsið Washington í janúar.
01.04.2021 - 12:09
Vilja RÚV af auglýsingamarkaði í skrefum
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram lagafrumvarp um að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeir vilja að auglýsingasala og birting RÚV verði takmörkuð á næsta og þarnæsta ári og stöðvuð alfarið í ársbyrjun 2024. Frá þeim tíma megi RÚV aðeins sýna tilkynningar um opinbera þjónustu og hjálparbeiðnir líknarstofnana sem birtar séu án greiðslu.
31.03.2021 - 16:50
Aðför til að kæfa gagnrýna umræðu og skot á sendiboðann
Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV segir að stjórn RÚV hafi ekki getað komist að annarri niðurstöðu en að vísa frá kröfu stjórnenda Samherja um að Helgi Seljan verði áminntur í starfi og meinað að fjalla frekar um málefni fyrirtækisins, enda eigi stjórnin enga aðkomu að ritstjórninni. Það sé fráleitt að slíta ummæli hans á samfélagsmiðlum úr samhengi við aðför og herferð fyrirtækisins gegn frétta- og blaðamönnum.
31.03.2021 - 15:37
Þórhildur hlaut blaðamannaverðlaun ársins
Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður RÚV, hlaut blaðamannaverðlaun árins, sem voru tilkynnt nú síðdegis. Blaðamannafélag Íslands veitti verðlaun í fjórum flokkum.
Heimir Már býður sig fram til formanns BÍ
Heimir Már Pétursson fréttamaður gefur kost á sér til formanns Blaðamannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fer fram í lok apríl. Hjálmar Jónsson, sem hefur gegnt embætti formanns og framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 2010, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér áfram.
22.03.2021 - 23:12
Tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna
Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru tilkynntar í gær. Tilnefnt er í fjórum flokkum. Verðlaunahafar verða tilkynntir í næstu viku. RÚV fær fjórar tilnefningar til verðlauna í ár.
Erlendir miðlar spenntir fyrir gosinu
Erlendir fjölmiðlar fjalla ítarlega um eldgosið sem hafið er á Reykjanesskaga, margir minnugir áhrifanna sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð. Áhrifin af gosinu við Fagradalsfjall verða þó að öllum líkindum minni háttar. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafsins hafa látið gosið sig varða.
Aldís talin hafa „rúmt svigrúm til tjáningar“
Héraðsdómur Reykjavíkur segir að Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, hafi haft rúmt svigrúm til tjáningar þegar hún veitti Morgunútvarpi Rásar 2 viðtal í janúar fyrir tveimur árum. Faðir hennar sé opinber persóna og það hafi verið hann sjálfur sem fyrst beindi athygli að dóttur sinni og meintum veikindum hennar í viðtali við Stundina nokkrum dögum fyrir viðtalið.
13.03.2021 - 16:49
Breskir miðlar undirlagðir af Harry og Meghan viðtalinu
Breskir miðlar eru undirlagðir af umfjöllun um viðtal bandarísku sjónvarpskonunnar Ophrah Winfrey við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle, hertogans og hertogaynjunnar af Sussex. Daily Mirror segir með stríðsfyrirsagnaletri að konungsfjölskyldan horfist í augu við verstu krísu í 85 ár og vísar þar til þess er Játvarður áttundi sagði af sér konungdómi 1936 til að giftast tvífráskilinni bandarískri konu.
Myndskeið
Sýn gæti fengið um sex milljarða fyrir óvirka innviði
Gengið hefur verið frá samningum um kaup erlendra fjárfesta á óvirkum farsímainnviðum Sýnar, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Söluhagnaður gæti orðið meira en sex milljarðar króna.
08.03.2021 - 19:49
Lestin
TikTok: Forrit sem elur upp nýja kynslóð
Árið 2009 var „Tik Tok“ frekar hallærislegt popplag. Árið 2021 er TikTok sá samfélagsmiðill heims sem vex hvað örast og þeir sem eru nógu gamlir til að muna eftir TikTok eru eiginlega of gamlir til að teljast gjaldgengir TikTok-arar.
02.03.2021 - 13:00
Nefnd skoðar samskipti lögreglu við fjölmiðla
Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu kannar samskipti lögreglu við fjölmiðla eftir teiti í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu.
Harry segir skárra að horfa á Crown en að lesa fréttir
Harry prins segir skárra að horfa á sjónvarpsþættina The Crown en að lesa fréttir götublaðanna um sig eða fjölskyldu sína. „Þættirnir eru augljóslega skáldskapur þótt þeir byggi á raunverulegum atburðum. Slúðursögur götublaðanna eru settar fram sem staðreynd og það er eitthvað sem angrar mig.“
26.02.2021 - 11:31
Vill að ráðherra svari fyrir meint ósætti
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjarnefnd Alþingis, hefur farið fram á að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra komi fyrir nefndina og svari fyrir nefndaskipan hennar um málefni Ríkisútvarpsins.
23.02.2021 - 12:34
Facebook og Ástralíustjórn ná samkomulagi
Stjórnendur Facebook tilkynntu í morgun að banni við dreifingu fréttaefnis ástralskra fjölmiðla verði aflétt, þar sem stjórnvöld í Ástralíu hefðu fallist á ákveðnar breytingar á boðaðri löggjöf um gjaldtöku vegna birtinga fréttaefnis á Facebook. Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, og stjórnendur Facebook greindu frá því í morgun að málamiðlun hefði náðst um helstu ásteytingarsteinana í löggjöfinni.
23.02.2021 - 06:57
Þrír stjórnarþingmenn rýna í RÚV
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna; Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna, Silju Dögg Gunnarsdóttur þingmanni Framsóknarflokksins og Páli Magnússyni fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmanni Sjálfstæðisflokks að rýna lög um Ríkisútvarpið ohf. og gera tillögur að breytingum sem líklegar eru til að sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk þess.
Facebook stöðvar deilingu ástralskra frétta
Framkvæmdastjóri Facebook í Eyjaálfu greindi frá því í gær að komið verði í veg fyrir að hægt verði að birta og deila fréttum ástralskra fjölmiðla á samskiptamiðlinum í Ástralíu. Er þetta svar Facebook við boðaðri löggjöf, sem kveður á um að Facebook, Google og sambærilegir miðlar þurfi að greiða áströlskum fjölmiðlum höfundarlaun fyrir birtingu á efni þeirra. Tekið var fyrir deilingu fréttaefnis á Facebook í Ástralíu strax í morgun, en svo virðist sem aðgerðin hafi stöðvað fleira en fréttir.
18.02.2021 - 03:40
Lokað á BBC í Kína
Kínversk stjórnvöld bönnuðu breska ríkisútvarpinu í gær að senda fréttastöðina BBC World News út í landinu. Í tilkynningu kvikmynda-, sjónvarps- og útvarpsstofnunar Kína segir að fréttastöði hafi gerst sek um brot á útsendingareglum, þar á meðal um að segja verði satt og rétt frá í fréttum og brjóti ekki gegn þjóðarhagsmunum Kína. Ríkið hefur oft kvartað undan fréttaflutningi BBC um Úígúra.
12.02.2021 - 03:11
Meghan vann mál gegn Mail
Breska slúðurblaðinu Mail on Sunday var óheimilt að birta bréf sem Meghan hertogaynja af Sussex og eiginkona Harrys Bretaprins sendi Thomas Markle föður sínum. Þetta var niðurstaða hæstaréttar í Bretlandi í einkamáli hertogaynjunnar gegn Associated Newspapers Limited - útgefanda blaðsins.