Fjölmiðlar

YouTube fjarlægir myndskeið Brasilíuforseta
Myndefnisveitan YouTube hefur fjarlægt myndskeið með Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu þar sem talið er að í þeim séu rangar eða villandi upplýsingar um kórónuveiruna sem veldur COVID-19. 
Margir blaðamenn myrtir í Evrópu síðustu ár
Hollenski blaðamaðurinn Peter R. de Vries lést fyrr í dag af sárum sínum en hann var skotinn um hábjartan dag í Amsterdam í síðustu viku. Er hann sá síðasti í röð blaða- og fréttamanna sem hafa verið myrtir í Evrópu undanfarin ár.
Holland
Felldu niður þátt í beinni vegna alvarlegra hótana
Stjórnendur hollensku RTL-sjónvarpsstöðvarinnar aflýstu í kvöld laugardagsútgáfunni af magasínþættinum RTL Boulevard vegna hótana sem stöðinni bárust. Myndver stöðvarinnar í miðborg Amsterdam var rýmt í framhaldinu af öryggisástæðum.
11.07.2021 - 00:56
Hollenskur blaðamaður við dauðans dyr eftir skotárás
Hollenski rannsóknarblaðamaðurinn Peter R. de Vries liggur milli heims og helju á gjörgæsludeild í Amsterdam eftir að hann var skotinn í höfuðið að kvöldi þriðjudags. Skotið var á de Vries um klukkan 19.30 að staðartíma, skömmu eftir að hann tók þátt í umræðum í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni RTL. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið fimm sinnum og eitt skotið fór í höfuð blaðamannsins.
Enski boltinn verður áfram hjá Símanum
Enski boltinn verður áfram hjá Símanum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagðist ekki geta staðfest það en gat upplýst að fyrirtækinu hefði verið boðið til áframhaldandi viðræðna um framhaldið eftir næsta tímabil. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður Síminnn með sýningarréttinn til ársins 2025.
05.07.2021 - 16:43
Kristileg útvarpsstöð þarf ekki að borga erfðaskatt
Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns sem taldi að útvarpsstöðin Lindin ætti að greiða skatt af arfi sem hún fékk. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að útvarpsstöðin starfaði að almenningsheillum.
03.07.2021 - 21:11
Ekki sátt um formennsku Slóvena í ESB
Janez Janša, forsætisráðherra Slóveníu, verður í forystu fyrir Evrópusambandinu næsta hálfa árið en efasemdir ríkja um hæfi hans til að sinna formennskunni. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitaði að láta taka mynd af sér með Janša er Slóvenar tóku við formennskunni um mánaðamótin. Þeim lenti harkalega saman á fundi ríkisstjórnar Slóveníu með framkvæmdastjórn ESB í Ljublana. Fundurinn var til að undirbúa formennsku Slóvena.
Henti gaman að því hvernig Ballarin eignaðist WOW
Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt bandarísku athafnakonunni Michele Roosevelt Edwards eða Michele Ballarin áhuga eftir að Washington Post greindi frá því í vikunni að hún hefði ýtt undir „Italygate“-samsæriskenninguna. Rachel Maddow, sem stýrir einum vinsælasta fréttaþættinum á MSNBC, rakti sögu Ballarin og hvernig hún eignaðist íslenska flugfélagið WOW.
23.06.2021 - 18:31
Kynlífsvísir norska ríkisútvarpsins vekur umtal
Kynlífsvísir norska ríkisútvarpins, NRK, hefur vakið sterk viðbrögð. Deilt er um hversu viðeigandi það sé að NRK skrifi um kynlíf.
23.06.2021 - 10:06
„Fjölmiðlar eiga ekki að grafa undan ríkisstjórninni“
Fjölmiðlar í Hong Kong skyldu láta eiga sig að grafa undan ríkisstjórninni segir Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar. Hún var með þessum orðum að bregðast við gagnrýni vestrænna ríkja við aðgerðum kínverskra stjórnvalda gagnvart dagblaðinu Apple Daily.
22.06.2021 - 05:31
Myndskeið
Starfsaðstæður sem enginn á að þurfa að sætta sig við
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna hefur verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum og tæplega 60 prósent blaðamanna segja siðferði sitt hafa verið dregið í efa. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs rannsóknarverkefnis, Worlds of Journalism Study, sem íslenskur rannsóknarhópur tók þátt í. Þá hefur fjórðungur blaðamanna verið beittur þvingunum með orðum eða gerðum.
21.06.2021 - 17:37
Eigur Apple Daily frystar - stefnir í að útgáfan hætti
Ólíklegt er að dagblaðið Apple Daily sem gefið er út í Hong Kong geti greitt starfsfólki laun og stendur því frammi fyrir því að útgáfu verði hætt. Kínversk stjórnvöld frystu eigur félagsins sem gefur blaðið út með heimild í öryggislögum sem sett voru á síðasta ári.
21.06.2021 - 05:37
Ákærðir fyrir samsæri gegn kínverskum stjórnvöldum
Aðalritstjóri og framkvæmdastjóri útgáfu dagblaðsins Apple Daily voru leiddir fram fyrir dómara í Hong Kong í dag en þeir eru ákærðir fyrir samsæri gegn stjórnvöldum í Kína. 
„Við verðum að pressa áfram“
Dagblaðið Apple Daily kom út í Hong Kong í morgun að staðartíma sólarhring eftir að öryggislögregla gerði áhlaup á ritstjórnarskrifstofur þess. Upplagið er margfalt það sem venjan er en blaðið er víða uppselt.
18.06.2021 - 03:36
Kastljós
Slaufunarmenning og dómstólar götunnar
„Cancel culture“ eða slaufunarmenning hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið í tengslum við #metoo-bylgjuna. Áhrifin af slíkri slaufun geta verið víðtæk og áhrifarík. Kastljós fékk Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, baráttukonu gegn kynferðislegu ofbeldi, og Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði, til að spjalla um þetta eldfima málefni.
Amanpour gengst undir krabbameinsmeðferð
Christiane Amanpour, aðalfréttamaður CNN á alþjóðavettvangi, tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter fyrr í dag að hún hefði greinst með krabbamein í eggjastokkum. Amanpour er meðal þekktustu blaðamanna heims og hefur ekki síst skapað sér nafn fyrir hugaðan fréttaflutning í eldlínunni á vettvangi stríðsátaka.
14.06.2021 - 23:48
Málþing um fjölmiðlafrelsi
Norræn ríki í fremstu röð en Ísland eftirbátur þeirra
Norrænu ríkin eru góð fyrirmynd annarra þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og þau bera ábyrgð gagnvart öðrum þjóðum að auka fjölmiðlafrelsi enn frekar. Þetta sagði Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu blaðamannasamtakanna, á málþingi Blaðamannafélags Íslands í dag. Hún benti eins og fleiri framsögumenn á að Ísland stæði öðrum norrænum ríkjum að baki í mælingu á fjölmiðlafrelsi og úr því yrði að bæta. Viðskiptaumhverfi, framganga Samherja og fleiri mál bar á góma.
Franska ríkissjónvarpsstöðin bönnuð í Alsír
Stjórnvöld í Norður-Afríkuríkinu Alsír hafa afturkallað sjónvarpsleyfi frönsku ríkissjónvarpsstöðvarinnar France 24, degi eftir að þingkosningar fóru fram í landinu, þar sem 70% kjósenda sátu heima.
13.06.2021 - 19:12
Segjast ekki ætla að verða FOX Bretlands
Forsvarsmenn GB News í Bretlandi sem fer í loftið í dag gefa lítið fyrir þær gagnrýnisraddir sem segja stöðina verða í anda FOX News vestan hafs. Blaðamönnum stöðvarinnar verði veitt frelsi til að segja það sem þeim finnst, skemmta sér og sýna hugrekki í þeim málum sem skiptir Breta máli.
13.06.2021 - 04:56
Arnþrúður sýknuð af kröfum Reynis í Landsrétti
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu, var í dag sýknuð af miskabótakröfum Reynis Traustasonar ritstjóra Mannlífs vegna ummæla sem hún lét falla um hann í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu. Tvenn af þremur ummælum Arnþrúðar voru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi en hún áfrýjaði dóminum og í Landsrétti er hún sýknuð með öllu og málskostnaður felldur niður.
11.06.2021 - 15:07
Myndskeið
Hagsmunahópar og heimaræktaðir skúrkar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tiltók sérstaklega ósvífni og yfirgang ákveðinna hagsmunahópa í ræðu sinni og lauk lofsorði á frumkvæði Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, þegar hann hafði orð á slíku fyrr á þessu ári.
Bandaríkjastjórn ætlar að hætta að njósna um blaðamenn
Bandaríkjastjórn ætlar að hætta leynilegum aðgerðum til þess að komast yfir síma- og tölvupóstsamskipti blaðamanna. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins. Ríkið hefur reynt að komast á snoðir um leka frá stjórnvöldum til fjölmiðla á þennan máta síðustu ár, við harða gagnrýni fjölmiðla.
Samherji vildi að Lilja útskýrði orð sín um fyrirtækið
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Samherja, sendi Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, bréf í lok apríl og bað hana að útskýra betur þau orð sín á Alþingi að hún teldi Samherja hafa gengið of langt. Stjórnendur Samherja viðurkenndu í yfirlýsingu í gær að þeir hefðu gengið of langt með viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið.
31.05.2021 - 17:55
Myndskeið
„Þetta er eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður“
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera talsmaður Samherja og hafi ekkert saman við þá að sælda. Hann telur að „ömurlegur leðjuslagur“ hafi myndast milli blaðamanna og Samherja sem sé hvorugum til sóma. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir ekki hægt að stilla þessu upp sem tveimur andstæðingum. Starfsmenn á vegum Samherja hafi safnað saman ljósmyndum og tengslum um blaðamenn „og búið sér til efnivið til að ráðast á þá.“
26.05.2021 - 20:34
Fjölmiðlafrumvarp samþykkt með 34 atkvæðum
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla varð að lögum í dag. Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn ellefu. Allir þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, auk allra viðstaddra þingmanna Samfylkingarinnar, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Allir þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, sem og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í atkvæðagreiðslunni. Píratar og Viðreisn sátu hjá, sem og þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks.
25.05.2021 - 14:55