Fjölmiðlar

Vikulokin
Mótmæli gegn stríðinu að fjara út í Moskvu
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að myndin sem dregin sé upp af stríðinu í fjölmiðlum þar í landi sé mjög einsleit. Mótmælin sem blossuðu upp í upphafi innrásarinnar hafi að miklu leyti fjarað út.
Berjast áfram gegn réttarhöldum yfir Assange
Aðstandendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, þrýsta á stjórnvöld í Þýskalandi og Ástralíu að beita sér gegn áformum bandarískra yfirvalda um að draga hann fyrir dóm ásakaðan um njósnir vegna birtingar Wikileaks á leyniskjölum Bandaríkjahers. Spænskur dómari hefur boðað Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og William Evanina, fyrrverandi embættismann, til skýrslutöku. Það er vegna rannsóknar á fyrirtæki sem grunað er um að hafa njósnað um Assange fyrir Bandaríkjastjórn.
21.06.2022 - 12:01
Lík breska blaðamannsins Dom Phillips fundið í Brasilíu
Lögreglan í Brasilíu staðfesti í dag að lík breska blaðamannsins Dom Phillips hefði fundist í Amazon-regnskóginum. Phillips og samferðamanni hans, sérfræðingsins Bruno Pereira, var leitað í tæpar tvær vikur eftir rannsóknarleiðangur þeirra í Amazon-regnskóginn í Brasilíu.
Spegillinn
Umdeild konungleg trúlofun í Noregi
Gengur það að andalæknir og maður sem segist vera að hluta geimvera og eðla verði tengdasonur norsku konungshjónanna? Eða kemur það nokkrum öðrum við en viðkomandi manni og verðandi eiginkonu hans?
14.06.2022 - 10:21
Brasilía
Fundu persónulega muni horfinna tvímenninga í Brasilíu
Persónulegir munir úr fórum bresks blaðamanns og brasilísks sérfræðings sem saknað er í Brasilíu fundust á sömu slóðum og þeir voru á þegar síðast sást til þeirra fyrir þremur vikum. Brasilíska alríkislögreglan greindi frá þessu í gær, skömmu eftir að ættingjar og vinir tvímenninganna, breska blaðamannsins Dom Phillips og brasilíska sérfræðingsins Bruno Pereira, komu saman á bænastund í Ríó.
Notkun netmiðla jókst um 30 prósent í faraldrinum
Í heimsfaraldrinum jókst notkun helstu netmiðla hérlendis um 30%. Heimsóknir á mest sóttu vefina héldust í hendur við fjölda þeirra sem þurftu að sæta einangrun. Traust á umfjöllun miðlanna um faraldurinn var mikið og almennt.
08.06.2022 - 18:00
Bresks blaðamanns leitað í Amazon regnskóginum
Ekkert hefur spurst til bresks blaðamanns í tvo daga eftir rannsóknarleiðangur hans í Amazon-regnskóginn í Brasilíu. Lögreglan í Brasilíu leitar hans og ferðafélaga hans, en þeim höfðu borist hótanir vegna umfjöllunar um ólöglegan námugröft og fíkniefnaviðskipti á svæðinu.
Heimskviður
Deyr að kvöldi erfiðs dags og hefur nýtt líf að morgni
Jón Björgvinsson, fréttamaður, vill ekki láta kalla sig stríðsfréttaritara. Þó er óhætt er að segja að enginn íslenkur fréttamaður hafi staðið jafn oft í eldlínunni, út um allan heim og Jón, eins og áhorfendur sjónvarpsfrétta RÚV þekkja vel. Hann segir að erfiðar vinnuaðstæður hafi ekki mikil áhrif á sig og segir norrænu goðafræðina hafa áhrif. Að berjast sem hetja á daginn, deyja og komast til Valhallar og byrja svo nýtt líf að morgni.
06.06.2022 - 08:00
Meta áhrif tæknirisa á lýðræðið
Norræna ráðherranefndin hefur sett á laggirnar nýja hugveitu sérfræðinga, sem fær það verkefni að meta áhrif tæknirisa á stöðu og þróun lýðræðis á Norðurlöndum. Markmið hugveitunnar er að löndin verði betur í stakk búin til að takast á við áskoranir í framtíðinni.
Fréttamaður lést í sprengjuárás í Úkraínu
Franskur fréttamaður lést í dag í sprengjuárás í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Fréttamaðurinn, hinn 32 ára gamli Frédéric Leclerc-Imhoff, var í Úkraínu að fjalla um stríðið þar í landi fyrir frönsku fréttastöðina BFMTV. 
30.05.2022 - 21:35
Aldrei meira álag á netþjóna RÚV
Gríðarlegt álag varð á streymiþjóna RÚV rétt fyrir klukkan tíu í kvöld þegar kosningavaka RÚV hófst og útsendingin frá lokakeppni Eurovisin var færð yfir á RÚV 2. Það gerði fólki erfitt fyrir að ná sambandi við útsendingu RÚV í gegnum net og spilara. Þegar var brugðist við og komu kerfin inn hvert á fætur öðru. Allt var komið í samt lag rétt fyrir ellefu í kvöld
14.05.2022 - 22:10
Öryggisráðið fordæmir dráp Abu Akleh og vill rannsókn
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag yfirlýsingu þar sem ráðið fordæmdir drápið á hinni palestínsk-bandarísku fréttakonu Shireen Abu Akleh einum rómi. Til átaka kom við útför hennar þegar lögregla réðst gegn syrgjendum.
Heimsglugginn: Finnar vilja í NATO og víg fréttamanns
Sauli Niinistö og Sanna Marin, forseti og forsætisráðherra Finnlands, gáfu í morgun út yfirlýsingu um að þau styddu að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þetta var annað aðalumræðuefnið er Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Ísrael: Hermenn skutu palestínska fréttakonu til bana
Ísraelskir hermenn skutu í gær fréttakonu Al Jazeera til bana þar sem hún var að störfum á Vesturbakkanum í Palestínu, og særðu annan palestínskan blaðamann. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu greina frá þessu.
Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans séu ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.
Ný talskona tekur við í Hvíta húsinu
Karine Jean-Pierre tekur við af Jen Psaki sem talskona bandaríska forsetaembættisins 13. maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti mannabreytingarnar í gær en Jean-Pierre er fyrsta opinberlega hinsegin manneskjan til að gegna embættinu og sú fyrsta með svart litarhaft.
Blaðamannafélagið vísaði frá kærum gegn Mannlífi
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá tveimur kærum á hendur Reyni Traustasyni, ritstjóra vefmiðilsins Mannlíf.is. Þriðja kæruefnið taldi nefndin ekki brjóta í bága við siðareglur félagsins.
05.05.2022 - 17:34
Sjónvarpsfrétt
Fengu 420 milljónir til að rannsaka upplýsingaóreiðu
Nauðsynlegt er að endurheimta lýðræðið segir Maximilian Conrad prófessor við Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsókn á áhrifum upplýsingaóreiðu á lýðræði í Evrópu.
05.05.2022 - 15:33
Bilun hjá Símanum hefur áhrif á sjónvarpsáhorfendur
Alvarleg bilun kom upp í dreifikerfi Símans rétt fyrir klukkan sex í dag, sem gerði það að verkum að hluti notenda gat ekki horft á sjónvarp um myndlykil frá fyrirtækinu. Bilunin var löguð eftir um 40 mínútur, en eftir það þurftu notendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, eða pörunarkóða sem hægt er að nálgast í þjónustuveri fyrirtækisins.
03.05.2022 - 20:15
27 lönd í ruslflokki
Í samantekt um vinnuaðstæður blaðamanna sem birtar voru í dag eru 27 lönd í ruslflokki. Ísland er í 15. sæti af 180 löndum sem eru á listanum.
03.05.2022 - 18:29
Héraðsdómi þótti ummæli saksóknara óheppileg
Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hafnaði í dag kröfu Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks, um að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, og Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjóra yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum Þóru gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. Dóminum þótti engu að síður að ummæli sem Eyþór lét falla í viðtali við visir.is vera óheppileg og að ummæli hans í greinargerð væru óviðeigandi.
26.04.2022 - 16:49
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Netflix ætlar að bregðast við samnýtingu lykilorða
Hlutabréf í bandrísku streymisveitunni Netflix féllu um 25% á þriðjudag eftir að fyrirtækið tilkynnti að áskrifendum hefði fækkað um ríflega 200 þúsund á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem áskrifendum Netflix fækkar milli ársfjórðunga.
20.04.2022 - 08:40
Hæstiréttur tekur fyrir mál vegna gjaldþrots DV
Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir riftunarmál sem skiptastjóri þrotabús DV höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna gjaldþrots útgáfufélagsins í mars 2018. Skiptastjóri hefur staðið í stappi við stjórnvöld vegna greiðslna á opinberum gjöldum í aðdraganda gjaldþrotsins. Ríkið samþykkti að rifta greiðslu á 62 milljónum króna en tekist var á um greiðslu 126 milljóna króna fyrir dómstólum. Landsréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdu að ríkið skyldi endurgreiða þrotabúinu hluta þeirrar fjárhæðar.
19.04.2022 - 10:35
Tóku frétt úr birtingu vegna rasískra viðbragða lesenda
Ritstjóri vefritsins Kjarnans tók í dag frétt sem unnin var upp úr lengra viðtali við Lenyu Rún Taha Karim, varaþingmann Pírata, úr birtingu á vefnum vegna viðbragða á samfélagsmiðlum, sem einkenndust af rasisma og hatursorðræðu í garð Lenyu Rúnar. Þetta kemur fram í pistli Þórðar Snæs Júlíussonar á Facebook-síðu Kjarnans. Kjarninn birti viðtal við Lenyu Rún á föstudag, um þær svívirðingar og rasisma sem hún mátti þola vegna uppruna síns, þegar hún bauð sig fram til þings.
17.04.2022 - 23:04