Fjölmiðlar

Á fjórða tug starfsmanna Torgs í sóttkví
Á fjórða tug starfsmanna Torgs, sem heldur úti miðlunum Fréttablaðinu, DV og Hringbraut, hefur nú verið sendur í sóttkví.
09.08.2020 - 16:19
Allir nema einn af ritstjórn DV sendir heim í sóttkví
Allir nema einn blaðamaður hafa verið sendir heim í sóttkví eftir að kona, sem gegnir hlutastarfi á ritstjórninni, greindist með COVID-19. Fram kemur á vef blaðsins að konan hafi setið ritstjórnarfund á þriðjudag. Einn blaðamaður var hins vegar í fríi þennan dag og getur því mætt til vinnu.
06.08.2020 - 12:29
Þúsundir Ungverja mótmæltu aðför að fjölmiðlafrelsi
Þúsundir Ungverja komu saman í Búdapest í gærkvöld til að mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu. Mótmælendur gengu fylktu liði að skrifstofum Viktors Orbáns, forsætisráðherra, í höfuðborginni. Mikil reiði var í þeirra hópi vegna þess sem þeir kalla árás ríkisstjórnar Orbáns á frelsi fjölmiðla og frjálst aðgengi að upplýsingum.
25.07.2020 - 06:48
Fólksflótti af ungverskum fréttamiðli
Yfirmenn og sjötíu starfsmenn ungverska fréttavefjarins Index.hu hafa sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna þess að aðalritstjórinn var rekinn í vikunni. Starfsfólkið telur að brottreksturinn sé runninn undan rifjum stjórnvalda.
24.07.2020 - 15:35
Filippseyjar
Synja gagnrýnum ljósvakarisa um útvarpsleyfi
Einni stærstu fjölmiðlasamsteypu Filippseyja, ABS-CBN, hefur verið synjað um endurnýjun útvarpsleyfis og fær því ekki að hefja útsendingar á ný. Leyfið rann út 4. maí og hafði umsókn fyrirtækisins um 25 ára framlengingu útvarpsleyfisins ekki fengið afgreiðslu. Því var það þvingað til að hætta útsendingum. Umsóknin var svo tekin fyrir hjá fjölmiðlanefnd filippseyska þingsins á föstudag, þar sem henni var hafnað með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
12.07.2020 - 04:50
Segir stuðning gagnast stórum sem smáum fjölmiðlum
„Mér finnst jákvætt að reglugerðin sé komin fram,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs útgefanda Fréttablaðsins og fleiri fjölmiðla, um reglugerð um stuðning stjórnvalda við einkarekna fjölmiðla. Jóhanna Helga segir að enn vanti samt leiðbeiningar sem hafa verið boðaðar um umsóknir áður en hægt er að meta reglugerðina að fullu.
Fjölmiðlafyrirtæki fá að hámarki 100 milljóna stuðning
Stærri fjölmiðlafyrirtæki fá meira í sinn hlut samkvæmt reglugerð menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla en þeir hefðu fengið ef frumvarp hennar um sama efni hefði orðið að lögum. Stærstu einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins geta fengið að hámarki 100 milljónir króna í styrk úr ríkissjóði samkvæmt nýrri reglugerð sem menntmálaráðherra gaf út á föstudag. Í lagafrumvarpi var gert ráð fyrir 50 milljóna hámarki.
Fá mánuð til að sækja um stuðning
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Reglugerðin byggir á samþykkt Alþingis um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins. 400 milljónum króna verður úthlutað til einkarekinna fjölmiðla á grundvelli umsókna. Umsóknum þarf að skila inn fyrir 7. ágúst. Þær á að afgreiða fyrir 1. september.
06.07.2020 - 16:47
Krefjast sex ára fangelsis vegna ummæla um hryðjuverk
Rússneskir saksóknarar krefjast þess að blaðamaðurinn Svetlana Prokopyeva verði dæmd í sex ára fangelsi. Hún er sökuð um að hafa réttlætt hryðjuverk með fréttaflutningi sínum af sjálfsmorðsárás á skrifstofu rússnesku leyniþjónustunnar FSB árið 2018.
04.07.2020 - 03:38
Nýr héraðsfréttamiðill verður til
Nýr héraðsfréttamiðill á Norðurlandi hefur göngu sína í næstu viku, en hann verður til með sameiningu tveggja rótgróinna héraðsfréttamiðla, Vikudags og Skarps.
26.06.2020 - 15:46
Meirihluti kæra til úrskurðarnefndar frá körlum
Karlar voru mikill meirihluti þeirra sem kærðu mál til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrra. Kærur frá einstaklingum voru alls 116 og allar nema sex frá körlum.
11.06.2020 - 07:15
Sakar Kína og Rússland um að dreifa falsfréttum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakar kínversk og rússnesk stjórnvöld um að dreifa falsfréttum um Covid-19 faraldurinn.
10.06.2020 - 16:55
Vill að Bjarni svari fyrir afstöðu ráðuneytisins
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, verður beðinn um að svara fyrir afstöðu ráðuneytisins fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Sérfræðingur ráðuneytisins lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar í stöðu fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.
10.06.2020 - 09:35
Þorvaldur þótti of pólitískur til að ritstýra fræðiriti
Sérfærðingur í fjármála og efnahagsráðuneytinu mælti gegn því að Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands yrði ráðinn sem ritstjóri fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Ástæðan var sögð pólitísk afskipti Þorvaldar og þátttaka hans í stjórnmálum.
09.06.2020 - 16:20
Einn ritstjóra NYT hættir vegna gagnrýni samstarfsmanna
Einn af ritstjórum bandaríska dagblaðsins New York Times sagði upp störfum í gærkvöld eftir harða gagnrýni samstarfsmanna sinna.
08.06.2020 - 13:37
Birtingur segir upp fjórtán manns
Útgáfufélagið Birtíngur, sem gefur meðal annars út fríblaðið Mannlíf, sagði í dag upp fjórtán starfsmönnum. Um leið var tilkynnt um skipulagsbreytingar. Uppsagnir ná þvert á deildir fyrirtækisins.
28.05.2020 - 23:03
Síðdegisútvarpið
Kenna fólki að koma auga á falsfréttir
Falsfréttir er hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu. Það vísar til frétta sem geyma misvísandi eða hreinlega rangar upplýsingar. Stoppa, hugsa, athuga, er nýtt átak Fjölmiðlanefndar sem er ætlað að fræða almenning um leiðir til þess að greina falsfréttir frá öðrum.
28.05.2020 - 14:01
Hætta með prentútgáfu yfir 100 dagblaða
Ástralska fjölmiðlasamsteypan News Corp Australia tilkynnti í dag að prentútgáfu yfir 100 héraðsdagblaða verði hætt og blöðin færð á netið. Samhliða verður umtalsverðum fjölda starfsmanna, sem m.a. starfa í prentsmiðjum fjölmiðlasamsteypunnar sagt upp.
28.05.2020 - 10:42
Stuðningsmenn Bolsonaros fæla fjölmiðla frá
Tveir af stærri fjölmiðlum Brasilíu tilkynntu í gær að þeir ætli að hætta að greina frá óformlegum blaðamannafundum forsetans Jair Bolsonaro fyrir utan forsetahöllina. Áreitni af hálfu stuðningsmanna forsetans og skortur á öryggisgæslu eru helstu ástæður þess að fjölmiðlasamsteypan Globo og dagblaðið Folha de Sao eru hættar að mæta á fundina.
26.05.2020 - 06:50
„Óbætanlegur missir“ af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum
New York Times birtir á forsíðu sinni í dag nöfn eitt þúsund fórnarlamba COVID-19 í Bandaríkjunum. Það eru um eitt prósent þeirra sem eru látnir af völdum sjúkdómsins í landinu. Við hlið nafnanna eru birt aldur, heimili og örstutt ágrip um þau látnu.
23.05.2020 - 23:43
Bæjarblöð í ólgusjó vegna dreifingar og veiru
Breytingar á dreifingu fjölpósts hjá Póstinum, sem tóku gildi um mánaðamótin, mælast misvel fyrir hjá aðstandendum bæjarblaða. Miðlarnir hafa sumir hverjir leitað nýrra lausna við útgáfu til að bregðast við tekjufalli vegna kórónuveirunnar með góðum árangri.
22.05.2020 - 13:42
Katrín við TIME: „Mikilvægt að setja egóið til hliðar“
„Það sem við getum lært af þessu er að það er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að setja egóið til hliðar og hlusta á þá vísindamenn sem takast nú á við erfiðleika sem enginn bjóst við.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Katie Couric, fréttamann bandaríska tímaritsins TIME.
22.05.2020 - 12:44
Blaðamaður myrtur í Mexíkó
Mexíkóski blaðamaðurinn Jorge Armenta var myrtur á laugardag í borginni Ciudad Obregon í norðurhluta Mexíkó. Samkvæmt mexíkóskum yfirvöldum er hann þriðji blaðamaðurinn sem er myrtur þar á þessu ári.
17.05.2020 - 03:34
Félag Björgólfs Thors var eini lánveitandi DV
Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, var eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar sem og helsti bakhjarl fjölmiðilsins. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna félagsins og Torgs. Frjáls fjölmiðlun gaf út DV en Torg er útgefandi Fréttablaðsins.
15.05.2020 - 07:17
Twitter merkir misvísandi færslur um COVID-19
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter ætla í nánustu framtíð að merkja og vara við færslum sem innihalda misvísandi eða rangar upplýsingar um COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Twitter í gær.
12.05.2020 - 01:20