Fjölmiðlar

Forstjórum Facebook og Twitter stefnt til yfirheyrslu
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag að kveðja Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, og Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til yfirheyrslu. Þeir verða krafðir svara um þá ákvörðun að fjarlægja færslur þar sem fjallað var um óstaðfesta frétt New York Post um Hunter, son Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata.
22.10.2020 - 16:21
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Saka forsetann um óbeina ritskoðun
Samtökin Fréttamenn án landamæra segja að ríkisstjórn Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, beiti þarlenda fjölmiðla óbeinni ritskoðun. Þetta geri forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans með yfirlýsingum sínum um fjölmiðla sem ekki verði lýst öðru vísi en sem árásum. Samtökin segja að forsetinn, synir hans þrír og aðrir samverkamenn hafi ráðist meira en hundrað sinnum á fréttamenn með þeim hætti á þremur mánuðum, frá júlí fram í september. 
20.10.2020 - 09:56
Ádeila á áhrif klámvæðingar eða barnaníð?
Umdeild kvikmynd á Netflix inniheldur myndefni sem er ólöglegt á Íslandi, barnungar stúlkur sýndar á klámfengan máta. Lögfræðingur Barnaheilla telur myndina ekki eiga að ýta undir klámvæðingu, frekar vekja til umhugsunar. Hún mælir með að foreldrar horfi með börnum sínum á myndina.
19.10.2020 - 08:45
Minni útgáfutíðni vegna kreppunnar
Fríblaðið Mannlíf kemur ekki aftur út á prenti að óbreyttu og óvíst er hvort og þá hvenær Fréttablaðið kemur aftur út á mánudögum. Útgáfudögum Fréttablaðsins var fækkað fyrr á þessu ári vegna COVID-19 faraldursins og Mannlíf sneri ekki aftur úr útgáfuhléi. Útgefendur beggja blaða segja að efnahagsleg áhrif COVID hafi aukið þann vanda sem fjölmiðlar voru farnir að glíma við áður.
16.10.2020 - 07:10
COVID verri en allar síðustu kreppur fjölmiðlanna
Blaðaútgefandi með 38 ára feril að baki segir að COVID-ástandið sé verra en nokkur niðursveifla sem hann hefur áður gengið í gegnum á sínum fjölmiðlaferli. Annar útgefandi segir fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra lífsnauðsyn eftir að auglýsingamarkaðurinn hrundi.
Hætt að senda eintök af Sunday Times til Íslands
„Helgarblað Sunday Times er hætt að koma til landsins,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs hjá Pennanum Eymundsson, aðspurður um hvort verslunin sé hætt að selja erlend dagblöð. „Þeir ákváðu að hætta að senda helgarblöðin til Íslands því þetta eru svo fá eintök. Við erum enn með helgarblöð Der Zeit og Sunday Telegraph.“
24.09.2020 - 14:22
Krísufundur hjá Ekstra Bladet eftir bréf 46 kvenna
Krísufundur var hjá danska götublaðinu Ekstra Bladet í kvöld eftir bréf 46 kvenna sem birtist í Politiken Þar lýstu konurnar meðal annars kynbundinni áreitni á ritstjórninni. Þetta væru til að mynda niðurlægjandi brandarar, dónalegir tölvupóstar og kynferðisleg áreitni sem væri oft á mörkum þess að vera árás. „Ég hef bæði verið heyrnarlaus og blindur,“ segir ritstjóri blaðsins.
23.09.2020 - 21:07
Myndskeið
„Þakkarvert að hafa lifað svona lengi“
Baráttan gegn Kárahnjúkavirkjun er það sem afmælisbarn dagsins, Ómar Ragnarsson, er stoltastur af. Hann fagnar áttatíu ára afmæli sínu í dag, á degi íslenskrar náttúru, og segist aldrei hafa haft meira að gera.
16.09.2020 - 19:38
Alvarlegt brot að birta nafn smitaðrar fótboltakonu
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír blaðamenn fótboltinet hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins með því að birta mynd af og nafngreina knattspyrnukonuna Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur í tengslum við frétt um kórónuveirusmit hjá knattspyrnuliði Breiðabliks. Andrea óskaði samdægurs eftir því að nafn hennar og mynd yrðu afmáð úr fréttinni en ekki var orðið við því.
Ríkið verður að endurgreiða þrotabúi DV greiðslu skatta
Íslenska ríkið verður að endurgreiða þrotabúi DV 41 milljón króna samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag. Ríkið var hins vegar sýknað af annarri kröfu þrotabúsins um endurgreiðslu 85 milljóna króna. Auk þess hafnaði dómstóllinn kröfu þrotabús Pressunnar um að ríkið endurgreiddi því 71 milljón króna. Allar kröfurnar sneru að greiðslu skattaskulda fyrirtækjanna skömmu áður en þau urðu gjaldþrota.
10.09.2020 - 20:46
Tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins
Umhverfis og auðlindaráðuneyti gaf í gær út tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna ráðuneytisins. Verðlaunin verða veitt 16.september á Degi íslenskrar náttúru. Verðlaunin eru veitt fjölmiðlafólki sem vekur sérstaka áherslu á umhverfismál.
10.09.2020 - 09:48
Kardashian-slektið kveður skjáinn
Kardashian-fjölskyldan, sem hefur leyft sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með lífi sínu í nærri fjórtán ár, hefur ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna frá og með næsta ári. Fjölskyldan hefur grætt á tá og fingri á þáttunum sem hafa gert fjölskyldumeðlimi eins og Kim Kardashian og Kylie Jenner að stórstjörnum.
09.09.2020 - 11:41
Samþykkti að styrkja fjölmiðla um 400 milljónir
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Samtals verður 400 milljónum varið til verkefnisins. Alls bárust 26 umsóknir um styrk og 23 þeirra uppfylltu skilyrði um stuðning.
Breskir blaðamenn í skimun og sóttkví fyrir landsleik
Rob Dorsett, fréttamaður Sky-fréttastofunnar og Henry Winter, blaðamaður á breska blaðinu Times, eru í býsna fámennum hópi breskra blaðamanna sem eru komnir hingað til lands til að fylgjast með landsleik Íslands og Englands í Þjóðardeildinni. Þeir komu til landsins á föstudag, fóru í skimun á Keflavíkurflugvelli og eru nú í fimm til sex daga sóttkví fyrir seinni sýnatökuna.
Kastljós-skjalið kemur í leitirnar hjá Verðlagsstofu
Skjal, sem sýnt var í þætti Kastljóss fyrir átta árum og útgerðarfélagið Samherji hefur sagt að hafi ýmist verið falsað eða ekki til, er komið í leitirnar hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Stofnunin segir að skjalið hafi verið vistað utan hefðbundins skjalakerfis á „aflögðu gagnadrifi sem núverandi starfsmenn höfðu fæstir aðgang að.“ Áður hafði stofnunin sagt að umrætt skjal væri ekki til og svo að þetta væri Excel-skjal.
25.08.2020 - 15:20
Vímuefnanotkun, rasismi og kynbundið ofbeldi á Íslandi
Flóra er yfirlýst feminískt veftímarit sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði enda þykja efnistökin hispurslaus, ögrandi og öðruvísi. Þar segja ólíkir hópar oft skuggalegar reynslusögur sem endurspegla fjölþættan samfélagslegan og oft dulinn vanda. „Markmið okkar er að ná í raddir sem annars fá ekki pláss í fjölmiðlum,“ segir Elinóra Guðmundsdóttir ritstjóri.
19.08.2020 - 09:26
Rás 1 liggur niðri á Selfossi
Útsending Rásar 1 liggur niðri á Selfossi. Unnið er að viðgerð en búist er við að hún taki nokkurn tíma og munu útsendingar því liggja niðri fram að kvöldfréttum og jafnvel lengur.
15.08.2020 - 14:35
Tap sex fjölmiðlafyrirtækja nam rúmum milljarði króna
Tap sex íslenskra fjölmiðlafyrirtækja nam alls meira en milljarði króna í fyrra. 25 fjölmiðlaveitur sóttu um að skipta 400 milljóna króna ríkisstyrkjum á milli sín.
13.08.2020 - 23:03
Segja Samherja beita áður óþekktum aðferðum í árásum
Útvarpsstjóri hafnar algjörlega þeim ásökunum sem settar eru fram í myndbandi útgerðarfyrirtækisins Samherja um fölsun gagna í Kastljósi 2012. Hann segir að þar séu RÚV og fréttamaður borin þungum sökum og það sé er verulegt umhugsunarefni hvernig fyrirtækið setur þær fram. Útvarpsstjóri, fréttastjóri RÚV og ritstjóri Kveiks segja Samherja nú setja ný viðmið í árásum á blaðamenn og fjölmiðlun og fordæma aðferðir fyrirtækisins.
11.08.2020 - 18:54
Segir of algengt að auðkýfingar skipti sér af umfjöllun
„Mér finnst fyrir neðan allar hellur að auðkýfingar reyni að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða umfjöllun um þá og þeirra starfsemi,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um myndskeið sem Samherji gaf út í dag.
11.08.2020 - 18:30
25 fjölmiðlaveitur sóttu um sérstakan rekstrarstuðning
25 fjölmiðlaveitur hafa sótt um sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari fjölmiðlanefndar við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfresturinn rann út þann 7. ágúst síðastliðinn. Innan fjölmiðlaveitnanna eru þó fleiri en 25 fjölmiðlar.
Á fjórða tug starfsmanna Torgs í sóttkví
Á fjórða tug starfsmanna Torgs, sem heldur úti miðlunum Fréttablaðinu, DV og Hringbraut, hefur nú verið sendur í sóttkví.
09.08.2020 - 16:19
Allir nema einn af ritstjórn DV sendir heim í sóttkví
Allir nema einn blaðamaður hafa verið sendir heim í sóttkví eftir að kona, sem gegnir hlutastarfi á ritstjórninni, greindist með COVID-19. Fram kemur á vef blaðsins að konan hafi setið ritstjórnarfund á þriðjudag. Einn blaðamaður var hins vegar í fríi þennan dag og getur því mætt til vinnu.
06.08.2020 - 12:29
Þúsundir Ungverja mótmæltu aðför að fjölmiðlafrelsi
Þúsundir Ungverja komu saman í Búdapest í gærkvöld til að mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu. Mótmælendur gengu fylktu liði að skrifstofum Viktors Orbáns, forsætisráðherra, í höfuðborginni. Mikil reiði var í þeirra hópi vegna þess sem þeir kalla árás ríkisstjórnar Orbáns á frelsi fjölmiðla og frjálst aðgengi að upplýsingum.
25.07.2020 - 06:48