Fjármálin

Neytendasamtökin vara við innheimtu smálána
Neytendasamtökin hvetja alla sem fengið hafa innheimtukröfu frá BPO innheimtu að kalla eftir gögnum um kröfuna. Ástæða sé til að ætla að stór hluti krafna sem verið er að innheimta varði ólögleg lán.
14.04.2021 - 14:50
Met í útlánum slegin hvert á fætur öðru
Fjöldi landsmanna hefur gripið tækifærið vegna sögulega lágra vaxta Seðlabankans og tekið ný húsnæðislán eða endurfjármagnað eldri. Hvert metið í útlánum á fætur öðru hefur verið slegið á síðustu mánuðum. Þeim sem fá greiddar húsnæðisbætur hefur fækkað.
Niðurstaða um uppgreiðslugjald mögulega á næsta ári
Endanleg niðurstaða um lögmæti uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs gæti legið fyrir á fyrri hluta næsta árs, ef málinu verður áfrýjað beint í Hæstaréttar, eins og fjármálaráðherra vill, segir lögmaðurinn sem sótti málið. Annars þyrfti að bíða í tvö til þrjú ár. 
Þeim allra fátækustu fjölgar í fyrsta sinn í rúm 20 ár
Alþjóðabankinn óttast að þeim sem búa við sára fátækt eigi eftir að fjölga í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi vegna kórónuveirufaraldursins. Líkur eru á að allt að 150 milljónir jarðarbúa bætist í þann hóp á næsta ári. 
08.10.2020 - 04:50
Þeir allra ríkustu enn ríkari í faraldrinum
Milljarðamæringar heimsins hafa flestir aukið auð sinn í kórónuveirufaraldinum. Í skýrslu svissneska bankans UBS segir að sjóðir milljarðamæringa hafi gildnað um ríflega fjórðung þegar faraldurinn stóð hvað hæst frá apríl fram í júlí. Á svipuðum tíma urðu milljónir atvinnulausar eða urðu að halda sér á framfæri á vegum hins opinbera vegna kórónuveirunnar. 
07.10.2020 - 04:51
Banki greiðir milljarðasekt vegna peningaþvættis
Ástralski bankinn Westpac samþykkti í morgun að að greiða 1,3 milljarða ástralíudala sekt, jafnvirði nærri 130 milljarða króna, vegna 23 milljóna brota á lögum um peningaþvætti. Peter King, framkvæmdastjóri Westpac, notaði tækifærið og baðst afsökunar á lögbrotum bankans.
24.09.2020 - 01:23
Sögulegur halli ríkissjóðs Bandaríkjanna
Halli ríkissjóðs Bandaríkjanna nemur nú rúmlega þrjú þúsund milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 400 þúsund milljarða króna. Hallinn kemur að mestu leyti til vegna útgjalda ríkisins í baráttunni gegn kóronuveirufaraldrinum, sem nema um tvö þúsund milljörðum dala. 
12.09.2020 - 01:41
Fyrst í gegnum glerþak Wall Street
Febrúar árið 2021 markar tímamót í sögu stærstu fjármálafyrirtækja á bandaríska verðbréfamarkaðnum. Þá verður Jane Fraser yfirmaður fjárfestingabankans Citigroup, og þar með fyrsta konan sem stýrir einu af stærstu fjármálafyrirtækjunum á Bandaríkjamarkaði. Fyrirtækið tilkynnti þetta í gærkvöld, þar sem núverandi stjórnandi, Michael Corbat, sagði jafnframt að hann ætli að setjast í helgan stein.
11.09.2020 - 06:27
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda
Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka séu ekki komnir til að vera. Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir hækka á ný. Samkvæmt lauslegum útreikningum gæti mánaðarleg greiðslubyrði húsnæðisláns hækkað um jafnvel 70 þúsund krónur.
28.08.2020 - 12:35
Mesti skellur frá stofnun lýðveldis fyrir utan hrunið
Fjármálaráðherra segir að útlit sé fyrir mesta skell í afkomu- og skuldaþróun hins opinbera frá stofnun lýðveldisins, ef frá eru taldar afleiðingar bankahrunsins 2008. Forsendur gildandi fjármálastefnu séu brostnar vegna kórónuveirufaraldursins.
26.08.2020 - 09:08
Johnson tekjuhæstur leikara annað árið í röð
Bandaríkjamaðurinn Dwayne Johnson er tekjuhæsti leikarinn annað árið í röð. Þetta kemur fram í bandaríska fjármálaritinu Forbes. Johnson, sem einnig er kallaður The Rock, hlaut 87,5 milljónir bandaríkjadala fyrir hlutverk sín síðasta árið, jafnvirði um tólf milljarða króna.
12.08.2020 - 06:30
Jákvæður viðsnúningur í afkomu Arion banka
Jákvæður viðsnúningur er í afkomu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2020. Afkoma af áframhaldandi starfsemi var 4.958 milljónir króna. Þetta er 76 prósenta aukning frá öðrum ársfjórðungi ársins 2019.
29.07.2020 - 17:23
Vilja að ríkið haldi utan um upplýsingar um vanskil
Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) gera alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi Creditinfo. Athugasemdirnar koma fram í umsögn samtakanna til Persónuverndar.
24.06.2020 - 18:55
Margir gætu lent í tekjuvanda í haust
Vísbendingar eru um að þeim sem lenda í greiðsluvandræðum fjölgi mjög þegar líða tekur á sumarið. Umboðsmaður skuldara segir yfirvofandi kreppu ólíka bankahruninu að því leyti að nú glími fólk fyrst og fremst við tekjuvanda í stað skuldavanda áður.
Myndskeið
Má treysta á gull og verðtryggingu
Hraðar stýrivaxtalækkanir valda því að þau sem eiga sparifé eiga orðið erfiðara með að finna leiðir til að ávaxta það. Gull og verðtrygging virðist vera það sem hægt er að treysta á í ástandi sem þessu.
24.05.2020 - 19:28
Margir endurfjármagna lán vegna lægri vaxta
Lágvaxtaskeið er hafið, segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Vextir lækki mögulega enn frekar. Mikið er um að fólk endurfjármagni lán sín.
06.04.2020 - 12:21
Metfall áströlsku hlutabréfavísitölunnar
Ástralska hlutabréfavísitalan féll um 9,7 prósent í viðskiptum dagsins. Fall vísitölunnar hefur aldrei verið jafn mikið á einum degi. Minni breytingar urðu í viðskiptum dagsins á Asíumarkaði. Hlutabréf í Hong Kong féllu um tvö prósent og viðskiptavísitalan á meginlandi Kína dróst saman um hálft prósent. Nikkei vísitalan í Japan stóð í stað. 
16.03.2020 - 07:11
Seðlabankar samræma aðgerðir vegna COVID-19
Stærstu seðlabankar heims samræma aðgerðir til þess að stemma stigu við þrengingum að efnahagslífinu af völdum nýju kórónaveirunnar. Í yfirlýsingu frá Seðlabanka Evrópu segir að seðlabankarnir í Kanada, Englandi, Japan, Evrópu, Bandaríkjunum og Sviss standi saman að aðgerðinni til þess að efla lausafjárstöðu ríkjanna. 
15.03.2020 - 22:38
Tvær drottningar á sömu mynt
Breska hljómsveitin Queen varð í gær fyrsta hljómsveitin til að vera slegin í mynt af seðlabankanum í Bretlandi. Bretadrottning verður á annari hlið myntarinnar, sem verður fimm punda virði, og hljóðfæri fjórmenninganna í Queen verða á þeirri hlið sem skjaldarmerkið er á breskri mynt.
21.01.2020 - 06:47
Dæmi um að erlendir bankar hafni greiðslum frá Íslandi
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki hér á landi hafi ekki getað borgað eitthvað af erlendum reikningum sínum síðustu vikur. Tveir bankar í Rúmeníu hafi til að mynda lokað á greiðslur frá Íslandi eftir að Ísland var sett á gráan lista FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
10.01.2020 - 14:07
S&P staðfestir lánshæfiseinkunn ríkissjóðs
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með lítilsháttar samdrætti á yfirstandandi ári vegna samdráttar í komum ferðamanna til landsins, en að hagvöxtur taki við sér á ný frá og með 2020. Viðnámsþróttur hagkerfisins á sviði ríkisfjármála og í ytri stöðu þjóðarbúsins sé traustur.
15.11.2019 - 22:27
Þurfa að geta starfað án tölvu og farsíma
Gagnsæi og stöðug upplýsingagjöf skipti sköpum í kjölfar netárásar á Norsk Hydro, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Öryggissérfræðingar Landsbankans segja að hægt sé að hafa varann á með því að staðfesta öll greiðslufyrirmæli með símtali. Mikilvægt sé að fræða starfsmenn um hætturnar og tortryggja alltaf fyrirmæli sem berast í tölvupósti.
31.10.2019 - 12:37
Vonandi lægri vextir af lánum og fleiri störf
Seðlabankastjóri segir að hagkerfið sé að hægja á sér og því þurfi að örva það með vaxtalækkun. Hann segir að þetta hafi vonandi þau áhrif fyrir almenning að vextir af lánum lækki og störfum fjölgi.
02.10.2019 - 14:38
Viðtal
Segir bankann ekki hafa verið illa rekinn
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion Banka, segir bankann ekki hafa verið illa rekinn og hann sé ekki að hreinsa upp eftir forvera sinn. Hann tók við starfi bankastjóra í júní af Höskuldi H. Ólafssyni sem fékk 150 milljóna starfslokasamning. Hann segir þó alltaf megi reka fyrirtæki betur.
26.09.2019 - 16:49
Uppsagnir Arion gætu farið fyrir Félagsdóm
Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir það ljóst að lög um hópuppsagnir séu gagnslaust plagg og gagnrýnir harðlega samráðsleysi Arion banka við uppsagnir á 100 starfsmönnum í dag. Hann segir að það gæti farið svo að málinu verði vísað til Félagsdóms.
26.09.2019 - 13:42