Fjármálin

Mikill verðmunur á heimsendum mat eftir sveitarfélögum
Það er nær tvöfalt dýrara fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi að panta heimsendann mat, miðað við það sem eldri borgarar í Vestmannaeyjum greiða. Þetta kemur fram í nýrri könnun þar sem þrettán stærstu sveitarfélög landsins voru borin saman.
Ekki byggt nóg í Ósló til að mæta þörfinni
Búist er við að um 1.850 nýjar íbúðir komi á markað í Ósló, höfuðborg Noregs, á þessu ári. Þörf er á um það bil þrjú þúsund íbúðum.
Virðist sjá fyrir endann á hækkun fasteignaverðs
Nú virðist sjá fyrir endann á þeim miklu verðhækkunum sem einkennt hafa íbúðamarkaðinn á Íslandi nánast frá upphafi heimsfaraldurs snemma árs 2020. Árshækkun á verði íbúða hefur þó ekki verið meiri frá árinu 2006.
Segir verðhækkanir hafa áhrif á komandi kjaraviðræður
Útgjöld heimilanna hafa hækkað um allt að tæplega 130.000 krónur miðað við fjögurra manna fjölskyldu í eigin húsnæði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir mikla hækkun hafa orðið á nauðsynjavörum og segir vonbrigði að nýtt fjárlagafrumvarp hafi ekki komið til móts við heimilin.
Sleppa því að kynda og borða minna fyrir ferðalög
Áhrifa orkukreppu og verðbólgu er ekki farið að gæta í ferðaþjónustu hér á landi. Þá taka sumir ferðamenn ferðalag fram yfir helstu nauðsynjar eins og húskyndingu og mat, samkvæmt framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
20.09.2022 - 15:15
Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.
Breki Karlsson: Fákeppni bankanna bitnar á korthöfum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kallar eftir samkeppni milli banka varðandi þóknanir við notkun kreditkorta í útlöndum. Hann segir enga samkeppni nú um stundir.
Arðgreiðsla ákveðin áður en Úkraínustríð braust út
Forstjóri Festu, sem meðal annars á Krónuna, segir fyrirtækið taka samfélagsábyrgð sína alvarlega og reynt sé að halda verðlagi niðri. Dregið hafi úr framlegð á árinu. Verðhækkanir séu að mestu komnar fram og hann býst við verðlækkunum þegar stríðinu í Úkraínu lýkur. Fyrirtækið hafi ekki séð stríðið fyrir þegar arðgreiðslur upp á 1,6 milljarða króna voru ákveðnar.
08.05.2022 - 12:50
Búist við að Englandsbanki hækki vexti á kjördag
Búist er við að Englandsbanki tilkynni stýrivaxtahækkun í dag. Það yrði þá fjórða vaxtahækkunin sem ætlað er að hemja sívaxandi verðbólgu sem hefur þegar sett strik í fjárhagsreikning breskra heimila. Bretar ganga sömuleiðis að kjörborðinu í dag.
FÍB segir tryggingafélög hafa sloppið ódýrt
Félag íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) segir að Samkeppniseftirlitið hefði fremur mátt sekta tryggingafélög en Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) vegna umræðu um verðlagningu tryggingaiðgjalda. Í mars lagði Samkeppniseftirlitið 20 milljóna króna sekt á samtökin.
Sögulega lítið af húsnæði til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi einbýlishúsa og fjölbýlishúsaíbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu lágmarki. Fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu sem er rúmlega 20% minna en var um það bil mánuði fyrr. Hlutfall óverðtryggðra lána við íbúðarkaup fer vaxandi.
Allir vinna gæti breyst í allir tapa
Allir vinna gæti breyst í allir tapa, ef hætt verður að endurgreiða virðisaukaskatt af viðhaldi fasteigna um áramótin eins og stefnir í samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn Húseigendafélagsins um fjárlagafrumvarpið.
15.12.2021 - 07:54
Iceland oftast með hæsta verðið
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru þann 8. september síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið á matvöru en Iceland oftast með hæsta verðið.
10.09.2021 - 15:53
Lágar fjárhæðir á bak við mikla hækkun
Tiltölulega lágar fjárhæðir liggja að baki fasteignamats í Bolungarvík og víðar á Vestfjörðum þar sem hlutfallslega mesta hækkunin var. COVID faraldurinn virðist ekki hafa haft mikil áhrif.
01.06.2021 - 10:22
Segir skort á hjúkrunarrýmum skammarlegan
Formaður Landssbands eldri borgara segir skort á hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara skammarlegan og afleiðingu stefnu. Þá segir hann skerðingar á ellilífeyri vegna lífeyristekna ganga þvert á tilgang lífeyrissjóðakerfisins.
31.05.2021 - 10:15
Spá 22% hækkun íbúðaverðs til ársloka 2023
Fasteignaverð hækkar um 22% frá þessu ári til ársloka 2023 að mati Íslandsbanka, en stærsti hluti hækkunar þessa árs sé kominn fram
26.05.2021 - 18:00
Segir brýnt að taka á kjörum og búsetumálum aldraðra
Brýnt er að taka á kjara- og búsetumálum aldraðra, segir fráfarandi formaður landssambands þeirra. Kjör þeirra hafi ekki fylgt verðlagsþróun og það sé mannréttindabrot.
26.05.2021 - 15:19
Hækka vexti til að hamla gegn verðbólgu
Seðlabankinn hækkaði vexti í morgun í fyrsta sínn síðan haustið 2018. Seðlabankastjóri segir þetta gert til að vinna gegn þrálátri verðbólgu. Bankinn gerir ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári og því næsta en áður.
19.05.2021 - 19:00
Myndskeið
„Hraðahindrun á framkvæmdanna vegi“
Margar kvartanir berast vegna galla í nýjum fasteignum. Hraða á byggingamarkaði er yfirleitt um að kenna, segir formaður Húseigendafélagsins. Sumir kaupendur segja seljendur lítið vilja hlusta á kvartanir og líti á kaupendur sem hraðahindrun á framkvæmdanna vegi, segir formaðurinn.
02.05.2021 - 19:24
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgunni
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af hækkandi verðbólgu, ekki síst á meðan atvinnuleysi er mikið. Hann veltir fyrir sér hvort fleira en húsnæðisliðurinn hafi þar áhrif og segir meðal annars mikilvægt að verslunin fari ekki fram úr sér í verðhækkunum.
01.05.2021 - 12:17
Neytendasamtökin vara við innheimtu smálána
Neytendasamtökin hvetja alla sem fengið hafa innheimtukröfu frá BPO innheimtu að kalla eftir gögnum um kröfuna. Ástæða sé til að ætla að stór hluti krafna sem verið er að innheimta varði ólögleg lán.
14.04.2021 - 14:50
Met í útlánum slegin hvert á fætur öðru
Fjöldi landsmanna hefur gripið tækifærið vegna sögulega lágra vaxta Seðlabankans og tekið ný húsnæðislán eða endurfjármagnað eldri. Hvert metið í útlánum á fætur öðru hefur verið slegið á síðustu mánuðum. Þeim sem fá greiddar húsnæðisbætur hefur fækkað.
Niðurstaða um uppgreiðslugjald mögulega á næsta ári
Endanleg niðurstaða um lögmæti uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs gæti legið fyrir á fyrri hluta næsta árs, ef málinu verður áfrýjað beint í Hæstaréttar, eins og fjármálaráðherra vill, segir lögmaðurinn sem sótti málið. Annars þyrfti að bíða í tvö til þrjú ár. 
Þeim allra fátækustu fjölgar í fyrsta sinn í rúm 20 ár
Alþjóðabankinn óttast að þeim sem búa við sára fátækt eigi eftir að fjölga í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi vegna kórónuveirufaraldursins. Líkur eru á að allt að 150 milljónir jarðarbúa bætist í þann hóp á næsta ári. 
08.10.2020 - 04:50
Þeir allra ríkustu enn ríkari í faraldrinum
Milljarðamæringar heimsins hafa flestir aukið auð sinn í kórónuveirufaraldinum. Í skýrslu svissneska bankans UBS segir að sjóðir milljarðamæringa hafi gildnað um ríflega fjórðung þegar faraldurinn stóð hvað hæst frá apríl fram í júlí. Á svipuðum tíma urðu milljónir atvinnulausar eða urðu að halda sér á framfæri á vegum hins opinbera vegna kórónuveirunnar. 
07.10.2020 - 04:51