Fjármálin

Iceland oftast með hæsta verðið
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru þann 8. september síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið á matvöru en Iceland oftast með hæsta verðið.
10.09.2021 - 15:53
Lágar fjárhæðir á bak við mikla hækkun
Tiltölulega lágar fjárhæðir liggja að baki fasteignamats í Bolungarvík og víðar á Vestfjörðum þar sem hlutfallslega mesta hækkunin var. COVID faraldurinn virðist ekki hafa haft mikil áhrif.
01.06.2021 - 10:22
Segir skort á hjúkrunarrýmum skammarlegan
Formaður Landssbands eldri borgara segir skort á hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara skammarlegan og afleiðingu stefnu. Þá segir hann skerðingar á ellilífeyri vegna lífeyristekna ganga þvert á tilgang lífeyrissjóðakerfisins.
31.05.2021 - 10:15
Spá 22% hækkun íbúðaverðs til ársloka 2023
Fasteignaverð hækkar um 22% frá þessu ári til ársloka 2023 að mati Íslandsbanka, en stærsti hluti hækkunar þessa árs sé kominn fram
26.05.2021 - 18:00
Segir brýnt að taka á kjörum og búsetumálum aldraðra
Brýnt er að taka á kjara- og búsetumálum aldraðra, segir fráfarandi formaður landssambands þeirra. Kjör þeirra hafi ekki fylgt verðlagsþróun og það sé mannréttindabrot.
26.05.2021 - 15:19
Hækka vexti til að hamla gegn verðbólgu
Seðlabankinn hækkaði vexti í morgun í fyrsta sínn síðan haustið 2018. Seðlabankastjóri segir þetta gert til að vinna gegn þrálátri verðbólgu. Bankinn gerir ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári og því næsta en áður.
19.05.2021 - 19:00
Myndskeið
„Hraðahindrun á framkvæmdanna vegi“
Margar kvartanir berast vegna galla í nýjum fasteignum. Hraða á byggingamarkaði er yfirleitt um að kenna, segir formaður Húseigendafélagsins. Sumir kaupendur segja seljendur lítið vilja hlusta á kvartanir og líti á kaupendur sem hraðahindrun á framkvæmdanna vegi, segir formaðurinn.
02.05.2021 - 19:24
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgunni
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af hækkandi verðbólgu, ekki síst á meðan atvinnuleysi er mikið. Hann veltir fyrir sér hvort fleira en húsnæðisliðurinn hafi þar áhrif og segir meðal annars mikilvægt að verslunin fari ekki fram úr sér í verðhækkunum.
01.05.2021 - 12:17
Neytendasamtökin vara við innheimtu smálána
Neytendasamtökin hvetja alla sem fengið hafa innheimtukröfu frá BPO innheimtu að kalla eftir gögnum um kröfuna. Ástæða sé til að ætla að stór hluti krafna sem verið er að innheimta varði ólögleg lán.
14.04.2021 - 14:50
Met í útlánum slegin hvert á fætur öðru
Fjöldi landsmanna hefur gripið tækifærið vegna sögulega lágra vaxta Seðlabankans og tekið ný húsnæðislán eða endurfjármagnað eldri. Hvert metið í útlánum á fætur öðru hefur verið slegið á síðustu mánuðum. Þeim sem fá greiddar húsnæðisbætur hefur fækkað.
Niðurstaða um uppgreiðslugjald mögulega á næsta ári
Endanleg niðurstaða um lögmæti uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs gæti legið fyrir á fyrri hluta næsta árs, ef málinu verður áfrýjað beint í Hæstaréttar, eins og fjármálaráðherra vill, segir lögmaðurinn sem sótti málið. Annars þyrfti að bíða í tvö til þrjú ár. 
Þeim allra fátækustu fjölgar í fyrsta sinn í rúm 20 ár
Alþjóðabankinn óttast að þeim sem búa við sára fátækt eigi eftir að fjölga í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi vegna kórónuveirufaraldursins. Líkur eru á að allt að 150 milljónir jarðarbúa bætist í þann hóp á næsta ári. 
08.10.2020 - 04:50
Þeir allra ríkustu enn ríkari í faraldrinum
Milljarðamæringar heimsins hafa flestir aukið auð sinn í kórónuveirufaraldinum. Í skýrslu svissneska bankans UBS segir að sjóðir milljarðamæringa hafi gildnað um ríflega fjórðung þegar faraldurinn stóð hvað hæst frá apríl fram í júlí. Á svipuðum tíma urðu milljónir atvinnulausar eða urðu að halda sér á framfæri á vegum hins opinbera vegna kórónuveirunnar. 
07.10.2020 - 04:51
Banki greiðir milljarðasekt vegna peningaþvættis
Ástralski bankinn Westpac samþykkti í morgun að að greiða 1,3 milljarða ástralíudala sekt, jafnvirði nærri 130 milljarða króna, vegna 23 milljóna brota á lögum um peningaþvætti. Peter King, framkvæmdastjóri Westpac, notaði tækifærið og baðst afsökunar á lögbrotum bankans.
24.09.2020 - 01:23
Sögulegur halli ríkissjóðs Bandaríkjanna
Halli ríkissjóðs Bandaríkjanna nemur nú rúmlega þrjú þúsund milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 400 þúsund milljarða króna. Hallinn kemur að mestu leyti til vegna útgjalda ríkisins í baráttunni gegn kóronuveirufaraldrinum, sem nema um tvö þúsund milljörðum dala. 
12.09.2020 - 01:41
Fyrst í gegnum glerþak Wall Street
Febrúar árið 2021 markar tímamót í sögu stærstu fjármálafyrirtækja á bandaríska verðbréfamarkaðnum. Þá verður Jane Fraser yfirmaður fjárfestingabankans Citigroup, og þar með fyrsta konan sem stýrir einu af stærstu fjármálafyrirtækjunum á Bandaríkjamarkaði. Fyrirtækið tilkynnti þetta í gærkvöld, þar sem núverandi stjórnandi, Michael Corbat, sagði jafnframt að hann ætli að setjast í helgan stein.
11.09.2020 - 06:27
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda
Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka séu ekki komnir til að vera. Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir hækka á ný. Samkvæmt lauslegum útreikningum gæti mánaðarleg greiðslubyrði húsnæðisláns hækkað um jafnvel 70 þúsund krónur.
28.08.2020 - 12:35
Mesti skellur frá stofnun lýðveldis fyrir utan hrunið
Fjármálaráðherra segir að útlit sé fyrir mesta skell í afkomu- og skuldaþróun hins opinbera frá stofnun lýðveldisins, ef frá eru taldar afleiðingar bankahrunsins 2008. Forsendur gildandi fjármálastefnu séu brostnar vegna kórónuveirufaraldursins.
26.08.2020 - 09:08
Johnson tekjuhæstur leikara annað árið í röð
Bandaríkjamaðurinn Dwayne Johnson er tekjuhæsti leikarinn annað árið í röð. Þetta kemur fram í bandaríska fjármálaritinu Forbes. Johnson, sem einnig er kallaður The Rock, hlaut 87,5 milljónir bandaríkjadala fyrir hlutverk sín síðasta árið, jafnvirði um tólf milljarða króna.
12.08.2020 - 06:30
Jákvæður viðsnúningur í afkomu Arion banka
Jákvæður viðsnúningur er í afkomu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2020. Afkoma af áframhaldandi starfsemi var 4.958 milljónir króna. Þetta er 76 prósenta aukning frá öðrum ársfjórðungi ársins 2019.
29.07.2020 - 17:23
Vilja að ríkið haldi utan um upplýsingar um vanskil
Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) gera alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi Creditinfo. Athugasemdirnar koma fram í umsögn samtakanna til Persónuverndar.
24.06.2020 - 18:55
Margir gætu lent í tekjuvanda í haust
Vísbendingar eru um að þeim sem lenda í greiðsluvandræðum fjölgi mjög þegar líða tekur á sumarið. Umboðsmaður skuldara segir yfirvofandi kreppu ólíka bankahruninu að því leyti að nú glími fólk fyrst og fremst við tekjuvanda í stað skuldavanda áður.
Myndskeið
Má treysta á gull og verðtryggingu
Hraðar stýrivaxtalækkanir valda því að þau sem eiga sparifé eiga orðið erfiðara með að finna leiðir til að ávaxta það. Gull og verðtrygging virðist vera það sem hægt er að treysta á í ástandi sem þessu.
24.05.2020 - 19:28
Margir endurfjármagna lán vegna lægri vaxta
Lágvaxtaskeið er hafið, segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Vextir lækki mögulega enn frekar. Mikið er um að fólk endurfjármagni lán sín.
06.04.2020 - 12:21
Metfall áströlsku hlutabréfavísitölunnar
Ástralska hlutabréfavísitalan féll um 9,7 prósent í viðskiptum dagsins. Fall vísitölunnar hefur aldrei verið jafn mikið á einum degi. Minni breytingar urðu í viðskiptum dagsins á Asíumarkaði. Hlutabréf í Hong Kong féllu um tvö prósent og viðskiptavísitalan á meginlandi Kína dróst saman um hálft prósent. Nikkei vísitalan í Japan stóð í stað. 
16.03.2020 - 07:11