Fjármálin

Vilja að ríkið haldi utan um upplýsingar um vanskil
Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) gera alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi Creditinfo. Athugasemdirnar koma fram í umsögn samtakanna til Persónuverndar.
24.06.2020 - 18:55
Margir gætu lent í tekjuvanda í haust
Vísbendingar eru um að þeim sem lenda í greiðsluvandræðum fjölgi mjög þegar líða tekur á sumarið. Umboðsmaður skuldara segir yfirvofandi kreppu ólíka bankahruninu að því leyti að nú glími fólk fyrst og fremst við tekjuvanda í stað skuldavanda áður.
Myndskeið
Má treysta á gull og verðtryggingu
Hraðar stýrivaxtalækkanir valda því að þau sem eiga sparifé eiga orðið erfiðara með að finna leiðir til að ávaxta það. Gull og verðtrygging virðist vera það sem hægt er að treysta á í ástandi sem þessu.
24.05.2020 - 19:28
Margir endurfjármagna lán vegna lægri vaxta
Lágvaxtaskeið er hafið, segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Vextir lækki mögulega enn frekar. Mikið er um að fólk endurfjármagni lán sín.
06.04.2020 - 12:21
Metfall áströlsku hlutabréfavísitölunnar
Ástralska hlutabréfavísitalan féll um 9,7 prósent í viðskiptum dagsins. Fall vísitölunnar hefur aldrei verið jafn mikið á einum degi. Minni breytingar urðu í viðskiptum dagsins á Asíumarkaði. Hlutabréf í Hong Kong féllu um tvö prósent og viðskiptavísitalan á meginlandi Kína dróst saman um hálft prósent. Nikkei vísitalan í Japan stóð í stað. 
16.03.2020 - 07:11
Seðlabankar samræma aðgerðir vegna COVID-19
Stærstu seðlabankar heims samræma aðgerðir til þess að stemma stigu við þrengingum að efnahagslífinu af völdum nýju kórónaveirunnar. Í yfirlýsingu frá Seðlabanka Evrópu segir að seðlabankarnir í Kanada, Englandi, Japan, Evrópu, Bandaríkjunum og Sviss standi saman að aðgerðinni til þess að efla lausafjárstöðu ríkjanna. 
15.03.2020 - 22:38
Tvær drottningar á sömu mynt
Breska hljómsveitin Queen varð í gær fyrsta hljómsveitin til að vera slegin í mynt af seðlabankanum í Bretlandi. Bretadrottning verður á annari hlið myntarinnar, sem verður fimm punda virði, og hljóðfæri fjórmenninganna í Queen verða á þeirri hlið sem skjaldarmerkið er á breskri mynt.
21.01.2020 - 06:47
Dæmi um að erlendir bankar hafni greiðslum frá Íslandi
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki hér á landi hafi ekki getað borgað eitthvað af erlendum reikningum sínum síðustu vikur. Tveir bankar í Rúmeníu hafi til að mynda lokað á greiðslur frá Íslandi eftir að Ísland var sett á gráan lista FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
10.01.2020 - 14:07
S&P staðfestir lánshæfiseinkunn ríkissjóðs
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með lítilsháttar samdrætti á yfirstandandi ári vegna samdráttar í komum ferðamanna til landsins, en að hagvöxtur taki við sér á ný frá og með 2020. Viðnámsþróttur hagkerfisins á sviði ríkisfjármála og í ytri stöðu þjóðarbúsins sé traustur.
15.11.2019 - 22:27
Þurfa að geta starfað án tölvu og farsíma
Gagnsæi og stöðug upplýsingagjöf skipti sköpum í kjölfar netárásar á Norsk Hydro, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Öryggissérfræðingar Landsbankans segja að hægt sé að hafa varann á með því að staðfesta öll greiðslufyrirmæli með símtali. Mikilvægt sé að fræða starfsmenn um hætturnar og tortryggja alltaf fyrirmæli sem berast í tölvupósti.
31.10.2019 - 12:37
Vonandi lægri vextir af lánum og fleiri störf
Seðlabankastjóri segir að hagkerfið sé að hægja á sér og því þurfi að örva það með vaxtalækkun. Hann segir að þetta hafi vonandi þau áhrif fyrir almenning að vextir af lánum lækki og störfum fjölgi.
02.10.2019 - 14:38
Viðtal
Segir bankann ekki hafa verið illa rekinn
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion Banka, segir bankann ekki hafa verið illa rekinn og hann sé ekki að hreinsa upp eftir forvera sinn. Hann tók við starfi bankastjóra í júní af Höskuldi H. Ólafssyni sem fékk 150 milljóna starfslokasamning. Hann segir þó alltaf megi reka fyrirtæki betur.
26.09.2019 - 16:49
Uppsagnir Arion gætu farið fyrir Félagsdóm
Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir það ljóst að lög um hópuppsagnir séu gagnslaust plagg og gagnrýnir harðlega samráðsleysi Arion banka við uppsagnir á 100 starfsmönnum í dag. Hann segir að það gæti farið svo að málinu verði vísað til Félagsdóms.
26.09.2019 - 13:42
Krefjast lögbanns í tengslum við smálán
Neytendasamtökin hafa krafist lögbanns á fyrirtæki sem innheimtir skuldir hjá fólki sem tekið hefur lán hjá smálánafyrirtækjum. Dæmi er um einnar og hálfrar miljónar króna skuld sem hækkaði í þrjár milljónir á einu ári, segir formaður samtakanna.  Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hvað starfsemi fyrirtækisins virðist umfangsmikil og óskammfeilin. 
12.09.2019 - 12:00
Sveitarfélög fá álagningarskrá ekki afhenta
Sveitarfélög fá ekki álagningarskrá einstaklinga afhenta í ár vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar. Hingað til hafa þau fengið skrána afhenta þar sem hún geymir upplýsingar um álagða skatta, þar á meðal útsvar, sem er megintekjustofn sveitarfélaga. Vilji sveitarfélög skoða skrána þurfa þau að ferðast til skrifstofu ríkisskattstjóra innan þess tíma sem hún liggur frammi fyrir almenningi.
05.09.2019 - 13:07
Skipun seðlabankastjóra ekki traustvekjandi
Þingmaður Pírata segir að skipun Ásgeirs Jónssonar í starf seðlabankastjóra hafi verið ótímabær. Skipunin veki ekki traust vegna tengsla Ásgeirs við bankahrunið. 
25.07.2019 - 20:30
Frumvarp sem stöðvar óhóflegan kostnað smálána
Ekki verður hægt að innheimta gjöld og kostnað af lánum umfram lögbundið hámark, samkvæmt áformum atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um breytingu á lögum um neytendalán. Markmiðið er að stöðva svokölluð smálán.
12.07.2019 - 18:58
Frumvarp um fjárfestingabankastarfsemi
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tilkynnt áform um að leggja fram frumvarp sem takmarkar fjárfestingabankastarfsemi viðskiptabanka.
04.07.2019 - 16:51
Arion banki selur hlut sinn í Stoðum
Arion banki hefur samið við dreifðan hóp fjárfesta um kaup þeirra á öllum hlut bankans í Stoðum hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
28.06.2019 - 17:26
Benedikt Gíslason nýr bankastjóri Arion banka
Stjórn Arion banka hefur ráðið Benedikt Gíslason í starf bankastjóra. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi. Benedikt hefur umfangsmikla reynslu af störfum á íslenskum fjármálamarkaði undanfarna tvo áratugi. 
25.06.2019 - 20:23
Afkoma ríkissjóðs gæti versnað um 35 milljarða
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í kvöld. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Dregið verður úr afkomumarkmiðum til að mæta samdrætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
29.05.2019 - 21:56
Ný fjármálastefna gæti losað um tugi milljarða
Ákörðun um nýja fjármálastefnu Alþingis snýst um útgjalda- og tekjusveiflu upp á fjörutíu milljarða, segir Haraldur Benediktsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, og býst við ákvörðun um nýja fjármálastefnu á næstu dögum.
16.05.2019 - 12:34
Apple Pay kemur loksins á íslenskan markað
Nú geta íslenskir notendur IOS stýrikerfis Apple síma loksins nýtt símtækið sem greiðslumáta eins og Android notendur hafa lengi getað. Apple Pay er svipuð lausn og snertilaus debet- eða kredit-kort og eykur þægindi fólks við greiðslur á netinu.
09.05.2019 - 14:52
Viðtal
Ætlar að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja
Ráðherra neytendamála ætlar að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja, sem hún segir að brjóti lög. Hún hyggst leggja fram frumvarp sem kemur í veg fyrir að fyrirtækin geti innheimt lán sem bera ólöglegan kostnað.
02.05.2019 - 19:32
Fréttaskýring
Smálán, stór skuld
Eftir að íslensk stjórnvöld þrengdu að starfsemi smálánafyrirtækja hvarf þorri íslensku fyrirtækjanna af yfirborðinu en skaut upp höfðinu í Kaupmannahöfn skömmu síðar. Þaðan bjóða þau Íslendingum lán með árlegan kostnað upp á allt að 35 þúsund prósent. Það brýtur í bága við íslensk lög, segja talsmenn yfirvalda hér heima.
30.04.2019 - 20:05