Fjármálakreppa

Tekist á um fjármálastefnu á Alþingi
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu meðal annars forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi síðdegis. Fjármálaráðherra segir að hægt sé að ná fram miklum umbótum í ríkisrekstrinum.
27.08.2020 - 16:27
Georgieva óttast nýja heimskreppu
Ójöfnuður og óstöðugleiki á fjármálamörkuðum auka hættuna á djúpri kreppu á borð við þá sem varð á millistríðsárunum á síðustu öld. Svo sagði Kristalina Georgieva, formaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hún hélt í Peterson-stofnuninni í alþjóðahagfræði í Washington í gær.
Þegar Davíð tók fyrsta Big Mac bitann
Á föstudag eru 10 ár liðin frá því að McDonald’s lagði upp laupana á Íslandi. Brotthvarf keðjunnar varð að eins konar táknmynd efnahagshrunsins en á sama hátt markaði innreið skyndibitarisans á íslenskan markað árið 1993 kaflaskil í sögu þjóðarinnar.
30.10.2019 - 09:24
Það sem við vitum ekki 10 árum eftir hrun
Haustið 2008. Stóru viðskiptabankarnir þrír fallnir. Allra spjót beinast að stjórnendum þeirra, sem fram að hruni höfðu þegið ofurlaun og bónusa fyrir störf sín. Þetta voru eignamenn sem ferðuðust um í einkaþotum, pöntuðu heimsfræga poppara í afmælin sín, áttu snekkjur, lúxusvillur og lúxusbíla.
Viðtal
Veruleikinn tók fram úr ímyndunarafli höfunda
Á undanförnum áratug hefur komið út fjöldi verka sem hefur tekist á við bóluárin og hrun bankakerfisins með skáldskapinn að vopni. Á næsta ári kemur út hjá bandarísku bókaútgáfunni Punctum bókin Útrásarvíkingar: The Literature of the Icelandic Financial Crisis 2008 - 2014 þar sem Alaric Hall rýnir í bókmenntir íslenska fjármálahrunsins.
08.10.2018 - 16:07
„Þetta voru gífurlega erfiðir dagar“
Fyrir tíu árum féllu íslensku bankarnir einn af öðrum á nokkrum dögum eins og dómínókubbar. Íslenska ríkið tók yfir rekstur bankanna en enginn sá fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenskt samfélag og sjálfsmynd landsmanna. Í ör-útvarpsþáttunum Nokkrir dagar í frjálsu falli á Rás 1 verða atburðirnir rifjaðir upp. Hér má hlusta á fyrsta þáttinn.
29.09.2018 - 09:00
Leiðtogalaus heimur stefnir í verri kreppu
Heiminn vantar leiðtoga til að koma í veg fyrir svipað, eða jafnvel verra, fjármálahrun og árið 2008. Engar lausnir hafa verið fundnar á orsökum hrunsins fyrir áratug. Þetta segir Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við breska dagblaðið Guardian.
13.09.2018 - 01:23
Bandarískir bankar standast heimskreppu
Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna standa traustum fótum og ættu að þola djúpa alþjóðlega efnahagskreppu. Þetta er niðurstaða álagsprófa sem Seðlabanki Bandaríkjanna stóð fyrir en niðurstöður þeirra voru kynntar í dag.
21.06.2018 - 21:04
Grikkir skera enn niður í velferðarkerfinu
Gríska þingið samþykkti í kvöld enn frekari aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til að uppfylla skilyrði lánardrottna gríska ríkisins fyrir framlengingu lána og niðurfellingu hluta þeirra. Til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins lagði ríkisstjórnin fram lagabreytingar sem fela í sér milljarða niðurskurð í velferðarkerfinu.
19.05.2017 - 01:27
Deutsche Bank vill ekki rifja upp CLN söguna
Kaupþing og Deutsche Bank hafa samið um kröfu Kaupþings upp á 500 milljónir evra sem tengist svokölluðu CLN máli. Þýski bankinn er ófús að upplýsa um viðskiptin þarna að baki og vildi ekki svara spurningum Spegilsins um málið.
07.03.2017 - 16:55
Grikkir komnir með nóg af Syriza
Eftir sjö ára aðhaldsaðgerðir hafa Grikkir misst trúna á stjórnvöld sem boðuðu endurreisn. Óróa er spáð í grískum stjórnmálum en það er ólíklegt að nokkur flokkur nái meirihluta í næstu kosningum.
28.02.2017 - 22:16
23 aflandsfélög skráð eftir hrun
Umfangsmikil aflandsvæðing fyrirhrunsáranna kom mörgum í opna skjöldu þegar Panamaskjölin voru afhjúpuð. Það er þó misskilningur ef einhver heldur að aflandsbraski Íslendinga hafi lokið með fjármálahruninu haustið 2008.
31.01.2017 - 20:14
Seðlabankinn seldi hlut sinn í Kaupþingi
Seðlabankinn hefur selt allan eignarhlut sinn og allar kröfur sem hann átti í eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. DV greinir frá þessu. Í fréttinni kemur fram að Seðlabankinn átti um 6 prósenta hlut í Kaupþingi um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt heimildum blaðsins keypti bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital megnið af hlut Seðlabankans, en sjóðurinn mun vera langstærsti einstaki eigandi Kaupþings, með á bilinu 33 - 40% eignarhlut. Verðmætasta eign Kaupþings er síðan 87% hlutur í Arionbanka.
08.11.2016 - 05:54
Grikkland: Tsipras stokkar upp stjórnina
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kynnti í gær miklar breytingar á ráðuneyti sínu í viðleitni til að skapa stjórninni aukið svigrúm til að mæta kröfum lánardrottna um leið og hann reynir að lægja óánægjuöldur meðal kjósenda. Nokkrir ráðherrar sem hafa verið Tsipras óþægur ljár í þúfu og ítrekað staðið gegn laga- og reglubreytingum sem gera átti að kröfu lándardrottna fá að taka pokann sinn. Nýja stjórnin tekur að líkindum formlega við völdum í dag, laugardag.
05.11.2016 - 07:20
Fall Deutsche Bank ylli verri kreppu en 2008
Ef Deutsche Bank verður gjaldþrota verða afleiðingarnar líklega enn alvarlegri en þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers féll í september 2008. Þetta segir Stefan Wendt lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Deutsche Bank er á heljarþröm en Stefan Wendt telur að þrátt fyrir yfirlýsingar þýskra stjórnmálamanna um annað muni þýska ríkið ekki láta hann falla. Til þess sé hann einfaldlega of stór.
04.10.2016 - 16:00
Vigdís biður Ögmund formlega um rannsókn
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar hefur sent stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd Alþingis skýrslu sína „um einkavæðingu bankanna hina síðari“. Hún óskar eftir því í bréfi til Ögmundar Jónassonar formanns nefndarinnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leggi fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka seinni einkavæðingu bankanna.
23.09.2016 - 11:15
Krefja Deutsche Bank um háar bætur
Hlutabréf í þýska bankanum Deutsche Bank féllu um átta prósent við upphaf viðskipta í kauphöllinni í Frankfurt í dag. Ástæðan er sú að stjórnvöld í Bandaríkjunum krefjast þess að bankinn greiði fjórtán milljarða dollara í sekt fyrir þátt hans í efnahagskreppunni sem skall á árið 2008. Upphæðin er jafnvirði rúmlega sextán hundruð milljarða króna.
16.09.2016 - 08:44
Vilja refsa Portúgal og Spáni fyrir halla
Fjármálaráðherra evruríkjanna ákváðu í morgun að hefja formlega undirbúning að því að refsa Spáni og Portúgal fyrir að hafa ekki nóg að gert til að draga úr fjárlagahalla ríkjanna. AFP fréttaveitan segir að á fundi í Brussel í morgun hafi ráðherrarnir sammælst um aðgerðir. Stjórnvöld í löndunum tveimur hafa nú tíu daga til að telja ráðamenn í Brussel af refsiaðgerðum.
12.07.2016 - 12:11
Síðasta aflandskrónuútboðinu lokið
Seðlabankinn greiðir andvirði 47 milljarða króna í erlendum gjaldeyri fyrir 72 milljarða aflandskróna. Þetta var niðurstaða síðasta aflandskrónuútboðs Seðlabankans. Þeir sem enn eiga aflandskrónur hafa nú sex daga til að ganga að lokatilboði Seðlabankans.
21.06.2016 - 18:54
Íslendingar með mestu einstaklingshyggjuþjóðum
Íslendingar eru einstaklingshyggjuþjóð samkvæmt öllum mælikvörðum sem hægt er að leggja á slíkt. Að þessu leyti erum við ólíkir öðrum Norðurlandabúum og sverjum okkur meira í ætt við Bandaríkjamenn og Breta. Þetta segir Már Wolfgang Mixa aðjúnkt í fjármálum við Háskólann í Reykjavík sem á morgun ver doktorsritgerð um íslenska fjármálahrunið. Rannsókn hans beinist meðal annars að því hvort eitthvað í menningu Íslendinga skýri það af hverju hrunið á Íslandi var svo sögulegt sem raun ber vitni.
02.06.2016 - 17:10
Aflandskrónufrumvarpið samþykkt
Aflandskrónufrumvarp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á föstudag var samþykkt á alþingi nú á tólfta tímanum með 47 greiddum atkvæðum. 7 sátu hjá. Þingfundur var settur klukkan 20.00 í kvöld og var önnur umræða um aflandskrónufrumvarpið eina málið á dagskrá. Annarri umræðu lauk um klukkan 23.10 og var þingfundi þá slitið og nýr þingfundur settur eftir að leitað hafði verið afbrigða, þar eð of skammt var liðið frá síðasta þingfundi samkvæmt þingsköpum Alþingis.
22.05.2016 - 23:30
Hóta að draga sig út úr björgunaraðgerðum
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, krefst þess að lánardrottnar gríska ríkisins felli niður meira af skuldum þess og leggi fram raunsæislegar og trúverðugar áætlanir um framhaldið. Ella muni sjóðurinn segja sig frá þátttöku í björgunaraðgerðum Evrópusambandsins og annarra sem að þeim koma. Þetta kemur fram í bréfi Lagarde til fjármálaráðherra Evrópusambandsríkjanna, sem munu funda í næstu viku og meðal annars fjalla um Grikklandsmálin.
07.05.2016 - 04:28
Bjarni ekki að fara að einkavæða bankana
"Það er enginn valkostur að segja ósatt um svona hluti. Það er enginn valkostur að leyna hagsmunum tengds aðila í svona stóru máli,“ sagði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknar í Helgarútgáfunni á Rás 2 í dag. Birgitta Jónsdóttir fór þar líka yfir hörð skilyrði stjórnarandstöðunar fyrir því að þingið geti starfað áfram með eðlilegum hætti.
10.04.2016 - 17:22
Erfiðara að nýta skattaskjól en áður
Milljarðar króna streymdu úr íslenska hagkerfinu á árunum fyrir hrun til eignarhaldsfélaga erlendis og situr þar vafalaust enn að mati fyrrverandi ríkisskattstjóra. Pólitískan vilja skorti til að bæta úr en hann segir erfiðara að nýta sér skattaskjól í dag en síðustu ár.
21.03.2016 - 10:01
Rannsókn á einkavæðingu ekki enn hafin
Forseti Alþingis treystir sér ekki til þess að segja til um hvenær unnt sé að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna þótt 3 ár séu í dag liðin frá því að Alþingi samþykkti að gera slíka rannsókn. Henni átti að vera lokið fyrir rúmum tveimur árum.
07.11.2015 - 19:44