Fjármálakreppa

Ætla að hætta að borga orkureikningana
Margir Bretar fá hroll þegar þeir hugsa til komandi vetrar vegna síhækkandi verðs á flestum nauðsynjavörum. Verðbólga er komin yfir tíu prósent og jafnvel er gert ráð fyrir að hún fari í átján prósent eftir áramót. Hrollurinn jókst til muna fyrir helgi þegar Ofgem, stofnunin sem fer með orkumál í Bretlandi, tilkynnti um áttatíu prósenta hækkun á orku til húshitunar.
30.08.2022 - 08:15
Efnahagssamdráttur í Bandaríkjunum
Samdráttur í hagkerfinu vestanhafs var 0,9 prósent í apríl, maí og júní síðastliðnum. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 var samdrátturinn 1,6%. Mælist efnahagssamdráttur tvo ársfjórðunga í röð telst efnahagslægð vera skollin á. Formlega hefur þó enn ekki verið lýst yfir efnahagslægð, en sérfræðingar telja að hún sé yfirvofandi og fyrstu merki hennar þegar komin fram.
Heimurinn rambar á barmi efnahagslægðar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og það næsta. Útlit er fyrir frekari verðhækkanir og þar með versnandi afkomu heimilanna. Sé litið til auðugustu ríkja heims verður vöxturinn minnstur í Bretlandi.
Úkraína styrkt um einn milljarð evra
Einn milljarður evra safnaðist til styrktar Úkraínu á ársfundi Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu í vikunni. Útlit er fyrir að efnahagur landsins dragist saman um þrjátíu prósent á þessu ári vegna innrásar Rússa.
Bjartsýnistónn í voldugum evrópskum flugrekendum
Heldur rofaði til í rekstri fransk-hollenska flugfélagsins AirFrance-KLM á fyrsta fjórðungi ársins. Enn er tap af rekstrinum en aðeins þriðjungur af því sem var fyrir ári. Sama er uppi á teningnum hjá hinu þýska Lufthansa.
Sri Lanka á heljarþröm
Kauphöllinni í Colombo á Sri Lanka var lokað öðru sinni í þessum mánuði þegar hlutabréfavísitalan hrundi um hátt í þrettán prósent. Fjármálakreppan sem herjar á landsmenn er hin versta frá því að landið fékk sjálfstæði fyrir 74 árum.
25.04.2022 - 16:20
Hækkun fasteignaverðs mest hér meðal Norðurlandanna
Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi meðal Norðurlanda í heimsfaraldrinum þótt það risi talsvert um þau öll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Omíkron hægir á endurkomu starfsmanna á vinnustað
Bandarísk stórfyrirtæki neyðast til að endurmeta áætlanir sínar um að starfsfólk snúi aftur á vinnustöðvar sínar í ljósi útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Verðhrun á hlutabréfum í SAS
Verð hlutabréfa í flugfélaginu SAS féll umtalsvert í dag eftir að Anko van der Werff, forstjóri þess, sagði í viðtali að fyrirtækið yrði að lækka rekstrarkostnað, ella stefndi það í gjaldþrot. Þetta var haft eftir honum í danska viðskiptablaðinu Finans. Upp úr hádegi höfðu hlutabréf í fyrirtækinu lækkað um fjórtán prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi og virði þess lækkað um rúmlega tólf milljarða íslenskra króna.
25.10.2021 - 14:14
Sex núll skorin af gjaldmiðli Venesúela
Seðlabankinn í Venesúela gefur í dag út nýja peningaseðla. Sex núll hafa verið skorin af bólívarnum, gjaldmiðli landsins. Efnahagurinn er í rúst og milljónir landsmanna þurfa á aðstoð að halda.
Greiddi 1,1 milljarð en viðurkenndi ekki ábyrgð
PricewaterhouseCoopers sem voru endurskoðendur Landsbanka Íslands fyrir hrun greiddu slitastjórn bankans jafnvirði 1100 milljóna króna árið 2017. Slitastjórnin stefndi PWC árið 2012 og krafði fyrirtækið um 100 milljarða króna í skaðabætur. Málið var fellt niður. Upphæð samkomulagsins varð fyrst opinber á föstudaginn í dómi Landsréttar yfir stjórnendum Landsbankans fyrir hrun. 
Ísland sagt eiga heimsmet í bótaskerðingum
Íslendingar eiga heimsmet í skerðingum í almannatryggingakerfinu að mati skýrsluhöfunda á vegum stéttarfélagsins Eflingar.
27.05.2021 - 13:05
Efla verði bótakerfið og búa til störf
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands bregst í föstudagspistli sínum við aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-kreppunnar. Segir Drífa mikilvægt að sýna úthald, dragi ríkið of snemma úr aðgerðum sé hætt við því að kreppan dýpki.
Viðtal
Telur að við séum á lokahring faraldursins
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að vonin sé sú að ekki þurfi að nýta öll þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag vegna kórónuveirufaraldursins, en horft sé til þess að stuðnings sé þörf á lokametrum faraldursins. Aðgerðir stjórnvalda hafi orðið til þess að samdráttur varð minni en búist var við.
Viðtal
Vonandi síðasti efnahagsaðgerðapakkinn
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist vona að þær efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í morgun séu þær síðustu sem ríkisstjórnin þurfi að grípa til í faraldrinum. Hann segir ríkissjóð geta staðið undir aðgerðunum þó að þær séu dýrar.
Hreiðar Már og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í dag sakfelldir í Landsrétti í svokölluðu CLN-máli. Sigurður Einarsson var hins vegar sýknaður.
Kastljós
Heimilin komið betur undan faraldrinum en búist var við
Flest íslensk heimili hafa komið mun betur undan efnahagsáhrifum COVID-faraldursins en við var búist, að sögn Lilju Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
16.03.2021 - 21:49
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi
Seðlabanki Bretlands, Englandsbanki, tilkynnti í dag um óbreytta stýrivexti, 0,1 prósent, hina lægstu í sögu stofnunarinnar. Jafnframt var hagvaxtarspá bankans lækkuð úr 7,25 prósentum í 5 prósent á þessu ári.
04.02.2021 - 12:48
Aldrei fleiri hópuppsagnir tilkynntar á einu ári
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.
30 milljarða gjaldþrot hjá gömlu félagi Björgólfs
Skiptum er lokið í Gretti eignarhaldsfélagi, rúmum ellefu árum eftir að það var tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu rúmum 30 milljörðum.
23.12.2020 - 09:26
COVID kreppa bitnar mest á láglaunafólki
Láglaunanfólk tekur versta skellinn í kreppunni sem nú gengur yfir og grípa verður til sértækra aðgerða til að koma í veg fyrir að ójöfnuður aukist, segir framkvæmdastjóri ASÍ.
Fjármagn rennur til fjölmiðlafyrirtækja
Tvö af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum landsins hafa síðustu daga fengið viðbótarfjármagn, hvort úr sinni áttinni. Ríkisútvarpið fær meira á fjárlögum en til stóð og aðaleigandi Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar fjárfesti fyrir hundruð milljóna.
12.12.2020 - 12:22
Spegillinn
Kórónukreppa bitnar á ungu fólki
Atvinnuleysi fer vaxandi, í síðasta mánuði var það rétt tæp tíu prósent og ef einnig er tekið tillit til þeirra sem eru í minna starfshlutfalli en áður telur Vinnumálastofnun að í október sé atvinnuleysi rúmlega ellefu prósent. Horfurnar fyrir yfirstandandi mánuð eru ekki góðar. Um 40% þeirra sem eru án atvinnu eru undir 35 ára aldri eða um tíu þúsund manns. Viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks getur haft langvinn neikvæð áhrif á líf þess, starfsmöguleika og tekjur.
Spegillinn
Norwegian færist framar á brúninni
Norska ríkisstjórnin er hætt frekari stuðningi við flugfélagið Norwegian. Við þessi tíðindi urðu hlutabréf í félaginu nær verðlaus og það færðist nær gjaldþroti. Hrun hefur orðið í starfssemi Norwegian eftir að heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á í vor.
10.11.2020 - 09:09