Fjármálakreppa

Sex núll skorin af gjaldmiðli Venesúela
Seðlabankinn í Venesúela gefur í dag út nýja peningaseðla. Sex núll hafa verið skorin af bólívarnum, gjaldmiðli landsins. Efnahagurinn er í rúst og milljónir landsmanna þurfa á aðstoð að halda.
Greiddi 1,1 milljarð en viðurkenndi ekki ábyrgð
PricewaterhouseCoopers sem voru endurskoðendur Landsbanka Íslands fyrir hrun greiddu slitastjórn bankans jafnvirði 1100 milljóna króna árið 2017. Slitastjórnin stefndi PWC árið 2012 og krafði fyrirtækið um 100 milljarða króna í skaðabætur. Málið var fellt niður. Upphæð samkomulagsins varð fyrst opinber á föstudaginn í dómi Landsréttar yfir stjórnendum Landsbankans fyrir hrun. 
Ísland sagt eiga heimsmet í bótaskerðingum
Íslendingar eiga heimsmet í skerðingum í almannatryggingakerfinu að mati skýrsluhöfunda á vegum stéttarfélagsins Eflingar.
27.05.2021 - 13:05
Efla verði bótakerfið og búa til störf
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands bregst í föstudagspistli sínum við aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-kreppunnar. Segir Drífa mikilvægt að sýna úthald, dragi ríkið of snemma úr aðgerðum sé hætt við því að kreppan dýpki.
Viðtal
Telur að við séum á lokahring faraldursins
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að vonin sé sú að ekki þurfi að nýta öll þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag vegna kórónuveirufaraldursins, en horft sé til þess að stuðnings sé þörf á lokametrum faraldursins. Aðgerðir stjórnvalda hafi orðið til þess að samdráttur varð minni en búist var við.
Viðtal
Vonandi síðasti efnahagsaðgerðapakkinn
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist vona að þær efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í morgun séu þær síðustu sem ríkisstjórnin þurfi að grípa til í faraldrinum. Hann segir ríkissjóð geta staðið undir aðgerðunum þó að þær séu dýrar.
Hreiðar Már og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í dag sakfelldir í Landsrétti í svokölluðu CLN-máli. Sigurður Einarsson var hins vegar sýknaður.
Kastljós
Heimilin komið betur undan faraldrinum en búist var við
Flest íslensk heimili hafa komið mun betur undan efnahagsáhrifum COVID-faraldursins en við var búist, að sögn Lilju Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
16.03.2021 - 21:49
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi
Seðlabanki Bretlands, Englandsbanki, tilkynnti í dag um óbreytta stýrivexti, 0,1 prósent, hina lægstu í sögu stofnunarinnar. Jafnframt var hagvaxtarspá bankans lækkuð úr 7,25 prósentum í 5 prósent á þessu ári.
04.02.2021 - 12:48
Aldrei fleiri hópuppsagnir tilkynntar á einu ári
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.
30 milljarða gjaldþrot hjá gömlu félagi Björgólfs
Skiptum er lokið í Gretti eignarhaldsfélagi, rúmum ellefu árum eftir að það var tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu rúmum 30 milljörðum.
23.12.2020 - 09:26
COVID kreppa bitnar mest á láglaunafólki
Láglaunanfólk tekur versta skellinn í kreppunni sem nú gengur yfir og grípa verður til sértækra aðgerða til að koma í veg fyrir að ójöfnuður aukist, segir framkvæmdastjóri ASÍ.
Fjármagn rennur til fjölmiðlafyrirtækja
Tvö af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum landsins hafa síðustu daga fengið viðbótarfjármagn, hvort úr sinni áttinni. Ríkisútvarpið fær meira á fjárlögum en til stóð og aðaleigandi Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar fjárfesti fyrir hundruð milljóna.
12.12.2020 - 12:22
Spegillinn
Kórónukreppa bitnar á ungu fólki
Atvinnuleysi fer vaxandi, í síðasta mánuði var það rétt tæp tíu prósent og ef einnig er tekið tillit til þeirra sem eru í minna starfshlutfalli en áður telur Vinnumálastofnun að í október sé atvinnuleysi rúmlega ellefu prósent. Horfurnar fyrir yfirstandandi mánuð eru ekki góðar. Um 40% þeirra sem eru án atvinnu eru undir 35 ára aldri eða um tíu þúsund manns. Viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks getur haft langvinn neikvæð áhrif á líf þess, starfsmöguleika og tekjur.
Spegillinn
Norwegian færist framar á brúninni
Norska ríkisstjórnin er hætt frekari stuðningi við flugfélagið Norwegian. Við þessi tíðindi urðu hlutabréf í félaginu nær verðlaus og það færðist nær gjaldþroti. Hrun hefur orðið í starfssemi Norwegian eftir að heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á í vor.
10.11.2020 - 09:09
Hagvaxtarspá ESB fyrir 2021 lækkuð
Afleiðingar annarrar bylgju COVID-19 faraldursins í ríkjum Evrópusambandsins draga úr líkum þess að hagvöxtur á næsta ári verði 6,1 prósent eins og spáð hafði verið. Valdis Dombrovskis, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá þessu í yfirlýsingu sem birt var í dag.
05.11.2020 - 11:56
Tekist á um fjármálastefnu á Alþingi
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu meðal annars forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi síðdegis. Fjármálaráðherra segir að hægt sé að ná fram miklum umbótum í ríkisrekstrinum.
27.08.2020 - 16:27
Georgieva óttast nýja heimskreppu
Ójöfnuður og óstöðugleiki á fjármálamörkuðum auka hættuna á djúpri kreppu á borð við þá sem varð á millistríðsárunum á síðustu öld. Svo sagði Kristalina Georgieva, formaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hún hélt í Peterson-stofnuninni í alþjóðahagfræði í Washington í gær.
Þegar Davíð tók fyrsta Big Mac bitann
Á föstudag eru 10 ár liðin frá því að McDonald’s lagði upp laupana á Íslandi. Brotthvarf keðjunnar varð að eins konar táknmynd efnahagshrunsins en á sama hátt markaði innreið skyndibitarisans á íslenskan markað árið 1993 kaflaskil í sögu þjóðarinnar.
30.10.2019 - 09:24
Það sem við vitum ekki 10 árum eftir hrun
Haustið 2008. Stóru viðskiptabankarnir þrír fallnir. Allra spjót beinast að stjórnendum þeirra, sem fram að hruni höfðu þegið ofurlaun og bónusa fyrir störf sín. Þetta voru eignamenn sem ferðuðust um í einkaþotum, pöntuðu heimsfræga poppara í afmælin sín, áttu snekkjur, lúxusvillur og lúxusbíla.
Viðtal
Veruleikinn tók fram úr ímyndunarafli höfunda
Á undanförnum áratug hefur komið út fjöldi verka sem hefur tekist á við bóluárin og hrun bankakerfisins með skáldskapinn að vopni. Á næsta ári kemur út hjá bandarísku bókaútgáfunni Punctum bókin Útrásarvíkingar: The Literature of the Icelandic Financial Crisis 2008 - 2014 þar sem Alaric Hall rýnir í bókmenntir íslenska fjármálahrunsins.
08.10.2018 - 16:07
„Þetta voru gífurlega erfiðir dagar“
Fyrir tíu árum féllu íslensku bankarnir einn af öðrum á nokkrum dögum eins og dómínókubbar. Íslenska ríkið tók yfir rekstur bankanna en enginn sá fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenskt samfélag og sjálfsmynd landsmanna. Í ör-útvarpsþáttunum Nokkrir dagar í frjálsu falli á Rás 1 verða atburðirnir rifjaðir upp. Hér má hlusta á fyrsta þáttinn.
29.09.2018 - 09:00
Leiðtogalaus heimur stefnir í verri kreppu
Heiminn vantar leiðtoga til að koma í veg fyrir svipað, eða jafnvel verra, fjármálahrun og árið 2008. Engar lausnir hafa verið fundnar á orsökum hrunsins fyrir áratug. Þetta segir Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við breska dagblaðið Guardian.
13.09.2018 - 01:23
Bandarískir bankar standast heimskreppu
Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna standa traustum fótum og ættu að þola djúpa alþjóðlega efnahagskreppu. Þetta er niðurstaða álagsprófa sem Seðlabanki Bandaríkjanna stóð fyrir en niðurstöður þeirra voru kynntar í dag.
21.06.2018 - 21:04
Grikkir skera enn niður í velferðarkerfinu
Gríska þingið samþykkti í kvöld enn frekari aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til að uppfylla skilyrði lánardrottna gríska ríkisins fyrir framlengingu lána og niðurfellingu hluta þeirra. Til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins lagði ríkisstjórnin fram lagabreytingar sem fela í sér milljarða niðurskurð í velferðarkerfinu.
19.05.2017 - 01:27