Fjarðalistinn
Meirihlutasamstarf samþykkt í Fjarðabyggð
Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Fjarðabyggð fyrir komandi kjörtímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum. Samningurinn verður kynntur fyrir félögum framboðanna og undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 11. júní.
07.06.2018 - 00:15
Eydís leiðir Fjarðalistann í Fjarðabyggð
Eydís Ásbjörnsdóttir bæjarfulltrúi leiðir Fjarðalista félaghyggjufólks í Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða á opnum félgsfundi í gærkvöld. Á listanum eiga sæti 8 konur og 10 karlar.
28.03.2018 - 10:20
Öll framboð í Fjarðabyggð með þrjá menn
Öll framboðin í Fjarðabyggð hlutu þrjá menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 37,35 prósent, Fjarðalistinn hlaut 32,84 prósent og Framsóknarflokkurinn 29,81 prósent. Kjörsókn var 65,88 prósent.
01.06.2014 - 03:41
Í stokk eða út í sjó
Leikskólamál, skuldastaða bæjarfélagsins og almenningssamgöngur var meðal þess sem rætt var á framboðsfundi með frambjóðendum í Fjarðabyggð í Speglinum. Til stendur að byggja nýjan leikskóla fyrir neðan grunnskólann í Neskaupstað. Milli skólanna liggur hins vegar aðalgata bæjarins.
19.05.2014 - 20:01
Fjarðabyggð - framboðsfundur í Speglinum
Oddvitar framboða í Fjarðabyggð taka þátt í framboðsfundi í Speglinum í kvöld. Þrír listar eru í framboði: Frjálsir og Framsókn; Sjálfstæðisflokkurinn og Fjarðalistinn.
19.05.2014 - 12:18
Þrjú framboð í Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er fjölmennasta sveitarfélag Austurlands með tæplega 4700 íbúa. Í sveitarfélaginu eru sex byggðakjarnar, Reyðarfjörður, Eskifjörður og Neskaupstaður sem er stærstur og Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður og Mjóifjöður.
18.05.2014 - 18:40