Fjarðabyggð

Fjarðalistinn leiðir þreifingar í Fjarðabyggð
Engar formlegar viðræður eru hafnar um myndun meirihluta í Fjarðabyggð. Þar féll meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar og óháðra með tveimur atkvæðum. Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans sem fékk flesta menn kjörna, segir að óformlegar þreifingar hafi farið fram með fleiri en einum flokki. Fulltrúar listans ætla að funda með baklandinu í dag um næstu skref. Fjarðalistinn getur myndað meirihluta með hvaða flokki sem er.
28.05.2018 - 11:48
Rétt talið í Fjarðabyggð en D-atkvæði ógilt
Úrslit standa í Fjarðabyggð og er meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar þar fallinn á tveimur atkvæðum en ekki einu. Vegna þess hve mjótt var á munum gaf yfirkjörstjórn í Fjarðabyggð framboðum þar í dag kost á að skoða kjörseðla og telja. Í tilkynningu frá kjörstjórn kemur fram að allt hafi reynst rétt talið. Athugasemd hafi hinsvegar verið gerð við eitt atkvæði til D-lista sem hafði verið tekið sem gilt atkvæði. Var það úrskurðað ógilt en breytir engu um úthlutun sæta í bæjarstjórn.
„Hvert atkvæði skiptir máli“
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð féll í kosningunum í nótt. Fjarðalistinn fékk fjóra menn kjörna í Fjarðabyggð en einungis einu atkvæði munar á fjórða manni hans og næsta manni Sjálfstæðisflokks.
Umboðsmenn fá að skoða seðla í Fjarðabyggð
Það skýrist ekki fyrr en seint í dag eða jafnvel í kvöld hvort úrslit og fall meirihlutans í Fjarðabyggð stendur. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar og óháðra féll með aðeins einu atkvæði í nótt og óskuðu Sjálfstæðismenn eftir endurtalningu.
Meirihlutar falla unnvörpum fyrir austan
Stærstu tíðindin á Austurlandi í sveitarstjórnarkosningunum í gær eru þau að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Fjarðabyggð féll á einu atkvæði að því er virðist, Seyðisfjarðarlistinn náði hreinum meirihluta á Seyðisfirði og Framsóknarflokkur felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins og náði hreinum meirihluta á Hornafirði.
Meirihlutinn tæpur í Fjarðabyggð
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur velli þegar talin hafa verið 1.745 atkvæði í Fjarðabyggð. Fjarðalistinn er allra flokka stærstur í sveitarfélaginu með rúmlega þriðjungs fylgi. Miðflokkurinn kemur inn af miklu afli, nær rúmlega 16% fylgi og einum manni inn í bæjarstjórn.
Deila um hvort skera þurfi niður í Fjarðabyggð
Í Fjarðabyggð en eru fjármálin og rekstur sveitarfélagsins á meðal helstu kosningamála. Fjarðabyggð er fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi og íbúarnir eru orðnir tæplega fimm þúsund eftir að samþykkt var að sameina Fjarðabyggð og Breiðdalshrepp.
Upptaka
Framboðsfundur í Fjarðabyggð
Oddvitar framboðanna í Fjarðabyggð sátu fyrir svörum í beinni útsendingu á Rás 2. Kjósendur í sveitarfélaginu geta valdið milli fjögurra flokka. Í Fjarðabyggð eru sex þéttbýliskjarnar, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík sem hefur sameinast Fjarðabyggð.
Jón Björn leiðir Framsókn í Fjarðabyggð
Framboðslisti Framsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á félagsfundi Framsóknarfélags Fjarðabyggðar í gær. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, leiðir listann og bæjarfulltrúarnir Pálína Margeirsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir eru í öðru og þriðja sæti.
Miðflokkurinn býður fram í Fjarðabyggð
Miðflokksfélag Fjarðarbyggðar var stofnað um helgina. Á fundi flokksins var samþykkt að Miðflokkurinn bjóði fram lista til sveitastjórnarkosninga í Fjarðarbyggð í vor. Rúnar Gunnarsson mun leiða listann. Rúnar býr ásamt eiginkonu sinni í Norðfirði þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann hefur rekið flutningaþjónustu Eimskips á Austurlandi síðustu 19 ár.
Eydís leiðir Fjarðalistann í Fjarðabyggð
Eydís Ásbjörnsdóttir bæjarfulltrúi leiðir Fjarðalista félaghyggjufólks í Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða á opnum félgsfundi í gærkvöld. Á listanum eiga sæti 8 konur og 10 karlar.
Segir sameiningu skapa mörg tækifæri
Sameining Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í íbúakosningu í gær. Oddviti Breiðdalshrepps fagnar niðurstöðunni og segir að hún muni skapa mörg tækifæri í hreppnum.
25.03.2018 - 12:07
Kosið um sameiningu á Austfjörðum í dag
Íbúar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps greiða atkvæði í dag um það hvort sameina eigi sveitarfélögin.
Undirbúa komu fjögurra fjölskyldna frá Írak
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa nú komu fjögurra fjölskyldna frá Írak. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Jórdaníu og kemur til Íslands sem kvótaflóttamenn.
24.01.2018 - 09:21
Allt að 800 milljónir myndu fylgja sameiningu
Skólar á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði verða sameinaðir en áfram verður kennt á báðum stöðum, ef sameining Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps verður samþykkt. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í málefnasáttmála sameiningarnefndar. 700-800 milljónir kæmu í hlut nýs sveitarfélags úr jöfnunarsjóði meðal annars til að standa undir kostnaði við sameininguna.
Fimm fjölskyldur frá Írak flytja í Fjarðabyggð
Áætlað er að Fjarðabyggð taki á móti fimm fjölskyldum frá Írak, 27 einstaklingum, upp úr miðjum febrúar en fólkið er allt staðsett í Jórdaníu. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar telur bæjarfélagið vel í stakk búið til að taka á móti kvótaflóttafólki, þekking og reynsla sé til staðar sem og öll grunnþjónusta og atvinnumöguleikar góðir.
23.01.2018 - 11:28
Vilji til sameiningar hjá báðum sveitarfélögum
Sveitarfélögin Breiðdalshreppur og Fjarðabyggð eiga í viðræðum um mögulega sameiningu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu sem segir stefnt að því að íbúar geti tekið afstöðu til sameiningar í byrjun næsta árs.
Fjarðabyggð í viðræður um sameiningu
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt tillögu Breiðdalshrepps um að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Um síðustu áramót bjuggu tæplega 4700 manns í Fjarðabyggð en rúmlega 180 í Breiðdalshreppi.
Gætu þurft að deila Fortitude með Noregi
Framleiðendur bresku sjónvarpsþáttanna Fortitude, sem hafa að miklu leyti verið teknir upp á Reyðarfirði, skoða nú að flytja hluta af framleiðslunni yfir til Noregs. Þeir hafa þegar sótt um endurgreiðslu í norska endurgreiðslusjóðinn fyrir sjónvarps-og kvikmyndaframleiðslu og horfa til svæðisins í kringum Bergen, næst stærstu borgar Noregs.
20.09.2017 - 15:06
Eistnaflug fór að mestu leyti vel fram
Rokktónlistarhátíðin Eistnaflug á Neskaupstað fór að mestu leyti vel fram og þurfti lögregla lítil afskipti að hafa af tónleikagestum, segir á Facebooksíðu lögreglunnar á Austurlandi. Margir gestanna voru talsvert ölvaðir og segir lögreglan að fjöldi ökumanna hafi beðið um að fá að blása í áfengismæli lögreglu áður en þeir héldu af stað heim á leið í dag. Margir frestuðu för sinni fram eftir degi.
09.07.2017 - 23:43
Síldarvinnslan endurnýjar ísfisktogarana
Síldarvinnslan áformar að endurnýja allan ísfisktogaraflota fyrirtækisins á næstu árum. Þetta kom fram á aðalfundi Síldarvinnslunnar á föstudaginn var, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.
15.06.2017 - 11:25
Fjarðabyggð sigraði Fljótsdalshérað í Útsvari
Fyrsta viðureign vetrarins í spurningaþættinum Útsvari lauk með sigri Fjarðabyggðar í kvöld. Fjarðabyggð fékk 85 stig en Fljótsdalshérað 54.
09.09.2016 - 21:24
Blúshátíð á hraðbankalausum Stöðvarfirði
Blússandi stemning var á blúshátíð í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði í gærkvöld. Dagskráin heldur áfram í dag og kvöld. Verkefnisstjóri hjá Sköpunarmiðstöðinni er afar með ánægður með viðtökurnar en gáttaður á ákvörðun banka allra landsmanna að loka hraðbankanum á staðnum.
28.05.2016 - 13:36
Vorboðar á götum úti
Vorboðar geta tekið á sig ýmsar myndir og orðið mjög persónulegir. Fyrir suma er það hækkandi sól en fyrir aðra getur það verið lokakeppni Eurovision. Í þættinum í dag fórum við á rúntinn með verkstjóra hjá Akureyrarbæ og tókum út vorhreingerninguna, við heyrðum hljóðið í nokkrum Ísfirðingum og báðum þá um að tilnefna sinn vorboða og sögðum auk þess frá farfuglunum fyrir vestan. Að lokum var spjallað við Fáskrúðsfirðinginn Unni Sveinsdóttir sem finnst fátt eins vorlegt og drunur í mótorhjóli.
09.04.2016 - 14:30
Beðnir um að slökkva ljósin fyrir Fortitude
Íbúar á Reyðarfirði hafa verið beðnir um að slökkva útiljósin og á jólaseríum, ef þær eru enn uppi, milli klukkan 16:30 og 20 á þriðjudag en þá hefjast tökur á breska sjónvarpsþættinum Fortitude. Leikarar úr þáttaröðinni koma austur á morgun og í vikunni er von á bandaríska stórleikaranum Dennis Quaid en síðasta heimsókn hans til Íslands endaði með ósköpum.
31.01.2016 - 15:02