Fjarðabyggð

Gengu í klukkutíma til að ná símasambandi eftir bílslys
Fólk sem velti bíl sínum á leið í Vöðlavík, eyðivík við utanverðan Eskifjörð, varð að ganga í klukkutíma til að komast í símasamband og kalla eftir aðstoð. Afar brýnt er talið að bæta fjarskiptin á þessu svæði.
15.07.2020 - 18:52
Myndskeið
Segir betra að aka börnum á milli en laga sundlaugina
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill aka nemendum grunnskóla Reyðarfjarðar í sundkennslu í nærliggjandi þorp. Því mótmæla foreldrar og vilja að sundlaugin verði löguð. Bæjarstjóri hefur áhyggjur af því að tímabundin lagfæring á henni þýði að börnin haldi áfram að gleypa eitraða málningu í sundinu.
23.02.2020 - 14:59
Fréttaskýring
Álverin greiða nærri milljarð í fasteignagjöld
Álverin á Íslandi greiða nærri milljarð í fasteignagjöld í ár. Álverið á Reyðarfirði greiðir meira en helming allra fasteignagjalda Fjarðabyggðar. Fasteignamat álversins er hundrað milljarðar samkvæmt Þjóðskrá, en er skráð þar sem 0,0 fermetrar að stærð. Tónlistarhúsið Harpa greiðir hærri fasteignagjöld en álverið í Straumsvík.
Sagði árásarmann ástfanginn af kærustu hans
Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa stungið annan mann í íbúðarhúsi í Neskaupstað um miðjan þennan mánuð. Maðurinn sem var stunginn var í lífshættu eftir árásina en hann greindi lögreglumönnum frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans og hefði margoft hótað að stinga hana, drepa hana og skera hana á háls.
19.07.2019 - 15:13
Myndskeið
90 fleiri sólarstundir í maí í ár en í fyrra
Í maí voru níutíu fleiri sólarstundir í Reykjavík en í fyrra. Austfirðingar eru hins vegar ekki jafn heppnir - maí hefur verið mun kaldari en í fyrra á Egilsstöðum.
31.05.2019 - 20:16
Loðnubrestur hefur skelfileg áhrif í bænum
Áhrif þess að ekkert verður úr loðnuvertíðinni eru skelfileg fyrir bæjarfélag eins og Vopnafjörð. Þetta segir Sævar Jónsson varamaður í sjómannadeild Afls starfsgreinafélags en hann hefur verið sjómaður í tæp 50 ár. 
18.03.2019 - 16:00
Mótmæla lokun útibúa VÍS á landsbyggðinni
Bæjarráð Akraness harmar ákvörðun VÍS um að loka útibúum á landsbyggðinni. Tryggingafélagið tilkynnti í síðustu viku að sjö þjónustuskrifstofum af þrettán verði lokað 1.október og að fjórum starfsmönnum verði sagt upp eða hætti störfum vegna breytinganna. Í bókun bæjarráðs Akraness í gær er ákvörðininni mótmælt og skorað á fyrirtækið að endurskoða afstöðu sína um lokun á skrifstofum á landsbyggðinni.  
25.09.2018 - 16:26
Ekki nóg að banna snjallsíma í kennslustundum
Fræðslunefnd Fjarðabyggðar hefur lagt til að nemendum verði bannað að koma með snjalltæki í skólann. Bann við notkun í kennslustundum þykir ekki hafa dugað. Tækin eru þó talin svo mikilvæg við kennslu að ekki sé hægt að leggja bannið á fyrr en skólarnir eignast sjálfir nóg af slíkum græjum.
05.09.2018 - 16:03
Snjallsímabann þokast áfram í Fjarðabyggð
Bæjarráð Fjarðabyggðar tók á fundi sínum í gær jákvætt í erindi fræðslunefndar sveitarfélagsins um að snjallsímar yrðu bannaðir í grunnskólum. Bæjarráð ákvað þó að vísa erindinu aftur til nefndarinnar þar sem tillagan um bannið þótti ekki nógu skýr. Þá var nefndinni falið að móta reglur um hvernig mætti framfylgja snjallsímabanni. Frakkar hafa bannað snjallsíma í almenningsskólum en borgarráð felldi slíka tillögu á síðasta ári.
29.08.2018 - 19:53
Grunsamlegir menn enn á ferli, nú fyrir austan
Síðdegis í dag barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um grunsamlega menn banka á dyr í Neskaupstað. Lögregla segir að allt atferli mannanna sé mjög í samræmi við það sem frést hefur víðs vegar af landinu þar sem menn hafa farið inn í hús og stolið verðmætum. Lögreglan segist í tilkynningu vilja biðla til íbúa á svæðinu að hafa augun hjá sér og láta lögreglu strax vita ef vart verður við grunsamlegar mannaferðir.
28.08.2018 - 18:16
Teljari gaf sig í olíuskúrnum á Fáskrúðsfirði
Bilun í teljara inni í olíudæluskúr á Fáskrúðsfirði leiddi til þess að um þúsund til 1.500 lítrar af olíu lentu í sjónum við höfnina þegar verið var að dæla olíu í uppsjávarskipið Hoffell SU-80. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skeljungi.
20.08.2018 - 06:12
„Verður brjálað stuð“ segir rokkarabæjarstjóri
„Ég hef fulla trú á því að það verði brjálað stuð að búa í Fjarðabyggð,“ segir Karl Óttar Pétursson, sem er nýráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Karl Óttar er jafnframt söngvari pönkrokksveitarinnar Saktmóðigur sem gaf frá sér plötuna Lífið er lygi í lok júní. Karl er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hyggst flytjast búferlum austur á firði.
06.07.2018 - 11:50
Nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð
Karl Óttar Pétursson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Gengið var frá ráðningunni á fundi bæjarráðs í morgun.
05.07.2018 - 15:42
Meirihlutasamstarf samþykkt í Fjarðabyggð
Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Fjarðabyggð fyrir komandi kjörtímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum. Samningurinn verður kynntur fyrir félögum framboðanna og undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 11. júní.
Viðræður á lokastigi í Fjarðabyggð
„Hluti af málefnasamningnum er að starf bæjarstjóra verði auglýst,“ segir Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, sem er langt kominn með formlegar meirihlutaviðræður við Framsókn og óháða í Fjarðabyggð.
Fjarðalisti og Framsókn hefja viðræður
Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir ætla að hefja meirihlutaviðræður í Fjarðabyggð. Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, segir að hún hafi átt samtöl við oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Eftir fundi með bæjarfulltrúum Fjarðalistans og varamönnum í gær hafi orðið niðurstaðan að hefja viðræður við Framsókn.
30.05.2018 - 12:17
Fjarðalistinn leiðir þreifingar í Fjarðabyggð
Engar formlegar viðræður eru hafnar um myndun meirihluta í Fjarðabyggð. Þar féll meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar og óháðra með tveimur atkvæðum. Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans sem fékk flesta menn kjörna, segir að óformlegar þreifingar hafi farið fram með fleiri en einum flokki. Fulltrúar listans ætla að funda með baklandinu í dag um næstu skref. Fjarðalistinn getur myndað meirihluta með hvaða flokki sem er.
28.05.2018 - 11:48
Rétt talið í Fjarðabyggð en D-atkvæði ógilt
Úrslit standa í Fjarðabyggð og er meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar þar fallinn á tveimur atkvæðum en ekki einu. Vegna þess hve mjótt var á munum gaf yfirkjörstjórn í Fjarðabyggð framboðum þar í dag kost á að skoða kjörseðla og telja. Í tilkynningu frá kjörstjórn kemur fram að allt hafi reynst rétt talið. Athugasemd hafi hinsvegar verið gerð við eitt atkvæði til D-lista sem hafði verið tekið sem gilt atkvæði. Var það úrskurðað ógilt en breytir engu um úthlutun sæta í bæjarstjórn.
„Hvert atkvæði skiptir máli“
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð féll í kosningunum í nótt. Fjarðalistinn fékk fjóra menn kjörna í Fjarðabyggð en einungis einu atkvæði munar á fjórða manni hans og næsta manni Sjálfstæðisflokks.
Umboðsmenn fá að skoða seðla í Fjarðabyggð
Það skýrist ekki fyrr en seint í dag eða jafnvel í kvöld hvort úrslit og fall meirihlutans í Fjarðabyggð stendur. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar og óháðra féll með aðeins einu atkvæði í nótt og óskuðu Sjálfstæðismenn eftir endurtalningu.
Meirihlutar falla unnvörpum fyrir austan
Stærstu tíðindin á Austurlandi í sveitarstjórnarkosningunum í gær eru þau að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Fjarðabyggð féll á einu atkvæði að því er virðist, Seyðisfjarðarlistinn náði hreinum meirihluta á Seyðisfirði og Framsóknarflokkur felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins og náði hreinum meirihluta á Hornafirði.
Meirihlutinn tæpur í Fjarðabyggð
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur velli þegar talin hafa verið 1.745 atkvæði í Fjarðabyggð. Fjarðalistinn er allra flokka stærstur í sveitarfélaginu með rúmlega þriðjungs fylgi. Miðflokkurinn kemur inn af miklu afli, nær rúmlega 16% fylgi og einum manni inn í bæjarstjórn.
Deila um hvort skera þurfi niður í Fjarðabyggð
Í Fjarðabyggð en eru fjármálin og rekstur sveitarfélagsins á meðal helstu kosningamála. Fjarðabyggð er fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi og íbúarnir eru orðnir tæplega fimm þúsund eftir að samþykkt var að sameina Fjarðabyggð og Breiðdalshrepp.
Upptaka
Framboðsfundur í Fjarðabyggð
Oddvitar framboðanna í Fjarðabyggð sátu fyrir svörum í beinni útsendingu á Rás 2. Kjósendur í sveitarfélaginu geta valdið milli fjögurra flokka. Í Fjarðabyggð eru sex þéttbýliskjarnar, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík sem hefur sameinast Fjarðabyggð.
Jón Björn leiðir Framsókn í Fjarðabyggð
Framboðslisti Framsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á félagsfundi Framsóknarfélags Fjarðabyggðar í gær. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, leiðir listann og bæjarfulltrúarnir Pálína Margeirsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir eru í öðru og þriðja sæti.