Fjarðabyggð

Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
Nærri 90 prósenta kjörsókn í Mjóafirði
Nærri níu að hverjum tíu Mjófirðingum með kosningarétt mættu á kjörstað þar í dag. Kjörgögnin frá Mjóafirði eru flutt landleiðina til Eskifjarðar.
X22 - Fjarðabyggð
Fiskeldi í Stöðvarfirði hitamál í Fjarðabyggð
Ágreiningur er á milli framboðslista í Fjarðabyggð um fiskeldi í sveitarfélaginu og hvort nægilegt samráð sé haft við íbúa. Fyrirhugað er að hefja fiskeldi í Stöðvarfirði á næstunni. 
Veislan
„Eruði að grínast í þessum degi hérna?"
Félagarnir Dóri og Gunni héldu á Borgarfjörð eystri í öðrum þætti Veislunnar. Þar var glaðasólskin og stemningin í bænum eftir því. „Nei, ég er grunnskólakennari," segir Esther Kjartansdóttir þegar Dóri spyr hana hvort hún sé barþjónn. Á Borgarfirði eystri eru alltaf allir í stuði og grunnskólakennarar blanda bollur þegar halda á veislur.
Jón Björn leiðir lista Framsóknar
Framsóknarmenn í Fjarðabyggð samþykktu framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í gær. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, skipar fyrsta sæti listans. Þuríður Lillý Sigurðardóttir bóndi er í þriðja sæti og Birgir Jónsson framhaldsskólakennari í því þriðja.
Sautján konur og einn karl á lista VG í Fjarðabyggð
Anna Margrét Arnarsdóttir háskólanemi verður oddviti Vinstri grænna í Fjarðabyggð í bæjarstjórnarkosningum í vor. Listi flokksins var samþykktur í dag. Anna Berg Samúelsdóttir, náttúru- og landfræðingur, er önnur á lista og Anna Sigrún Jóhönnudóttur öryrki þriðja. Sautján konur og einn karl skipa listann.
Meðalhraðamyndavélar teknar í notkun eftir helgi
Í byrjun næstu viku verða teknar í notkun hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á milli punkta. Þetta eru fyrstu slíkar myndavélar sem teknar eru í notkun hér á landi.
Vestmannaey komin til hafnar og enginn eldur um borð
Ísfisktogarinn Vestmannaey VE lagðist að bryggju í Neskaupstað um klukkan þrjú í nótt, ellefu klukkustundum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á hafi úti. Allur eldur er slökknaður og allir skipverjar heilir á húfi.
28.10.2021 - 03:54
250 mættu í sýnatöku á Reyðarfirði í dag
Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.
Vegurinn til Mjóafjarðar opnaður
Vegurinn til Mjóafjarðar hefur nú verið opnaður. Íbúar Brekkuþorps komast því leiðar sinnar landleiðina, en þangað hefur ekki verið fært síðan í desember.
29.04.2021 - 17:26
Segjast hafa mætt tómlæti og áhugaleysi yfirvalda
Sveitarfélögin Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð hafa óskað eftir frestun uppsagna samninga um rekstur hjúkrunarheimila sinna um einn mánuð eða til 1. maí næstkomandi. Jafnframt hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að velferðarnefnd Alþingis skerist í málið og leysi úr þeirri óvissu þegar í stað.
HSA tekur við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði 1. apríl. Fjarðabyggð var eitt fjögurra sveitarfélaga sem sagði upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila.
Myndskeið
„Fagna því að það er komin loðnulykt í bæinn“
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir gott að vera loks búinn að fá loðnulykt í bæinn. Fyrirtæki á Austfjörðum frysta nú loðnu af norskum skipum á meðan þess er beðið að íslenski loðnuflotinn hefji veiðar.
08.02.2021 - 22:23
Nýr fóðurprammi kominn til Laxa fiskeldis
12.000 tonna flutningaskip kom til Eskifjarðar í nótt með fóðurpramma sem fyrirtækið Laxar fiskeldi hefur leigt frá Noregi. Pramminn kemur í stað fóðurprammans Munins sem sökk í Reyðarfirði aðfaranótt 10. janúar.
26.01.2021 - 11:01
Níu íbúðarhús rýmd á Siglufirði - hættustigi lýst yfir
Ákveðið hefur verið að rýma níu íbúðarhús við tvær götur syðst í byggðinni á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi hefur verið hækkað í hættustig. Þá er varðskipið Týr á leiðinni norður.
20.01.2021 - 15:18
Köfuðu niður að prammanum í dag
Það skýrist á næstu dögum hvernig staðið verður að því að ná fóðurpramma Laxa fiskeldis aftur á flot á Reyðarfirði. Kafað var niður að prammanum í dag og ástand hans metið. Engin merki eru um olíuleka úr eldsneytistönkum prammans.
11.01.2021 - 22:11
Ekki lengur talin skriðuhætta á Eskifirði
Ekki er lengur talin skriðuhætta á Eskifirði, en eins og fram hefur komið þurfti að rýma þar hús við fimm götur á föstudag. Þeirri rýmingu var aflétt á sunnudag. Bæjarstjórinn segir nauðsynlegt að gera nýtt hættumat.
23.12.2020 - 16:29
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Gengu í klukkutíma til að ná símasambandi eftir bílslys
Fólk sem velti bíl sínum á leið í Vöðlavík, eyðivík við utanverðan Eskifjörð, varð að ganga í klukkutíma til að komast í símasamband og kalla eftir aðstoð. Afar brýnt er talið að bæta fjarskiptin á þessu svæði.
15.07.2020 - 18:52
Myndskeið
Segir betra að aka börnum á milli en laga sundlaugina
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill aka nemendum grunnskóla Reyðarfjarðar í sundkennslu í nærliggjandi þorp. Því mótmæla foreldrar og vilja að sundlaugin verði löguð. Bæjarstjóri hefur áhyggjur af því að tímabundin lagfæring á henni þýði að börnin haldi áfram að gleypa eitraða málningu í sundinu.
23.02.2020 - 14:59
Fréttaskýring
Álverin greiða nærri milljarð í fasteignagjöld
Álverin á Íslandi greiða nærri milljarð í fasteignagjöld í ár. Álverið á Reyðarfirði greiðir meira en helming allra fasteignagjalda Fjarðabyggðar. Fasteignamat álversins er hundrað milljarðar samkvæmt Þjóðskrá, en er skráð þar sem 0,0 fermetrar að stærð. Tónlistarhúsið Harpa greiðir hærri fasteignagjöld en álverið í Straumsvík.
Sagði árásarmann ástfanginn af kærustu hans
Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa stungið annan mann í íbúðarhúsi í Neskaupstað um miðjan þennan mánuð. Maðurinn sem var stunginn var í lífshættu eftir árásina en hann greindi lögreglumönnum frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans og hefði margoft hótað að stinga hana, drepa hana og skera hana á háls.
19.07.2019 - 15:13
Myndskeið
90 fleiri sólarstundir í maí í ár en í fyrra
Í maí voru níutíu fleiri sólarstundir í Reykjavík en í fyrra. Austfirðingar eru hins vegar ekki jafn heppnir - maí hefur verið mun kaldari en í fyrra á Egilsstöðum.
31.05.2019 - 20:16
Loðnubrestur hefur skelfileg áhrif í bænum
Áhrif þess að ekkert verður úr loðnuvertíðinni eru skelfileg fyrir bæjarfélag eins og Vopnafjörð. Þetta segir Sævar Jónsson varamaður í sjómannadeild Afls starfsgreinafélags en hann hefur verið sjómaður í tæp 50 ár. 
18.03.2019 - 16:00