Fjallabyggð

Klæðningar og lausamunir fuku í „siglfirsku roki“
Björgunarsveitin Strákar var kölluð út þegar það brast á með „siglfirsku roki,“ eins og Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar, orðar það. Klæðningar fóru að fjúka sem og lausamunir. Þá varð eitthvað tjón á húsum og voru smiðir kallaðir út til að lagfæra það.
14.12.2020 - 19:23
Gagnrýna breytingar á lögum um ofanflóðavarnir
Bæjarráð Fjallabyggðar telur að fyrirhugaðar breytingar á lögum um ofanflóðavarnir geti fært tug- eða hundruð milljóna skuldbindingar yfir á sveitarfélögin frá ríkinu. Ekki komi til greina að samþykkja frumvarp að lögum eins og það liggur fyrir á Alþingi.
Óttast að snjóflóðahætta skaði ímynd Skarðsdals
Skíðaborg, skíðafélag Siglufjarðar, hefur áhyggjur af þeirri óvissu sem virðist ríkja um verklok framkvæmda á skíðasvæðinu í Skarðsdal, sér í lagi þar sem vá af snjóflóðahættu standi enn óbreytt. Skíðafélagið telur slíkar aðstæður skaði ímynd skíðasvæðisins sem komi niður á þróun fjölda gesta og uppbyggingastefnu félagsins „sökum þess að foreldrar telji börn sín ekki örugg á svæðinu.“ Hætta sé á brotthvarfi úr íþróttinni vegna bágborinna aðstæðna.
13.10.2020 - 23:37
Veggöng í Fjallabyggð uppfylla ekki allar öryggiskröfur
Samgöngustofa telur að jarðgöng í Fjallabyggð uppfylli ekki að fullu reglur um öryggiskröfur og verklagsreglum um viðhald í jarðgöngum sé ekki fylgt sem skyldi. Óskað er eftir að Vegagerðin skili tímasettum áætlunum um úrbætur.
13.10.2020 - 20:40
Siglfirðingar uggandi yfir innbrotum
Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári innbrotsþjófs sem farið hefur inn í hús á Siglufirði síðustu daga. Íbúi sem sá einhvern reyna að fara inn í bíla í nótt segir bæjarbúa uggandi.
Myndskeið
Segir jarðgöng einu lausnina til frambúðar
Skörð í brattri fjallshlíð undir Siglufjarðarvegi ná nærri alveg upp að vegkanti. Íbúi hefur áhyggjur af því að vegurinn hreinlega hrynji undan bílnum. Vegagerðin hefur stíft eftirlit með veginum, allt að þrisvar sinnum á dag er rignir.
02.10.2020 - 19:56
Biður Mannvirkjastofnun að skýra reglurnar
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að Mannvirkjastofnun leysi úr ágreiningi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu. Samgöngustofa tók úr jarðgöng í Fjallabyggð í vikunni.
Ólafsfirðingar hvattir til að spara heita vatnið
Vegna vinnu við borholu í Ólafsfirði eru notendur beðnir um að spara heita vatnið eins og kostur er. Ráðgert er að ljúka aðgerðum á föstudag.
15.09.2020 - 14:04
Segir göngin ekki uppfylla öryggiskröfur
Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð segir að jarðgöng á Tröllaskaga uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur. Klæðningar í Stráka- og Múlagöngum geti brunnið eftir göngunum endilöngum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir endurbætur kostnaðarsamar og ekki á framkvæmdaáætlun.
„Ekki boðlegt að spila fótbolta við þessar aðstæður“ 
Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar eru ósáttir við aðstöðu í bænum og vilja að lagður verði nýr gervigrasvöllur á Ólafsfirði. Vallarstjóri segir aðstæður ekki boðlegar en liðið þurfti að færa leik inn á Dalvík fyrir helgi vegna mikilli rigninga.
20.07.2020 - 13:14
Myndskeið
Óttast að skriður falli á Siglufirði og Ólafsfirði
Miklir vatnavextir eru í norðan rigningarveðri á Norðurlandi og viðbragðssveitir hafa í nægu að snúast. Vel er fylgst með holræsakerfinu á Siglufirði og óttast er að skriður geti fallið á Tröllaskaga.
17.07.2020 - 20:05
Yfir 1.100 skjálftar mælst síðustu tvo sólarhringa
Skjálftahrinan norðaustur af Siglufirði heldur áfram af fullum krafti. Laust fyrir klukkan þrjú í nótt fannst jarðskjálfti á Siglufirði, sem samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands mældist 4,3 að stærð. Undanfarna tvo sólarhringa hafa mælst yfir 1.100 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu við Norðurland, 65 þeirra hafa mælst yfir 3 að stærð. Stærsti skjálftinn sem orðið hefur í þessari hrinu mældist 5,6. Hann fannst allt vestur til Ísafjarðar og á höfuðborgarsvæðinu.
21.06.2020 - 03:06
Snarpur skjálfti norðvestur af Siglufirði
Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 mældist um fimmtán og hálfum kílómetra norður af Gjögurtá laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Mikil virkni hefur verið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu sólarhringa, en síðan á fimmtudag hafa orðið yfir þrjú hundruð skjálftar á svæðinu.
20.06.2020 - 04:22
Óska eftir umsögnum um mögulega friðun fyrir fiskeldi
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því við Fiskistofu, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun, og viðkomandi sveitarstjórnir, að veita umsögn um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við laxeldi í sjókvíum. Hart hefur verið deilt um mögulega friðun í Eyjafirði.
11.06.2020 - 13:43
Vilja að Vegagerðin komi að brunavörnum í jarðgöngum
Fjallabyggð vill að Vegagerðin taki þátt í kostnaði við brunvarnir í jarðgöngum í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn kvartar yfir áhugaleysi Vegagerðarinnar og undirstrikar að ekkert sveitarfélag hafi jafn mörg jarðgöng innan sinna marka. 
30.04.2020 - 12:53
Fjallabyggð snýst hugur- leigir út lóð og ketilbjöllur
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur snúist hugur eftir að hafa hafnað beiðni frá íbúa í sveitarfélaginu um að fá að tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu sveitarfélagsins. Íbúum stendur nú til boða að leigja handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði.
29.04.2020 - 10:28
Síðdegisútvarpið
Siglfirskur ljóðalestur slær í gegn
Á dögunum vakti myndband frá Ljóðasetri Íslands mikla athygli en í því flytur hópur fólks lög fyrir íbúa í Skálarhlíð. Myndbandið er hluti af nær daglegum útsendingum sem Ljóðasetrið stendur fyrir á meðan að samkomubanni stendur.
Náungakærleikur á skrítnum tímum
Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði fer í kjörbúðina og apótek fyrir þá sem treysta sér ekki vegna COVID-19. „Það minnsta sem við getum gert“ segir sjálfboðaliði.
19.03.2020 - 13:58
„Hef ekki séð út um glugga í þrjár vikur“
Nokkur hús á Ólafsfirði eru bókstaflega á bólakafi eftir verðurofsa síðustu vikna og fólk orðið langþreytt á ástandinu. Kona á Ólafsfirði lítur þó á björtu hliðarnar og segist eiginlega sjálfkrafa vera í einangrun.
18.03.2020 - 14:56
Fjallabyggð vill draga lærdóm af aðventustorminum
Stofnanir í Fjallabyggð eru sammála um að aðgerðir í óveðrinu hafi tekist vel en yfirfara þurfi starfshætti, skipulag og samhæfingu. Bæjarstjóri segir Fjallabyggð vilja draga lærdóm af því ástandi sem skapaðist svo hægt sé að vera betur undirbúinn í framtíðinni.
09.01.2020 - 20:21
Eldur í Rækjuvinnslunni á Siglufirði
Eldur kom upp í rækjuvinnslunni á Siglufirði í nótt. Eldsupptök eru ókunn og rannsóknarlögreglumaður frá Akureyri á leið á vettvang. Engin slys urðu á fólki en miklar reykskemmdir í Rækjuvinnslunni.
13.12.2019 - 11:07
„Við vorum bara týnd á tímabili“
Rafmagnsleysi hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og mannlíf víða um landið. Á Tröllaskaga hefur rafmagnsleysið varað einna lengst, eða rúmlega tvo sólarhringa.
12.12.2019 - 18:48
Fjöldahjálparstöð á Ólafsfirði – rafmagn á Siglufirði
Fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða kross Íslands hafa verið opnaðar á þeim stöðum sem verst hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnsleysinu á Norðurlandi. Í morgun var opnuð hjálparstöð á Ólafsfirði þar sem bæjarbúum var orðið kalt.
12.12.2019 - 14:03
Myndskeið
Fáir á ferli í snjókomu á Siglufirði
Hann blés hressilega úr norðri á Siglufirði á ellefta tímanum í morgun og það snjóaði. Á meðfylgjandi myndbandi sem Ingvar Erlingsson tók fyrir Fréttastofu má sjá að það voru ekki margir á ferli í óveðrinu.
10.12.2019 - 11:55
Öryrkjar stærsti hópur þeirra sem sækja um aðstoð
Öryrkjar eru stærsti hópur þeirra sem sækja um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir þessi jól. Um 12 milljónir króna þarf til að veita öllum aðstoð sem þess óska.