Fjallabyggð

Stór áfangi að varðskip fái heimahöfn á landsbyggðinni
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir að ekki þurfi að ráðast í miklar framkvæmdir í Siglufjarðarhöfn til að útbúa þar aðstöðu fyrir nýtt varðskip. Hann telur miklu máli skipta fyrir landsbyggðina að varðskip skuli nú í fyrsta sinn hafa eignast heimahöfn úti á landi.
22.09.2021 - 18:19
Olíumengun í höfninni á Siglufirði
Olía barst í höfnina á Siglufirði í gær og varð af henni nokkur mengun. Stóran olíuflekk rak inn eftir innsiglingunni og endaði við flotbryggjur í innri höfninni.
Gunnar Birgisson látinn
Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri í Kópavogi og Fjallabyggð, er látinn 73 ára að aldri. Gunnar sat á þingi frá 1999-2006. Þá var hann formaður bæjarráðs Kópavogs frá 1990-2005 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra. Því gegndi hann til 2009. Gunnar var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015-2019.
15.06.2021 - 10:28
Gagnrýna drög að nýjum reglum um öryggi í jarðgöngum
Fjallabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um öryggismál í jarðgöngum sem er í vinnslu hjá samgönguráðuneyti. Það sé ekki boðlegt að gerðar séu mismiklar öryggiskröfur eftir aldri jarðganga og þá sé hvergi minnst á farsímasamband í göngum.
Endurbætur á sjóvarnargörðum í Fjallabyggð
Á næstunni hefjast endurbætur á sjóvarnargörðum í höfnum í Fjallabyggð. Hækka þarf varnargarða, til að varna því að sjór flæði á land, og gera við skemmdir af völdum sjógangs.
28.03.2021 - 19:12
Íbúafundur um samgöngur og snjóflóðavarnir
Klukkan 17 hefst rafrænn íbúafundur um samgöngur og snjóflóðavarnir í Fjallabyggð. Á fundinn mæta fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Almannavarna.
Rýmingu ekki aflétt á Siglufirði í dag
Enn er hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og rýmingu þar verður ekki aflétt að svo stöddu. Það er óvissustig á öllu Norðurlandi og snjóflóðhætta á Vestfjðrum er að aukast. Það er mikil ófærð á öllu norðanverðu landinu, skafrenningur og slæmt skyggni.
Grunur um íkveikju í íbúðarhúsi á Ólafsfirði
Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði, sem kom upp aðfararnótt 18. janúar. Íbúi neðri hæðar hússins var handtekinn á vettvangi en grunur er að um íkveikju sé að ræða.
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
Áfram rýming og hættustig á Siglufirði
Íbúar í þeim níu húsum sem rýmd voru á Siglufirði í gær fá ekki að snúa heim aftur að svo stöddu. Hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði gildir áfram.
Segir ekki ganga að fólk sé innikróað dögum saman
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir það ekki ganga í nútímasamfélagi að íbúar í 2.000 manna sveitarfélagi séu innikróaðir dögum saman. Siglfirðingur, sem þurfti að rýma hús sitt, segir það hafa komið á óvart því öflugur varnargarður sé rétt ofan við götuna. 
Meta snjóflóðahættu á Tröllaskaga - óhugur í íbúum
Snjóflóð féll á skíðasvæði Siglfirðinga í morgun. Flóðið féll meðal annars á skiðaskálann og færði hann úr stað. Allir vegir til Fjallabyggðar hafa verið lokaðir í tvo sólarhringa og óvist hvort hægt verður að moka þangað í dag.
20.01.2021 - 13:17
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga
Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa fallið á Tröllaskaga utan þéttbýlis og eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarvegur milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar lokaðir.
19.01.2021 - 22:02
Lokað um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegur ófær
Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla, milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Þá er Siglufjarðarvegur ófær.
19.01.2021 - 09:56
Klæðningar og lausamunir fuku í „siglfirsku roki“
Björgunarsveitin Strákar var kölluð út þegar það brast á með „siglfirsku roki,“ eins og Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar, orðar það. Klæðningar fóru að fjúka sem og lausamunir. Þá varð eitthvað tjón á húsum og voru smiðir kallaðir út til að lagfæra það.
14.12.2020 - 19:23
Gagnrýna breytingar á lögum um ofanflóðavarnir
Bæjarráð Fjallabyggðar telur að fyrirhugaðar breytingar á lögum um ofanflóðavarnir geti fært tug- eða hundruð milljóna skuldbindingar yfir á sveitarfélögin frá ríkinu. Ekki komi til greina að samþykkja frumvarp að lögum eins og það liggur fyrir á Alþingi.
Óttast að snjóflóðahætta skaði ímynd Skarðsdals
Skíðaborg, skíðafélag Siglufjarðar, hefur áhyggjur af þeirri óvissu sem virðist ríkja um verklok framkvæmda á skíðasvæðinu í Skarðsdal, sér í lagi þar sem vá af snjóflóðahættu standi enn óbreytt. Skíðafélagið telur slíkar aðstæður skaði ímynd skíðasvæðisins sem komi niður á þróun fjölda gesta og uppbyggingastefnu félagsins „sökum þess að foreldrar telji börn sín ekki örugg á svæðinu.“ Hætta sé á brotthvarfi úr íþróttinni vegna bágborinna aðstæðna.
13.10.2020 - 23:37
Veggöng í Fjallabyggð uppfylla ekki allar öryggiskröfur
Samgöngustofa telur að jarðgöng í Fjallabyggð uppfylli ekki að fullu reglur um öryggiskröfur og verklagsreglum um viðhald í jarðgöngum sé ekki fylgt sem skyldi. Óskað er eftir að Vegagerðin skili tímasettum áætlunum um úrbætur.
13.10.2020 - 20:40
Siglfirðingar uggandi yfir innbrotum
Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári innbrotsþjófs sem farið hefur inn í hús á Siglufirði síðustu daga. Íbúi sem sá einhvern reyna að fara inn í bíla í nótt segir bæjarbúa uggandi.
Myndskeið
Segir jarðgöng einu lausnina til frambúðar
Skörð í brattri fjallshlíð undir Siglufjarðarvegi ná nærri alveg upp að vegkanti. Íbúi hefur áhyggjur af því að vegurinn hreinlega hrynji undan bílnum. Vegagerðin hefur stíft eftirlit með veginum, allt að þrisvar sinnum á dag er rignir.
02.10.2020 - 19:56
Biður Mannvirkjastofnun að skýra reglurnar
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að Mannvirkjastofnun leysi úr ágreiningi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu. Samgöngustofa tók úr jarðgöng í Fjallabyggð í vikunni.
Ólafsfirðingar hvattir til að spara heita vatnið
Vegna vinnu við borholu í Ólafsfirði eru notendur beðnir um að spara heita vatnið eins og kostur er. Ráðgert er að ljúka aðgerðum á föstudag.
15.09.2020 - 14:04
Segir göngin ekki uppfylla öryggiskröfur
Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð segir að jarðgöng á Tröllaskaga uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur. Klæðningar í Stráka- og Múlagöngum geti brunnið eftir göngunum endilöngum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir endurbætur kostnaðarsamar og ekki á framkvæmdaáætlun.
„Ekki boðlegt að spila fótbolta við þessar aðstæður“ 
Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar eru ósáttir við aðstöðu í bænum og vilja að lagður verði nýr gervigrasvöllur á Ólafsfirði. Vallarstjóri segir aðstæður ekki boðlegar en liðið þurfti að færa leik inn á Dalvík fyrir helgi vegna mikilli rigninga.
20.07.2020 - 13:14
Myndskeið
Óttast að skriður falli á Siglufirði og Ólafsfirði
Miklir vatnavextir eru í norðan rigningarveðri á Norðurlandi og viðbragðssveitir hafa í nægu að snúast. Vel er fylgst með holræsakerfinu á Siglufirði og óttast er að skriður geti fallið á Tröllaskaga.
17.07.2020 - 20:05