Fjallabyggð

Biður Mannvirkjastofnun að skýra reglurnar
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að Mannvirkjastofnun leysi úr ágreiningi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu. Samgöngustofa tók úr jarðgöng í Fjallabyggð í vikunni.
Ólafsfirðingar hvattir til að spara heita vatnið
Vegna vinnu við borholu í Ólafsfirði eru notendur beðnir um að spara heita vatnið eins og kostur er. Ráðgert er að ljúka aðgerðum á föstudag.
15.09.2020 - 14:04
Segir göngin ekki uppfylla öryggiskröfur
Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð segir að jarðgöng á Tröllaskaga uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur. Klæðningar í Stráka- og Múlagöngum geti brunnið eftir göngunum endilöngum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir endurbætur kostnaðarsamar og ekki á framkvæmdaáætlun.
„Ekki boðlegt að spila fótbolta við þessar aðstæður“ 
Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar eru ósáttir við aðstöðu í bænum og vilja að lagður verði nýr gervigrasvöllur á Ólafsfirði. Vallarstjóri segir aðstæður ekki boðlegar en liðið þurfti að færa leik inn á Dalvík fyrir helgi vegna mikilli rigninga.
20.07.2020 - 13:14
Myndskeið
Óttast að skriður falli á Siglufirði og Ólafsfirði
Miklir vatnavextir eru í norðan rigningarveðri á Norðurlandi og viðbragðssveitir hafa í nægu að snúast. Vel er fylgst með holræsakerfinu á Siglufirði og óttast er að skriður geti fallið á Tröllaskaga.
17.07.2020 - 20:05
Yfir 1.100 skjálftar mælst síðustu tvo sólarhringa
Skjálftahrinan norðaustur af Siglufirði heldur áfram af fullum krafti. Laust fyrir klukkan þrjú í nótt fannst jarðskjálfti á Siglufirði, sem samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands mældist 4,3 að stærð. Undanfarna tvo sólarhringa hafa mælst yfir 1.100 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu við Norðurland, 65 þeirra hafa mælst yfir 3 að stærð. Stærsti skjálftinn sem orðið hefur í þessari hrinu mældist 5,6. Hann fannst allt vestur til Ísafjarðar og á höfuðborgarsvæðinu.
21.06.2020 - 03:06
Snarpur skjálfti norðvestur af Siglufirði
Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 mældist um fimmtán og hálfum kílómetra norður af Gjögurtá laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Mikil virkni hefur verið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu sólarhringa, en síðan á fimmtudag hafa orðið yfir þrjú hundruð skjálftar á svæðinu.
20.06.2020 - 04:22
Óska eftir umsögnum um mögulega friðun fyrir fiskeldi
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því við Fiskistofu, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun, og viðkomandi sveitarstjórnir, að veita umsögn um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við laxeldi í sjókvíum. Hart hefur verið deilt um mögulega friðun í Eyjafirði.
11.06.2020 - 13:43
Vilja að Vegagerðin komi að brunavörnum í jarðgöngum
Fjallabyggð vill að Vegagerðin taki þátt í kostnaði við brunvarnir í jarðgöngum í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn kvartar yfir áhugaleysi Vegagerðarinnar og undirstrikar að ekkert sveitarfélag hafi jafn mörg jarðgöng innan sinna marka. 
30.04.2020 - 12:53
Fjallabyggð snýst hugur- leigir út lóð og ketilbjöllur
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur snúist hugur eftir að hafa hafnað beiðni frá íbúa í sveitarfélaginu um að fá að tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu sveitarfélagsins. Íbúum stendur nú til boða að leigja handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði.
29.04.2020 - 10:28
Síðdegisútvarpið
Siglfirskur ljóðalestur slær í gegn
Á dögunum vakti myndband frá Ljóðasetri Íslands mikla athygli en í því flytur hópur fólks lög fyrir íbúa í Skálarhlíð. Myndbandið er hluti af nær daglegum útsendingum sem Ljóðasetrið stendur fyrir á meðan að samkomubanni stendur.
Náungakærleikur á skrítnum tímum
Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði fer í kjörbúðina og apótek fyrir þá sem treysta sér ekki vegna COVID-19. „Það minnsta sem við getum gert“ segir sjálfboðaliði.
19.03.2020 - 13:58
„Hef ekki séð út um glugga í þrjár vikur“
Nokkur hús á Ólafsfirði eru bókstaflega á bólakafi eftir verðurofsa síðustu vikna og fólk orðið langþreytt á ástandinu. Kona á Ólafsfirði lítur þó á björtu hliðarnar og segist eiginlega sjálfkrafa vera í einangrun.
18.03.2020 - 14:56
Fjallabyggð vill draga lærdóm af aðventustorminum
Stofnanir í Fjallabyggð eru sammála um að aðgerðir í óveðrinu hafi tekist vel en yfirfara þurfi starfshætti, skipulag og samhæfingu. Bæjarstjóri segir Fjallabyggð vilja draga lærdóm af því ástandi sem skapaðist svo hægt sé að vera betur undirbúinn í framtíðinni.
09.01.2020 - 20:21
Eldur í Rækjuvinnslunni á Siglufirði
Eldur kom upp í rækjuvinnslunni á Siglufirði í nótt. Eldsupptök eru ókunn og rannsóknarlögreglumaður frá Akureyri á leið á vettvang. Engin slys urðu á fólki en miklar reykskemmdir í Rækjuvinnslunni.
13.12.2019 - 11:07
„Við vorum bara týnd á tímabili“
Rafmagnsleysi hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og mannlíf víða um landið. Á Tröllaskaga hefur rafmagnsleysið varað einna lengst, eða rúmlega tvo sólarhringa.
12.12.2019 - 18:48
Fjöldahjálparstöð á Ólafsfirði – rafmagn á Siglufirði
Fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða kross Íslands hafa verið opnaðar á þeim stöðum sem verst hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnsleysinu á Norðurlandi. Í morgun var opnuð hjálparstöð á Ólafsfirði þar sem bæjarbúum var orðið kalt.
12.12.2019 - 14:03
Myndskeið
Fáir á ferli í snjókomu á Siglufirði
Hann blés hressilega úr norðri á Siglufirði á ellefta tímanum í morgun og það snjóaði. Á meðfylgjandi myndbandi sem Ingvar Erlingsson tók fyrir Fréttastofu má sjá að það voru ekki margir á ferli í óveðrinu.
10.12.2019 - 11:55
Öryrkjar stærsti hópur þeirra sem sækja um aðstoð
Öryrkjar eru stærsti hópur þeirra sem sækja um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir þessi jól. Um 12 milljónir króna þarf til að veita öllum aðstoð sem þess óska.
Komin ró á Siglufirði eftir hellirigningu
Mikil rigning var á Siglufirði í gær. Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveit var kölluð út til að fást við afleiðingarnar. Aðgerðir gengu vel og nú er að lægja, segja forsvarsmenn.
11.10.2019 - 11:02
Vatn flæðir inn í kjallara í hellirigningu
Slökkvilið Fjallabyggðar hefur verið kallað út til að takast á við afleiðingar mikilla rigninga í bænum. Flætt hefur inn í nokkra kjallara og hefur björgunarsveitin verið kölluð út til að aðstoða slökkviliðið. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að frá hádegi sé rigningin orðin 63 millímetrar og að í kvöld hafi rigningin verið um tíu millímetrar á klukkustund.
10.10.2019 - 23:05
Myndskeið
Týndist á Akureyri en fannst á Siglufirði
Kötturinn Kanilsykur hvarf frá heimili sínu á Akureyri um miðjan júlí. Eftir að eigandi kisa lýsti eftir honum á samfélagsmiðlum fannst hann, rúmum tveimur vikum síðar, á Siglufirði.
13.08.2019 - 17:04
Eins og stór vinnuvél hefði keyrt á húsið
Margir fundu vel fyrir jarðskjálftanum sem varð út af Tröllaskaga í nótt. Hlutir duttu af veggjum og lausir munir færðust úr stað á Siglufirði. Gunnar Smári Helgason, íbúi á Siglufirði, segir að þetta hafi verið engu líkara en að stór vinnuvél hefði keyrt á fullri ferð á húsið hans.
24.07.2019 - 12:13
Erfitt að bregðast við slysi í Múlagöngum
Slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð hefur áhyggjur af öryggismálum í jarðgöngum sveitarfélagsins, einkum í Múlagöngum sem hann telur þau hættulegustu á Íslandi ef eitthvað kemur upp á. Bæjarráð Fjallabyggðar vill þjónustusamning við Vegagerðina um brunavarnir og ítrekar kröfu um útvarpssamband í jarðgöngum.
02.05.2019 - 16:02
Persónueiningar úr höfnum Fjallabyggðar
Framkvæmdir neðanjarðar eru ekki alltaf vinsælar en geta verið nauðsynlegar, segir bæjarstjórinn í Fjallabyggð. Hátt í 700 milljóna króna framkvæmdum við malbikun, fráveitu og vatnsveitu er að ljúka. 
15.04.2019 - 11:09