Ferðaþjónusta

Forsvarsmaður Farvel ákærður fyrir skattsvik
Forsvarsmaður ferðaskrifstofunnar Farvel hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot og peningaþvætti. Fram kom í fjölmiðlum í byrjun árs að ferðaskrifstofan væri til rannsóknar hjá lögreglu vegna ásakana um saknæmt athæfi. Farvel var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl og námu lýstar kröfur í búið 55 milljónum króna.
Þarf ítarlegri greiningu á áhrifum sóttvarnaaðgerða
Ráðherra ferðamála telur að leggja þurfi heildstætt mat á þjóðhagslegan kostnað og ávinning af misjafnlega ströngum sóttvörnum, annars vegar á landamærunum og hins vegar innanlands. Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja í ferðaþjónustu sé að öllum líkindum brostinn eftir að hertar ferðatakmarkanir tóku gildi, segir í minnisblaði ráðherrans.
27.08.2020 - 13:12
Liggur á samþykkt ríkisábyrgðar
Forstjóri Icelandair segir brýnt að ríkisábyrgð á lánalínu til fyrirtækisins fái skjóta meðferð á þinginu enda stutt í hlutafjárútboð. Fjármálaráðherra vonast til að ekki komi til þess að fyrirtækið gangi á lánalínuna.
American Airlines fækkar störfum um þriðjung
Bandaríska flugfélagið American Airlines gerir ráð fyrir að fækka um þriðjung í starfsliði sínu í haust.
25.08.2020 - 22:15
Ferðamönnum gæti fækkað um milljarð í heiminum á árinu
Útlit er fyrir að þeim sem ferðast milli landa fækki um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif Covid 19 á ferðaþjónustuna. Staða greinarinnar gefi henni þó tækifæri til að huga að innra skipulagi, meðal annars með því að auka tekjumöguleika sína.
25.08.2020 - 20:31
Skálavörður af lífi og sál
Heiðrún Ólafsdóttir er farandskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands. Það þýðir að hún vinnur á mismunandi svæðum og hefur í sumar farið á milli skálanna sem varða Laugaveginn, vinsælustu gönguleið Íslands. Samfélagið hittir Heiðrúnu þar sem hún var við störf í Langadal í Þórsmörk. Hún segist vera skálavörður af „lífi og sál“ - þetta sé einfaldlega draumastarfið, hún elski að taka til hendinni, ditta að hlutum og vera úti í náttúrunni.
25.08.2020 - 15:09
Vill skima Íslendinga tvisvar en ferðamenn einu sinni
Forstjóri Airport Associates segir að stjórnvöld hafi gengið of langt í því að takmarka för ferðamanna til landsins. Hann vill að Íslendingar séu skimaðir tvisvar, eins og nú er gert, en ferðamenn aðeins við komuna til landsins.
25.08.2020 - 12:52
Aðgerðir snúast um miklu meira en bara ferðaþjónustuna
Ferðamálaráðherra segir að það hafi verið fyrirséð að hertar aðgerðir gagnvart komu ferðamanna til landsins hefðu afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna. Markaðssetningu landsins þurfi að laga að breyttum veruleika.
25.08.2020 - 12:26
Myndskeið
Hlutabótaleiðin úrræðið sem gagnaðist langbest
Næstum hvert einasta herbergi á Hótel Húsafelli hefur verið bókað í sumar. Móttökustjórinn þar segir að enn sé bókað fram á haustið, en harmar að hlutabótaleiðin standi fyrirtækjum ekki lengur til boða.
24.08.2020 - 14:03
Afbókanir streyma inn til ferðaþjónustufyrirtækja
Afbókanir streyma inn til hótela og annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu eftir að hertar reglur um sóttkví við komuna til landsins tóku gildi í síðustu viku. Viðmælendur fréttastofu sem starfa í ferðaþjónustu búast við því að loka fljótlega. 
24.08.2020 - 11:45
Morgunvaktin
Starfsfólk gæti farið að hugsa sér til hreyfings
Óvissa blasir við byggðalögum hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar segir óhjákvæmilegt að fyrirtæki fari í þrot og störf tapist vegna faraldursins. Stór hluti lántakenda Byggðastofnunar eru fyrirtæki í ferðaþjónustu að sögn Aðalsteins.
24.08.2020 - 09:39
Erlendir ferðamenn áfram bannaðir á Bali
Öllum erlendum ferðamönnum verður áfram bannað að koma til indónesísku eyjunnar Bali það sem eftir lifir árs. Engum erlendum ríkisborgurum hefur verið hleypt inn fyrir landamæri Indónesíu síðan faraldurinn braust út en ráðgert var að opna landamærin til Bali 11. september.
24.08.2020 - 09:28
Myndskeið
Segir aðgerðirnar slökkva í vonum ferðaþjónustunnar
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þá ákvörðun stjórnvalda að herða aðgerðir á landamærunum einkennast af upplýsingaóreiðu og að markmiðin séu óskýr. Ferðamálaráðherra hefur kallað eftir ítarlegri efnahagsgreiningu á áhrifum aðgerðanna.
Hertari aðgerðir hafa ekki áhrif á atvinnuleysishorfur
Vinnumálastofnun býr sig undir þung mánaðamót og aukið atvinnuleysi. Forstjórinn segir að hertari aðgerðir á landamærum hafi þó ekki áhrif á atvinnuleysisspár fyrir haustið.
22.08.2020 - 12:20
Myndskeið
Ferðamaður kemur til landsins - og hvað svo?
Þeir sem brjóta reglur um sóttkví við komuna hingað til lands geta átt von á sektum upp á allt að hálfa milljón króna. Deildarstjóri hjá Almannavörnum segir lögregluna þó engan veginn geta haft eftirlit með öllum.
21.08.2020 - 19:50
Morgunútvarpið
Segir ferðamenn vilja snertilausar lausnir
Verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu segir ferðamenn gera auknar kröfur um snertilausar lausnir í ferðalögum, hvort sem það er í bókun á gistingu, samgöngum eða afþreyingu. Tækifæri sé til þess nú til að innleiða slíkar lausnir í auknum mæli til þess að verða samkeppnishæfari þegar ferðalög komast nær eðlilegu horfi.
21.08.2020 - 08:25
Ferðamenn sýna skilning en margir hætta við að koma
Farþegar sem komu með Norrænu í morgun tóku nýjum sóttvarnareglum af æðruleysi og sýndu þeim skilning. Svæðisstjóri Smyril Line segir hins vegar að afbókunum rigni inn.  Aðeins þriðjngur af þeim farþegum sem von var á um Keflavíkurflugvöll í gær, skilaði sér.
20.08.2020 - 19:06
Myndskeið
Segir ekkert mega út af bera hjá Icelandair
Samningar við kröfuhafa Icelandair lækka skuldbindingar félagsins um 61 milljarð króna. Stór hluti þeirra samninga er hins vegar háður því að takist að afla nýs hlutafjár. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningafyrirtækinu Jakobsson Capital, segir ekkert mega út af bera hjá flugfélaginu.
Icelandair spáir mögulegum arftaka erfiðri fæðingu
Það mun taka nýtt flugfélag mörg ár að fylla í það skarð sem Icelandair skilur eftir sig og flug til og frá landinu yrði í millitíðinni háð þörfum erlendra flugfélaga.
Framtíð Icelandair gæti ráðist í útboðinu
Samningar sem Icelandair hefur gert við kröfuhafa, birgja og fleiri lækka skuldbindingar félagsins um 61 milljarð króna. Þeir eru þó allir háðir því að takist að safna tilskilinni upphæð í fyrirhuguðu hlutafjárútboði.
Fréttaskýring
Hvernig eru aðgerðirnar hér miðað við önnur ríki?
Frá og með deginum í dag verða allir komufarþegar, bæði þeir sem búsettir eru hér á landi og þeir sem eru í styttri erindagjörðum, skimaðir við komuna til Íslands og svo aftur að fjögurra til fimm daga sóttkví liðinni. Eftirlitið á landamærum Íslands er með því strangara sem gerist í Evrópu.
19.08.2020 - 11:32
30 milljarðar undir í samningum við Boeing
Icelandair gerir ráð fyrir að fjárskuldbindingar félagsins lækki um rúmlega 30 milljarða króna vegna samkomulags við Boeing flugvélaframleiðandann. Nýundirritaðir kjarasamningar spara félaginu þrjá og hálfan milljarð.
Dönum ráðið frá því að ferðast til Íslands
Danska utanríkisráðuneytið sendi í kvöld frá sér ferðatilmæli, þar sem dönskum ríkisborgurum er ráðið frá öllum ónauðsynlegum ferðum til Íslands. Tekið er fram að þetta sé ekki gert vegna aukinnar hættu á smiti hér á landi, heldur vegna hinna hertu sóttvarnareglna sem gengu í gildi á miðnætti.
19.08.2020 - 00:50
Myndskeið
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti
Einn af hverjum fimm farþegum sem áttu bókað flug með Icelandair á morgun hefur afbókað ferð sína. Eftir miðnætti í kvöld þurfa nær allir sem hingað koma að fara í sóttkví.
18.08.2020 - 23:59
Morgunútvarpið
Fjöldi gististaða býður upp á sóttkvíarþjónustu
Sextíu gististaðir eru komnir á skrá Ferðamálastofu um staði sem taka við ferðalöngum sem þurfa að dvelja í sóttkví við komuna til landsins milli skimana. Hertar reglur taka gildi á miðvikudaginn.