Ferðaþjónusta

Engin stór skip í ár en stefnir í metfjölda á næsta ári
Engin stór skemmtiferðaskip eru væntanleg til Reykjavíkur í ár og von er á mun færri farþegum en útlit var fyrir í byrjun árs. Hins vegar lítur út fyrir metár í skipakomum og farþegafjölda á næsta ári.
Sjónvarpsfrétt
Til skammar að fyrirtæki misnoti tækifæri og brjóti lög
Dæmi eru um að fyrirtæki sem fengu uppsagnarstyrk, eftir að hafa sagt upp fólki í byrjun faraldursins, bjóði starfsfólkinu ekki sama starf aftur þrátt fyrir að þeim sé það skylt samkvæmt lögum. Óttast er að reynslulítið fólk verði nú ráðið í þessi störf á lægstu töxtum og ráðningarstyrkir í átakinu „Hefjum störf“ verði látnir dekka launakostnaðinn að mestu.
Harma sleggjudóma um atvinnulausa og vara við fordómum
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar við því að ýtt sé undir fordóma í garð atvinnulausra og harmar sleggjudóma í opinberri umræðu sem ekki sé studd gögnum og sé neikvæð og einhliða.
„Það vorar hratt í ferðaþjónustunni“
Það vorar hratt í íslenskri ferðaþjónustu og hraðar en menn bjuggust við. Markaðsherferðir miða nú að því að fá hingað ferðamenn sem dvelja lengur og eyða meiri peningum meðan á dvölinni stendur. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustufyrirtækja.
Vonar að bólusetningar og aðgerðir dugi til
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að verið sé að bjóða hættunni heim með fjölgun ferðamanna, en hann bindi vonir við að bólusetningar og aðgerðir á landamærum dugi til.
KFC, Dominos, N1 og Olís rökuðu inn með ferðagjöfinni
Bensínstöðvarnar Olís og N1, og skyndibitakeðjurnar KFC og Dominos Pizza, fengu samtals tæpar 120 milljónir króna frá ríkinu í formi ferðagjafar Íslendinga. Um 900 milljónum hefur verið varið með gjöfinni, en um 30 þúsund manns hafa ekki sótt hana. Flughermirinn Fly Over Iceland situr þó á toppnum, með 48 milljónir króna í kassanum vegna ferðagjafarinnar.
31.05.2021 - 12:15
Fólk virðir ekki lokanir við gosstöðvarnar
Þrátt fyrir að búið sé að loka fyrir alla umferð upp á útsýnishólinn við gosstöðvarnar hefur sést til fólks fara yfir lokun ofan við vestari varnargarðinn í Meradölum. Lögreglan ætlar að bregðast við. Hraun er við það að renna úr Geldingadölum yfir haftið við hólinn niður í Meradali. Eina leiðin til að komast af hólmanum sem verður þá til er með þyrlu.
Eftirlitsdeild fylgist með sóttkví
Sérstök eftirlitsdeild almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra hefur verið stofnuð til að fylgjast með ferðamönnum sem eiga að vera í sóttkví.
31.05.2021 - 09:40
Reglugerð um sóttkvíarhótel fallin úr gildi
Það er ekki lengur skylda að dvelja í fimm daga á sóttkvíarhóteli eftir að fólk kemur til landsins frá skilgreindum áhættusvæðum. Sú reglugerð var felld úr gildi á miðnætti. 
Boða framkvæmdir og gjaldtöku við Hveri í Mývatnssveit
Framkvæmdir fyrir tæpar 200 milljónir króna eru áformaðar við hverasvæðið austan Námafjalls í Mývatnssveit. Félagið Sannir landvættir hyggst endurnýja þar bílastæði, gönguleiðir og útsýnispalla og hefja þar gjaldtöku í kjölfarið.
30.05.2021 - 07:00
Reikna með tveimur milljónum farþega í Leifsstöð í ár
Isavia gerir ráð fyrir að um tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þetta eru mun fleiri en fóru um völlinn í fyrra, en nokkru færri en vonast hafði verið eftir. Um tuttugu flugfélög munu hafa hér viðkomu í sumar, eftir því sem best er vitað, og verða brottfarir héðan að líkindum rúmlega tvöfalt fleiri en í fyrra, gangi þessar spár eftir.
Segir ósvífni ÍFF og Play smita út á vinnumarkaðinn
Drífa Snædal, forseti ASÍ segir að ÍFF, Íslenska flugstéttafélagið, beri öll merki þess að vera gult stéttarfélag. Þeir sem sömdu kjarasamning flugfreyja og flugþjóna séu ekki þeir sem eiga að sinna störfunum sem hann snýr að. Ósvífni ÍFF og Play gagnvart launafólki muni smitast út um allan vinnumarkaðinn ef ekki verði spyrnt við fótum.
28.05.2021 - 15:50
Síðdegisútvarpið
„Þarf að manna ferðaþjónustuna mikið til upp á nýtt“
Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu, Kristófer Oliversson, segir nú bráðvanta starfsfólk í þjónustugeirann í sumar, uppbygging til framtíðar sé hafin í ferðaþjónustunni.
25.05.2021 - 17:45
Viðtal
Hafði meiri áhuga á sauðkindum en heimilisfólkinu
Um 200 manngerða hella er að finna á Suðurlandi og þeirra á meðal eru allnokkrir á Ægissíðu við Hellu. Þar geta ferðamenn nú skoðað nokkra þeirra með leiðsögn. Ekki er vitað með vissu um upphaflegan tilgang hellanna þó að ýmsar kenningar séu á lofti.
25.05.2021 - 16:21
ÍFF harmar og hafnar dylgjum forystu ASÍ
Íslenska flugstéttarfélagið segist furða sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu gegn viðsemjendum þess. Einnig furðar ÍFF sig á því að ASÍ fari fyrst með rangmæli sín um ÍFF og kjarasamninga þess við PLAY í fjölmiðla áður en leitað er svara hjá félaginu.
23.05.2021 - 17:11
Myndskeið
Hótel landsins að taka við sér á ný
Líf er að færast í hótel landsins á ný eftir erfiðan hjalla í faraldrinum. Hótelrekendur leita nú að starfskrafti til að hafa undan í sumar.
Spánverjar bjóða ferðafólk velkomið
Spánverjar ætla frá sjöunda júní að opna landamæri sín fyrir ferðafólki hvaðanæfa að úr heiminum, svo fremi að það hafi verið full-bólusett gegn COVID-19. Breskir ferðalangar verða þó boðnir velkomnir frá næsta mánudegi. Sá galli er á gjöf Njarðar að þeir þurfa að fara í sóttkví við heimkomuna.
21.05.2021 - 16:24
Viðtal
Afnema skyldudvöl og hætta við litakóðunarkerfið
Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að afnema skyldudvöl þeirra sem koma frá hááhættusvæðum á sóttvarnahóteli við komuna til landsins. Boðað litakóðunarkerfi verður ekki tekið í notkun.
Myndskeið
ASÍ segir laun hjá Play 30% lægri en hjá Icelandair
Forstjóri Play segir byrjunarlaun flugfreyja og þjóna hjá félaginu hærri en hjá Icelandair. Forseti ASÍ segir samanburð samninga þvert á móti sýna að launin hjá Play séu 30% lægri. 
20.05.2021 - 22:00
Leyfðum tungumálum á bólusetningarvottorði ekki fjölgað
Fullbólusettur Íslendingur, sem búsettur er á Spáni og ætlar að koma til Íslands 3. júní, kveðst ekki sáttur við þær tungumálareglur sem gilda um bólusetningarvottorð sem sýnd eru við komuna hingað til lands. Hann vill að bæta megi við fleiri tungumálum en embætti landlæknis segir ekki í bígerð að gera það.
Minnsta losun frá flugi síðan 2013
Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum flugrekendum innan ETS, viðskiptakerfis Evrópusambandsins, á árinu 2020 hefur ekki verið minni frá því mælingar hófust árið 2013. Losun dróst saman um 69 prósent milli áranna 2019 og 2020.
Fullbólusettir velkomnir til ESB-ríkja
Evrópusambandið stefnir að því að opna landamærin fyrir ferðafólki sem getur sýnt fram á að það sé fullbólusett við COVID-19 og býr í löndum þar sem lítið er um smit. Einnig á að fjölga á listanum yfir svonefnd græn ríki.
Færeyingar geta valið úr ferðum til sjö áfangastaða
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways tilkynnti um að það hygðist hefja flug til sjö áfangastaða, samdægurs og landstjórnin slakaði á ferðatakmörkunum 14. maí. Þegar hafa 35% Færeyinga fengið fyrstu sprautu og 13% teljast fullbólusett.
19.05.2021 - 12:28
Spegillinn
Þurfa að skima í gámum á Keflavíkurflugvelli
Skimað verður í gámum á planinu utan við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og búast má við bið eftir skimun síðdegis þegar margar flugvélar lenda á svipuðum tíma. Tvöfalda þarf fjölda starfsmanna við skimun, að minnsta kosti, segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vonast er til að slembibólusetning geti hafist í næstu viku og að í lok júní geti fólk pantað sér tíma í bólusetningu og valið bóluefni.
Myndskeið
Subbuskapur og reykingastybba á sóttkvíarhóteli
Gestir sóttkvíarhótela eru ósáttir við óþrifnað og slæman viðskilnað fyrri gesta á hótelherbergjum. Þeim er sjálfum treyst til að þrífa herbergin.