Ferðaþjónusta

Íbúar Mexíkó leita skjóls undan fellibylnum Grace
Flugferðum var aflýst í gær og ferðamenn þurftu að hafast við í neyðarskýlum þegar fyrsta stigs fellibylurinn Grace tók land á austanverðum Yucatan-skaga í Mexíkó. Búist er við úrhellisrigningu og flóðum af völdum fellibylsins.
19.08.2021 - 11:09
Svartsýnustu spár ferðaþjónustunnar ekki ræst
Svartsýnustu spár ferðaþjónustunnar um áhrif þess að Ísland yrði flokkað sem rautt land á sóttvarnakortum hafa ekki ræst. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að afleiðingarnar hefðu orðið mun harkalegri ef þetta hefði gerst í vor.
Þrjátíu ísraelskir ferðamenn smitaðir af COVID-19
Um þrjátíu manna hópur fullbólusettra Ísraelsmanna er smitaður af COVID-19 á ferðalagi sínu um Ísland. Samskiptastjóri almannavarna staðfestir í samtali við fréttastofu að nokkur hópur ísraelskra ferðamanna sé smitaður af COVID. Þetta er ekki sama ferðafólkið og greindist smitað í Vestmannaeyjum og greint var frá fyrir skemmstu.
Eilíf útköll að gosstöðvunum vegna slysa
Talið er brýnt að auka stígagerð við gosstöðvarnar á Reykjanesi og auka öryggi á núverandi leiðum að gosinu. Fundað hefur verið um frekari stígagerð. Formaður Björgunarsveitanna líkir ástandinu við kvikmyndina Groundhog day, þar sem menn enda ávallt á byrjunarreit, sama hvað reynt er. Aðalvarðstjóri lögreglunnar segir eilíf útköll að gosstöðvunum vegna slysa.
Ferðir hjá Strætó falla niður í dag vegna smits
Allar ferðir á leið 31 hafa verið felldar niður hjá Strætó í dag sem og allar ferðir fyrir hádegi á leið 19. Ástæðan er COVID-19 smit hjá Hagvögnum hf. sem er annar verktakinn sem ekur fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
13.08.2021 - 08:11
Spegillinn
Yfirborðshiti sjávar í Skjálfanda fór í 17 gráður
Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum loftslagsbreytingum sem eru að hellast yfir okkur, segir Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu, sem mælt hefur yfirborðshita í sjónum í Eyjafirði og Skjálfanda í meira en tvo áratugi. Yfirborðshitinn sem hann mælir nú er allt að 17 gráðum sem er fimm gráðum meira heldur en hæstu mælingar hingað til . 
Mönnun í ferðaþjónustu komin í eðlilegt horf
Ágætlega gengur að ráða í störf í ferðaþjónustunni. Mönnun í greininni er komin í svipað horf og var fyrir heimsfaraldur COVID-19, segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman og mældist í júlí um sex prósent.
10.08.2021 - 14:19
Gistinóttum útlendinga fjölgaði um 170%
Miðað við bráðabirgðatölur fyrir júlímánuð má ætla að gistinætur á hótelum í júlí hafi verið um 364.100. Þar af voru gistinætur Íslendinga um 109.600 og gistinætur útlendinga um 254.500.
10.08.2021 - 10:33
Ísland ekki sjálfkrafa á rauðan lista einstakra landa
Ísland fer hvorki sjálfkrafa á rauða lista einstakra ríkja né breytast reglur gagnvart Íslandi strax í dag. Mikilvægt er fyrir ferðalanga að kynna sér reglur á áfangastað enda styðjist mörg ríki við eigin skilgreiningar og flokka. Víða gildi undanþágur fyrir bólusetta.
Metumferð á hringveginum
Umferðin um þjóðveg 1 í nýliðnum júlí jókst um nærri 6 prósent frá sama mánuði í fyrra og hefur aldrei verið meiri á einum mánuði. Umferðin reyndist 2,3 prósentum meiri en í júlí 2019 þegar fyrra met var sett. Mest jókst umferðin á Austurlandi.
04.08.2021 - 08:56
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna:
Ísland í næst-hæsta hættuflokk vegna COVID-19
Bandaríkjamenn eru varaðir við því að ferðast til Íslands og óbólusettir hvattir til að ferðast ekki hingað að nauðsynjalausu, vegna mikillar fjölgunar kórónaveirusmita hér á landi að undanförnu.
04.08.2021 - 01:38
Enginn rútufarþeganna í lífshættu
Enginn af þeim farþegum sem slösuðust þegar rúta valt út af vegi við Drumboddstaði í Biskupstungum er í lífshættu. Þetta staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Þúsundir starfsfólks Quantas sendar í launalaust leyfi
Ástralska flugfélagið Qantas tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að senda vel á þriðja þúsund starfsmanna í launalaust leyfi. Ástæðan er sögð vera sú að mjög hefur dregið úr eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar víða um landið.
Rúta með ferðamenn fór út af vegi í Biskupstungum
Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting fór út af vegi í Biskupstungum á sjöunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan sjö. Rútan var full af farþegum sem voru að koma frá Hvítá eftir flúðasiglingar. Enginn slasaðist alvarlega.
Örtröð í Leifsstöð
Mannmergð er nú í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar, en fólk á leið til landsins þarf að bíða drykklanga stund til að framvísa bólusetningarvottorðum eða fara í sýnatöku, sé það óbólusett.
Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.
Verulega erfið nótt á tjaldsvæðum á Akureyri
Talsvert var um það síðustu nótt að fólk í leit að gleðskap reyndi að komast inn á tjaldsvæði sem voru orðin full og þar af leiðandi lokuð fyrir frekari gestagangi í samræmi við fjöldatakmarkanir. Tryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðanna á Akureyri, segir nóttina hafa tekið á. 
01.08.2021 - 13:06
Áhrifin af takmörkunum minni en gert var ráð fyrir
Áhrifin af takmörkunum sem stjórnvöld gripu til fyrir viku eru minni en gera hefði mátt ráð fyrir, segir ferðamálastjóri. Rúmlega tvö hundruð flugvélar lenda á Keflavíkurflugvélli um og eftir helgi. Ekki er að sjá neina breytingu á fjölda farþega í flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.
Lítill skaði þó Ísland verði rautt
Ísland er appelsínugult á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu og fjölgi smitum sem horfir verður Ísland óhjákvæmilega rautt. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki skipta svo miklu máli.
Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
Undanþágur frá skimunum flugáhafna til skoðunar
Verið er að skoða undanþágur flugáhafna flugfélaganna Play og Icelandair frá reglulegum skimunum. Samkvæmt núgildandi reglugerð þurfa þær ekki að framvísa PCR-prófi nema dvöl þeirra ytra sé lengri en þrír sólarhringar.
Íslendingum ráðið frá ferðalögum nema til Grænlands
Íslendingum er ráðlagt frá að ferðast að nauðsynjalausu til skilgreindra hættusvæða í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í öllum löndum heims. Það á í raun við um öll lönd og svæði veraldar að Grænlandi undanskildu.
Vonar að lönd fari að horfa á annað en fjölda smita
Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum samhliða bólusetningu, þannig að ríki hætti að horfa til fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn.
Ferðareglur erlendis geta breyst mjög hratt
Fyrirspurnum til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna ferðalaga Íslendinga til útlanda hefur fjölgað undanfarna daga eftir að Covid smitum fjölgaði. 
26.07.2021 - 16:19