Ferðaþjónusta

Myndskeið
600 þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á barmi gjaldþrots
Eitt af hverjum fimm ferðaþjónustufyrirtækjum í Evrópu er á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirufaraldursins að mati sérfræðinga. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar víða í Evrópu.
28.09.2020 - 22:10
Hótelinu á Deplum lokað - staðan metin eftir áramót
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hefur verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum.
23.09.2020 - 15:12
„Er að selja mat og gistingu, þarf ég að svara þessu?“
Sjö af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi þurfa á einhvers konar neyðarfjármagni eða skammtímafjármögnun að halda vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Fyrirtækin telja sig flest þurfa á aðstoð að halda í sex til tuttugu og fjóra mánuði.
22.09.2020 - 11:33
Ánægður með hversu vel hlutafjárútboðið gekk
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra segir það jákvætt hversu vel hlutafjárútboð Icelandair gekk. Heildareftirspurn sé mikil og það gefi félaginu færi á að auka við sig hlutafé umfram það sem til stóð. Það dragi úr áhættu ríkisins. Hann vonar að ekki komi til þess að gengið verði á lánalínuna.
Bjartsýni í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telur að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem COVID-19 faraldurinn hefur orsakað, samkvæmt könnun Markaðsstofu Norðurlands. Rétt um helmingur fyrirtækjanna hefur ekki getað nýtt sér stuðningsaðgerðir stjórnvalda.
Fæstir þingmenn hafa nýtt Ferðagjöfina sína
Tíu þingmenn af 63 segjast hafa nýtt Ferðagjöfina sína í sumar. Langflestir hafa enn ekki nýtt hana og vita ekki hvort eða þá hvernig það skuli gert. Einungis einn ráðherra vildi svara fyrirspurn fréttastofu um ráðstöfun inneigninnar. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins voru duglegastir að svara. 500 milljónir hafa nú þegar verið nýttar úr ríkiskassanum í formi Ferðagjafarinnar.
13.09.2020 - 15:54
Loftbrú hleypt af stokkunum
Frá og með deginum í dag eiga íbúar með lögheimili fjarri höfuðborginni kost á því að fá flugfargjöld á hagstæðari kjörum til borgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Sigurður Ingi Jóhannsson,samgönguráðherra kynnti verkefnið sem nefnist Loftbrú í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.
Icelandair fær aðild að bókunarkerfi easyJet
Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet um aðild að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Bókunarþjónustan tengir saman yfir fimm þúsund flugleiðir víða um heim með neti 17 samstarfsflugfélaga.
08.09.2020 - 16:08
58% færri gistinætur en þreföldun hjá Íslendingum
Ætla má að 58% samdráttur hafi orðið á fjölda gistinótta á hótelum í ágúst miðað við árið í fyrra. Íslendingum fjölgaði mikið, en gistinætur erlendra ferðamanna drógust saman.
08.09.2020 - 09:45
Segir djarft skref að fjárfesta í flugfélagi
Gylfi Magnússon prófessor og forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, segir að gríðarleg áhætta sé fólgin í fjárfestingu i flugfélagi um þessar mundir og að það yrði erfitt skref fyrir lífeyrissjóðina að leggja fram verulegt fjármagn. Slík fjárfesting krefjist aðila sem hafi meira tapsþol og betri tengingu við fluggeirann. Slíkur aðili sé ekki til á Íslandi og jafnvel ekki erlendis þessa stundina.
07.09.2020 - 20:32
Myndskeið
Demantshringurinn formlega opnaður
Demantshringurinn svokallaði á Norðurlandi var opnaður í dag með formlegum hætti í Jökulsárgljúfrum. Þó um nýja ferðamannaleið sé að ræða segir samgönguráðherra að á sama tíma sé þessi leið almennt mikil samgöngubót.
Leyfi annarra þarf fyrir útleigu airbnb íbúða í sóttkví
Ekki er heimilt að leigja airbnb íbúðir í fjölbýlishúsum undir sóttkví nema með samþykki annarra íbúa hússins samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Ferðamálastofu.
03.09.2020 - 11:52
Myndskeið
Hjólaði yfir hálendið og gaf fólki von um allan heim
Bandarískur ljósmyndari sem hjólaði þvert yfir Ísland og sýndi milljónum frá á samfélagsmiðlum, segir ferðina hafa gefið öðrum von um að lífið geti haldið áfram eftir kórónuveirufaraldurinn. Jökulárnar voru hans mestu áskoranir á leiðinni.
02.09.2020 - 20:26
32 ferðaskrifstofur sóttu um lán í ferðaábyrgðasjóð
Alls sóttu 32 ferðaskrifstofur um lán í ferðaábyrgðasjóð áður en frestur til þess rann út um mánaðamótin. Fimm þeirra hafa verið afgreiddar.
Íslandskynning á COVID-tímum eins og kosningabarátta
„Verkefnið er í góðum farvegi, en ljóst er að tímasetningar aðgerða munu áfram taka mið af ferðatakmörkunum hér heima og erlendis. Miðað er við að stærstum hluta verkefnafjárins verði varið þegar ferðatakmörkunum tekur að létta og ferðaáhugi að glæðast,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, um markaðsátakið Looks Like You Need Iceland sem miðar að því að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað. Sveinn Birkir segir að átakið hafi þegar skilað árangri.
Ísland áfram á rauðum lista hjá Norðmönnum
Ísland er áfram metið hááhættusvæði af norska landlæknisembættinu og þurfa ferðamenn frá Íslandi að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Embættið mælir með að nokkur héruð í Svíþjóð verði tekin af listanum sem og Sjáland í Danmörku. Furstadæmið Mónakó bætti Íslandi á lista yfir hááhættusvæði í gær.
Milljarðstap og deilur um húsaleigu lokaðs hótels
Tap af rekstri Íslandshótela fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2020 var rúmur milljarður króna samkvæmt árshlutareikningi sem birtur var Kauphöllinni í dag. Áhrif kórónuveirufaraldursins vega þar þungt. Íslandshótel reka 17 hótel víðsvegar um landið. Fimm þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu.
31.08.2020 - 14:32
Rúmlega 260 hafa misst vinnuna í hópuppsögnum í ágúst
Ein ný tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í dag og náði hún til um 60 manns hjá fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Hrun í fjölda gistinótta - Íslendingar 71% hótelgesta
Fjöldi greiddra gistinátta í júlí dróst saman um 57% samanborið við júlí 2019. Um 71% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 476 þúsund, en 191 þúsund nætur voru skráðar á erlenda gesti. Gistinætur í júlí í fyrra voru rúmlega 1,5 milljónir, en um 667 þúsund í ár.
31.08.2020 - 11:25
Viðtal
„Röng efnahagsleg viðbrögð geta lengt kreppuna“
Þrátt fyrir að samdráttur í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi hafi aldrei mælst meiri hér á landi, þá hefði verið hægt að búast við enn meiri samdrætti. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. 
Vill að Alþingi krefjist uppskiptingar Icelandair Group
Ferðaskrifstofan Atlantik gagnrýnir að ríkisstjórnin vilji veita fyrirtækjasamstæðunni Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánum, en ekki bara flugfélaginu Icelandair. Innan samstæðunnar starfa mörg fyrirtæki í samkeppnisrekstri á Íslandi.
31.08.2020 - 09:18
Myndskeið
Byggja gróðurhús og hótel í heimsfaraldri
Stærsta gúrku-, tómata- og blómaframleiðsla landsins verður bráðum í Reykholti í Biskupstungum, þar sem aðeins rúmlega tvö hundruð manns búa. Heimafólk ákvað að nýta tímann í faraldrinum til að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir og er bjartsýnt á framhaldið.
30.08.2020 - 21:15
Keppinautar Icelandair ekki beðnir álits á lánalínu
Keppinautar Icelandair Group eru ekki meðal þeirra sem beðnir eru um álit á lánalínunni sem stjórnvöld ætla að veita fyrirtækinu ríkisábyrgð á, en málið er nú til meðferðar hjá þinginu.
Bjarni: Skýrir almannahagsmunir í húfi
Hart var tekist á um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tekið var til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Umræðan, sem lauk nú á áttunda tímanum, stóð yfir í rúma fimm klukkustundir.
133 sagt upp hjá Isavia
133 starfsmönnum Isavia var sagt upp í dag og 12 til viðbótar var boðið að lækka starfshlutfall sitt. Uppsagnirnar í dag koma til viðbótar því að 101 starfsmanni var sagt upp störfum í lok mars og hefur störfum hjá Isavia þar með fækkað um 40% frá því Covid-19 faraldurinn hófst.