Ferðaþjónusta

Myndskeið
Annar hluti Íslandskynningar að fara í loftið
Annar hluti auglýsingaherferðar, sem miðar að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn, fer í loftið eftir rúma viku í Bandaríkjunum og Evrópu. Fagstjóri hjá Íslandsstofu segir að eftir jákvæðar fréttir af bóluefni hafi stöðugt fleiri slegið inn leitarorðið Ísland á netinu, en samkeppnin við aðra áfangastaði sé þó hörð.
Finnar vilja ekki loka skíðasvæðum
Mika Lintilä, efnahagsmálaráðherra Finnlands, er andvígur hugmyndum Þjóðverja um að hafa skíðasvæði í ríkjum Evrópusambandsins lokuð um jól og áramót til að draga úr hættunni á kórónuveirusmitum. Ráðherrann segir í viðtali við AFP fréttastofuna að það séu aðallega Finnar sjálfir sem noti skíðaaðstöðuna.
27.11.2020 - 15:11
Borgarstjóri Óslóar sendir stjórnvöldum neyðarkall
Borgarstjórinn í Ósló biður borgarbúa að láta það vera að ferðast til útlanda um jólin. Hann biður stjórnvöld um fjárhagsaðstoð og segir ástandið í landinu hvergi verra en í höfuðborginni. Sóttvarnarreglur, sem átti hugsanlega að slaka á um næstu mánaðamót hafa verið framlengdar fram í miðjan desember.
26.11.2020 - 15:39
Áætlunarflug að hefjast milli Dubai og Tel Aviv
Lággjaldaflugfélagið Flydubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur í dag áætlunarflug milli Dubai og Tel Aviv í Ísrael. Þetta er liður í áformum um aukin samskipti milli ríkjanna eftir að þau undirrituðu í september samkomulag um að taka upp eðlileg samskipti. 
Spegillinn
Norskur gróði á tímum farsóttar
Norska ríkið græðir á kófinu. Og það sem meira er: Það er hagvöxtur í landinu þannig að allt sem tapaðist með víðtækum lokunum í atvinnulífinu í vor er komið til baka. Norðmenn hafa smátt og smátt lært að lifa með smitinu og græða í efnahagskófinu
24.11.2020 - 18:52
Loka skíðasvæðum um hátíðarnar
Skíðasvæði í bæversku Ölpunum verða að líkindum lokuð um jól og áramót. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands, greindi frá því í dag að hann áformaði að hafa lokað til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 farsóttarinnar. Hann skoraði jafnframt á leiðtoga Evrópuríkja að fylgja fordæmi hans til að annað Ischgl endurtæki sig ekki.
24.11.2020 - 17:34
Fleiri áfangastaðir og fleiri ferðir yfir hátíðarnar
Icelandair stefnir að því að fjölga áfangastöðum og flugferðum yfir hátíðarnar og verður lagt kapp á að koma farþegum á áfangastaði fyrir jól og áramót. Jólaáætlun félagsins er nú komin í sölu og er áætlað að fljúga til og frá ellefu áfangastöðum.
23.11.2020 - 16:00
„Þetta verður alltaf svolítil kristalskúluhagfræði“
Taka þarf spá Seðlabankans um fjölda erlendra ferðamenn hingað til lands á næsta ári með fyrirvara. Óvissuþættirnir eru margir og meiri fyrirsjáanleiki þarf að vera í sóttvarnaaðgerðum á landamærunum eigi ferðaþjónusta að eiga möguleika á að eflast á ný. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Myndskeið
Bóluefni og staða MAX-véla auka bjartsýni Icelandair
Forstjóri Icelandair segist bjartsýnni en áður að félagið nái viðspyrnu strax næsta sumar. Stefnt er að því að hafa þá sex Boeing MAX-vélar í flota félagsins, en tryggja verður að farþegar treysti vélunum
18.11.2020 - 22:01
Spegillinn
Ferðaþjónustan tekur fljótt við sér
Fregnir síðustu daga um að góður árangur hafi náðst hjá tveimur stórum lyfjafyrirtækjum í þróun bóluefnis hefur vakið þá von í brjósti margra að það sjái fyrir endann á Covid  faraldrinum og að líf komist í eðlilegt horf á vormánuðum. Spegillinn ræddi við Skarphéðinn Berg Steinarsson Ferðamálastjóra um horfurnar í ferðaþjónustunni.  
18.11.2020 - 10:47
Hætta að rukka fyrir skimun á landamærunum
Til stendur að afnema gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærunum frá og með 1. desember. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðherra telur að áfram verði sóttvarnarráðstafanir en aðventan geti vonandi orðið góð þó hún verði ekki með hefðbundnu sniði að þessu sinni.
17.11.2020 - 12:30
Metfjöldi skemmtiferðaskipa boðar komu sína hingað
Mikil óvissa ríkir um komu skemmtiferðaskipa til landsins á næstu mánuðum. Algjört hrun varð í fjölda þeirra skipa sem komu á þessu ári. Einungis 7 af ríflega 200 sem höfðu boðað komu sína lögðust að bryggju í ár. Þrátt fyrir allt hefur metfjöldi skemmtiferðaskipa boðað komu sína hingað til lands á næsta ári.
17.11.2020 - 09:50
Myndband
Langþráður draumur landvarðar rætist með nýju salerni
Úrgangur úr nýjum salernum sem nú eru við Dettifoss verður nýttur til landgræðslu. Langþráður draumur að rætast, segir þjóðgarðsvörður. Þar hefur rólegur tími verið nýttur til að setja upp fjórtán salerni auk aðstöðu fyrir landverði.
17.11.2020 - 09:21
Ætla að byggja lúxushótel við Grenivík
Ákveðið hefur verið að byggja 5.500 fermetra lúxushótel á Þengilhöfða við Grenivík. Áætlað er að framkvæmdir hefjist næsta vor.
10.11.2020 - 15:55
Ferðum til finnska jólasveinsins aflýst
Ferðaskrifstofan Tui í Bretlandi hefur aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi og Írlandi til Lapplands það sem eftir er ársins vegna heimsfaraldursins. Í frétt frá fyrirtækinu segir að vonast sé til þess að ástandið verði komið í lag eftir eitt ár þannig að hægt verði að hefja þær að nýju.
10.11.2020 - 14:35
Spegillinn
Norwegian færist framar á brúninni
Norska ríkisstjórnin er hætt frekari stuðningi við flugfélagið Norwegian. Við þessi tíðindi urðu hlutabréf í félaginu nær verðlaus og það færðist nær gjaldþroti. Hrun hefur orðið í starfssemi Norwegian eftir að heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á í vor.
10.11.2020 - 09:09
Fengu umhverfisverðlaun fyrir uppbyggingu við Goðafoss
Þingeyjarsveit hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2020. Verðlaunin fær sveitarfélagið fyrir uppbyggingu innviða við Goðafoss, sem það hefur staðið fyrir á síðustu árum.
09.11.2020 - 21:31
Myndskeið
Gistinóttum fækkar þótt Íslendingar flykkist á hótel
Gistinóttum hér á landi hefur fækkað um 60 prósent frá því í fyrra. Gistinóttum Íslendinga hefur hins vegar fjölgað um helming. Aðstoðarhótelstjóri segir að það muni miklu að Íslendingar skuli gista á hótelum.
„Fólki líður ekki vel og sér ekkert framundan“
Forsvarsmaður baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu segir að skuldir eigi eftir að hlaðast upp verði ekki gripið í taumana. Eigendur rúmlega 260 smærri fyrirtækja sendu öllum þingmönnum bréf þar sem krafist er aðgerða til þess að bregðast við vandanum.
06.11.2020 - 12:03
Spegillinn
Standa frammi fyrir djúpum skuldavanda
Rösklega 200 smærri fyrirtæki og einyrkjar í ferðaþjónustu hafa sent stjórnvöldum ákall um að grípa verði til aðgerða strax til að forða þeim frá að lenda í djúpum skuldavanda. Á haustmánuðum hafi óvissa og úrræðaleysi aukist. Þau vilja meðal annars að einyrkjar og eigendur lítilla ferðaþjónustufyrirtækja eigi rétt á fullum atvinnuleysisbótum.
04.11.2020 - 16:20
Vilja opna glæsitjaldsvæði í Önundarfirði
Umsókn um að setja upp lúxus- eða glæsitjaldsvæði á Flateyri er nú á borði skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. Í umsókninni er óskað eftir afnotum af landi bæjarins í Önundarfirði, skammt fyrir utan Flateyri.
Skellt í lás á Hótel Sögu
Hótel Sögu verður lokað um mánaðamótin og segir hótelstjórinn að stjórnendur séu nauðbeygðir til að taka þá ákvörðun. Stefnt var að því að hafa opið í það minnsta til áramóta.
28.10.2020 - 15:46
Ferðaþjónustan fái 3,5 milljarða í tekjufallsstyrki
Ferðaþjónustufyrirtæki geta fengið allt að 7,2 milljóna króna styrk nái frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki fram að ganga. Áætlað er að þetta muni kosta ríkissjóð um 3,5 milljarð.
Jólamarkaðnum í Nürnberg aflýst
Borgaryfirvöld í Nürnberg í Þýskalandi aflýstu í dag hinum víðfræga jólamarkaði, sem þar hefur verið haldinn á aðventunni frá ómunatíð. Í yfirlýsingu sem Marcus König borgarstjóri sendi frá sér segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir langa yfirvegun. Það hafi orðið ofan á að vernda heilsu þeirra sem hygðust sækja markaðinn.
26.10.2020 - 16:42
Spegillinn
Svartnætti í ferðaþjónustunni
Það eru ekki margir erlendir gestir á íslenskum gististöðum þessa dagana og útlitið ekki gott í ferðaþjónustunni næstu vikur og mánuði. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 96% í september samanborið við september í fyrra.
21.10.2020 - 10:57