Ferðaþjónusta

Áttu ekki von á öllum íslensku ferðamönnunum
Ekki gátu allir veitingastaðir í Mýrdalshreppi haft opið nema hluta dags í sumar þar sem fjöldi starfsfólks var þegar farið á brott vegna þess hruns sem varð í ferðaþjónustunni í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Tjaldsvæði full og veitingastaðir uppbókaðir
Margir eru á faraldsfæti og vísa þurfti fólki frá tjaldsvæðum í dag vegna nýrra fjöldatakmarkana. Veitingahús á Akureyri eru mörg fullbókuð um helgina. Fólk er beðið um að sýna þolinmæði.
31.07.2020 - 19:24
Viðtal
Fjöldi Íslendinga ferðast til Svíþjóðar
Miðað við hörmungarástandið sem ríkir í Svíþjóð kemur á óvart hversu margir Íslendingar ferðast þangað þessa dagana. Þetta sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is, sem er búsettur í Svíþjóð, í viðtali í Morgunvaktinni á RÁS 1 í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
31.07.2020 - 09:09
Útilegur í uppnámi vegna veðurs og hertra reglna
Mörg tjaldsvæði hafa þurft að vísa fólki frá vegna hertra sóttvarnarreglna sem taka gildi á morgun. Starfsmaður Bása í Þórsmörk segir að tjaldsvæðið þar sé fullt alla verslunarmannahelgina. Von var á fleiri en hundrað gestum á tjaldsvæðið um helgina og því þurfti að tilkynna allmörgum ferðalöngum að þeir þyrftu að hverfa frá áformum sínum.
30.07.2020 - 18:44
Undrast að fólk hafi ekki verið hvatt til að vera heima
Tónleikum helgarinnar á Komdu Austur! hefur verið aflýst en tónleikar kvöldsins standa. Hóteleigandi á Egilsstöðum undrast að fólk hafi ekki verið hvatt til að vera heima eða hætta við ferðalög. Ekki sé mögulegt að veita öllum þjónustu eftir að fjöldatakmarkanir verði hertar.
30.07.2020 - 17:14
Ferðaþjónustan tapaði hundruðum milljarða dollara
Tekjutap ferðaþjónustunnar í heiminum nam 320 milljörðum dollara frá janúarbyrjun til maíloka í ár. Ferðafólk kemur enn víða að lokuðum landamærum, þar á meðal í Kína og Bandaríkjunum.
28.07.2020 - 18:00
Mývetningar mótmæla Krambúðinni
Mývetningar krefjast þess að Samkaup endurskoði þá ákvörðun sína að breyta Kjörbúðinni í Krambúð. Heimamenn segja fyrirtækið ekki sýna samfélagslega ábyrgð og hafa fært viðskipti sín annað.
28.07.2020 - 15:46
Flotbryggjan í Drangey ónothæf eftir óveður
Flotbryggjan í Drangey, sem var smíðuð í vor, skemmdist í óveðri nýverið. Bryggjan er ónothæf og því ekki hægt að fara í skoðunarferð um eyjuna. Eigandi Drangeyjarferða telur tjónið hlaupa á milljónum.
Töpuðu 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem félagið skilaði til Kauphallarinnar í gær, ef miðað er við gengi dagsins í dag.
28.07.2020 - 07:48
Spænsk yfirvöld segja aðgerðir Breta ósanngjarnar
Bresk yfirvöld hafa fyrirskipað fjórtán daga sóttkví fyrir alla sem koma til landsins frá Spáni og ráðið fólki frá ferðum þangað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir ákvörðunina „ósanngjarna“.
Hækka aldurstakmark á tjaldsvæðum fyrir helgina
20 ára aldurstakmark verður á tjaldsvæðum Akureyrar um verslunarmannahelgina. Ein með öllu verður sniðin að fjölskyldufólki í ár. Stórir viðburðir eins og Sparitónleikarnir verða ekki á dagskrá, þess í stað verða viðburðirnir minni og dreifðari.
27.07.2020 - 15:33
„Óábyrgt að fara með annað fólk á Heklu“
Þrýstingur kviku undir Heklu hefur aukist stöðugt frá síðasta gosi. Þetta sýna mælingar sem gerðar voru við eldfjallið fyrr í sumar. Fyrir fjórtán árum síðan var þrýstingurinn orðinn hærri en á undan gosunum 1991 og 2000 og hefur hann aukist í sífellu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvort gos sé á næsta leiti en segir óábyrgt af leiðsögumönnum að fara með hópa upp á fjallið.
24.07.2020 - 18:30
Norðmönnum ráðið frá Spánarferðum
Norsk stjórnvöld ráðleggja fólki að ferðast ekki til Spánar nema það eigi þangað brýnt erindi. Ástæðan er sú að kórónuveirusmitum hefur fjölgað þar að undanförnu. Tilkynnt var í dag að Spáni og Andorra hefði verið bætt á rauða listann svonefnda yfir lönd sem fólki er ráðið frá að ferðast til. Þeir sem koma frá rauðu löndunum þurfa að fara í tíu daga sóttkví við heimkomuna.
24.07.2020 - 15:46
Dönum finnst ferðamennirnir orðnir of margir
Danir líkt og Íslendingar hafa margir valið að ferðast innanlands í ár vegna kórónuveirunnar. Þar líkt og hér hefur áhugi heimamanna á að nýta sér þjónustunna komið mörgum hótel- og veitingastaðaeigendum ánægjulega á óvart eftir tekjuhrun í faraldrinu. Sumum finnast þó ferðamennirnir orðnir of margir.
24.07.2020 - 10:15
Myndskeið
Íslendingar kröfuharðari kúnnar
Mun meira hefur verið að gera í ferðaþjónustu hér á landi miðað við þær væntingar sem gerðar voru til sumarsins. Íslenskir ferðamenn eru kröfuharðari viðskiptavinir en erlendir ferðamenn. Þá er sumstaðar skortur á starfsfólki til að anna eftirspurn.
23.07.2020 - 20:13
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
Um 250 staðfestar undanþágur vegna mikilvægra starfa
Um 250 manns frá ríkjum utan EES og EFTA hafa fengið staðfestingu á því að þeir uppfylli skilyrði fyrir undanþágu frá ferðatakmörkunum við komuna til landsins á þeim grundvelli að störf þeirra teljist efnahagslega mikilvæg og geti ekki verið innt af hendi síðar eða erlendis. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.   
Þúsundum hótela og veitingastaða lokað
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur um 40.000 hótelum og veitingastöðum verið lokað til frambúðar á Spáni eða um þrettán prósent fyrirtækja í slíkum rekstri. Þetta segir José Luis Izuel, forstöðumaður Hosteleria de Espana, samtaka fyrirtækja í hótel- og veitingageiranum á Spáni. 
21.07.2020 - 16:11
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Kærir þyrluflug á Hornströndum
Umhverfisstofnun hefur lagt fram kæru til lögreglu vegna tveggja þyrlna sem lentu í friðlandinu á Hornströndum í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
20.07.2020 - 19:23
Brjálað að gera í Þórsmörk og ölið selst gjarnan upp
Mikið hefur verið að gera á tjaldstæðunum og skálunum í Básum og Langadal í Þórsmörk í sumar. Að sögn Guðrúnar Georgsdóttur, skálavarðar í Langadal, hefur sala á áfengi verið mjög góð í sumar. Birgðirnar hafa nokkrum sinnum klárast.
20.07.2020 - 16:30
Fækkað í sveit gæslumanna krúnudjásnanna
Útlit er fyrir að fækka þurfi gæslumönnum krúnudjásnanna í Tower of London vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar á ferðamennsku í Bretlandi. Samtök sem sjá um rekstur safnsins sem hýsir djásnin segist ekki eiga annars úrkosti en að draga úr rekstrarkostnaði. Tekjur hafi dregist stórlega saman vegna fækkunar ferðafólks.
20.07.2020 - 13:47
Höfðum ekki hugmyndaflug í að þetta gæti gerst
Ástæða er að horfa til svipaðra aðgerða og farið var í á Hornströndum varðandi landkomu skipa við Breiðamerkursand. Þetta segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri á Höfn og formaður svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu.
Sjálfsprottnar útihátíðir á tjaldsvæðum áhyggjuefni
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, segir að óformlegar útihátíðir á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina séu áhyggjuefni. Fleiri hafa verið á tjaldsvæðunum fyrir norðan, nú þegar Íslendingar gista þar, en á sama tíma í fyrra þegar meirihluti gesta var útlendingar.    
Skemmtiferðaskip varpaði akkeri úti fyrir Jökulsárlóni
Skemmtiferðaskipið Le Bellot, sem var annað skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands þetta sumarið, festi akkeri úti fyrir Jökulsárlóni í hádeginu í dag og hefur nú verið stopp þar í eina þrjár klukkustundir. Lögregla á Höfn gerði Landhelgisgæslunni viðvart um skipið.