Ferðaþjónusta

Landinn
Þróa karfasnakk og þaravín á meðan engir eru gestirnir
Ljósin eru slökkt, útidyrahurðin læst og salurinn tómur á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Og þannig hefur það verið um nokkra hríð - sem þó þýðir ekki að þar sé setið auðum höndum. Í bakhúsi er matreiðslumaður að brasa, hann er að búa til karfaroðssnakk.
07.03.2021 - 20:10
Bogi telur eðlilegt að farþegar séu hikandi í garð MAX
Tvær Boeing 737 MAX þotur Icelandair verða teknar í notkun nú í mars. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir enga ástæðu til að vantreysta vélunum.
Sjónvarpsfrétt
Ekki hálka á flugbraut Suðurskautslandsins
Áhöfn flugvélar Icelandair sem flaug til Suðurskautslandsins í vikunni sneri aftur til Íslands í dag. Farþegarnir sem voru sóttir hafa lítið fundið fyrir áhrifum faraldursins.
28.02.2021 - 19:40
Um tíundi hver komufarþegi bólusettur
Hátt í einn af hverjum tíu farþegum sem hafa komið til landsins undanfarna daga hafa verið bólusettir við COVID-19 og álíka hátt hlutfall framvísar vottorði um að hafa fengið COVID. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli þarf að hafa ítrekuð afskipti af fólki sem sækir þangað farþega. 
Vél Icelandair lent á Suðurskautslandinu
Boeing 767 farþegaþota Icelandair er nú komin til Suðurskautslandsins. Hún lenti þar fyrir um klukkustund. Flugvélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á miðvikudagskvöld og fór í einum legg alla leið suður til Höfðaborgar í Suður-Afríku.
26.02.2021 - 13:17
Tekjur af erlendum ferðamönnum drógust saman um 75%
Tekjur af erlendum ferðamönnum námu 117 milljörðum í fyrra, það er 75% samdráttur frá árinu á undan þegar tekjurnar voru 470 milljarðar. Tekjur af farþegaflutningum með flugi drógust saman um 78%.
Annríki hjá breskum ferðaskrifstofum
Annríki hefur verið hjá breskum ferðaskrifstofum og flugfélögum frá því í gær þegar Boris Johnson forsætisráðherra kynnti áætlun um tilslakanir í sóttvörnum.  Johnson sagði að samkvæmt áætlun stjórnvalda yrðu utanlandsferðir mögulegar frá og með 17. maí. Hann kvaðst vona að lífið gæti verið farið að ganga sinn vanagang um mitt sumar.
23.02.2021 - 11:56
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
Fjórir hnúfubakar í fyrstu hvalaskoðunarferðinni
Norðursigling fór í sína fyrstu hvalaskoðunarferð á þessu ári um síðustu helgi. Tuttugu manna hópur sá meðal annars fjóra hnúfubaka í ferðinni. Daglegar hvalaskoðunarferðir fyrirtækisins hefjast um mánaðarmót.
23.02.2021 - 10:20
Erlend félög nýta meirihluta flugtíma í flughermum hér
Erlend flugfélög nýta meira en helming tímans í flughermum Icelandair eins og staðan er nú. Dæmi eru um að flugfélög fljúgi sínu fólki hingað sjálf til að einfalda sóttkvíarmál.
22.02.2021 - 22:47
Fagna því að sjá fram á nýja flugstöð á Akureyri
Talsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fagna því að sjá nú fram á nýja flugstöð, ásamt flughlaði á Akureyrarflugvelli, sem ákveðið er að taka í notkun vorið 2023. Framkvæmdir við byggingu flugstöðvar verða boðnar út í vor.
Myndskeið
Segir Þorlákshöfn verða lykilhöfn vöruflutninga
Gangi áform um stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn eftir styttast siglingaleiðir stærri skipa til Evrópu verulega og umhverfisáhrif flutninga dragast saman. Stækkun hafnarinnar gæti einnig opnað fyrir ferðamannastraum á Suðurlandi. Brimbrettaiðkenndur eru uggandi vegna áformanna.
Viðtal
„Allar þessar aðgerðir eru ekki af hinu góða“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segist almennt vera þeirrar skoðunar að bagalegt sé að hindra komur fólks til landsins, en að á þessum tímapunkti hafi hertar reglur á landamærunum ekki meiriháttar áhrif á ferðaþjónustuna.
Nokkrir endurráðnir hjá Bláa lóninu
Bláa lónið hefur ákveðið að opna baðstaðinn og hótel að nýju um helgar. Þá hafa verið endurráðnir nokkrir starfsmenn, sem sagt var upp eftir að faraldurinn braust út. Lítið sem ekkert er að gera hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Misvísandi skilaboð um breska sumarið
Málið, sem hefur verið í bresku fréttaveltunni þessa vikuna er frí eða ekki frí. Munu Bretar komast í sumarfrí eða ekki? Eftir miklar væntingar í ársbyrjun um sumarleyfi, af því bólusetning gengur vel í Bretlandi, eru horfur á ferðasumri þó þungar, samkvæmt Boris Johnson forsætisráðherra.
12.02.2021 - 20:30
Myndskeið
Kaflaskil á Hótel Sögu
Allt stefnir í að Hótel Saga verði seld á næstunni. Áhugasamir fjárfestar, innlendir sem erlendir, hafa sýnt hótelinu áhuga. Háskóli Íslands er þar á meðal, og fyrir sér að færa kennslu á menntavísindasviði í húsnæði hótelsins.
10.02.2021 - 21:42
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Myndskeið
Ætla að opna nýtt hótel í Lundarreykjadal í sumar
Þórarinn Svavarsson, skógarbóndi í Lundarreykjadal og fjölskylda hans ætla að opna nýtt hótel í dalnum. Framkvæmdir eru langt á veg komnar og stefnt að því að opna í sumar.
09.02.2021 - 09:15
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
Myndskeið
Mikið að gera í borgaraþjónustu þrátt fyrir fá ferðalög
Það sem af er ári hefur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðað um 400 manns við landamæri annarra ríkja. Flest málin lúta að sóttvarnakröfum í þeim löndum ferðast er til.
Kveikur
Huldukonan í háloftunum
Hún keypti WOW air, segir að áætlunarflug hefjist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og að hún eigi hlutabréf í Icelandair. En margt að því sem hún boðar gengur aldrei eftir. Er Michele Roosevelt Edwards alvöru?
04.02.2021 - 20:03
Kveikur
Segist eiga hlut í Icelandair
Michelle Roosevelt Edwards, sem keypti stóran hluta af eignum þrotabús WOW, segist raunverulegur eigandi hlutabréfa í Icelandair sem aðrir séu skráðir fyrir. Hún hyggist bæta við hlut sinn og sameina félagið WOW.
04.02.2021 - 06:59
Seðlabankastjóri segir draga úr verðbólgu á næstunni
Seðlabankastjóri segir ekki áhyggjuefni þótt verðbólga hafi farið yfir efri vikmörk Seðlabankans í janúar því að það muni draga úr henni á ný. Peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum í 0,75%. Útflutningshorfur eru hins vegar verri á þessu ári en áður var spáð, segir hann, og gerir bankinn til dæmis ráð fyrir því að ferðaþjónustan fari í gang á þriðja fjórðungi ársins. 
Hætt við að bankar hamli samkeppni í ferðaþjónustu
Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að aukið eignarhald íslensku viðskiptabankanna í ferðaþjónustufyrirtækjum kunni að hamla samkeppni. „Það eru uppi áhyggjur af því að það geti endurtekið sig vandamál sem sköpuðust í hruninu, þegar bankarnir öðluðust yfirráð yfir fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við fréttastofu. 
Segja Bluebird fremja verkfallsbrot með gerviverktökum
Flugmenn Bluebird innan Félags Íslenskra atvinnuflugmanna fóru í verkfall á miðnætti í gærkvöld. Verkfallið er ótímabundið en að sögn FÍA hefur Bluebird tekið þá flugmenn sem eru í verkfalli af vöktum og mannað þær með því sem þeir kalla „gerviverktökum“. Það er skýrt verkfallsbrot að mati FÍA.
01.02.2021 - 23:49