Ferðaþjónusta

Grikkir opna fyrir flug frá 29 löndum
Flugvellirnir í Þessalóníku og Aþenu í Grikklandi verða opnaðir 15. júní fyrir ferðafólki frá 29 löndum, þar á meðal sextán ríkjum Evrópusambandsins. Danmörk, Noregur og Finnland eru á listanum, en ekki Ísland og Svíþjóð. Lönd sem hafa orðið verst úti í COVID-19 farsóttinni, svo sem Frakkland, Spánn, Bretland og Ítalía eru heldur ekki á listanum.
29.05.2020 - 14:47
75 hótelum lokað tímabundið í apríl
75 hótelum var lokað í apríl tímabundið en heildarfjöldi greiddra gistinátta í mánuðinum dróst saman um 96 prósent í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Áætlunarflug SAS hefst senn
Áætlunarflug SAS hefst að nýju í byrjun næsta mánaðar, að því er norrænir fjölmiðlar hafa eftir fréttafulltrúa flugfélagsins. Fyrst í stað verður flogið til fjörutíu ákvörðunarstaða af 290, aðallega innan norrænu ríkjanna. Ferðunum fjölgar smám saman eftir því sem fleiri þjóðir opna landamæri sín og eftirspurn eftir flugsætum eykst.
27.05.2020 - 17:50
Tryggja samgöngur milli byggða - „Það stefndi í óefni“
Auknar fjárveitingar hafa verið tryggðar til reksturs almenningssamgangna milli byggða. Um er að ræða siglingar Herjólfs, flug Ernis og Norlandair og akstur almenningsvagna milli byggða. Einnig verður Isavia bætt tekjutap á innanlandsflugvöllum og ferðir Baldurs um Breiðafjörð tryggðar í sumar.
Lufthansa þiggur ekki björgunarpakka
Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa ætlar ekki að ganga að tilboði stjórnvalda um að bjarga því frá gjaldþroti. Hún gerir ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafni björgunaraðgerðunum.
27.05.2020 - 14:50
Myndskeið
Íhugar að moka yfir náttúrulaug vegna yfirgangs
Landeiganda í Skagafirði ofbýður hvernig Íslendingar ganga um Fossalaug. Honum er skapi næst að moka yfir hana, yfirgangurinn sé það mikill.
Skimanir verði að vera fleiri eigi þær að koma að gagni
Það þarf að vera hægt að taka mun fleiri en 500 veirusýni á dag á Keflavíkurflugvelli, að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Fram kom í gær að samkvæmt skýrslu verkefnastjórnar um opnun landamæra sé sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ekki í stakk búin til að vinna nema 500 sýni á dag þegar skimanir á flugvellinum eiga að hefjast í júní. Talan gæti þó hækkað ef samið verður við fleiri um að skima.
Næturgestir enn til vandræða í sjóböðunum á Hauganesi
Eigandi sjóbaða við Sandvíkurfjöru á Hauganesi þarf að búa svo um hnútana að ekki verði hægt að baða sig þar í heitum pottum á nóttunni. Þá hefur hann kært til lögreglu þjófnað úr peningakassa við pottana. RÚV fjallaði um slæma umgengni þarna í fyrrasumar.
26.05.2020 - 17:02
Leita úr flugi og ferðaþjónustu í kennslu
Nokkuð er um að flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá Icelandair athugi nú með störf í grunnskólum landsins. Þetta staðfesta skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við. Kennarar sem höfðu snúið sér að öðrum störfum innan ferðaþjónustunnar leita nú einnig aftur í kennsluna. 
26.05.2020 - 09:52
Beint
Kynna útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda
Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa halda kynningarfund þar sem farið er yfir útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda, en ferðamálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um það á Alþingi í gær.
Ökumenn þurfa réttindi til að aka um með stór hjólhýsi
Ökumenn þurfa að ganga úr skugga um að þeir hafi réttindi til að aka um vegi landsins með hjólhýsi og eftirvagna. Hafa verður í huga að til að draga stóra vagna þarf nógu öfluga bíla, að sögn tæknifræðings
25.05.2020 - 13:37
Lufthansa flýgur á ný í júní
Áætlunarferðir þýska flugfélagsins Lufthansa hefjast að nýju í júní. Flug er áformað frá Frankfurt til tuttugu ákvörðunarstaða um miðjan mánuðinn, einkum vinsælla ferðamannastaða og annarra borga í Evrópu. Í lok júní vonast forsvarsmenn félagsins til þess að flug verði komið í gang til 106 staða í Evrópu.
25.05.2020 - 08:43
Myndskeið
Einmanalegt og stórfurðulegt að vera landvörður núna
Það er stórfurðulegt og dálítið einmanalegt að vera landvörður á tímum kórónuveirunnar, segir landvörður Reykjanesfólkvangs. Síðasta sumar komu þúsund ferðamenn á dag á jarðhitasvæðið Seltún en núna koma fáir eða allt að hundrað á góðum degi.
Geta ekki lagt út fyrir launum í uppsagnafresti
Samtök ferðaþjónustunnar segja að stjórnvöld verði að falla frá þeirri kröfu að fyrirtæki leggi út fyrir launum í uppsagnarfresti áður en kemur til aðstoðar ríkisins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afar erfitt fyrir flest fyrirtæki í þessu árferði að leggja út fyrir launakostnaði, fá lán til þess, nýtt hlutafé eða selja eignir.
Vilja leiðrétta rangfærslur vegna kæru Pipar/TBWA
Ríkiskaup telja ástæðu til að leiðrétta „endurteknar rangfærslur“ í fjölmiðlaumfjöllunum um útboðið á verkefninu „Ísland- saman í sókn“. Útboðið var til umfjöllunar víða í dag. Auglýsingastofan Pipar/TBWA sendi frá sér yfirlýsingu í dag og greindi frá þeirri ákvörðun stofunnar að kæra Ríkiskaup til kærunefndar útboðsmála fyrir að ganga að tilboði bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátak stjórnvalda til landkynningar á Íslandi í kjölfar COVID-19.
Grikkir opna landið fyrir ferðafólki á ný
Ferðamannatíminn hefst að nýju í Grikklandi 15. júní. Frá fyrsta júlí verður millilandaflug heimilað að nýju til helstu ferðamannastaða landsins. Heimilt verður að opna flugvelli á Ítalíu eftir næstu mánaðamót.
20.05.2020 - 17:58
Myndskeið
1,5 milljarðar tapist á hverjum degi án ferðamanna
Á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til landsins tapast um 1,5 milljarðar króna í gjaldeyristekjur, segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún var gestur upplýsingafundar almannavarna síðdegis.
20.05.2020 - 14:49
Pipar/TBWA kærir Ríkiskaup
Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup til kærunefndar útboðsmála fyrir að ganga að tilboði bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátak stjórnvalda til landkynningar á Íslandi í kjölfar COVID-19.
20.05.2020 - 09:14
3 milljónir í markaðssetningu Hríseyjar og Grímseyjar
Akureyrarstofa ætlar að markaðssetja Hrísey og Grímsey sérstaklega fyrir sumarið. Grímseyingur treystir því að það verði gott veður í sumar en útlendingar hafa verið mikill meirihluti ferðamanna.
19.05.2020 - 13:07
Landinn
Ætlar að framleiða skíði í Skíðadal
„Núna er ég kominn á þann stað að ég er kominn með sjálfstraust til að segja að ég get farið að framleiða skíði,“ segir Dagur Óskarsson vöruhönnuður sem hefur unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að hanna og smíða skíði úr íslenskum við.
19.05.2020 - 12:56
Ferðamenn frá Evrópu og Asíu sýna Íslandi áhuga
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir að ferðamenn frá Evrópu og Asíu hafi sýnt Íslandi áhuga eftir að tilkynnt var að landið yrði opnað 15. júní.
18.05.2020 - 16:56
Algert hrun í gistingu
Gestum á hótelum á Íslandi hefur fækkað gríðarlega frá því á sama tíma í fyrra. Samdráttur í apríl er um 97 af hundraði frá sama mánuði árið 2019. Þó hafði dregið örlítið úr gestakomum milli áranna 2018 og 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
18.05.2020 - 13:28
Yfir 99% fækkun farþega um Leifsstöð
Erlendir ferðamenn skiluðu 284 milljörðum króna inn í íslenskt samfélag í fyrra. Það jafngildir rúmlega fimmtungi af allri einkaneyslu hér á landi. Farþegum um Keflavíkurflugvöll í apríl fækkaði um 99,3 prósent á milli ára.
18.05.2020 - 12:26
Gætu orðið nokkur flug á dag eftir 15. júní
Búast má við að Wizz Air verði það flugfélag sem fyrst byrjar að fljúga til Íslands fyrir utan Icelandair þegar landamærin verða opnuð. Þetta segir ritstjóri ferðavefsins Túrista sem á von á tveimur til fjórum vélum hingað á dag seinnihluta júní. Hann telur að um næstu mánaðamót verði fleiri komnir með kjark til að ferðast.
Péturskirkjan opnuð á ný eftir helgi
Péturskirkjan í Páfagarði verður opnuð gestum og gangandi að nýju á mánudag. Hún hefur verið lokuð síðustu tvo mánuði vegna COVID-19 farsóttarinnar á Ítalíu. Her manna hefur unnið við það í dag að sótthreinsa kirkjuna hátt og lágt. Hún er 23 þúsund fermetrar og rúmar sextíu þúsund manns.
15.05.2020 - 16:42