Ferðaþjónusta

Miklar breytingar framundan við Torfunefsbryggju
Hafnaryfirvöld á Akureyri leituðu ekki langt yfir skammt þegar efni í uppfyllingu við Torfunefsbryggju var sótt um 200 metra í næsta húsgrunn. Þar eru hafnar framkvæmdir sem standa munu næstu misserin og kosta um 600 milljónir króna.
18.10.2021 - 17:37
Sjónvarpsfrétt
Allir markaðir opnast með Bandaríkjunum
Allur markaður Icelandair opnast þegar ferðabanni til Bandaríkjanna verður aflétt. Forstjórinn segir þetta stórt skref og tengistöðin á Keflavíkurflugvelli nýtist þá að fullu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. 
Hátt í 20 bílar lent utan vegar við Reynisfjall
Leiðindaveður gengur nú yfir sunnanvert landið. Fjöldi ökumanna hefur lent í vandræðum á Hringveginum í krapa og hálku. Fylgdarakstur verður yfir Reynisfjall í kvöld.
17.10.2021 - 18:18
Spegillinn
Erfitt að eiga við eldfjalladólgana
Erfitt hefur reynst að stöðva svokallaða eldfjallaníðinga, eða eldfjalladólga, við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Dólgarnir eru þeir sem ganga alla leið í bókstaflegri merkingu, virða engar reglur eða merkta stíga og fara sjálfum sér og öðrum að voða.
Fleiri ferðamenn en spáð var í ár og mun fleiri 2022
Bjartari horfur eru í ferðaþjónustu fyrir þetta ár en spár gerðu ráð fyrir. Ef allt fer á besta veg gætu ferðamenn orðið allt að 700 þúsund og tvöfalt fleiri á næsta ári. Hver ferðamaður skilar þjóðarbúinu meira nú en áður.
12.10.2021 - 22:44
Festu sig í snjó á Mælifellssandi
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld til að aðstoða ferðalanga sem festu bíl sinn á Mælifellssandi, skammt norðan Mýrdalsjökuls.
11.10.2021 - 21:41
Sjónvarpsfrétt
Höggva sig í gegnum 85 ára gamlan skóg í Eyjafirði
Margir af reyndustu skógarhöggsmönnum landsins ryðja þessa dagana leið í gegnum 85 ára gamlan skóg í Vaðlareit handan Akureyrar. Þar á meðal annars að leggja nýjan göngu- og hjólreiðastíg. Um 130 tonn af timbri falla til við skógarhöggið.
08.10.2021 - 14:14
Erlendum ferðamönnum hleypt til Indlands á ný
Stjórnvöld á Indlandi ákváðu í dag að heimila erlendu ferðafólki að koma til landsins frá og með fimmtánda október. Verulega hefur dregið þar úr áhrifum COVID-19 faraldursins að undanförnu.
07.10.2021 - 17:30
Forstjóri Icelandair bjartsýnn fyrir veturinn
Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sem ræður þarlendum ferðalöngum ekki lengur frá að ferðast til landsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir það vera afar jákvæðar fréttir og að Ísland sé enn eftirsóknarverður áfangastaður.
Ísland komið af rauðum lista Bandaríkjanna
Ísland er komið af rauðum lista sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna og er þarlendum ferðamönnum ekki lengur ráðlagt frá því að heimsækja landið.
Flugfélög tapa tugmilljörðum dollara í ár
Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, áætlar að heildartap á rekstri flugfélaga í ár nemi fimmtíu og einum komma átta milljörðum dollara. Þau halda áfram að tapa fé á næsta ári, en líklegt þykir að alvarlegustu áhrifin af heimsfaraldrinum séu yfirstaðin.
04.10.2021 - 15:51
Landamærareglur hertar á Nýja Sjálandi
Hertar landamærareglur voru tilkynntar á Nýja Sjálandi í morgun. Allir ferðalangar, 17 ára og eldri, búsettir utan Nýja Sjálands skulu vera fullbólusettir ætli þeir sér að heimsækja landið.
„Lokað vegna viðhalds“ í Færeyjum
Fjöldi innlendra og erlendra sjálfboðaliða tók til hendinni við að hressa upp á helstu ferðamannastaði Færeyja í síðustu viku. Verkið sem gengur undir heitinu Lokað vegna viðhalds, er skipulagt af ferðamálayfirvöldum, upplýsingaskrifstofum og sveitarfélögum.
Forstjóri segir réttlætanlegt að segja óbólusettum upp
Scott Kirby forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines segir fullkomlega réttlætanlegt að segja því starfsfólki upp störfum sem hafnar bólusetningum við COVID-19. Á sjö vikum er nánast allt starfsfólk fyrirtækisins bólusett.
Löng bið um borð í þotu sem snúið var til Keflavíkur
Boeing 737 MAX þotu Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld var snúið til Keflavíkur sökum sviptivinds við Reykjavíkurflugvöll. Farþegi segir að í Keflavík hafi tekið við glundroði og ríflega einnar og hálfrar stundar bið um borð í þotunni.
Landinn
Kertagerð bjargaði hjónum í ferðaþjónustu
Þegar skemmtiferðaskipin hættu að koma til Ísafjarðar í heimsfaraldrinum voru góð ráð dýr fyrir hjónin Sædísi Ólöfu Þórsdóttur og Gunnar Inga Hrafnsson sem hafa rekið ferðaþjónustufyrirtæki í bænum. Þau gripu til sinna ráða og demdu sér í kertagerð
01.10.2021 - 21:25
Metfjöldi nýtti ferðagjöfina á síðustu stundu
44 þúsund nýttu ferðagjöfina sína í gær. Samtals voru því 223 milljónir króna innleystar, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er langstærsti dagurinn frá upphafi ferðagjafarinnar.
Rekstrarafkoma Isavia neikvæð um 5,1 milljarð
Rekstrarafkoma samstæðu Isavia á fyrri hluta árs, fyrir skatta og fjármagnsliði, var neikvæð um 5,1 milljarða króna. Rekstrarafkoman var neikvæð um 5,3 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Ef eingöngu er horft til móðurfyrirtækisins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar er samdrátturinn 83% miðað við sama tíma árið 2019. Í fréttatilkynningu frá Isavia kemur fram að helst megi rekja samdráttinn til heimsfaraldurs COVID-19.
01.10.2021 - 14:26
Atlanta tekur sjö nýjar flutningavélar í notkun
Eftirspurn eftir fraktflugi hefur aukist mjög samhliða samdrætti í farþegaflugi. Flugfélagið Atlanta bætir á næstu mánuðum sjö nýjum Boeing og Airbus flutningaþotum í flota sinn en þegar hefur það á níu þotum að skipa.
Skammt í opnun landamæra Ástralíu eftir 18 mánaða lokun
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu tilkynnti í morgun að tekið yrði til við að opna landamærin að nýju í næsta mánuði. Það veltur á því að bólusetning gegn COVID-19 gangi samkvæmt áætlun.
Fleiri rafmagnsstrætisvagnar á götuna
Tveir nýir Iveco metan vagnar fyrir 60 milljónir króna hefja akstur í næsta mánuði. Strætó bs hefur sett sér markmið um kolefnislausan flota 2030.
30.09.2021 - 16:28
Landinn
Ein þekktasta hlaupabraut landsins
Fyrir ekki svo margt löngu þá lá leið flestra, einhverntíma, í gegnum komu- og brottfarasal BSÍ, Bifreiðastöðvar Íslands. Allavega þeirra sem tóku langferðabifreið utan af landi og til Reykjavíkur, nú eða öfugt. BSÍ er enn til staðar en hlutverk þessarar þekktu umferðarmiðstöðvar hefur breyst nokkuð í seinni tíð.
Kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi
Íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi kjósa ekki aðeins til Alþingis í dag því samhliða þeim kosningum er kosið um sameiningu sveitarfélaganna. Úrslit þeirra kosninga gætu legið fyrir um miðnættið.
Landinn
Fræða ferðamennina um lífríki hafsins
„Við finnum fyrir auknum áhuga hjá ferðamönnum. Margir vilja staldra lengur við og nota tímann til þess að fræðast,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu og einn af stofnendum Ocean Missions, sjálfseignarstofnunar sem helgar sig því að rannsaka lífríki hafsins og stuðla að verndun þess.
24.09.2021 - 12:35
Bandaríkin taka fastar á flugdólgum
Bandaríska flugmálastofnunin ætlar að láta sverfa til stáls gegn flugdólgum um borð í bandarískum flugvélum. Óspektir og ofbeldi flugfarþega hafa margfaldast síðan Covid-faraldurin hófst.
23.09.2021 - 21:21