Ferðaþjónusta

Sjónvarpsfrétt
Staða ferðaþjónustu jafnvel betri en fyrir faraldur
Ferðaþjónustan á Norðurlandi sér fram á mjög gott sumar og sums staðar stefnir í metfjölda ferðamanna. Hóteleigendur fagna þessu og þó enn sé eitt og eitt herbergi laust, eru sum hótel orðin fullbókuð.
Mikil verðbólga, hagvöxtur og einkaneysla
Verðbólga verður sjö og hálft prósent að meðaltali á árinu, samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar, og hagvöxtur rétt rúm fimm prósent. Einkaneysla er meiri og erlendir ferðamenn fleiri en Hagstofan spáði í mars. Þá eiga áhrif stríðsins eftir að vara lengur en áður var talið.
Fastar á Klakanum á leið í danskeppni á Spáni
Nemendur Danslistarskóla JSB, um 50 unglingstelpur sem hafa unnið sér inn keppnisrétt á heimsbikarmóti í dansi, Dance World Cup, eru fastar á Íslandi eftir að flugi með flugfélaginu Play til Madrid, sem átti að fara í loftið klukkan þrjú í dag, var aflýst.
Telja sig geta varið gljúfrið án þess að kaupa það
Umhverfisráðherra segir ríkið hafa fallið frá forkaupsrétti á hluta Fjaðrárgljúfurs þar sem hægt var að ná markmiðum náttúruverndar án þess að ríkið gengi inn í kaupin.
Lufthansa aflýsir þúsundum flugferða
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst yfir 3.000 fyrirhuguðum flugferðum það sem eftir lifir sumars. Jafnframt er talið að lággjaldaflugfélagið Eurowings, dótturfélag Lufthansa, þurfi að grípa til svipaðra aðgerða. Fleiri alþjóðleg flugfélög hafa þurft að aflýsa þúsundum flugferða í sumar, einkum vegna manneklu.
26.06.2022 - 01:28
Um tvö hundruð manns gistu á Hömrum þrátt fyrir kulda
Kuldatíð hefur ríkt á Norðurlandi undanfarna daga og ekki mun hlýna fyrr en á mánudag. Þrátt fyrir það gistu um tvö hundruð manns á tjaldsvæði við Kjarnaskóg á Akureyri í nótt.
25.06.2022 - 12:16
Sjónvarpsfrétt
Rukka fyrir bílastæði og nýta féð í framkvæmdir
Frá því í haust hefur bílastæðagjald verið innheimt við Hveri í Mývatnssveit. Áður hafði verið reynt að halda úti gjaldtöku á svæðinu en sú tilraun féll í grýttan jarðveg. Nú eru forsendurnar hins vegar breyttar og hefja á uppbyggingu sem felur meðal annars í sér gerð nýs bílastæðis og stíga.
Öryggi ferðafólks eflt í Reynisfjöru
Á samráðsfundi stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru, sem fram fór í Vík í Mýrdal fyrr í kvöld, var ákvörðun tekin um að hefja formlegt samstarf til að efla öryggi ferðafólks á svæðinu.
22.06.2022 - 00:08
Spegillinn
Flugvirkjar leggja niður störf í Noregi
Mikil röskun er orðin á flugi í Noregi eftir að flugvirkjar hófu verkfall fyrir helgi. Flugfélögin verða fyrirvaralaust að fella niður ferðir og reiknað er með að um komandi helgi falli flug meira og minna niður nema samningar náist.
21.06.2022 - 20:02
Þjónustumiðstöð og bílastæðagjöld við Fjaðrárgljúfur
Félagið Hveraberg ehf. hefur keypt jörðina Heiði í Skaftárhreppi sem nær yfir ferðamannastaðinn Fjaðrárgljúfur. Kaupverðið er 280 milljónir króna en til stendur að koma upp þjónustumiðstöð, betra bílastæði og hefja innheimtu „hóflegra bílastæðagjalda“.
Allt að fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir í orkuskiptin
Virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á næstu 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Þá er miðað við sviðsmynd Samorku, um að notkun stórnotenda raforku, stóriðju og annars orkusækins iðnaðar haldi áfram að aukast eins og verið hefur. Kárahnjúkavirkjanirnar yrðu aðeins þrjár, ef gert er ráð fyrir núverandi tækni og að orkuþörf almenns markaðar og stórnotenda breytist ekki. Íslendingar standa frammi fyrir erfiðum spurningum um orkuframleiðslu á næstu árum.
Ríkið nýtti ekki forkaupsrétt á Fjaðrárgljúfri
Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi verður að óbreyttu seld einkaaðilum hér á landi. Frestur ríkisins til þess að nýta forkaupsrétt sinn á jörðinni er runninn út og eigendur hafa samþykkt kauptilboð.
Reyna að draga úr drykkjulátum ferðamanna á Mallorca
Fjöldi veitingahúsa á spænsku eyjunni Mallorca hefur tekið upp strangar reglur um klæðaburð viðskiptavina, til þess reyna að draga úr drykkjulátum ferðamanna.
21.06.2022 - 03:38
Hvannadalshnjúkur: Björgunarfólk komið til hópsins
Björgunarsveitir á Suðurlandi og Austurlandi voru kallaðar út síðdegis til þess að aðstoða 14 manna gönguhóp sem var á leið um Sandfellsheiði niður Hvannadalshnjúk á sunnanverðum Vatnajökli. Hópurinn hafði villst af leið vegna bilunar í fjarskiptabúnaði.
17.06.2022 - 00:00
Útkall við Hvannadalshnjúk
Björgunarsveitir á Suðausturlandi voru kallaðar út síðdegis til þess að aðstoða 14 manna gönguhóp sem var á leið um Sandfellsheiði niður Hvannadalshnjúk í sunnanverðum Vatnajökli.
16.06.2022 - 22:08
Icelandair kaupir fjórar Boeing 737 MAX
Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Félagið verður með alls átján 737 MAX vélar í rekstri, eftir að kaupin hafa gengið í gegn. 
16.06.2022 - 17:25
VG í Skagafirði: Faglegu mati verði fylgt
Vinstri græn í Skagafirði hafa birt yfirlýsingu vegna umræðu um rammaáætlun á Alþingi og vilja að Jökulárnar í Skagafirði verði settar í verndarflokk. Þingmaður VG styður ekki álit meirihlutans.
Sjónvarpsfrétt
Ekkert bólar á áhættumati fyrir Reynisfjöru
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps furðar sig á því að þrátt fyrir þriggja ára vinnu liggi enn ekki fyrir áhættumat fyrir Reynisfjöru. Með slíku mati væri unnt að loka fjörunni þegar hættan er mest. Leiðsögumaður leggur til að 3-4 strandverðir sjái um gæslu í fjörunni.
Til skoðunar að loka Reynisfjöru á hættutímum
Til skoðunar er að loka Reynisfjöru á tímum þegar hætta þykir þar hvað mest. Ferðamálastjóri segir að þó svo að lagalegar heimildir séu fyrir því, eigi að forðast að loka vinsælum ferðamannastöðum eins og Reynisfjöru. 
Harmar þá röskun sem orðið hefur
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, harmar þá röskun sem orðið hefur í kjölfar vandræða við Bretlandsflug félagsins. Þar hafi félagið lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga.
10.06.2022 - 19:21
Byggðu nýtt hús í Flatey á Skjálfanda
Það er ekki á hverjum degi sem ný hús rísa í Flatey á Skjálfanda. Húsið sem þar er nú risið er ekki nýtt að öllu leyti, því það er byggt á rústum gamallar járnsmiðju.
08.06.2022 - 14:31
Íslensku flugfélögin fluttu 348 þúsund farþega í maí
Farþegum Icelandair fjölgaði talsvert í maí frá aprílmánuði og voru um áttfalt fleiri en í maí á síðasta ári. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl á þessu ári. Heildarframboð flugsæta í maí var um 75% af framboði sama mánaðar árið 2019.
07.06.2022 - 17:58
Lágt hlutfall styrkveitinga fer á Norðausturland
Af 54 verkefnum sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti eru aðeins tvö þeirra á Norðurlandi. Langflest verkefnin sem hlutu styrk eru á Suðurlandi. Hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár voru rúmlega 55 milljónir króna og fóru í framkvæmdir á Fossabrekkum við Ytri-Rangá og til að bæta öryggi og aðgengi við Norðurfjarðarhöfn.
07.06.2022 - 14:41
Ekki fengið nægar skýringar frá breskum yfirvöldum
Forráðamenn Niceair hafa enn ekki fengið fullnægjandi skýringar á hvers vegna félaginu var ekki heimilað að fljúga frá Stansted-flugvelli í London til Akureyrar á föstudag.
07.06.2022 - 13:33
Farþegum Play fjölgaði um 58% milli mánaða
Flugfélagið Play flutti alls 56.601 farþega í maí og jókst fjöldi farþega um 58% frá því í apríl, þegar Play flutti 36.669 farþega. Sætanýting var um 70% í síðasta mánuði. Farþegafjöldinn í maí var nærri jafnmikill og hann var samanlagt allan fyrsta ársfjórðung ársins.
07.06.2022 - 13:20