facebook

Brostu – sólgleraugun eru að taka mynd af þér
Hin klassísku Wayfarer sólgleraugu frá Ray-Ban hafa alltaf gefið til kynna að svalur einstaklingur er á svæðinu. Ef örlitla ljóstýru leggur frá horni gleraugnanna gefur hún aukinheldur til kynna að upptaka sé í gangi.
10.09.2021 - 10:47
Forstjórum Facebook og Twitter stefnt til yfirheyrslu
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag að kveðja Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, og Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til yfirheyrslu. Þeir verða krafðir svara um þá ákvörðun að fjarlægja færslur þar sem fjallað var um óstaðfesta frétt New York Post um Hunter, son Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata.
22.10.2020 - 16:21
Banna fölsk myndbönd á Facebook en skrumskæling leyfð
Facebook hefur bannað birtingu falskra myndskeiða þar sem rangar staðhæfingar eru bornar fram og þar sem gervigreind er beitt til fölsunar. Þá er átt við falsanir þar sem áhorfandinn er blekktur og látinn halda að einhver segi eitthvað sem aldrei var sagt. Skrumskæling er ekki bönnuð.
07.01.2020 - 14:37
Facebook íhugar að fela „lækin“
Forráðamenn Facebook skoða nú að breyta því hvort og þá hvernig notendur sjái hversu mörgum líkar við færslur sem birtast á samfélagsmiðlinum.
05.09.2019 - 11:34
Á fjórða tug notenda og síðna fjarlægðar
Stjórnendur Facebook hafa fjarlægt 32 notendur og síður, bæði á Facebook og Instagram, sem talið er að hafi verið ætlað að hafa áhrif í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Forsvarsmenn samskiptavefjarins segja að rannsókn á síðunum sé mjög skammt á veg komin og ekki sé hægt að segja hver standi að baki þessum síðum. Stjórnendur þessara síða hafi lagt sig fram um að fara huldu höfði.
31.07.2018 - 19:43
Viðtal
Hjallastefnan hættir notkun á Facebook
Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta alfarið að nota Facebook í upplýsingaskyni í sínu skólastarfi því samfélagsmiðillinn gangist ekki undir ný persónuverndarlög. Stjórnvaldssektir við broti á lögunum verði mjög háar. Miðað er við að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf taki gildi hér á landi 6. júlí en hún er þegar í gildi í ríkjum Evrópusambandsins.
04.06.2018 - 11:35
Ungmenni snúa baki við Facebook
Samfélagsmiðilinn Facebook er þriðja vinsælasta vefsíða heims en hugsanlegt er að hún falli niður þann lista á næstu árum því sífellt færri ungmenni nýta sér síðuna. Ungt fólk kýs frekar að nota síður og smáforrit á borð við YouTube, Instagram og Snapchat. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Pew Research Center í Bandaríkjunum hefur sent frá sér.
01.06.2018 - 14:20
Höfðar meiðyrðamál gegn Facebook
Breski fjármálasérfræðingurinnn Martin Lewis hefur höfðað meiðyrðamál gegn Facebook vegna yfir 50 falskra færlsna sem birtar voru með hans nafni og mynd á samfélagsmiðlinum í fyrra. AFP greinir frá.
23.04.2018 - 14:55
„Mjög miklar áhyggjur af stöðu fjölmiðla“
„Horfurnar eru ekki góðar í neinu Evrópuríkjanna - svolítið neyðarástand. Það er verið að setja þetta hátt á pólitíska dagskrá í löndunum í kringum okkur vegna þess að við vitum að fjölmiðlar eru þessi grunnur - hornsteinn lýðræðisins. Þeir verða að geta sinnt sínu hlutverki - í rannsóknablaðamennsku o.s.frv. ef að lýðræðið á að virka,“ sagði Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, á Morgunvaktinni, þar sem hún ræddi þær miklu breytingar sem eru að verða á fjölmiðlun í heiminum.
23.04.2018 - 10:14
Facebook eykur gagnavernd notenda
Samskiptamiðillinn Facebook ætlar að auðvelda notendum miðilsins að hafa betri stjórn á þeim upplýsingum sem þeir koma þar á framfæri.  Endurbætur sem kynntar voru í dag fela meðal í sér styttri leið að öryggisstillingum auk þess sem notendum verður gert auðveldara að leita að, hlaða niður og eyða persónuupplýsingum sem vistuð eru á Facebook. 
28.03.2018 - 13:45
Ritskoðun Facebook gagnrýnd harkalega
Samfélagsmiðillinn Facebook sætir mikilli gagnrýni fyrir ritskoðun og fyrir að ógna tjáningarfrelsinu. Ástæðan er að ein frægasta og áhrifaríkasta ljósmynd úr Víetnamstríðinu hefur verið bönnuð á Facebook. Myndin sýnir skelfingu lostin börn sem flýja undan napalmssprengjuárás Bandaríkjamanna. Eitt barnanna er nakin stúlka. Myndin er ekki leyfð á Facebook þar sem nektarmyndir eru bannaðar.
09.09.2016 - 10:19
Betra að hætta saman á Facebook
Facebook hefur þróað leiðir til að hjálpa fólki að hætta saman á Facebook. Með nýjum aðgerðum Facebook er óþarfi að hætta að vera vinir á Facebook þótt sambandi ljúki. Nýir eiginleikar stýra samskiptum fólks sem hefur nýlega breytt sambandi sínu á Facebook úr „Í sambandi“ í „einhleypur.“
20.11.2015 - 09:47
Facebook óumdeild drottning samfélagsmiðla
Þrátt fyrir að hún sé ekki nema ellefu ára gömul má fullyrða að hún hafi breytt heiminum. Fésbókin er, ef marka má nýjustu ársfjórðungsskýrslu fyrirtækisins, enn sem fyrr óumdeild drottning samfélagsmiðlanna og framtíð hennar virðist trygg.
31.07.2015 - 11:45
Internetið er ekki svarið
Það er talið að rúmir þrír milljarðar jarðarbúa séu tengdir Internetinu. Á hverri einustu mínútu hvers einasta dags á síðasta ári, sendu notendur Internetsins tvö hundruð og fjórar milljónir tölvuskeyta.
15.06.2015 - 13:19
Lögreglan hvetur fólk til að kæra
Lögreglan hefur ekki að fyrra bragði haft samband við ólögráða ungmenni sem lýst hafa því yfir á Facebook að þau hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
10.06.2015 - 12:37
Facebook rannsakar gervigreind í París
Facebook mun á næstunni færa út kvíarnar í rannsóknum sínum á gervigreind og opna rannsóknarsetur í París. BBC greinir frá.
02.06.2015 - 18:08
Facebook flytur í „óklárað hús“
Facebook flutti inn í nýjar höfuðstöðvar sínar í Silicon Valley í dag. Nýja húsnæðið er að sögn stofnanda samskiptamiðilsins, Mark Zuckerbergs, fremur einfalt og fábrotið. Þó er 3,6 hektara almenningsgarður með göngustígum á þakinu og byggingin státar af gríðarstólum opnum sal, þeim stærsta í heimi.
30.03.2015 - 23:44
Facebook-notendur útnefna arftaka
Bandarískir notendur Facebook eiga þess nú kost að útnefna vin eða ættingja til að taka við fésbókar-aðgangi þeirra eftir að þeir falla frá. Sá útnefndi hefur það hlutverk að láta Facebook vita af andláti viðkomandi en miðillinn breytir þá síðu hans í minningarsíðu.
12.02.2015 - 15:31
Facebook bílstjórar fengu nóg
Rútubílstjórar sem flytja starfsfólk Facebook til og frá vinnu eru orðnir langþreyttir á kjörum sínum sem þeir segja bág. Facebook samdi við rútufyrirtækið Loop Transportation um að bílstjórar á þess vegum myndu flytja starfsmenn sem búa langt frá höfuðstöðvum fyrirtækisins til og frá vinnu.
07.10.2014 - 06:57
Ello ógnar Facebook
Ello, nýr bandarískur samskiptamiðill, er talinn geta ógnað stöðu Facebook. Stofnandi miðilsins Paul Budnitz, skilgreinir hann sem mótvægi við Facebook og lofar að engar rannsóknir verði gerðar á notendum miðilsins og hann verði laus við auglýsingar.
04.10.2014 - 07:21
Erum fáránlega heiðarleg við Google
„Bandaríkin virðast líta á Internetið sem nýlendu sína og á okkur, erlenda notendur þess, sem þræla.“ Þetta segir Mikko Hyppönen, en hann er einn helsti sérfræðingur heims á sviði upplýsingaöryggis og hefur meðal annars haldið kynningar fyrir þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA.
18.09.2014 - 18:49
Samfélagsmiðlar ógn við lýðræðið
Þáttur samfélagsmiðla í mótmælum og átökum síðustu ára í Miðausturlöndum hefur verið mikið í deiglunni og átökin á Gaza síðastliðinn mánuð hafa ekki verið nein undantekning. Samfélagsmiðlar hafa breytt fréttaflutningi. Það eru ekki eingöngu fjölmiðlar með ritstjórnarstefnur sem hafa rödd.
Góð afkoma Apple og Facebook
Bandaríski tölvurisinn Apple tilkynnti í kvöld að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins næmi 10,2 milljörðum dala, jafnvirði ellefu hundruð milljarða króna. Tekjur Apple á þessu tímabili voru 45,6 milljarðar dala.
23.04.2014 - 22:17
Vilja lög gegn hatursáróðri á netinu
Tveir þingmenn Lýðræðisflokksins á Ítalíu ætla að leggja fram frumvarp til laga síðar í þessari viku þar sem bann verður lagt við hatursáróðri á ítölskum vefsíðum á netinu. Þingmennirnir segjast hafa stuðning allra flokksfélaga sinna.
10.02.2014 - 16:43
Nær allir tíundabekkingar á Facebook
Níutíu og níu prósent unglinga í tíunda bekk grunnskóla á Íslandi eru á Facebook. Könnun samtakanna SAFT leiddi þetta í ljós.
03.11.2013 - 22:51