Eyjafjarðarsveit

Gæti kostað um 100 milljónir að gera við vegi
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi giskar á að það kosti rúmar 100 milljónir króna að gera við skemmdir á vegum eftir vatnavextina síðustu daga. Báðar virkjanir í Glerá voru stöðvaðar þegar mest gekk á og um tíma var óttast að hitaveitulögnin til Grenivíkur færi í sundur.
Myndskeið
Endalausar frostnætur og lambær enn á fullri gjöf
Lítil sem engin spretta hefur verið í kuldatíð á Norður- og Austurlandi síðustu vikur og gróður er um þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega. Skepnur sem jafnan eru komnar á beit eru enn á fullri gjöf og lítið bólar á korni sem sáð var í apríl.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Stefnir í metsölu á þorramat þó að fá séu haldin blótin
Sala á þorramat virðist ætla að haldast óbreytt þrátt fyrir að búið sé að aflýsa nær öllum stórum þorrablótum. Skagamenn láta faraldurinn ekki stoppa sig og slá upp stóru þorrablóti sem sent verður heim í stofu.
22.01.2021 - 22:52
Þrettán sjúklingar á Kristnesi í sóttkví eftir smit
Starfsmaður á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit er smitaður af kórónuveirunni og 13 sjúklingar og 10 starfsmenn eru í sóttkví. Allir aðrir sjúklingar hafa verið útskrifaðir. Framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu segir að þjónustan verði takmörkuð næstu tvær vikur.
14.10.2020 - 11:44
Enn hætta á skriðum í Eyjafirði
Enn er talin hætta þar sem skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við Gilsá í Eyjafirði í byrjun vikunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun munu áfram vakta svæðið.
09.10.2020 - 15:58
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokuð vegna smits
Starfsmaður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar er smitaður af kórónuveirunni. Skrifstofan verður lokuð næstu daga þar til rakningarteymi hefur lokið vinnu sinni.
09.10.2020 - 15:10
Mikið kvartað undan mýi á Akureyri
Meindýraeyðir á Akureyri segir mikið meira um kvartanir vegna bitmýs en áður og lúsmýið sé komið til Akureyrar. Flugurnar séu komnar til að vera en það sé stutt eftir af tímabili lúsmýsins í ár.
17.08.2020 - 12:26
Myndskeið
Molta nýtt í ríkari mæli til skógræktar og landgræðslu
Notkun moltu hefur gefið góða raun í landgræðslu og skógrækt. Í kjölfar faraldursins settu stjórnvöld aukinn kraft í uppgræðsluverkefni með aðstoð moltu, annars vegar í Krísuvík og hins vegar á Norðurlandi.
16.07.2020 - 21:46
Myndskeið
Sláttur hafinn í Eyjafjarðarsveit
Heyskapur hófst í Eyjafjarðarsveit í gær. Bóndasonur segir byrjunina lofa góðu upp á framhaldið þrátt fyrir mikið kal í túnum eftir erfiðan vetur.
11.06.2020 - 13:13
„Ég skil vel hvernig henni líður og hvernig hún hugsar“
Ný leikgerð af Dagbók Önnu Frank var frumsýnd hjá Freyvangsleikhúsinu í Eyjafirði í kvöld. Leikstjórinn segir að umfjöllun um endalok útrýmingabúðanna í Auschwitz hafi haft miki áhrif á leikhópinn.
21.02.2020 - 20:21
Myndskeið
Öll fjölskyldan tekur þátt í óhefðbundnu jóladagatali
Fjölskylda í Eyjafjarðarsveit setti saman nokkuð óhefðbundið jóladagatal. Í dagatalinu, sem þau birta á Facebook, kynna þau lausnir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem þau segja alla geta tileinkað sér.
20.12.2019 - 19:48
Öryrkjar stærsti hópur þeirra sem sækja um aðstoð
Öryrkjar eru stærsti hópur þeirra sem sækja um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir þessi jól. Um 12 milljónir króna þarf til að veita öllum aðstoð sem þess óska.
Dílaskarfar hreiðra um sig í skóginum
Skarfar, sem alla jafna halda til við sjávarsíðuna, sáust í vikunni sitjandi í aspartrjám í Eyjafjarðarsveit. Eftir því sem skógrækt eykst hér á landi er ekki útilokað að þeir leiti í auknum mæli inn til landsins. Erlendis halda skarfar til í skóglendi
06.09.2019 - 17:14
Myndskeið
Handóðir listamenn gleðjast á Handverkshátíð
Handverkshátíð á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit er haldin um helgina í tuttugasta og sjöunda skipti. Þar kemur handverksfólks og hönnuðir saman og sýna gestum og gangandi afrakstur vinnu sinnar.
09.08.2019 - 18:24
Eyfirskar veggmyndir afhentar í skoska þinginu
Fimm refilsaumaðar veggmyndir, sem segja sögu tveggja af frægustu kvenskörungum landnámsaldar, verða afhentar skosku þjóðinni að gjöf í þinghúsinu í Edinborg. Handverkskonur í Eyjafirði hafa í tæp þrjú ár lagt um eitt þúsund vinnustundir í þetta verk. Myndirnar verða hluti af alþjóðlegu verkefni um sögu Skotlands.
02.06.2019 - 11:20
Dýrbítar herja á Eyjafjarðarsveit
Dýrbítar hafa ráðist á að minnsta kosti sex lömb í Eyjafjarðarsveit. Tvö lömb fundust fyrir hálfum mánuði en fjögur til viðbótar í göngum um helgina. Allar skepnurnar voru svo illa farnar að þær sem ekki voru dauðar þurfti að lóga. Bóndi í sveitinni segir að sést hafi til tveggja hunda hrella rollurnar.
03.09.2018 - 10:18
22 vilja stýra Eyjafjarðarsveit
Tuttugu og tvær umsóknir bárust um starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar sem auglýst var í byrjun júlí. Umsóknarfrestur rann út á sunnudag. Ólafur Rúnar Ólafsson, sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin þrjú ár, tilkynnti í júní að hann hygðist láta af störfum og snúa sér aftur að lögmannsstörfum. Eftirtalin sóttu um starfið:
01.08.2018 - 09:04
Bændur áhyggjufullir vegna vætutíðar
Bændur í Eyjafirði keppast við að slá tún sín og fagna miklum hita og þurrki. Staðan er önnur sunnan heiða, bændur þar hafa enn ekki getað hleypt kúnum út vegna vætu og kulda og liggja yfir veðurspám í þeirri von að það stytti upp svo þeir geti hafið slátt.
30.06.2018 - 20:46
Pláss fyrir fleiri börn í grunnskólanum
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar er ánægður með kjörtímabilið sem er að ljúka. Hann segir sveitarfélagið standa vel en helst sé vöntun á börnum og barnafjölskyldum. Hann er ánægður með samstarfið við önnur sveitarfélög á svæðinu. 
Norskur bekkur söng til Hvanndalsbræðra
Hljómsveitin Hvanndalsbræður fékk heldur óvænta sendingu frá Noregi í dag. Hin 11 ára gamla Lotte var á ferðalagi um Akureyri með fjölskyldu sinni í fyrra þegar Hvanndalsbræður voru í miðbæ Akureyrar að taka upp myndband við lagið María Ísabel. Leikstjóri myndbandsins fékk Lotte og nokkra aðra krakka til þess að leika í myndbandinu.
24.04.2018 - 15:04
Gera útivistarsvæði ofan Hrafnagils
Eyjafjarðarsveit keypti nýverið skóglendi ofan Hrafnagilshverfis í Eyjafirði. Til stendur að nýta svæðið betur til útivistar og ætlar sveitarfélagið að ráðast í framkvæmdir þar á næstunni. Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um nýtingu skógarins og hafa fjölmargar hugmyndir borist.
11.01.2018 - 14:54
Tóku málið aftur upp samdægurs
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur beðið um endurmat á málefnum konu sem hafði óskað eftir akstursþjónustu vegna lögblindu. Farið var fram á það sama dag og úrskurðarnefnd velferðarmála felldi synjun sveitarfélagsins úr gildi.
08.01.2018 - 14:19
Máttu ekki synja lögblindri konu um akstur
Eyjafjarðarsveit braut á réttindum lögblindrar konu með því að synja henni um akstursþjónustu. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála. Málinu hefur verið vísað aftur til sveitarfélagsins.
08.01.2018 - 11:35
Gert að taka aftur fyrir mál blindrar konu
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur gert Eyjafjarðarsveit að taka aftur fyrir mál blindrar konu en sveitarfélagið synjaði beiðni hennar um ferðaþjónustu fatlaðra. Konan kvaðst hafa óskað eftir akstursþjónustu frá sveitarfélaginu frá árinu 2012 en lítil svör fengið. Hún sagðist þurfa slíkan akstur, meðal annars til að stunda félagsstörf, sinna ýmsum útréttingum, fara í klippingu og hitta fólk.
05.01.2018 - 15:24