Eyjaálfa

Snarpur skjálfti við Salómonseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð nærri Salómonseyjum snemma í morgun. Ekki varð tjón í skjálftanum og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun.
27.01.2020 - 09:21
Eldar loga á ný í Ástralíu - þrír fórust í flugslysi
Þrír menn fórust þegar flugvél sem notuð var við slökkvistörf vegna gróðureldanna í Ástralíu fórst í landinu suðaustanverðu í dag. Vélin var af Hercules-gerð, fengin að láni frá Kanada, en þriggja manna áhöfnin var bandarísk. Fjöldi gróðurelda hefur blossað upp í Ástralíu á ný eftir stutt hlé vegna rigninga. Í dag er víða yfir 40 stiga hiti syðra og hvassir, hlýir vindar blása nýju lífi í gamlar glæður.
23.01.2020 - 05:38
Segist ekki skilja viðbrögð við gróðureldum í Ástralíu
Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, fór hörðum orðum um eftirmann sinn Scott Morrison í viðtali við breska útvarpið BBC og gagnrýndi viðbrögð hans við gróðureldunum í landinu. Turnbull beindi einnig spjótum að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og gagnrýndi stefnu hans í loftslagsmálum. 
22.01.2020 - 11:29
Samloka með skorpu, möttli og kjarna
19 ára nýsjálenskur háskólastúdent og spænskur sjálfboðaliði bjuggu til það sem kallað er jarðarsamloka. Etienne Naude og Spánverji, sem hann kann lítil sem engin deili á, nýttu kortavef Google til þess að vera vissir um að þeir væru á nákvæmlega andstæðum stöðum á jarðkringlunni.
21.01.2020 - 07:11
Flóð og gróðureldar í Ástralíu
Úrkoma sem fylgir þrumuveðri síðustu daga hefur slökkt í nokkrum gróðureldum sem geisa víða á suðaustanverðri Ástralíu. Enn loga þó miklir eldar á sunnan- og suðaustanverðu landinu og valda mikilli eyðileggingu. Auk þess er úrkoma undanfarinna daga svo mikil að á nokkrum stöðum í landinu hafa vegir rofnað og ár flætt yfir bakka sína.
18.01.2020 - 03:38
Kærkomin úrkoma í Ástralíu
Langþráð úrkoma helltist yfir austurhluta Ástralíu í morgun, og frekari úrkoma er í kortunum. Rigningin er kærkomin í baráttunni við ógurlega gróðurelda í Nýja Suður-Wales og Viktoríu. Veðurstofan í Nýja Suður-Wales segir talsverða úrkomu hafa fallið á eldana á nokkrum stöðum í ríkinu.
16.01.2020 - 06:50
Náðu tökum á ofureldi nærri Sydney
Slökkviliðsmenn náðu í dag tökum á einum víðfeðmasta ofureldinum í gróðurlendi Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Hiti hefur verið heldur minni síðustu sólarhringa þar syðra og langþráð úrkoma lét loks á sér kræla, sem hefur dregið heldur úr útbreiðslu eldanna og gert starf slökkviliðsins aðeins viðráðanlegra.
13.01.2020 - 06:39
Eldarnir á Ástralíu færast aftur í aukana
240.000 manns í Viktoríuríki í Ástralíu fengu í morgun skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeim er eindregið ráðlagt að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól. Tveir stórir eldar náðu saman í nótt og loga nú sem einn risaeldur á hundraða kílómetra löngu belti.á mörkum Viktoríuríkis og Nýja Suður-Wales. Enn ein hitabylgjan lét á sér kræla á sunnan- og austanverðri Ástralíu í gær, með heitum, þurrum vindi sem blæs nýju lífi í hundruð gróðurelda sem eilítið hafði sljákkað í síðustu daga.
10.01.2020 - 04:48
Ástralar binda vonir við yfirvofandi óveður
Ástralskir slökkviliðsmenn keppast við að reyna að hefta útbreiðslu gróðurelda í landinu, rétt á meðan aðstæður leyfa. Hiti hefur lækkað talsvert síðustu daga auk þess sem örlítil úrkoma hefur gert skilyrði hagstæðari fyrir slökkvistörf. Von er á annarri hitabylgju í Ástralíu síðar í vikunni.
07.01.2020 - 04:38
„Hörmungar á hörmungar ofan“ í Ástralíu
Tala látinna er komin upp í 24 vegna gróðureldanna sem loga í Ástralíu og eira engu. Fjölda er saknað Aðstæður til slökkvistarfs voru afar slæmar í gær þar sem hiti fór nálægt 40 stigum í miklu hvassviðri. Í dag, sunnudag, komu loks rigningardropar úr lofti en það vann lítið gegn eldunum. 
05.01.2020 - 14:04
Eldarnir ógna rafmagnsöryggi í Ástralíu
Gróðureldarnir sem hafa valdið miklum usla í Ástralíu síðustu vikur færast nú enn nær Sydney. Aðstæður hafa verið afar erfiðar þar sem hitastig hélt áfram að hækka í dag. 
04.01.2020 - 09:42
Neyðarástandi lýst yfir í suðausturhluta Ástralíu
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á meirihluta suðausturhluta Ástralíu vegna gróðurelda og yfir hundrað þúsund manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín í þremur fylkjum.
03.01.2020 - 23:07
„Hef verið í reykjarmekki í 2-3 vikur“
Tugum þúsunda manna hefur verið skipað að yfirgefa ákveðin svæði í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu  en þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi í þriðja sinn frá því gróðureldarnir kviknuðu þar. Íslendingur sem er búsettur þar segir fólk orðið afar þreytt á eldunum. Fjölskylda hans hefur búið í reykjarmekki í tvær til þrjár vikur.
02.01.2020 - 19:40
Hálfur milljarður dýra hefur drepist í Ástralíu
Vistfræðingar við háskólann í Sydney í Ástralíu áætla að hátt í hálfur milljarður spendýra, fugla og skriðdýra hafi drepist frá því að kjarr- og skógareldar blossuðu upp í landinu í september. Jafnframt segja þeir að ýmsar plöntutegundir kunni að hafa eyðst.
02.01.2020 - 17:40
Myndskeið
Neyðarástand vegna gróðureldanna í Nýja-Suður-Wales
Yfirvöld í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu hafa lýst yfir neyðarástandi sem er í gildi næstu vikuna vegna gróðurelda. Þúsundir flýja nú yfirvofandi hættu.
02.01.2020 - 04:36
Yfir 200 heimili hafa brunnið í Ástralíu síðustu daga
Meira en 200 heimili hafa brunnið síðustu daga í gróðureldunum sem herja á Ástralíu. Fimm hafa farist í eldunum síðustu daga og minnst eins er saknað.
01.01.2020 - 03:21
Um 4.000 í sjálfheldu á ströndinni vegna kjarrelda
Um fjögur þúsund manns, einkum ferðafólk, eru í sjálfheldu í strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki í Suðaustur-Ástralíu. Kjarreldar loga allt í kringum bæinn svo engin leið er út úr honum á landi. Fólkið heldur að mestu til á ströndinni sjálfri þar sem eldurinn er farinn að nálgast bæinn mjög, og fjöldi fólks stendur ýmist í fjöruborðinu eða hreinlega í sjónum. Mörg hafa klæðst björgunarvestum og eru þess albúin að þurfa að vaða lengra út til að forðast eldhafið.
31.12.2019 - 02:30
Miklir eldar í Viktoríufylki
Þúsundir hafa forðað sér frá hættusvæðum í Viktoríu-fylki í Ástralíu þar sem víða loga gróðureldar. Yfirvöld í Melbourne í Ástralíu hafa hvatt íbúa fimm úthverfa borgarinnar að forða sér þaðan eða um 100.000 manns.
30.12.2019 - 08:56
Skipa þúsundum að yfirgefa Viktoríufylki vegna elda
Almannavarnir í ástralska fylkinu Viktoríu hafa fyrirskipað tugum þúsunda íbúa og ferðamanna að yfirgefa svæði þar sem kjarreldar geisa því búist er við því að ástandið fari versnandi næstu daga.
29.12.2019 - 13:10
Tveir létust í storminum á Fiji
Tveir létust og yfir 2.500 þurftu að flýja heimili sín þegar hitabeltisstormurinn Sarai gekk yfir Fiji-eyjar í gær og nótt. Stormurinn mjakast nú á haf út en skilur eftir sig slóð eyðileggingar. Fjöldi húsa eyðilagðist, uppskera spilltist og tré ýmist kubbuðust í sundur eða rifnuðu upp með rótum þegar Sarai hamaðist á eyjunum af ógnarkrafti. Rafmagn fór víða af og fjöldi ferðafólks komst ekki leiðar sinnar þar sem öllum flugferðum var aflýst þegar mest gekk á.
29.12.2019 - 06:35
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Fiji
Útgöngubanni vegna mislingafaraldurs aflétt á Samóa
Tekist hefur að koma böndum á mislingafaraldurinn sem geisað hefur á Samóaeyjum, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar í landi, og hefur útgöngubanni sem gilt hefur á eyjunum í sex vikur nú loks verið aflétt.
29.12.2019 - 06:27
Naut verða ófrjó og blómleg sveit að helvíti á Jörð
Miklir og langvarandi hitar í Nýju Suður Wales eru farnir að valda ófrjósemi og náttúruleysi í búsmala og neyða fjölda bænda til að bregða búi. Hver hitabylgjan af annarri hefur riðið yfir Ástralíu að undanförnu og ein slík gerir Áströlum lífið leitt einmitt þessa dagana. Og hitinn leggst ekki aðeins þungt á mannfólkið, heldur plagar hann líka skepnurnar, stórar sem smáar.
29.12.2019 - 05:39
Hitabeltisstormur hamast á Kyrrahafsparadís
Nærri 2.000 manns hafa leitað skjóls í neyðarskýlum og eins manns er saknað í hitabeltisstormi sem hamast á Fijieyjum á sunnanverðu Kyrrahafi. Stormurinn, sem kallast Sarai, hefur þegar valdið miklum skemmdum á mannvirkjum og uppskeru, tré hafa kubbast í sundur og rifnað upp með rótum og rafmagn farið af stórum svæðum. Sterkustu hviður fara vel yfir 40 metra á sekúndu og úrhellisrigningin sem fylgir storminum veldur töluverðum flóðum.
28.12.2019 - 05:47
Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Fiji
Fellibylur nálgast Fiji
Viðvaranir hafa verið gefnar út á Fiji-eyjum vegna fellibylsins Sarai sem nálgast þar strendur. Varað er við miklum vindi og gríðarlegri úrkomu.
27.12.2019 - 09:46
Óttast að yfir 8.000 kóalabirnir hafi drepist
Óttast er að nær þriðjungur allra kóalabjarna hafi drepist í gróðureldunum sem geisað í strandhéruðum Nýja Suður-Wales í Ástralíu, eða allt að 8.400 dýr. Umverfisráðherra Ástralíu greindi frá þessu í morgun.
27.12.2019 - 06:24