Eyjaálfa

Suðurafríska afbrigðið greindist á Nýja Sjálandi
Fyrsta samfélagssmit sem greinst hefur á Nýja Sjálandi í meira en tvo mánuði er afbrigði sem kennt er við Suður-Afríku. Chris Hipkins, heilbrigðisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.
25.01.2021 - 08:31
Nýja Sjáland krefst COVID-vottorðs af ferðalöngum
Nýja Sjáland bættist í dag í hóp þeirra ríkja sem krefjast þess að ferðamenn sem þangað koma framvísi vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Frá og með næsta mánudegi þurfa ferðamenn á leið til Nýja Sjálands að framvísa vottorði áður en þeir fara um borð í flugvélina.
19.01.2021 - 10:51
Fréttaskýring
Útbreiðsla farsóttarinnar – smit nálgast 100 milljónir
Fjöldi greindra kórónuveirusmita á heimsvísu er nú yfir 95 milljónir. Ríflega 25% smitanna hafa greinst í Bandaríkjunum. Faraldurinn er skæður í Evrópu þessa dagana, meira en 30 milljónir hafa greinst með COVID-19 í álfunni.
18.01.2021 - 18:09
Skemmdir unnar á nýsjálenska þinghúsinu
Það er víðar en í Bandaríkjunum sem ráðist er á eða í þinghús. Ríflega þrítugur karlmaður réðist með exi á þinghúsið í Nýja Sjálandi snemma í morgun að staðartíma, eða um miðjan dag í gær að íslenskum tíma. Maðurinn var einn á ferð og olli talsverðum skemmdum á húsinu.
13.01.2021 - 05:17
Farþegavélar saknað skömmu eftir flugtak frá Jakarta
Flugturn missti samband við vélina skömmu eftir flugtak frá flugvelli í Jakarta í Indónesíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-500. Ekki er víst hversu margir voru um borð en vélin tekur um 130 farþega. Talið er að hún hafi skollið í Javahaf, en myndir af sjómönnum á svæðinu með það sem talið er vera brak úr vélinni hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Hún var á leið til borgarinnar Pontianak á eynni Borneó, norður af Jakarta.
09.01.2021 - 11:40
Gengu í tólf tíma eftir aðstoð í óbyggðum Ástralíu
Áströlskum feðgum var í gær bjargað eftir að hafa þurft að hírast í nærri sólarhring í óbyggðum Queensland-fylkis.
29.12.2020 - 09:31
Mörgæsir með brostið hjarta á mynd ársins
Þær horfa á ljósin og halda um hvor aðra, mörgæsirnar á verðlaunamynd Tobiasar Baumgaertners, ljósmyndara í Melbourne í Ástralíu.
23.12.2020 - 15:23
Öllum skipað að fara í skjól á Fiji-eyjum
Öllum íbúum Fiji-eyja hefur verið skipað að koma sér í skjól, en fellibylurinn Yasa er við það að bresta þar á, sem fimmta stigs bylur. 
17.12.2020 - 09:09
Erlent · Eyjaálfa · Fiji
Fellibyljir við Fiji og Tonga
Mikill viðbúnaður er á Fiji-eyjum vegna fellibylsins Yasa sem stefnir þangað, en hann hefur færst í aukana og telst nú fimmta stigs fellibylur.
16.12.2020 - 08:27
Erlent · Eyjaálfa · Fiji · Tonga
Eldurinn haminn á Fraser-eyju
Slökkviliðsmönnum hefur tekist á hefta útbreiðslu gróðurelda á Fraser-eyju undan austurströnd Ástralíu, en þar hefur eldur logað í tvo mánuði. Yfirvöld segja að mikil úrkoma um helgina hafi hjálpað til.
14.12.2020 - 08:23
Boðar úrbætur eftir skýrslu rannsóknarnefndar
Lögregla og leyniþjónustustofnanir á Nýja Sjálandi gerðu margvísleg mistök í aðdraganda hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch 15. mars í fyrra, en alls er óvíst að tekist hefði að koma í veg fyrir árásina þótt breytt hefði verið öðruvísi.
08.12.2020 - 09:49
Ástralar krefjast afsökunarbeiðni
Deilur Ástrala og Kínverja aukast enn og hafa stjórnvöld í Canberra krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Peking vegna færslu á Twitter sem þau segja svívirðilega og ógeðfellda.
30.11.2020 - 11:57
Erlent · Afríka · Eyjaálfa · Kína · Ástralía
Ógurleg hitabylgja bakar Queensland næstu daga
Sydneybúar og grannar þeirra fá stutt frí frá hitabylgjunni sem herjað hefur á Nýju Suður-Wales síðustu daga en hitinn verður þeim mun meiri hjá grönnum þeirra í Queensland, og reyndar í vestanverðu Nýja Suður-Wales líka. Methita er spáð víða í Queensland í dag og næstu daga.
30.11.2020 - 05:54
Kærur gefnar út vegna dauða 22 túrista á eldfjallaeyju
Vinnueftirlitið á Nýja Sjálandi hefur kært þrettán aðila, þrjá einstaklinga og tíu fyrirtæki, fyrir alvarleg brot á vinnuverndarlöggjöf landsins í tengslum við dauða 22 ferðalanga og ferðaþjónustustarfsmanna í eldgosi á Whakaari-eyju, einnig þekktri sem Hvítueyju, 9. desember í fyrra. Tugir til viðbótar slösuðust í gosinu, sem hófst með litlum fyrirvara þegar fólkið var í skoðunarferð um óbyggða eyjuna.
30.11.2020 - 02:32
Tvö hitamet í Sydney og viðbúnaður vegna gróðurelda
Hitamet voru slegin í Sydney í Ástralíu í nótt sem leið og aftur í dag. Nokkuð er um gróðurelda í útjaðri borgarinnar og hefur slökkvilið í nógu að snúast.
29.11.2020 - 06:27
Ástralir búa sig undir fyrstu hitabylgju sumarsins
Ástralir búa sig nú undir fyrstu hitabylgju sumarsins, með hita um og yfir 40 gráðum, þurrum og hlýjum vindum og þar með kjöraðstæðum fyrir gróðurelda. Skógar- og gróðureldar síðasta sumars eru Áströlum enn í fersku minni, enda þeir verstu og víðfeðmustu sem sögur fara af þar í landi. 33 fórust í eldunum, sem sviðu um 190.000 ferkílómetra gróðurlendis frá september 2019 til mars 2020, og áætlað er að allt að þrír milljarðar dýra af öllu tagi hafi drepist í eða vegna eldanna.
Lygi eins manns setti heilt fylki í útgöngubann
Steven Marshall forsætisráðherra í Suður-Ástralíu fylki segist miklu meira en öskureiður yfir hegðun manns sem laug að smitrakningarteymi í borginni Adelaide. Lygin varð til þess að allir í fylkinu þurftu að sæta útgöngubanni.
20.11.2020 - 14:30
Feitur, feiminn og ófleygur páfagaukur er fugl ársins
Kjörstöðum hefur verið lokað, atkvæði hafa verið talin og sigurvegarinn krýndur: kākāpō, feitasti og feimnasti páfagaukur í heimi, er fugl ársins á Nýja Sjálandi.
16.11.2020 - 04:06
Stærsti fríverslunarsamningur heims undirritaður
Fulltrúar Kína, Japans, Ástralíu og tólf annarra þjóða í Asíu og Eyjaálfu undirrituðu í morgun fríverslunarsamning sem að líkindum er sá stærsti sem gerður hefur verið, þegar horft er til landsframleiðslu ríkjanna sem eiga aðild að honum.
15.11.2020 - 08:08
Meintir stríðsglæpir Ástrala rannsakaðir
Stjórnvöld í Ástralíu hafa stofnað embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna í Afganistan. Þetta var ákveðið eftir frumrannsókn á vegum ástralska hersins, sem leiddi ljós tugi alvarlegra atvika tengd áströlskum hermönnum. 
12.11.2020 - 08:35
Stórfelld kosningasvik valda fjaðrafoki á Nýja-Sjálandi
Ekki hefur tekist að finna nein sönnunargögn sem renna stoðum undir endurteknar fullyrðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hans fólks um víðtækt kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum vestra. Á Nýja-Sjálandi komst hins vegar upp um stórfellt kosningasvindl í vikunni.
12.11.2020 - 05:49
Börnum bjargað úr klóm níðinga
Lögreglan í Ástralíu segist hafa bjargað fjörutíu og sex börnum og handtekið fjórtán manns í tengslum við rannsókn á alþjóðlegum hring barnaníðinga. Þetta er eitt umfangsmesta mál sinnar tegundar sem ástralska lögreglan hefur rannsakað.
11.11.2020 - 12:08
COVID-fríum ríkjum fækkaði um eitt í gær
Þeim ríkjum sem laus eru við COVID-19 hefur fækkað um eitt, því heilbrigðisyfirvöld á Kyrrahafseyríkinu Vanúatú greindu frá því nú í morgunsárið að þar hefði fyrsta tilfellið verið staðfest í gær. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Vanúatú segir að 23 ára karlmaður, nýkominn frá Bandaríkjunum, hefði greinst með veiruna.
11.11.2020 - 04:03
Nýja Sjáland: Dánaraðstoð leyfð, kannabis bannað áfram
Meirihluti kjósenda á Nýja Sjálandi samþykkti lögleiðingu dánaraðstoðar en felldi tillögu um lögleiðingu á almennri neyslu kannabisefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um þetta tvennt samfara þingkosningunum 17. október síðastliðinn og voru bráðabirgðaniðurstöður birtar í dag. Samkvæmt þeim samþykktu nær tveir af hverjum þremur kjósendum, 65,2 prósent, löggjöf um virka dánaraðstoð. Rúmur helmingur þeirra sem greiddu atkvæði, 53,1 prósent, var hins vegar mótfallinn lögleiðingu kannabisefna.
30.10.2020 - 03:58
Býst við að mynda samsteypustjórn á Nýja-Sjálandi
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gefið í skyn að hún hyggist mynda samsteypustjórn. Talningu atkvæða í þingkosningum er ekki lokið en allt bendir til þess að Verkamannaflokkur Ardern hafi fengið hreinan meirihluta þingsæta. Verkamannaflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum og hefur líklega fengið 64 þingsæti af 120 á þingi Ný-Sjálendinga. Það er besti árangur flokksins í meira en hálfa öld.
19.10.2020 - 10:12