Eyjaálfa

Kosið á Nýja Sjálandi: Ardern næsta örugg um sigur
Þingkosningar standa nú yfir á Nýja Sjálandi og fátt bendir til annars en að Verkamannaflokkurinn, með forsætisráðherrann Jacindu Ardern í fylkingarbrjósti, muni vinna öruggan sigur. Flokkurinn hefur raunar misst nokkuð fylgi síðustu daga ef marka má nýjustu skoðanakannanir, en mun engu að síður geta myndað meirihlutastjórn einn og óstuddur, gangi þær eftir.
17.10.2020 - 01:46
Myndskeið
600 þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á barmi gjaldþrots
Eitt af hverjum fimm ferðaþjónustufyrirtækjum í Evrópu er á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirufaraldursins að mati sérfræðinga. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar víða í Evrópu.
28.09.2020 - 22:10
Banki greiðir milljarðasekt vegna peningaþvættis
Ástralski bankinn Westpac samþykkti í morgun að að greiða 1,3 milljarða ástralíudala sekt, jafnvirði nærri 130 milljarða króna, vegna 23 milljóna brota á lögum um peningaþvætti. Peter King, framkvæmdastjóri Westpac, notaði tækifærið og baðst afsökunar á lögbrotum bankans.
24.09.2020 - 01:23
Hundruð hvala strandaðir við Tasmaníu
Björgunarfólk í Ástralíu segir 200 hvali hafa komist í ógöngur til viðbótar við þá 270 sem fyrir voru í afskekktum flóa í Tasmaníu. Talskona ráðuneytis umhverfismála í Tasmaníu greindi AFP fréttastofunni frá því í gærkvöld að grindhvalirnir 200 hafi fundist um sjö til tíu kílómetrum innar í flóanum. Nú er talið að aðeins tugir hvala séu enn lifandi.
23.09.2020 - 03:42
Slakað á takmörkunum í Ástralíu
Byrjað er að slaka á aðgerðum sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins í Viktoríkuríki í Ástralíu, en verulega hefur dregið þar úr staðfestum smitum og dauðsföllum að undanförnu.
15.09.2020 - 09:21
Brutu gegn útgöngubanni og mótmæltu aðgerðum yfirvalda
Yfir 70 manns voru handteknir í Melbourne í Ástralíu í gær fyrir að safnast saman til mótmæla og þannig brjóta gegn tilmælum yfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins.
13.09.2020 - 10:20
Framkvæmdastjóri Rio Tinto hættir vegna hellasprenginga
Framkvæmdastjóri Rio Tinto og tveir hátt settir stjórnendur fyrirtækisins munu hætta störfum hjá fyrirtækinu vegna sprengingar sem lagði merkar fornminjar í Ástralíu í rúst. Fjárfestar fyrirtækisins hafa beitt stjórn fyrirtækisins miklum þrýstingi eftir að hellar í Juukan-gili í Pilbara í Ástralíu voru sprengdir. Hellarnir eru mikilvægir Puutu Kunti Kurrama og Pinikura þjóðunum, þar sem forfeður þeirra dvöldu þar fyrir um 46 þúsund árum.
11.09.2020 - 01:05
Færri greinast smitaðir í Ástralíu
Sjötíu og þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni í Viktoríuríki í Ástralíu síðasta sólarhring, en ekki hafa færri greinst þar smitaðir í næstum tvo mánuði eða síðan 3. júlí.
31.08.2020 - 08:15
Ungur drengur meðal látinna í miklu óveðri í Melbourne
Þrír dóu, þar á meðal fjögurra ára drengur, í miklu óveðri í Melbourne í Ástralíu í gær. Björgunarsveitir stóðu í ströngu við að koma á rafmagni og vatni til þúsunda heimila eftir að veðrið var gengið yfir.
28.08.2020 - 08:12
Myndskeið
Hlýtur þyngsta dóm í nýsjálenskri réttarsögu
Ástralinn Brenton Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn í morgun. Tarrant myrti 51 í skotárás á tvær moskur í Christchurch í Nýja-Sjálandi í mars í fyrra. Dómari sagði Tarrand vart mennskan og dómstólar verði að taka hart á þeim sem fremja voðaverk af þessu tagi. Dómurinn er sá þyngsti í nýsjálenskri réttarsögu, og á sér engin fordæmi.
27.08.2020 - 02:27
Áhrif loftslagsbreytinga greinileg
Loftslagsbreytingar höfðu greinilega talsverð áhrif á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu síðari hluta árs í fyrra og á fyrri hluta þessa árs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem stjórnvöld í Nýja Suður-Wales birtu í morgun um eldana þar. 
25.08.2020 - 10:14
Kosningum frestað vegna faraldursins í Nýja-Sjálandi
Þingkosningum í Nýja-Sjálandi hefur verið frestað um fjórar vikur vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Ganga átti til kosninga 19. september, en Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í morgun að þær verði 17. október. 
17.08.2020 - 01:09
Fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi í 102 daga
Útgöngubanni hefur verið komið á í Auckland í Nýja-Sjálandi eftir að fjögur ný kórónuveirusmit greindust þar. Þetta eru fyrstu innanlandssmit kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi í 102 daga. Smitin fjögur greindust í sömu fjölskyldunni og uppruni þeirra er ekki þekktur.
11.08.2020 - 10:52
Loka Norðursvæði Ástralíu fyrir öðrum Áströlum
Næstu átján mánuði verður hið víðáttumikla Norðursvæði Ástralíu lokað öllum sem búsett eru á svæðum þar sem útbreiðsla kórónaveirunnar er mikil. Norðursvæðið er afar strjálbýlt; þar búa um 250.000 manns á rúmlega 1.400.000 ferkílómetrum. Óvenju hátt hlutfall íbúa eru frumbyggjar, eða um þriðjungur allra sem þar búa. Er lokunin ekki síst hugsuð til að verja þá, þar sem þeir eru taldir í sérstökum áhættuhópi.
11.08.2020 - 06:49
Hækka Kíribatíeyjar til að verjast hækkandi sjávarborði
Taneti Maamau, forseti eyríkisins Kíribatí í sunnanverðu Kyrrahafi, ætlar að leita fulltingis Kína og fleiri vinveittra þjóða við að reisa eyjarnar hærra yfir sjávarmál. Þannig hyggst hann verja ríki sitt fyrir vaxandi ágangi sjávar, sem rekja má til hækkandi sjávarborðs af völdum hlýnunar Jarðar.
10.08.2020 - 05:51
Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.
30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Eyjaálfa · Ástralía · Japan · Úkraína · COVID-19 · Kórónuveiran
Nær þrír milljarðar dýra drápust í gróðureldum Ástralíu
Nærri þrír milljarðar dýra ýmist drápust eða hröktust frá heimkynnum sínum í gróðureldunum miklu sem herjuðu á Ástralíu í vetur sem leið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við nokkra ástralska háskóla. Í skýrslu þeirra segir að um 143 milljónir spendýra, 180 milljónir fugla, 51 milljón froska og 2,46 milljarðar skriðdýra hafi drepist eða hrakist frá sínum náttúrulegu heimkynnum í eldunum.
Helmingur allra COVID-19 smita í þremur löndum
Um helmingur allra staðfestra COVID-19 tilfella í heiminum greindust í þremur löndum: Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Alls hafa nær 16,3 milljónir greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 og bættust rúm 220.000 í þann hóp síðasta sólarhringinn. Var gærdagurinn þrettándi dagurinn í röð, þar sem nýsmit voru yfir 200.000.
27.07.2020 - 06:16
Rúmlega 16 milljónir hafa greinst með COVID-19
Staðfest kórónaveirusmit í yfirstandandi heimsfaraldri eru orðin rúmlega 16 milljónir talsins, samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland í Bandaríkjunum, nánar tiltekið16 milljónir og 47 þúsund. Dauðsföll af völdum COVID-19 eru tæplega 645.000 og hartnær 9,3 milljónir smitaðra hafa meira og minna náð sér af sjúkdómnum.
26.07.2020 - 06:30
Verðlaunahöfundur fær hæli á Nýja Sjálandi
Flóttamaður og rithöfundur, sem skrifaði verðlaunabók á farsíma sinn í flóttamannabúðum á Papúa Nýju-Gíneu, hefur fengið hæli á Nýja Sjálandi. Honum var tilkynnt um hælisveitinguna á 37 ára afmælisdegi sínum í gær. 
24.07.2020 - 08:41
Metfjöldi smita í Ástralíu
Fimm hundruð og tveir greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi nýsmita sem greinst hefur á einum degi síðan farsóttin barst til landsins.
22.07.2020 - 08:27
Frekari takmarkanir ef tilfellum fækkar ekki
Stjórnir ríkja í Ástralíu ætla að grípa til enn frekari takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar fari smitum ekki brátt að fækka. Þetta tilkynntu forsætisráðherrar ríkjanna í morgun.
15.07.2020 - 08:13
Leiðtogi nýsjálensku stjórnarandstöðunnar segir af sér
Leiðtogi og forsætisráðherraefni stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Nýja Sjálandi sagði óvænt af sér formennsku í morgun af heilsufarsástæðum, aðeins nokkrum vikum eftir að hann settist í formannsstólinn. Þingkosningar fara fram á Nýja Sjálandi í september og ljóst að flokki hans er nokkur vandi á höndum að finna arftaka sem veitt getur Jacindu Ardern raunverulega samkeppni um hylli kjósenda.
14.07.2020 - 05:49
Kínverjar fordæma ákvörðun Ástrala
Stjórnvöld í Kína fordæma ákvörðun áströlsku stjórnarinnar um að framlengja vegabréfsáritanir fólks frá Hong Kong sem dvelur í Ástralíu og einhliða riftun á framsalssamningi við Hong Kong. 
09.07.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Ástralía · Kína
Ástralir framlengja dvalarleyfi allra Hong Kong-búa
Áströlsk stjórnvöld framlengdu í dag vegabréfsáritanir þeirra um það bil 10.000 Hong Kong-búa sem eru í Ástralíu og tilkynntu yfirvöldum borgríkisins einhliða riftun á gagnkvæmum samningi Hong Kong og Ástralíu um framsal grunaðra og dæmdra brotamanna. Hvort tveggja er bein afleiðing hinna nýju öryggislaga sem Pekingstjórnin innleiddi í Hong Kong í liðinni viku og skerða mjög tjáningar- og skoðanafrelsi borgarbúa.
09.07.2020 - 04:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Stjórnmál · Ástralía · Hong Kong · Kína · Bretland