Eyjaálfa

Sumarið helmingi lengra en vetur í Ástralíu
Ástralska sumarið er orðið tvöfalt lengra en veturinn samkvæmt mælingum veðurfræðinga. Síðustu tuttugu ár hefur sumarið verið um mánuði lengra en það var um miðja 20. öldina. Á sama tíma hefur vetrartíminn styst. Á milli áranna 2014 og 2018 var sumartíminn svo orðinn um helmingi lengri.
02.03.2020 - 04:50
Tvennt lést í lestarslysi í Ástralíu
Tveir farþegar létust og nokkrir slösuðust þegar hraðlest fór út af sporinu í dag skammt frá borginni Wallan í Viktoríufylki í Ástralíu. Einn farþegi var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Melbourne. Lestin var á leið til Melbourne frá Sydney. Enn liggur ekkert fyrir um orsök slyssins. Um það bil 160 farþegar voru í lestinni. Myndir frá slysstað sýna að fimm vagnar fóru út af sporinu.
20.02.2020 - 13:44
Fullelduðum kræklingum skolaði á land
Um hálf milljón kræklinga fannst nánast fullelduð við Maunganui Bluff ströndina nyrst á Norðureyju Nýja-Sjálands. Sjávarlíffræðingar tengja dauða þeirra við loftslagsbreytingar. Sjórinn við norðurströnd Nýja Sjálands hefur verið óvenju heitur og stilltur. Sérfræðingar telja að þær aðstæður ásamt sólarljósinu hafi hitað kræklinginn verulega upp.
19.02.2020 - 14:09
Eldar sem loguðu í sjö mánuði loks slökktir
Sameiginlegt átak slökkviliðs og fjölda annarra stofnana í Nýja Suður-Wales í Ástralíu varð til þess að loks tókst að slökkva gróðureld sem hafði logað í Lindfield Park Road síðan 18. júlí í fyrra. Slökkvistarf var mjög erfitt þar sem nærri helmingur 858 hektara gróðureldanna logaði í mó undir yfirborðinu. Því dugðu engin venjuleg slökkvistörf. 
13.02.2020 - 03:38
Síðustu eldarnir slökktir á næstu dögum
Yfirvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu segjast gera ráð fyrir að síðustu eldarnir sem geisað  hafa þar undanfarna mánuði verði slökktir á næstu dögum.
10.02.2020 - 07:57
Varað við flóðum er gróðureldar slokkna
Á austurströnd Ástralíu rignir nú eins og hellt sé úr fötu og flóð ógna mönnum og mannvirkjum víða, þar á meðal í stórborginni Sydney. Rigningin hefur slökkt risagróðureld sem gekk undir nafninu Currowan og sveið 5.000 ferkílómetra lands á 74 dögum, og enginn gróðureldur í Nýja Suður Wales er svo stór lengur, að hann kalli á hæsta viðbúnaðarstig. Vatnsveðrið er hins vegar svo mikið að gefnar hafa verið út viðvaranir vegna flóðahættu í staðinn.
Hellirigning veldur flóðum, kæfir elda og kætir Ástrala
Eftir margra mánaða mannskæðar hamfarir vegna þurrka og gróðurelda vofa nú úrhelli og flóð yfir ástralska ríkinu Nýja Suður-Wales og íbúum þess. Gærdagurinn var sá úrkomusamasti í Sydney til rúmlega árs. Fjöldi gatna varð þar ófær vegna flóða. Svipaða sögu er að segja af fleiri bæjum við austurströndina og Veðurstofa Ástralíu spáir áframhaldandi vatnsveðri.
Rigningar slökkva gróðurelda
Mikil úrkoma í austanverðri Ástralíu hefur dregið verulega úr gróðureldum í Nýja Suður-Wales. Vatnsveðrið hefur slökkt um þriðjung elda í fylkinu undanfarinn sólarhring eða um tuttugu af sextíu eldum sem þar loguðu.
07.02.2020 - 08:06
Þúsundir flýja flóð á Nýja Sjálandi
Mikil flóð hrella nú íbúa Suðureyju Nýja Sjálands í kjölfar úrhellisrigninga. Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín til að koma sér í öruggt skjól og hundruð ferðafólks eru innlyksa á afskekktu en vinsælu ferðamannasvæði við Milfordsund. Stjórnvöld á Suðureyju lýstu yfir neyðarástandi eftir að yfir 1.000 millimetra úrkoma féll á tveimur og hálfum sólarhring, 60 kukkustundum, með þeim afleiðingum að skriður féllu á fjölfarna þjóðvegi og ár flæddu yfir bakka sína.
05.02.2020 - 03:05
Ölvaður ökumaður ók yfir börn í Sydney
Ölvaður ökumaður varð fjórum börnum að bana í Sydney í Ástralíu í gær þegar hann ók á þau. Auk þess slösuðust þrjú börn til viðbótar. Þrjú barnanna sem létust voru systkini og fjórða barnið var frænka þeirra. Ökumaðurinn er ákærður fyrir manndráp og ölvunarakstur. Börnin voru á gangstétt þegar maðurinn ók pallbíl sínum upp á kantinn og ók á börnin.
02.02.2020 - 04:55
Neyðarástandi lýst yfir í Canberra
Í fyrsta sinn í nærri tvo áratugi ákváðu yfirvöld í Canberra, höfuðborg Ástralíu, að lýsa yfir neyðarástandi í dag. Gróðureldar nálgast borgina óðfluga og tilvonandi hitabylgja næstu daga gæti ýtt eldunum í átt að úthverfum í suðurhluta borgarinnar.
31.01.2020 - 03:46
Boðar rannsókn á gróðureldunum
Yfirvöld í fylkinu Nýja Suður-Wales í Ástralíu hafa boðað óháða rannsókn á gróðureldunum sem hafa valdið þar miklu tjóni undanfarna mánuði. 
30.01.2020 - 08:15
Ardern boðar til kosninga í haust
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, tilkynnti í morgun að kosið yrði til þings þar í landi 19. september næstkomandi. Ardern fer fyrir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins, sem hún fer fyrir, og þjóðernispopúlistaflokksins Nýja Sjáland fyrst, sem saman eru með 55 af 120 þingmönnum. Græningjar, sem eiga átta fulltrúa á þingi, hafa varið stjórnina falli. Nýsjálenski Þjóðarflokkurinn, borgaralegur hægriflokkur, er með flesta fulltrúa á þingi núna, eða 55.
28.01.2020 - 05:30
Snarpur skjálfti við Salómonseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð nærri Salómonseyjum snemma í morgun. Ekki varð tjón í skjálftanum og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun.
27.01.2020 - 09:21
Eldar loga á ný í Ástralíu - þrír fórust í flugslysi
Þrír menn fórust þegar flugvél sem notuð var við slökkvistörf vegna gróðureldanna í Ástralíu fórst í landinu suðaustanverðu í dag. Vélin var af Hercules-gerð, fengin að láni frá Kanada, en þriggja manna áhöfnin var bandarísk. Fjöldi gróðurelda hefur blossað upp í Ástralíu á ný eftir stutt hlé vegna rigninga. Í dag er víða yfir 40 stiga hiti syðra og hvassir, hlýir vindar blása nýju lífi í gamlar glæður.
23.01.2020 - 05:38
Segist ekki skilja viðbrögð við gróðureldum í Ástralíu
Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, fór hörðum orðum um eftirmann sinn Scott Morrison í viðtali við breska útvarpið BBC og gagnrýndi viðbrögð hans við gróðureldunum í landinu. Turnbull beindi einnig spjótum að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og gagnrýndi stefnu hans í loftslagsmálum. 
22.01.2020 - 11:29
Samloka með skorpu, möttli og kjarna
19 ára nýsjálenskur háskólastúdent og spænskur sjálfboðaliði bjuggu til það sem kallað er jarðarsamloka. Etienne Naude og Spánverji, sem hann kann lítil sem engin deili á, nýttu kortavef Google til þess að vera vissir um að þeir væru á nákvæmlega andstæðum stöðum á jarðkringlunni.
21.01.2020 - 07:11
Flóð og gróðureldar í Ástralíu
Úrkoma sem fylgir þrumuveðri síðustu daga hefur slökkt í nokkrum gróðureldum sem geisa víða á suðaustanverðri Ástralíu. Enn loga þó miklir eldar á sunnan- og suðaustanverðu landinu og valda mikilli eyðileggingu. Auk þess er úrkoma undanfarinna daga svo mikil að á nokkrum stöðum í landinu hafa vegir rofnað og ár flætt yfir bakka sína.
18.01.2020 - 03:38
Kærkomin úrkoma í Ástralíu
Langþráð úrkoma helltist yfir austurhluta Ástralíu í morgun, og frekari úrkoma er í kortunum. Rigningin er kærkomin í baráttunni við ógurlega gróðurelda í Nýja Suður-Wales og Viktoríu. Veðurstofan í Nýja Suður-Wales segir talsverða úrkomu hafa fallið á eldana á nokkrum stöðum í ríkinu.
16.01.2020 - 06:50
Náðu tökum á ofureldi nærri Sydney
Slökkviliðsmenn náðu í dag tökum á einum víðfeðmasta ofureldinum í gróðurlendi Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Hiti hefur verið heldur minni síðustu sólarhringa þar syðra og langþráð úrkoma lét loks á sér kræla, sem hefur dregið heldur úr útbreiðslu eldanna og gert starf slökkviliðsins aðeins viðráðanlegra.
13.01.2020 - 06:39
Eldarnir á Ástralíu færast aftur í aukana
240.000 manns í Viktoríuríki í Ástralíu fengu í morgun skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeim er eindregið ráðlagt að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól. Tveir stórir eldar náðu saman í nótt og loga nú sem einn risaeldur á hundraða kílómetra löngu belti.á mörkum Viktoríuríkis og Nýja Suður-Wales. Enn ein hitabylgjan lét á sér kræla á sunnan- og austanverðri Ástralíu í gær, með heitum, þurrum vindi sem blæs nýju lífi í hundruð gróðurelda sem eilítið hafði sljákkað í síðustu daga.
10.01.2020 - 04:48
Ástralar binda vonir við yfirvofandi óveður
Ástralskir slökkviliðsmenn keppast við að reyna að hefta útbreiðslu gróðurelda í landinu, rétt á meðan aðstæður leyfa. Hiti hefur lækkað talsvert síðustu daga auk þess sem örlítil úrkoma hefur gert skilyrði hagstæðari fyrir slökkvistörf. Von er á annarri hitabylgju í Ástralíu síðar í vikunni.
07.01.2020 - 04:38
„Hörmungar á hörmungar ofan“ í Ástralíu
Tala látinna er komin upp í 24 vegna gróðureldanna sem loga í Ástralíu og eira engu. Fjölda er saknað Aðstæður til slökkvistarfs voru afar slæmar í gær þar sem hiti fór nálægt 40 stigum í miklu hvassviðri. Í dag, sunnudag, komu loks rigningardropar úr lofti en það vann lítið gegn eldunum. 
05.01.2020 - 14:04
Eldarnir ógna rafmagnsöryggi í Ástralíu
Gróðureldarnir sem hafa valdið miklum usla í Ástralíu síðustu vikur færast nú enn nær Sydney. Aðstæður hafa verið afar erfiðar þar sem hitastig hélt áfram að hækka í dag. 
04.01.2020 - 09:42
Neyðarástandi lýst yfir í suðausturhluta Ástralíu
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á meirihluta suðausturhluta Ástralíu vegna gróðurelda og yfir hundrað þúsund manns hefur verið sagt að yfirgefa heimili sín í þremur fylkjum.
03.01.2020 - 23:07