Extra

Mynd með færslu
Ekki missa af eftirpartíinu
Það verður mikið fjör í Laugardalshöll í kvöld þegar Söngvakeppnin fagnar 30 ára afmæli og framlag Íslands í Svíþjóð verður valið. Dagskráin er ákaflega þétt og meðal þeirra sem koma fram eru íslenskar Eurovisionstjörnur og gestirnir Loreen og Sandra Kim.
20.02.2016 - 18:32
Óvænt frá Högna og Pollapönki
Gestir í Háskólabíó og sjónvarpsáhorfendur eiga von á góðu á laugardaginn þegar síðari undanúrslitariðill Söngvakeppninnar fer fram í Háskólabíói. Þar troða upp sérstakir gestir eins og síðasta laugardag og að þessu sinni eru að Högni Egilsson, söngvari og lagahöfundur úr Hjaltalín og æringjar í Pollapönki sem kepptur fyrir Íslands hönd í Kaupmannahöfn árið 2014. Og þeir lofa einhverju óvæntu og skemmtilegu!
Mynd með færslu
Enn slær Páll Óskar í gegn
Það er óhætt að segja að stiklan sem RÚV gerði við lag Páls Óskars, Vinnum þetta fyrirfram, hafi slegið í gegn. Á þeim rúma sólarhring frá því að stiklan var frumsýnd hafa 50 þúsund manns séð færsluna á Facebook síðu RÚV. Palli syngur lagið í Háskólabíói á laugardaginn í fyrstu undankeppni Söngvakeppninnar.
02.02.2016 - 12:49