Evrópusambandið

Spegillinn
Brexitbomba bresku stjórnarinnar
Boris Johnson forsætisráðherra sló sér upp á að hespa af útgöngusamningi við Evrópusambandið. Nú vill hann brjóta samninginn með því að breyta honum með nýjum lögum.
11.09.2020 - 16:35
Neita að draga umdeilt lagafrumvarp til baka
Breska stjórnin ætlar ekki að fara að tilmælum Evrópusambandsins um að draga til baka umdeilt lagafrumvarp um breytingar á útgöngusamningi Breta og sambandsins. Að mati sérfræðinga gengur það í berhögg við alþjóðalög. Michael Gove, ráðherra í bresku ríkisstjórninni, greindi Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, frá því í Lundúnum í dag að stjórnin gæti hvorki né vildi draga frumvarpið til baka.
10.09.2020 - 17:07
Evrópuþingið aflýsir fundi í Strassborg
Allsherjarfundi Evrópuþingsins sem til stóð að halda í Strassborg í Frakklandi í næstu viku hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að kórónuveirutilfellum hefur fjölgað svo mjög í borginni að undanförnu að hún hefur verið lýst rautt hættusvæði. David Sassoli, forseti þingsins, sagði þegar hann tilkynnti ákvörðunina að ekki hefði annað komið til greina. Ella hefðu allir þingfulltrúarnir og starfsfólk þingsins orðið að fara í sóttkví þegar þeir sneru til Brussel að nýju.
08.09.2020 - 17:38
ESB varar Tyrki við efnahagsþvingunum
Evrópusambandið varaði við því í dag að settar yrðu efnahagsþvinganir á Tyrki ef ekki næðist að slaka á spennunni sem myndast hefur við Miðjarðarhaf.
28.08.2020 - 15:21
Phil Hogan segir af sér
Phil Hogan viðskiptastjóri Evrópusambandsins hefur sagt af sér. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi vegna ásakana um að hafa farið á svig við reglur sem eiga að koma í veg fyrir útbreiðslu Covid 19.
26.08.2020 - 21:33
Spegillinn
Tímabundin ríkisafskipti nauðsyn á tímum COVID
Loftslagsbreytingar, hlýnun jarðar og kórónuveiran eiga það sameiginlegt að við þau þarf á fást á heimsvísu en tilhneiging er til þess að bregðast við á staðbundinn hátt og innan landamæra. Clemens Fuest hagfræðingur og forseti Alþjóðastofnunar um opinber fjármál hefur ráðlagt þýsku ríkisstjórninni um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinunum. Stofnunin stóð nýlega fyrir ráðstefnu um loftslagsbreytingar og náttúruauðlindir í samstarfi við Háskóla Íslands.
25.08.2020 - 07:29
Fiskurinn, Brexit og þorskastríðin
Hugtakið ,,afstæður stöðugleiki“ hljómar eins og hugtak úr heimspólitík kalda stríðsins. Reyndar er hugtakið frá þeim tíma: var, og er enn, lykilhugtak í kvótaúthlutun Evrópusambandsins. Bretar vilja breyttar úthlutunarreglur en saga þessa hugtaks skýrir af hverju Bretum gæti gengið erfiðlega að fá sitt fram. Og ekki auðveldar það Brexit.
17.08.2020 - 18:57
ESB íhugar aðgerðir gegn Hvít-Rússum
Evrópusambandið íhugar að beita viðskiptarefsingum gegn þeim hvítrússnesku embættismönnum sem skipuðuöryggissveitum að beita mótmælendur harðræði eftir forsetakosningarnar í landinu á sunnudag. Alexander Lukashenko var endurkjörinn með um 80 prósentum atkvæða að sögn kjörstjórnar, en margir telja maðk í mysu stjórnarinnar. 
12.08.2020 - 03:39
Þjóðverjar efast um gildi kosninganna í Hvíta-Rússlandi
Þýska ríkisstjórnin er sögð vera full efasemda um umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi sem fram fóru um helgina. Fjöldi fólks mótmælti í Minsk í gærkvöldi og í nótt.
10.08.2020 - 10:47
Pólverjar vilja neyðarfund í ESB vegna Hvíta-Rússlands
Pólverjar vilja að ríki Evrópusambandsins komi saman á neyðarráðstefnu vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Þar hefur úrslitum forsetakosninganna um helgina verið mótmælt.
10.08.2020 - 09:30
Pólland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Pólland hyggst segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins, sem miðar að því að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Dómsmálaráðherra Póllands tilkynnti þetta á laugardag. Ráðherrann, Zbigniew Ziobro, sagði sáttmálann, sem oftast er kenndur við Istanbúl, vera „skaðlegan" þar sem hann brjóti gegn réttindum foreldra með því að skikka skóla til að kenna börnum eitt og annað um málefni kynjanna, kynvitund og kynhneigð.
26.07.2020 - 01:52
Evrópuþingið krefst breytinga á fjárhagsáætlun ESB
Evrópuþingið samþykkti í dag með miklum meirihluta að krefjast þess að fjárhagsáætlun Evrópusambandsins til næstu sjö ára verði breytt. Í ályktuninni segir að ólíklegt sé að þingið fallist á fjárhagsáætlunina án þess að hún verði löguð. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti hana á fundi sínum sem stóð frá síðasta föstudegi til þriðjudags.
23.07.2020 - 16:21
Mögulega enginn samningur Breta og ESB í ár
David Frost, aðalsamningamaður bresku ríkisstjórnarinnar um tengsl Breta og Evrópusambandsins í framtíðinni, segir í yfirlýsingu sem hann birti í dag að svo kunni að fara að samningur náist ekki fyrir áramótin. Þar sem innan við hálft ár sé til stefnu verði landsmenn að búa sig undir hvað sem er eftir áramót, náist samningar ekki.
23.07.2020 - 15:09
Fréttir
Ísland kemur vel út í samanburði við Evrópuríki
Ísland kemur vel út í samanburði við Evrópuríki eftir að breytingar voru gerðar á framsetningu talna á COVID.is.
22.07.2020 - 12:24
Segir samkomulagið hafa styrkt ESB
Aðildarríki Evrópusambandsins náðu í nótt að koma sér saman um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna kórónuveirufaraldursins. Hann felur í sér mestu lántöku sem samþykkt hefur verið í sögu sambandsins.
21.07.2020 - 20:21
Enn fundað í Brussel - „stund sannleikans“ fyrir Evrópu
Leiðtogar Evrópusambandsríkja eru mætt til fundar í Brussel, þriðja daginn í röð. Afar brýnt þykir að komist verður að samkomulagi, forseti Frakklands hefur kallað leiðtogafundinn stund sannleikans fyrir Evrópu.
19.07.2020 - 12:38
Viðræður virðast þokast í rétta átt í Brussel
Lögð var fram miðlunartillaga á fundi leiðtoga Evrópusambandsríkja í Brussel í dag og viðræður virðast þokast í rétta átt. Fundi lauk án niðurstöðu í gær en samkomulag þarf að nást um björgunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og efnahagsáætlun næstu sjö ára.
18.07.2020 - 12:46
Ágreiningur á leiðtogafundi ESB
Tveggja til þriggja daga leiðtogafundur Evrópusambandsríkja er hafinn í Brussel. Þetta er í fyrsta sinn frá því að COVID-19 farsóttin blossaði upp í febrúar sem leiðtogarnir hittast augliti til auglitis. Þeirra bíður það verkefni að ná samkomulagi um stofnun sjóðs sem á að nota til að styðja við þau ríki ESB sem hafa orðið verst úti af völdum farsóttarinnar.
17.07.2020 - 09:46
Forskot Dudas vex lítið eitt í annarri útgönguspá
Forskot Andrzejs Dudas, Póllandsforseta, í forsetakosningunum eystra, vex lítið eitt á milli fyrstu útgönguspár og þeirra næstu, sem birt var á miðnætti að pólskum tíma. Samkvæmt nýju könnuninni hefur Duda fengið 50,8 prósent atkvæða, en Rafal Trzakowski, borgarstjóri Varsjárborgar, 49,2 prósent. Skekkjumörk í könnuninni, sem unnin eru af fyrirtækinu Ipsos, eru tvö prósentustig.
Pólverjar kjósa sér forseta í dag
Kjörstaðir voru opnaðir í Póllandi fyrir stundu, þar sem seinni umferð forsetakosninga fer fram í dag. Valið stendur á milli sitjandi forseta, þjóðernissinnaðs íhaldsmanns sem er afar tortrygginn á allt sem frá Brussel kemur og fer ekki dult með aðdáun sína á Donald Trump, og svo borgarstjórans í Varsjá, sem er frjálslyndur hægrimaður sem fer ekki leynt með aðdáun sína á Evrópusambandinu og vill efla og bæta samskiptin við það og stofnanir þess í Brussel.
12.07.2020 - 06:48
Heimsglugginn
Erfið verkefni bíða Þjóðverja í formennsku ESB
Bretar og alþjóðasamfélagið telja Kínverja brjóta samkomulag sem gert var áður en Bretar yfirgáfu þessa nýlendu sína 1997. Bresk yfirvöld hafa lofað allt að þremur milljónum Hong Kong búa landvist og atvinnuleyfi. 
02.07.2020 - 11:25
Rukkað fyrir skimanir á morgun
Opnað verður fyrir komu farþega frá völdum ríkjum utan Schengen-svæðisins á næstu dögum eftir að Evrópusambandið birti lista yfir örugg ríki. Á morgun verður byrjað að rukka fyrir skimun á landamærunum.
ESB-ríki opin ferðafólki frá 15 löndum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opnaði síðdegis landamæri aðildarríkjanna fyrir ferðafólki frá fimmtán löndum frá og með morgundeginum, 1. júlí. Kína er þeirra á meðal. Bandarískum ferðalöngum verður óheimilt að koma til ESB-ríkjanna, að sinni að minnsta kosti, þar sem kórónuveiran dreifist þar hratt um, aðallega í Suður- og Vesturríkjunum.
30.06.2020 - 14:40
Fjórtán ríki örugg samkvæmt ESB
Fjórtán lönd eru á lista Evrópusambandsins yfir örugg ríki. Fólki þaðan verður heimilt að koma til Evrópusambandsríkja frá og með 1. júlí.
30.06.2020 - 08:56
Lyfjastofnun Evrópu mælir með Remdesivir
Lyfjastofnun Evrópu mælir með því að veirusýkingalyfið Remdesivir verði gefið sjúklingum sem veikst hafa af COVID-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þarf að fallast á tillöguna.
25.06.2020 - 17:51