Evrópusambandið

Varnarmál standi og falli ekki með ESB-aðild
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur stöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum ekki standa og falla með Evrópusambandsaðild. 
Fjölþjóðleg breiðfylking gegn upplýsingasöfnun
Neytendasamtökin eru í hópi 55 samtaka sem skora á Evrópusambandið og stjórnvöld í Bandaríkjunum að banna auglýsingar sem byggðar eru á söfnun persónuupplýsinga. Slík upplýsingasöfnun geti grafið undan lýðræðinu.
05.07.2021 - 12:32
Skoskt sjálfstæði, Brexit og Covid
Skoski þjóðarflokkurinn miðar á sjálfstæði Skotlands sem Skotar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2014. Þar með virtist spurningunni svarað um ókomna áratugi. En Skotar eru ósáttir við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sú breyting feli í sér forsendubrest en þeir glíma við óvilja bresku stjórnarinnar um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Milljarðar í að flytja COVID-sjúklinga milli ESB-landa
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í kvöld að leggja jafnvirði um 36 milljarða króna í flutninga á COVID-19 sjúklingum milli aðildarríkja; frá löndum þar sem sóttin geisar hvað heitast til ríkja þar sem staðan er betri og álag á sjúkrahúsum minna.
30.10.2020 - 01:34
Spegillinn
Járnbrautir og valdaframsal í Noregi
Norska Stórþingið var reiðubúið að samþykkja nýjan pakka af reglugerðum frá Evrópusambandinu þegar stjórnarandstaðan náði óvænt meirihluta og sendi málið til Hæstaréttar. Nú á rétturinn að skera úr um hvort reglur ESB um rekstur járnbrauta feli í sér mikið eða lítið framsal valds. Og á meðan beðið er úrskurðar dómaranna er pakkinn í frysti. 
27.10.2020 - 09:15
Vonast eftir fríverslunarsamningi fyrir áramót
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonast til þess að hægt verði að ganga frá fríverslunarsamningi við Breta áður en þeir yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin.
Spegillinn
Pattstaða í viðræðum um viðskiptasamning Breta og ESB
Bæði Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Evrópusambandið telja að viðræður um viðskiptasamninga strandi á mótaðilanum, en hvorugur aðilinn vill þó hætta viðræðum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var rædd á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær og bundin slaufa á þá umræðu með yfirlýsingu þar sem Bretar eru beðnir um að sýna nú samningsvilja. Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði svo í dag ESB þyrfti að koma til móts við og sýna skilning á kröfum Breta sem væru annars alveg tilbúnir að lát
16.10.2020 - 20:22
Sanna Marin hugsanlega veirusmituð
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er á heimleið af leiðtogafundi Evrópusambandsríkja, þar sem hún er hugsanlega veirusmituð. Hún tók þátt í fundi á miðvikudag, þar sem þingmaðurinn Tom Packalén var meðal fundargesta. Hann greindi frá því í morgun að hann væri smitaður af kórónuveirunni.
16.10.2020 - 14:42
Von der Leyen í sóttkví
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Erópusambands, varð síðdegis að yfirgefa fund leiðtoga sambandsríkjanna í Brussel þegar hún frétti af því að starfsmaður á skrifstofu hennar hefði greinst með kórónuveiruna. Sjálf kvaðst hún hafa greinst neikvæð við skimun en til að gæta fyllsta öryggis væri hún farin í sóttkví.
15.10.2020 - 14:58
Stuðningur við sjálfstæði Skotlands eykst enn
Stuðningur við að Skotland segi sig úr lögum við Stóra-Bretland og gerist sjálfstætt ríki hefur aldrei mælst meiri meðal skoskra kjósenda en nú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Ipsos Mori. Í henni sögðust 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi sjálfstæði Skotlands, en 42 prósent vildu halda í óbreytta stöðu landsins innan Bretaveldis.
Heimila refsitolla á bandarískar vörur
Alþjóðaviðskiptastofnunin heimilaði Evrópusambandinu í dag að leggja refsitolla að andvirði fjögurra milljarða dollara á ári á bandarískar vörur vegna ríkisaðstoðar stjórnvalda við Boeing flugvélasmiðjurnar. Stofnunin heimilaði Bandaríkjamönnum í fyrra að leggja refsitolla á evrópskar vörur vegna fjarhagsaðstoðar ESB við Airbus flugvélaframleiðandann.
13.10.2020 - 15:09
Tvær leiðir að kýpverskum vegabréfum
Dæmdir glæpamenn virðast geta fengið vegabréf í Kýpur með aðstoð hátt settra embættismanna í landinu. Þetta leiðir rannsókn Al Jazeera fréttastofunnar í ljós. Samkvæmt rannsókninni eru tvær leiðir að vegabréfinu, þar sem umsækjendur þurfa að reiða fram meira fé ef umsókn þeirra reynist flóknari.
12.10.2020 - 00:22
Þúsundir mótmæla spillingu í Búlgaríu
Þúsundir Búlgara gengu fylktu liði um götur höfuðborgarinnar Sofiu á laugardag til að mótmæla spillingu og krefjast afsagnar forsætisráðherrans Boykos Borisovs og ríkisstjórnar hans. Mótmælendur söfnuðust að lokum saman framan við þinghúsið, þar sem kyrjuð voru slagorð á borð við „Afsögn strax!" og „Mafía!"
04.10.2020 - 03:08
Refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum og Tyrkir varaðir við
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í kvöld refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta Rússlandi og boðar einnig aðgerðir gegn Tyrkjum, láti þeir ekki af tilraunaborunum eftir gasi í efnahagslögsögu Kýpur. Um 40 háttsettir ráðamenn í Hvíta Rússlandi fá ekki að ferðast til Evrópusambandsins í bráð.
02.10.2020 - 02:24
Víðsjá
Boða stofnun nýs Bauhaus-skóla
Ursula von der Leyen, nýr forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti nýverið áform um að stofna nýjan evrópskan Bauhaus-skóla. Skólinn er hluti af 750 milljarða evra aðgerðaráætlun sambandsins til að endurreisa hagkerfið eftir kórónuveirufaraldurinn, með menningu og sjálfbærni að leiðarljósi.
Sri Lanka sendir rusl aftur til Bretlands
21 ruslagámur verður sendur aftur til Bretlands frá Sri Lanka eftir að hættuleg efni fundust í þeim. Alls voru 263 gámar fullir af rusli sendir frá Bretlandi til eyríkisins í Asíu. Tollverðir í Sri Lanka fundu sorp frá sjúkrahúsum í mörgum gámanna, auk plastúrgangs.
28.09.2020 - 04:12
Facebook gæti þurft að loka á Evrópu
Facebook hótar að láta sig hverfa af Evrópumarkaði ef bann verður lagt á að deila gögnum miðilsins með bandarískum stjórnvöldum. Guardian greinir frá þessu. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í júlí að ekki væru nægar varnir gegn því að leyniþjónustustofnanir vestanhafs gætu snuðrað um notendur Facebook í Evrópu. 
Ekkert samkomulag um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja komust ekki að samkomulagi um að beita Hvíta-Rússland refsiaðgerðum vegna stjórnmálakreppunnar þar í landi. Kýpverjar neituðu að fallast á þær nema gripið yrði til aðgerða gagnvart Tyrkjum vegna gasleitar þeirra á austanverðu Miðjarðarhafi.
21.09.2020 - 18:43
Tikanovskaja til fundar við utanríkisráðherra ESB-ríkja
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja, ásamt Josep Borrell, utanríkismálastjóra ESB, ræða við hvítrússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Svetlönu Tikanovskaju í Brussel á mánudag. AFP fréttastofan hefur þetta eftir talmsanni Borrell. Fundur þeirra er haldinn áður en utanríkisráðherrarnir ræða viðskiptarefsingar gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi.
17.09.2020 - 15:53
Von der Leyen boðar nýtt hælisleitendakerfi
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðar breytingar á hælisleitendakerfi sambandsins. Hún tilkynnti í umræðum eftir stefnuræðu sína í morgun að Dyflinnarreglugerðinni verði skipt út. Unnið verður út frá sameiginlegu fyrirkomulagi varðandi umsókn um alþjóðlega vernd og brottrekstur og byggi á sterkri samstöðu, að hennar sögn.
Boris kom umdeildu frumvarpi gegnum annan lestur
Breska þingið samþykkti í kvöld að vísa umdeildu lagafrumvarpi Boris Johnson forsætisráðherra til nefndar. Það er næsta skref í lagasetningarferlinu. Frumvarpið kveður á um að ráðherrar geti ákveðið að víkja frá vissum ákvæðum útgöngusamnings Breta við Evrópusambandið um að ESB-reglur gildi áfram að hluta á Norður-Írlandi. Slíkt brýtur í bága við útgöngusamninginn sem flokkast sem alþjóðalög.
14.09.2020 - 23:54
Nýr arftaki Merkel valinn í desember
Kristilegir demókratar í Þýskalandi, flokkur kanslarans Angelu Merkel, ætla að velja sér nýjan leiðtoga á flokksþingi í desember. Annegret Kramp-Karrenbauer sem tók við af Merkel í lok árs 2018, gefur ekki kost á sér áfram.
14.09.2020 - 17:15
Hart deilt um Brexit-frumvarp Johnson
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sakar Evrópusambandið um að reyna að slíta Norður-Írland frá Stóra-Bretlandi með banni á matvælaflutningi frá Bretlandi til N-Írlands. Hann segir þessa kröfu sambandsins réttlæta frumvarp ríkisstjórnar hans um að breyta Brexit-samningnum við ESB um útgöngu Breta. 
13.09.2020 - 01:40
Spegillinn
„Við erum fólk ekki skepnur“
Hælisleitendur sem hírst hafa úti síðan Moria-flóttamannabúðirnar brunni í vikunni kröfðust í dag frelsis og þess að fá að komast til meginlandsins. Moria-búðirnar voru stærstu flóttamannabúðirnar í Grikklandi og löngu yfirfullar, þær voru upphaflega ætlaðar um þrjú þúsund manns en þar hafa verið um 13 þúsund. Kórónuveirusmit greindist í Moria í byrjun mánaðar og allir voru settir í tveggja vikna sóttkví. Því var illa tekið og grunur leikur á að kveikt hafi verið í.
12.09.2020 - 07:03
Spegillinn
Brexitbomba bresku stjórnarinnar
Boris Johnson forsætisráðherra sló sér upp á að hespa af útgöngusamningi við Evrópusambandið. Nú vill hann brjóta samninginn með því að breyta honum með nýjum lögum.
11.09.2020 - 16:35