Evrópusambandið

Pólland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Pólland hyggst segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins, sem miðar að því að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Dómsmálaráðherra Póllands tilkynnti þetta á laugardag. Ráðherrann, Zbigniew Ziobro, sagði sáttmálann, sem oftast er kenndur við Istanbúl, vera „skaðlegan" þar sem hann brjóti gegn réttindum foreldra með því að skikka skóla til að kenna börnum eitt og annað um málefni kynjanna, kynvitund og kynhneigð.
26.07.2020 - 01:52
Evrópuþingið krefst breytinga á fjárhagsáætlun ESB
Evrópuþingið samþykkti í dag með miklum meirihluta að krefjast þess að fjárhagsáætlun Evrópusambandsins til næstu sjö ára verði breytt. Í ályktuninni segir að ólíklegt sé að þingið fallist á fjárhagsáætlunina án þess að hún verði löguð. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti hana á fundi sínum sem stóð frá síðasta föstudegi til þriðjudags.
23.07.2020 - 16:21
Mögulega enginn samningur Breta og ESB í ár
David Frost, aðalsamningamaður bresku ríkisstjórnarinnar um tengsl Breta og Evrópusambandsins í framtíðinni, segir í yfirlýsingu sem hann birti í dag að svo kunni að fara að samningur náist ekki fyrir áramótin. Þar sem innan við hálft ár sé til stefnu verði landsmenn að búa sig undir hvað sem er eftir áramót, náist samningar ekki.
23.07.2020 - 15:09
Fréttir
Ísland kemur vel út í samanburði við Evrópuríki
Ísland kemur vel út í samanburði við Evrópuríki eftir að breytingar voru gerðar á framsetningu talna á COVID.is.
22.07.2020 - 12:24
Segir samkomulagið hafa styrkt ESB
Aðildarríki Evrópusambandsins náðu í nótt að koma sér saman um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna kórónuveirufaraldursins. Hann felur í sér mestu lántöku sem samþykkt hefur verið í sögu sambandsins.
21.07.2020 - 20:21
Enn fundað í Brussel - „stund sannleikans“ fyrir Evrópu
Leiðtogar Evrópusambandsríkja eru mætt til fundar í Brussel, þriðja daginn í röð. Afar brýnt þykir að komist verður að samkomulagi, forseti Frakklands hefur kallað leiðtogafundinn stund sannleikans fyrir Evrópu.
19.07.2020 - 12:38
Viðræður virðast þokast í rétta átt í Brussel
Lögð var fram miðlunartillaga á fundi leiðtoga Evrópusambandsríkja í Brussel í dag og viðræður virðast þokast í rétta átt. Fundi lauk án niðurstöðu í gær en samkomulag þarf að nást um björgunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og efnahagsáætlun næstu sjö ára.
18.07.2020 - 12:46
Ágreiningur á leiðtogafundi ESB
Tveggja til þriggja daga leiðtogafundur Evrópusambandsríkja er hafinn í Brussel. Þetta er í fyrsta sinn frá því að COVID-19 farsóttin blossaði upp í febrúar sem leiðtogarnir hittast augliti til auglitis. Þeirra bíður það verkefni að ná samkomulagi um stofnun sjóðs sem á að nota til að styðja við þau ríki ESB sem hafa orðið verst úti af völdum farsóttarinnar.
17.07.2020 - 09:46
Forskot Dudas vex lítið eitt í annarri útgönguspá
Forskot Andrzejs Dudas, Póllandsforseta, í forsetakosningunum eystra, vex lítið eitt á milli fyrstu útgönguspár og þeirra næstu, sem birt var á miðnætti að pólskum tíma. Samkvæmt nýju könnuninni hefur Duda fengið 50,8 prósent atkvæða, en Rafal Trzakowski, borgarstjóri Varsjárborgar, 49,2 prósent. Skekkjumörk í könnuninni, sem unnin eru af fyrirtækinu Ipsos, eru tvö prósentustig.
Pólverjar kjósa sér forseta í dag
Kjörstaðir voru opnaðir í Póllandi fyrir stundu, þar sem seinni umferð forsetakosninga fer fram í dag. Valið stendur á milli sitjandi forseta, þjóðernissinnaðs íhaldsmanns sem er afar tortrygginn á allt sem frá Brussel kemur og fer ekki dult með aðdáun sína á Donald Trump, og svo borgarstjórans í Varsjá, sem er frjálslyndur hægrimaður sem fer ekki leynt með aðdáun sína á Evrópusambandinu og vill efla og bæta samskiptin við það og stofnanir þess í Brussel.
12.07.2020 - 06:48
Heimsglugginn
Erfið verkefni bíða Þjóðverja í formennsku ESB
Bretar og alþjóðasamfélagið telja Kínverja brjóta samkomulag sem gert var áður en Bretar yfirgáfu þessa nýlendu sína 1997. Bresk yfirvöld hafa lofað allt að þremur milljónum Hong Kong búa landvist og atvinnuleyfi. 
02.07.2020 - 11:25
Rukkað fyrir skimanir á morgun
Opnað verður fyrir komu farþega frá völdum ríkjum utan Schengen-svæðisins á næstu dögum eftir að Evrópusambandið birti lista yfir örugg ríki. Á morgun verður byrjað að rukka fyrir skimun á landamærunum.
ESB-ríki opin ferðafólki frá 15 löndum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opnaði síðdegis landamæri aðildarríkjanna fyrir ferðafólki frá fimmtán löndum frá og með morgundeginum, 1. júlí. Kína er þeirra á meðal. Bandarískum ferðalöngum verður óheimilt að koma til ESB-ríkjanna, að sinni að minnsta kosti, þar sem kórónuveiran dreifist þar hratt um, aðallega í Suður- og Vesturríkjunum.
30.06.2020 - 14:40
Fjórtán ríki örugg samkvæmt ESB
Fjórtán lönd eru á lista Evrópusambandsins yfir örugg ríki. Fólki þaðan verður heimilt að koma til Evrópusambandsríkja frá og með 1. júlí.
30.06.2020 - 08:56
Lyfjastofnun Evrópu mælir með Remdesivir
Lyfjastofnun Evrópu mælir með því að veirusýkingalyfið Remdesivir verði gefið sjúklingum sem veikst hafa af COVID-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þarf að fallast á tillöguna.
25.06.2020 - 17:51
Bandaríkjamönnum líklega ekki hleypt til Evrópu strax
Allar líkur eru á að Bandaríkjamönnum verði ekki hleypt til Evrópu þegar ytri landamæri Evrópusambandsins verða opnuð um mánaðamótin. Ástæðan er hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
24.06.2020 - 08:04
Evrópusambandið stendur með Black Lives Matter
Meirihluti Evrópuþingsins lýsti í gær yfir stuðningi við Black Lives Matter hreyfinguna og fordæmdi kynþáttafordóma og hugmyndafræðina um yfirburði hvítra. Ályktunin hefur engin lagaleg áhrif, en lýsir stuðningi við mótmælendur sem kalla eftir því að kynþáttafordómum verði útrýmt. Eins tekur ályktunin undir ákall Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á óþörfu ofbeldi lögreglu og kerfisbundnum rasisma.
20.06.2020 - 02:04
Ósamkomulag um björgunarsjóð ESB
Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná samkomulagi um björgunarsjóð fyrir ríki sem hafa orðið verst úti í COVID-19 farsóttinni. Annar fundur er boðaður í næsta mánuði. Dregið er í efa að samkomulag náist þá.
19.06.2020 - 17:31
Vongóður um viðskiptasamning við ESB í júlí
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist vongóður um að hægt verði að ganga frá nýjum viðskiptasamningi við Evrópusambandið í næsta mánuði.
15.06.2020 - 17:54
Sakar Kína og Rússland um að dreifa falsfréttum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakar kínversk og rússnesk stjórnvöld um að dreifa falsfréttum um Covid-19 faraldurinn.
10.06.2020 - 16:55
Hælisumsóknir ekki verið færri í rúman áratug
Hælisumsóknir sem bárust ríkjum Evrópusambandsins í apríl eru færri en þær hafa verið í rúman áratug. Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum frá flóttamannaskrifstofu ESB (EASO). Kórónuaveirufaraldurinn leiddi til lokunar ytri landamæra sambandsins.
10.06.2020 - 07:12
Seehofer vill efla gæslu við ytri landamæri ESB
Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, vill að ríkið nýti tækifærið á meðan það gegnir forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins og geri umbætur á hæliskerfi sambandsins. Eins þykir honum kominn tími til að efla gæslu við ytri landamæri ESB. 
08.06.2020 - 06:29
Yfir 8 prósenta samdráttur á evrusvæðinu
Seðlabanki evruríkjanna spáir 8,7 prósenta efnahagssamdrætti á evrusvæðinu í ár. Útlit er fyrir 5,2 prósenta hagvöxt á næsta ári og 3,3 prósent árið 2022.
04.06.2020 - 13:15
ESB leggst gegn endurgreiðslu með inneignarnótum
Evrópusambandið hefur bent á að dönskum ferðaþjónustufyrirtækjum sé óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum ferðir, sem féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins, í formi inneignar. Frumvarp um slíkt hefur verið lagt fram á Alþingi.
04.06.2020 - 06:24
Mikilvægt að ná nýjum viðskiptasamningi eftir Brexit
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í málefnum Brexit, hefur tjáð breskum stjórnvöldum að vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins sé sérstaklega mikilvægt að nýr viðskiptasamningur náist milli Bretlands og Evrópusambandsins.
31.05.2020 - 11:43