Evrópusambandið

Myndskeið
Ferðalög innan Evrópu gætu orðið að veruleika
Íbúar Eystrasaltsríkjanna þriggja geta nú ferðast á milli þeirra án þess að fara í sóttkví. Fleiri ríki hafa boðað tilslakanir og ferðalög innan Evrópu gætu orðið að veruleika í sumar ef ástandið versnar ekki á ný.
15.05.2020 - 19:45
Úrskurðað um landamærabúðir Ungverja
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Ungverjaland megi ekki láta hælisleitendur dvelja í afgirtum búðum við landamæri landsins án þess að mál hvers og eins sé tekið til meðferðar. Eins megi ekki láta neinn dvelja þar lengur en í fjórar vikur.
15.05.2020 - 05:29
ESB-ríki ná samkomulagi um efnahagsaðstoð
Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu í kvöld að veita milljörðum evra í efnahagsaðstoð til þeirra ríkja sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum. Yfir 500 milljarðar evra verða tiltækir frá fyrsta júní. Auk þess var samþykkt á myndbandsfundi leiðtoganna að leggja enn meira til samhliða sjö ára fjárhagsáætlun sambandsins.
24.04.2020 - 01:58
Hrun í sölu nýrra bíla í Evrópu
Sala á nýjum bílum í löndum Evrópusambandsins dróst saman um 55% prósent í mars í samanburði við söluna í sama mánuði í fyrra. Er þetta rakið til kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á álfuna og þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í því skyni að hefta útbreiðslu hans í flestum Evrópulöndum. 567.308 bifreiðar voru nýskráðar hjá samgöngustofum Evrópusambandsríkja, en í mars í fyrra voru þær rúmlega 1,2 milljónir í löndunum 27 sem nú mynda ESB.
17.04.2020 - 07:06
Hótar Ungverjum málsókn ef stjórnvöld ganga of langt
Ungverjar geta átt von á lögssókn frá Evrópusambandinu vegna nýrra laga ríkisins sem sett voru til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér í þýska sunnudagsblaðinu Bild am Sonntag að sambandið væri reiðubúið að grípa inn í ef aðgerðir stjórnvalda í Búdapest ganga of langt. 
13.04.2020 - 05:56
ESB ríki ná samkomulagi um aðgerðarpakka
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja komust loks að samkomulagi um sameiginlegan aðgerðarpakka vegna COVID-19 faraldursins. 500 milljarðar evra verða lagðir fram til aðstoðar þeim ríkjum sem verst hafa orðið úti í faraldrinum. Kröfur Ítala og Frakka um sameiginleg lán voru lagðar til hliðar.
09.04.2020 - 22:46
Störf aganefndar í Póllandi stöðvuð
Evrópudómstóllinn skipaði Pólverjum í gær að leggja niður aganefnd sem ætlað er að fylgjast með störfum dómara í landinu. Gagnrýnendur nefndarinnar segja hana veita stjórnvöldum vald til þess að rannsaka og refsa dómurum fyrir úrskurði.
09.04.2020 - 04:49
Pattstaða á fundi fjármálaráðherra evruríkja
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna náðu ekki að koma sér saman um sameiginlegan aðgerðarpakka til að endurreisa hagkerfið eftir um sextán tíma fundarhöld. Fundurinn hófst í gær og stóð yfir langt fram á morgun. Mario Centeno, formaður evruhópsins, sagðist hafa slitið fundinum í morgun, og boðað evruríkin aftur til fundar á morgun. 
08.04.2020 - 06:32
Hart deilt um aðgerðarpakka ESB
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu fund í gær þar sem rætt var um sameiginlegan aðgerðarpakka vegna efnahagsáhrifa COVID-19 faraldursins. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, stóð fundurinn í gær í um sjö klukkustundir og heldur að öllum líkindum áfram í dag. Stjórnir ríkjanna eru sagðar ósammála um hvernig aðgerðum skuli háttað.
08.04.2020 - 02:22
Segir framtíð ESB í húfi
Framtíð Evrópu er í húfi í stríðinu gegn kórónuveirunni. Þetta er yfirskrift greinar sem Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar birtir í 10 dagblöðum í Evrópu í dag. 
05.04.2020 - 17:49
Bandaríkin og Frakkland sökuð um freklega grímugræðgi
Stjórnvöld í Berlín saka Bandaríkin um að hafa hrifsað til sín stóra sendingu af andlitsgrímum, sem áttu að fara til borgarinnar. Svíar saka Frakka um ekki ósvipaðar aðfarir og íhuga að kæra þá til Brussel.
Króatíu óheimilt að framselja Íslending til Rússlands
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að króatískum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja íslenskan ríkisborgara til Rússlands eins og rússnesk stjórnvöld fara fram á. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í Króatíu í níu mánuði.
ESB samþykkir ríkisaðstoð Frakka
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hefur samþykkt að tillögu franskra stjórnvalda að ábyrgjast allt að 300 milljarða evra ríkisaðstoð til að minnka efnahagslega byrði landsins vegna Covid 19.
21.03.2020 - 13:57
Nægar birgðir af lækningavörum
Alma Möller landlæknir segir að birgðastaða á hlífðar- og lækningavörum sé góð í landinu. Í fréttum RÚV í dag kom fram að innflytjendur lækningavara hafi fengið þau svör frá birgjum innan Evrópusambandsins að þeim væri ekki heimilt að selja slíkar vörur til Íslands.
19.03.2020 - 16:53
ESB á móti ferðatakmörkunum
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við því að aðildarríkin grípi til ferðabanns til að hamla útbreiðslu kórónaveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Mun skynsamlegra er að hennar sögn að beita skimun á landamærum.
13.03.2020 - 13:58
Greiða hælisleitendum fyrir að snúa heim
Evrópusambandið og Grikkland ætla að bjóða fimm þúsund hælisleitendum á grísku eyjunum fjárstyrk gegn því að þeir snúi aftur til síns heima. Féð á að nægja þeim til að hefja nýtt líf.
12.03.2020 - 17:48
Viðtal
Telur ákvörðun Trumps pólitík sem kalli á aðgerðir
„Þetta er algjörlega fordæmalaus ákvörðun og setur samskipti Bandaríkjanna og Evrópu algjörlega í uppnám, í miðri þessari krísu sem nú er orðin að mjög alvarlegri dipómatískri deilu, ofan í allt saman,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur um algjört bann við ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna í 30 daga frá og með miðnætti á föstudag vegna COVID-19 veirunnar.
12.03.2020 - 13:12
Viðskipti á Wall Street stöðvuð í 15 mínútur
Hlutabréfaviðskipti voru stöðvuð í fimmtán mínútur á Wall Street í New York í dag vegna verðhruns við upphaf viðskipta. S&P 500 hlutabréfavísitalan féll um sjö prósent og Dow Jones um 7,3 prósent. Nasdaq vísitala tæknifyrirtækja lækkaði um 6,9 prósent.
09.03.2020 - 14:47
Myndskeið
Vilja lög um kolefnahlutleysi fyrir 2050
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir í dag frumvarp að lögum að ríki Evrópusambandsins verði kolefnahlutlaus fyrir árið 2050. Frumvarpið fylgir í kjölfar funda leiðtoga Evrópusambandsríkja í fyrra þar sem samþykkt var að stefna að þessu marki. Drögin eru kynnt sama dag og Greta Thunberg mætir á fund nefndar hjá þingi Evrópusambandsins. Greta gaf þó lítið fyrir markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í yfirlýsingu í gær. Hún að önnur ungmenni sögðu það alltof seint í rassinn gripið.
04.03.2020 - 11:49
Macron efast um að Bretar og ESB semji fyrir árslok
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, efast um að viðskiptasamningur milli Evrópusambandsins og Bretlands geti orðið að veruleika áður en umsömdu aðlögunartímabili lýkur um næstu áramót. Macron ræddi við franska sjómenn og fulltrúa þeirra á fundi í gær og þar bar Brexit á góma, svo sem vonlegt er. Aðspurður sagðist forsetinn „ekki viss um að samkomulag náist milli dagsins í dag og ársloka."
23.02.2020 - 06:30
SÞ: Aðstæður flóttafólks á Grikklandi skammarlegar
Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir skjótum aðgerðum til að bæta þær „hörmulegu og skammarlegu" aðstæður sem flóttafólk neyðist til að búa við í móttökumiðstöðvum á grískum eyjum. Framkvæmdastjórinn, Filippo Grandi, segir skjótra aðgerða þörf til að draga verulega úr óboðlegum þrengslum og bæta aðstæður flóttafólks í yfirfullum búðum á grísku eyjunum. Brýnast sé að auka aðgengi fólks að hreinu vatni, bæta hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu.
Hörð átök í Idlib kalla hörmungar yfir hundruð þúsunda
Harðir bardagar geisa enn í Idlib-héraði í Sýrlandi. Þar féllu tveir tyrkneskir hermenn í loftárásum Sýrlandshers í gær, daginn eftir að Erdogan Tyrklandsforseti varaði við yfirvofandi sókn Tyrklandshers í héraðinu. Leiðtogaráð Evrópusambandsins fordæmir árásir Sýrlandshers á Idlib-borg og varar við þeim hörmungum sem þær leiða yfir almenning.
Varadkar sagði af sér forsætisráðherraembætti
Leo Varadkar, forsætisráðherra Irlands, hefur sagt af sér embætti. Varadkar tilkynnti afsögn sína eftir að þingheimi mistókst að koma sér saman um forsætisráðherra á fundi sínum í gærkvöld. Hann fékk einungis 36 atkvæði en hefði þurft 80. Helstu keppinautum hans, Mary Lou McDonald, leiðtoga Sinn Féin, og Micheál Martin, leiðtoga Fianna Fáil, farnaðist ltilu betur; McDonald fékk 45 atkvæði, en Martin 41.
21.02.2020 - 02:55
Flytja notendagögn Breta frá Írlandi til Bandaríkjanna
Stjórnendur netrisans Google áforma að flytja upplýsingar um breska notendur sína frá evrópskum höfuðstöðvum sínum á Írlandi til Bandaríkjanna, nú þegar Bretar eru gengnir úr Evrópusambandinu. Þar með lýtur meðferð fyrirtækisins á gögnum breskra Google-notenda ekki lengur strangri persónu- og gagnaverndarlöggjöf Evrópusambandsins, heldur gilda um hana bandarísk lög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.
20.02.2020 - 05:30
ESB ver milljörðum króna í að auka kjötát almennings
Evrópusambandið hefur varið andvirði rúmlega átta milljarða íslenskra króna á síðustu þremur árum til herferða sem ætlað er að auka kjötneyslu almennings.
15.02.2020 - 14:19